1Y FUÉ á mí palabra de Jehová, diciendo:
1Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:
2Hijo del hombre, propón una figura, y compón una parábola á la casa de Israel.
2,,Mannsson, ber upp gátu og seg Ísraelsmönnum líking
3Y dirás: Así ha dicho el Señor Jehová: Una grande águila, de grandes alas y de largos miembros, llena de plumas de diversos colores, vino al Líbano, y tomó el cogollo del cedro:
3og mæl: Svo segir Drottinn Guð: Örninn sá hinn mikli með stóru vængina og löngu flugfjaðrirnar, með þykka og marglita fjaðurhaminn, fór upp á Líbanon og tók toppinn af sedrustrénu.
4Arrancó el principal de sus renuevos, y llevólo á la tierra de mercaderes, y púsolo en la ciudad de los negociantes.
4Hann braut af efstu brumkvistina og flutti þá til verslunarlandsins. Í kaupmanna borg setti hann þá.
5Tomó también de la simiente de la tierra, y púsola en un campo bueno para sembrar, plantóla junto á grandes aguas, púsola como un sauce.
5Síðan tók hann af gróðri landsins og setti það í sáðland, hann setti það þar sem nóg vatn var, eins og pílvið.
6Y brotó, é hízose una vid de mucha rama, baja de estatura, que sus ramas la miraban, y sus raíces estaban debajo de ella: así que se hizo una vid, y arrojó sarmientos, y echó mugrones.
6Og það óx og varð að vínvið, sem breiddist út lágvaxinn, svo að greinar hans sveigðust aftur að honum og rætur hans héldust undir honum. Og er það var orðið að vínviði, fékk það kvisti og skaut greinum.
7Y fué otra grande águila, de grandes alas y de muchas plumas; y he aquí que esta vid juntó cerca de ella sus raíces, y extendió hacia ella sus ramos, para ser regada por ella por los surcos de su plantío.
7En það var annar mikill örn með stóra vængi og mikinn fjaðurham, og sjá, vínviður þessi teygði rætur sínar að honum og rétti greinar sínar í móti honum, til þess að hann skyldi vökva hann, en ekki reitinn, sem hann var gróðursettur í,
8En un buen campo, junto á muchas aguas fué plantada, para que hiciese ramos y llevase fruto, y para que fuese vid robusta.
8og þó var hann gróðursettur í góðri jörð, þar sem nóg vatn var, til þess að skjóta greinum og bera ávöxtu og verða dýrlegur vínviður.
9Di: Así ha dicho el Señor Jehová: ¿Será prosperada? ¿No arrancará sus raíces, y destruirá su fruto, y secaráse? Todas las hojas de su lozanía secará, y no con gran brazo, ni con mucha gente, arrancándola de sus raíces.
9Seg þú: Svo segir Drottinn Guð: Mun það vel gefast? Mun hinn örninn ekki slíta upp rætur hans og afsníða ávöxtu hans, og öll hans nýsprottnu blöð visna? Og eigi mun þurfa mikilla krafta að neyta eða mannafla við að hafa til þess að kippa honum upp með rótum.
10Y he aquí que plantada está ella, ¿será prosperada? ¿No se secará del todo cuando el viento solano la tocare? En los surcos de su verdor se secará.
10Nú er hann gróðursettur, en mun það vel gefast? Mun hann ekki skrælna, þegar austanvindurinn fer að leika um hann, mun hann ekki skrælna í reitnum, þar sem hann óx?``
11Y fué á mí palabra de Jehová, diciendo:
11Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:
12Di ahora á la casa rebelde: ¿No habéis entendido qué significan estas cosas? Diles: He aquí que el rey de Babilonia vino á Jerusalem, y tomó tu rey y sus príncipes, y llevólos consigo á Babilonia.
12,,Seg við hina þverúðugu kynslóð: Skiljið þér eigi, hvað þetta á að þýða? Seg þú: Sjá, konungurinn í Babýlon kom til Jerúsalem og tók konung hennar og höfðingja og fór með þá heim til sín, til Babýlon.
13Tomó también de la simiente del reino, é hizo con él alianza, y trájole á juramento; y tomó los fuertes de la tierra,
13Og hann tók einn af konungsættinni og gjörði sáttmála við hann og tók eið af honum, en leiðtoga landsins hafði hann flutt á burt,
14Para que el reino fuese abatido y no se levantase, sino que guardase su alianza y estuviese en ella.
14til þess að konungsvaldið skyldi vera lítið og eigi geta hafið sig aftur, til þess að hann skyldi halda sáttmála þann, er hann hafði gengist undir, og sáttmálinn standa.
15Rebelóse empero contra él enviando sus embajadores á Egipto, para que le diese caballos y mucha gente. ¿Será prosperado, escapará, el que estas cosas hizo? ¿y el que rompió la alianza, podrá huir?
15En hann hóf uppreisn gegn honum og gjörði sendimenn til Egyptalands eftir hestum og miklu liði. Mun það vel gefast? Mun sá, er slíkt gjörir, klakklaust af komast? Mun sá, er rýfur sáttmála, klakklaust af komast?
16Vivo yo, dice el Señor Jehová, que morirá en medio de Babilonia, en el lugar del rey que le hizo reinar, cuyo juramento menospreció, y cuya alianza con él hecha rompió.
16Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, í aðseturstað þess konungs, er hóf hann til konungdóms, hvers sáttmála hann hefir rofið og að engu haft þann eið, er hann vann honum, hjá honum skal hann deyja í Babýlon.
17Y no con grande ejército, ni con mucha compañía hará con él Faraón en la batalla, cuando funden baluarte y edifiquen bastiones para cortar muchas vidas.
17En Faraó mun ekki hjálpa honum í stríðinu með miklum herafla og fjölmennu liði, þá er jarðhryggjum verður hleypt upp og víggarðar hlaðnir, til þess að bana mörgum mönnum.
18Pues menospreció el juramento, para invalidar el concierto cuando he aquí que había dado su mano, é hizo todas estas cosas, no escapará.
18Því að hann hefir eiðinn að engu haft með því að rjúfa sáttmálann. Já, hann seldi til þess hönd sína og gjörði þó allt þetta. Hann skal ekki klakklaust af komast.
19Por tanto, así ha dicho el Señor Jehová: Vivo yo, que el juramento mío que menospreció, y mi concierto que ha invalidado, tornaré sobre su cabeza.
19Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Svo sannarlega sem ég lifi, eiðinn, sem hann hefir unnið mér, en þó að engu haft, og sáttmálann, sem hann hefir gjört við mig, en þó rofið, mun ég láta honum í koll koma.
20Y extenderé sobre él mi red, y será preso en mi malla; y hacerlo he venir á Babilonia, y allí estaré á juicio con él, por su prevaricación con que contra mí se ha rebelado.
20Og ég mun kasta neti mínu yfir hann, og hann mun veiddur verða í veiðarfæri mín, og ég mun flytja hann til Babýlon og ganga þar í dóm við hann um tryggðrofin, er hann hefir í frammi við mig haft.
21Y todos sus fugitivos con todos sus escuadrones caerán á cuchillo, y los que quedaren serán esparcidos á todo viento; y sabréis que yo Jehová he hablado.
21Og allt úrvalalið hans meðal allra herflokka hans mun fyrir sverði falla, og þeir, sem eftir verða, munu tvístrast í allar áttir og þér viðurkenna, að ég, Drottinn, hefi talað það.
22Así ha dicho el Señor Jehová: Y tomaré yo del cogollo de aquel alto cedro, y pondrélo; del principal de sus renuevos cortaré un tallo, y plantarlo he yo sobre el monte alto y sublime;
22Svo segir Drottinn Guð: Ég mun taka nokkuð af topplimi hins hávaxna sedrustrés og planta því. Af efstu brumkvistum þess mun ég brjóta einn grannan og gróðursetja hann á háu og gnæfandi fjalli.
23En el monte alto de Israel lo plantaré, y alzará ramos, y llevará fruto, y haráse magnífico cedro; y habitarán debajo de él todas las aves, toda cosa que vuela habitará á la sombra de sus ramos.
23Á hæðarhnjúki Ísraels mun ég gróðursetja hann, og hann mun fá greinar og bera ávöxtu og verða dýrlegur sedrusviður, og alls konar vængjaðir fuglar munu undir honum búa, í forsælunni af greinum hans munu þeir búa.Og öll tré merkurinnar skulu sjá, að ég, Drottinn, niðurlægi hið háa tré og upphef hið lága, læt hið græna tré þorna og hið þurra blómgast. Ég, Drottinn, hefi sagt það og gjört það.``
24Y sabrán todos los árboles del campo que yo Jehová abatí el árbol sublime, levanté el árbol bajo, hice secar el árbol verde, é hice reverdecer el árbol seco. Yo Jehová hablé é hice.
24Og öll tré merkurinnar skulu sjá, að ég, Drottinn, niðurlægi hið háa tré og upphef hið lága, læt hið græna tré þorna og hið þurra blómgast. Ég, Drottinn, hefi sagt það og gjört það.``