1EN el año veinticinco de nuestro cautiverio, al principio del año, á los diez del mes, á los catorce años después que la ciudad fué herida, en aquel mismo día fué sobre mí la mano de Jehová, y llevóme allá.
1Á tuttugasta og fimmta ári eftir að vér vorum herleiddir, í byrjun ársins, tíunda dag mánaðarins, fjórtán árum eftir að borgin var tekin, einmitt þann dag kom hönd Drottins yfir mig og flutti mig þangað.
2En visiones de Dios me llevó á la tierra de Israel, y púsome sobre un monte muy alto, sobre el cual había como edificio de una ciudad al mediodía.
2Í guðlegri sýn flutti hann mig til Ísraelslands og setti mig niður á mjög hátt fjall, og á því var gagnvart mér sem endurreist borg.
3Y llevóme allí, y he aquí un varón, cuyo aspecto era como aspecto de metal, y tenía un cordel de lino en su mano, y una caña de medir: y él estaba á la puerta.
3Er hann hafði flutt mig þangað, birtist maður nokkur, og var hann ásýndum sem af eiri væri. Hann hélt á línstreng og mælistöng og stóð við hliðið.
4Y hablóme aquel varón, diciendo: Hijo del hombre, mira con tus ojos, y oye con tus oídos, y pon tu corazón á todas las cosas que te muestro; porque para que yo te las mostrase eres traído aquí. Cuenta todo lo que ves á la casa de Israel.
4Og maðurinn sagði við mig: ,,Mannsson, lít á með augum þínum, hlýð á með eyrum þínum og hugfest þér allt, er ég sýni þér, því að þú ert til þess hingað fluttur, að þér verði sýnt þetta. Kunngjör þú Ísraelslýð allt það, sem þú sér.``
5Y he aquí, un muro fuera de la casa: y la caña de medir que aquel varón tenía en la mano, era de seis codos, de á codo y palmo: y midió la anchura del edificio de una caña, y la altura, de otra caña.
5Sjá, múrveggur lá utan um musterið hringinn í kring, og maðurinn hélt á mælistöng í hendinni. Hún var sex álna löng, alinin talin þverhönd lengri en almenn alin. Og hann mældi þykkt múrsins, og var hún ein mælistöng, og hæðin var ein mælistöng.
6Después vino á la puerta que daba cara hacia el oriente, y subió por sus gradas, y midió el un poste de la puerta, de una caña en anchura, y el otro poste de otra caña en ancho.
6Því næst gekk hann inn í hliðið, er vissi til austurs. Gekk hann upp tröppurnar, sem lágu upp að því, og mældi þröskuld hliðsins, og var hann ein mælistöng á breidd.
7Y cada cámara tenía una caña de largo, y una caña de ancho; y entre las cámaras había cinco codos en ancho; y cada poste de la puerta junto á la entrada de la puerta por dentro, una caña.
7Hvert varðherbergi ein mælistöng á lengd og ein mælistöng á breidd og súlan milli varðherbergjanna fimm álnir, og þröskuldur hliðsins innan við forsal hliðsins ein mælistöng.
8Midió asimismo la entrada de la puerta por de dentro, una caña.
8Og hann mældi forsal hliðsins,
9Midió luego la entrada del portal, de ocho codos, y sus postes de dos codos; y la puerta del portal estaba por de dentro.
9og var hann átta álnir og súlur tvær álnir, en forsalur hliðsins vissi að musterinu.
10Y la puerta de hacia el oriente tenía tres cámaras de cada parte, todas tres de una medida: también de una medida los portales de cada parte.
10Varðherbergin í hliðinu voru hvert gegnt öðru, sín þrjú hvorumegin, öll þrjú voru þau jöfn að máli. Súlurnar beggja vegna voru og jafnar að máli.
11Y midió la anchura de la entrada de la puerta, de diez codos; la longitud del portal de trece codos.
11Þá mældi maðurinn dyravídd hliðsins, og var hún tíu álnir, en lengd hliðsins þrettán álnir.
12Y el espacio de delante de las cámaras, de un codo de la una parte, y de otro codo de la otra; y cada cámara tenía seis codos de una parte, y seis codos de otra.
12Fyrir framan varðherbergin voru grindur, ein alin hvorumegin, en hvert varðherbergi var sex álnir á hvorn veg.
13Y midió la puerta desde el techo de la una cámara hasta el techo de la otra, veinticinco codos de anchura, puerta contra puerta.
13Og hann mældi hliðið frá þaki eins varðherbergis yfir á þak annars, og var breiddin tuttugu og fimm álnir. Dyrnar stóðust á beggja vegna.
14E hizo los postes de sesenta codos, cada poste del atrio y del portal por todo alrededor.
14. . .
15Y desde la delantera de la puerta de la entrada hasta la delantera de la entrada de la puerta de dentro, cincuenta codos.
15Og frá framhlið ytra hliðsins inn að framhliðinni á forsal innra hliðsins voru fimmtíu álnir.
16Y había ventanas estrechas en las cámaras, y en sus portales por de dentro de la puerta alrededor, y asimismo en los corredores; y las ventanas estaban alrededor por de dentro; y en cada poste había palmas.
16Hringinn í kring á hliðhúsinu voru gluggar, sem lágu inn í varðherbergin í gegnum súlurnar og smávíkkuðu inn á við, og sömuleiðis voru gluggar á forsalnum allt um kring inn á við, og á súlunum voru höggnir pálmar.
17Llevóme luego al atrio exterior, y he aquí, había cámaras, y solado hecho al atrio en derredor: treinta cámaras había alrededor en aquel atrio.
17Nú leiddi hann mig inn í ytri forgarðinn. Þar voru herbergi, og steinlagt gólf var í forgarðinum allt um kring. Þrjátíu herbergi lágu við steingólfið.
18Y el solado al lado de las puertas, en proporción á la longitud de los portales, era el solado más bajo.
18Steingólfið var fram með hliðarvegg hliðanna, jafnlangt lengd hliðanna. Það var lægra steingólfið.
19Y midió la anchura desde la delantera de la puerta de abajo hasta la delantera del atrio interior por de fuera, de cien codos hacia el oriente y el norte.
19Og hann mældi breidd forgarðsins frá innri framhlið neðra hliðsins að úthlið innri forgarðsins, og voru það hundrað álnir.
20Y de la puerta que estaba hacia el norte en el atrio exterior, midió su longitud y su anchura.
20Hliðið á ytri forgarðinum, er vissi í norðurátt, lengd og breidd þess mældi hann einnig.
21Y sus cámaras eran tres de una parte, y tres de otra, y sus postes y sus arcos eran como la medida de la puerta primera: cincuenta codos su longitud, y veinticinco su anchura.
21Og í því voru þrjú varðherbergi hvorumegin, og súlur þess og forsalur voru jöfn að máli við fyrsta hliðið, lengd þess var fimmtíu álnir og breiddin tuttugu og fimm álnir.
22Y sus ventanas, y sus arcos, y sus palmas, eran conforme á la medida de la puerta que estaba hacia el oriente; y subían á ella por siete gradas; y delante de ellas estaban sus arcos.
22Og gluggar þess, forsalur og pálmar voru jafnir að máli við það, sem var í hliðinu, er vissi í austurátt. Var gengið upp að því um sjö þrep, og forsalur þess lá innan til.
23Y la puerta del atrio interior estaba enfrente de la puerta al norte; y así al oriente: y midió de puerta á puerta cien codos.
23Og hlið inn að innri forgarðinum var gegnt norðurhliðinu, eins og við austurhliðið, og hann mældi hundrað álnir frá einu hliðinu til annars.
24Llevóme después hacia el mediodía, y he aquí una puerta hacia el mediodía: y midió sus portales y sus arcos conforme á estas medidas.
24Því næst lét hann mig ganga í suðurátt. Þar var hlið, sem vissi í suðurátt. Og hann mældi súlur þess og forsal, og voru þau jöfn hinum að máli.
25Y tenía sus ventanas y sus arcos alrededor, como las ventanas: la longitud era de cincuenta codos, y la anchura de veinticinco codos.
25Á því voru gluggar, svo og á forsal þess, hringinn í kring, eins og hinir gluggarnir voru. Lengd þess var fimmtíu álnir og breiddin tuttugu og fimm álnir.
26Y sus gradas eran de siete peldaños, con sus arcos delante de ellas; y tenía palmas, una de una parte, y otra de la otra, en sus postes.
26Var gengið upp að því um sjö þrep, og forsalur þess lá innan til, og voru pálmar á honum, hvor sínum megin, á súlum hans.
27Y había puerta de hacia el mediodía del atrio interior: y midió de puerta á puerta hacia el mediodía cien codos.
27Og hlið var á innri forgarðinum, er vissi í suður, og hann mældi hundrað álnir frá einu hliðinu til annars í suðurátt.
28Metióme después en el atrio de adentro á la puerta del mediodía, y midió la puerta del mediodía conforme á estas medidas.
28Þessu næst leiddi hann mig um suðurhliðið inn í innri forgarðinn og mældi suðurhliðið, var það jafnt hinum fyrri að máli,
29Y sus cámaras, y sus postes y sus arcos, eran conforme á estas medidas; y tenía sus ventanas y sus arcos alrededor: la longitud era de cincuenta codos, y de veinticinco codos la anchura.
29-
30Y los arcos alrededor eran de veinticinco codos de largo, y cinco codos de ancho.
30sömuleiðis varðherbergi þess, súlur og forsal, og voru þau jöfn hinum fyrri að máli. Á því voru gluggar, svo og á forsal þess, hringinn í kring. Lengd þess var fimmtíu álnir og breiddin tuttugu og fimm álnir.
31Y sus arcos caían afuera al atrio, con palmas en sus postes; y sus gradas eran de ocho escalones.
31Og forsalur þess lá út að ytri forgarðinum, og pálmar voru á súlum þess, og voru þar átta þrep upp að ganga.
32Y llevóme al atrio interior hacia el oriente, y midió la puerta conforme á estas medidas.
32Hann leiddi mig inn í innri forgarðinn að hliðinu, sem vissi í austurátt, og mældi hliðið. Var það að máli jafnt hinum.
33Y eran sus cámaras, y sus postes, y sus arcos, conforme á estas medidas: y tenía sus ventanas y sus arcos alrededor: la longitud era de cincuenta codos, y la anchura de veinticinco codos.
33Og varðherbergi þess, súlur og forsalur voru jöfn að máli hinum fyrri, og á því voru gluggar, svo og á forsal þess, hringinn í kring. Það var fimmtíu álnir á lengd og tuttugu og fimm álnir á breidd.
34Y sus arcos caían afuera al atrio, con palmas en sus postes de una parte y otra: y sus gradas eran de ocho escalones.
34Og forsalur þess lá út að ytri forgarðinum, og pálmar voru á súlum þess beggja vegna. Voru þar átta þrep upp að ganga.
35Llevóme luego á la puerta del norte, y midió conforme á estas medidas:
35-
36Sus cámaras, y sus postes, y sus arcos, y sus ventanas alrededor: la longitud era de cincuenta codos, y de veinticinco codos el ancho.
36Hann leiddi mig nú að norðurhliðinu og mældi varðherbergi þess, súlur og forsal. Var það jafnt að máli hinum fyrri. Á því voru gluggar hringinn í kring. Það var fimmtíu álnir á lengd og tuttugu og fimm álnir á breidd.
37Y sus postes caían fuera al atrio, con palmas á cada uno de sus postes de una parte y otra: y sus gradas eran de ocho peldaños.
37Og forsalur þess lá út að ytri forgarðinum, og pálmar voru á súlum þess beggja vegna. Voru þar átta þrep upp að ganga.
38Y había allí una cámara, y su puerta con postes de portales; allí lavarán el holocausto.
38Þar var herbergi, og var gengið í það úr forsal hliðsins. Þar var brennifórnin þvegin.
39Y en la entrada de la puerta había dos mesas de la una parte, y otras dos de la otra, para degollar sobre ellas el holocausto, y la expiación, y el sacrificio por el pecado.
39Og í forsal hliðsins stóðu tvö borð annars vegar og önnur tvö borð hins vegar til þess að slátra á þeim brennifórninni, syndafórninni og sektarfórninni.
40Y al lado por de fuera de las gradas, á la entrada de la puerta del norte, había dos mesas; y al otro lado que estaba á la entrada de la puerta, dos mesas.
40Og að utanverðu, við hliðarvegginn á forsal norðurhliðsins, voru tvö borð, og við hinn hliðarvegginn á forsal hliðsins voru önnur tvö borð;
41Cuatro mesas de la una parte, y cuatro mesas de la otra parte al lado de la puerta; ocho mesas, sobre las cuales degollarán.
41fjögur borð öðrum megin og fjögur borð hinumegin við hliðarvegg hliðsins, alls átta borð, sem menn slátruðu á.
42Y las cuatro mesas para el holocausto eran de piedras labradas, de un codo y medio de longitud, y codo y medio de ancho, y de altura de un codo: sobre éstas pondrán las herramientas con que degollarán el holocausto y el sacrificio.
42Voru fjögur borð til brennifórnar af höggnum steinum. Þau voru hálfrar annarrar álnar löng, hálfrar annarrar álnar breið og álnar há. Á þau skyldi leggja áhöldin, sem höfð voru, þá er brennifórnum og sláturfórnum var slátrað.
43Y dentro, ganchos de un palmo, dispuestos por todo alrededor; y sobre las mesas la carne de la ofrenda.
43Umhverfis borðin var þverhandarhá rönd, og skyldi fórnarkjötið lagt á borðin, og yfir borðunum voru þök til þess að skýla þeim fyrir regni og hita.
44Y fuera de la puerta interior, en el atrio de adentro que estaba al lado de la puerta del norte, estaban las cámaras de los cantores, las cuales miraban hacia el mediodía: una estaba al lado de la puerta del oriente que miraba hacia el norte.
44Hann leiddi mig inn í innri forgarðinn, og sjá, þar voru tvö herbergi í innri forgarðinum, annað við hliðarvegg norðurhliðsins, og vissi framhlið þess í suðurátt; hitt við hliðarvegg suðurhliðsins, og vissi framhlið þess í norðurátt.
45Y díjome: Esta cámara que mira hacia el mediodía es de los sacerdotes que tienen la guarda del templo.
45Og hann sagði við mig: ,,Þetta herbergi, sem snýr framhlið sinni í suður, er ætlað prestunum, sem gegna þjónustu í musterinu.
46Y la cámara que mira hacia el norte es de los sacerdotes que tienen la guarda del altar: estos son los hijos de Sadoc, los cuales son llamados de los hijos de Leví al Señor, para ministrarle.
46En herbergið, sem snýr framhlið sinni í norður, er ætlað prestunum, sem gegna þjónustu við altarið. Þeir eru niðjar Sadóks, þeir einir af Levísonum mega nálgast Drottin til þess að þjóna honum.``
47Y midió el atrio, cien codos de longitud, y la anchura de cien codos cuadrados; y el altar estaba delante de la casa.
47Hann mældi forgarðinn. Hann var hundrað álnir á lengd og hundrað álnir á breidd, réttur ferhyrningur, og altarið stóð fyrir framan sjálft musterið.
48Y llevóme al pórtico del templo, y midió cada poste del pórtico, cinco codos de una parte, y cinco codos de otra; y la anchura de la puerta tres codos de una parte, y tres codos de otra.
48Því næst leiddi hann mig að forsal musterisins og mældi súlur forsalarins, fimm álnir hvorumegin, og breidd dyranna var fjórtán álnir og dyraumbúnaðurinn þrjár álnir hvorumegin.Forsalurinn var tuttugu álnir á lengd og tólf álnir á breidd, og var um tíu þrep upp að ganga að honum. En við dyrastafina voru súlur, ein hvorumegin.
49La longitud del pórtico veinte codos, y la anchura once codos, al cual subían por gradas: y había columnas junto á los postes, una de un lado, y otra de otro.
49Forsalurinn var tuttugu álnir á lengd og tólf álnir á breidd, og var um tíu þrep upp að ganga að honum. En við dyrastafina voru súlur, ein hvorumegin.