Spanish: Reina Valera (1909)

Icelandic

Luke

2

1Y ACONTECIO en aquellos días que salió edicto de parte de Augusto César, que toda la tierra fuese empadronada.
1En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.
2Este empadronamiento primero fué hecho siendo Cirenio gobernador de la Siria.
2Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi.
3E iban todos para ser empadronados, cada uno á su ciudad.
3Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.
4Y subió José de Galilea, de la ciudad de Nazaret, á Judea, á la ciudad de David, que se llama Bethlehem, por cuanto era de la casa y familia de David;
4Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs,
5Para ser empadronado con María su mujer, desposada con él, la cual estaba encinta.
5að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð.
6Y aconteció que estando ellos allí, se cumplieron los días en que ella había de parir.
6En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari.
7Y parió á su hijo primogénito, y le envolvió en pañales, y acostóle en un pesebre, porque no había lugar para ellos en el mesón.
7Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.
8Y había pastores en la misma tierra, que velaban y guardaban las vigilias de la noche sobre su ganado.
8En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar.
9Y he aquí el ángel del Señor vino sobre ellos, y la claridad de Dios los cercó de resplandor; y tuvieron gran temor.
9Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir,
10Mas el ángel les dijo: No temáis; porque he aquí os doy nuevas de gran gozo, que será para todo el pueblo:
10en engillinn sagði við þá: ,,Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum:
11Que os ha nacido hoy, en la ciudad de David, un Salvador, que es CRISTO el Señor.
11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.
12Y esto os será por señal: hallaréis al niño envuelto en pañales, echado en un pesebre.
12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.``
13Y repentinamente fué con el ángel una multitud de los ejércitos celestiales, que alababan á Dios, y decían:
13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:
14Gloria en las alturas á Dios, Y en la tierra paz, buena voluntad para con los hombres.
14Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.
15Y aconteció que como los ángeles se fueron de ellos al cielo, los pastores dijeron los unos á los otros: Pasemos pues hasta Bethlehem, y veamos esto que ha sucedido, que el Señor nos ha manifestado.
15Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnir sín á milli: ,,Förum beint til Betlehem að sjá það, sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss.``
16Y vinieron apriesa, y hallaron á María, y á José, y al niño acostado en el pesebre.
16Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið, sem lá í jötu.
17Y viéndolo, hicieron notorio lo que les había sido dicho del niño.
17Þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er þeim hafði verið sagt um barn þetta.
18Y todos los que oyeron, se maravillaron de lo que los pastores les decían.
18Og allir, sem heyrðu, undruðust það, er hirðarnir sögðu þeim.
19Mas María guardaba todas estas cosas, confiriéndolas en su corazón.
19En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það.
20Y se volvieron los pastores glorificando y alabando á Dios de todas las cosas que habían oído y visto, como les había sido dicho.
20Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það, sem þeir höfðu heyrt og séð, en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.
21Y pasados los ocho días para circuncidar al niño, llamaron su nombre JESUS; el cual le fué puesto por el ángel antes que él fuese concebido en el vientre.
21Þegar átta dagar voru liðnir, skyldi umskera hann, og var hann látinn heita Jesús, eins og engillinn nefndi hann, áður en hann var getinn í móðurlífi.
22Y como se cumplieron los días de la purificación de ella, conforme á la ley de Moisés, le trajeron á Jerusalem para presentarle al Señor,
22En er hreinsunardagar þeirra voru úti eftir lögmáli Móse, fóru þau með hann upp til Jerúsalem til að færa hann Drottni, _
23(Como está escrito en la ley del Señor: Todo varón que abriere la matriz, será llamado santo al Señor),
23en svo er ritað í lögmáli Drottins: ,,Allt karlkyns, er fyrst fæðist af móðurlífi, skal helgað Drottni,`` _
24Y para dar la ofrenda, conforme á lo que está dicho en la ley del Señor: un par de tórtolas, ó dos palominos.
24og til að færa fórn eins og segir í lögmáli Drottins, ,,tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur.``
25Y he aquí, había un hombre en Jerusalem, llamado Simeón, y este hombre, justo y pío, esperaba la consolación de Israel: y el Espíritu Santo era sobre él.
25Þá var í Jerúsalem maður, er Símeon hét. Hann var réttlátur og guðrækinn og vænti huggunar Ísraels, og yfir honum var heilagur andi.
26Y había recibido respuesta del Espíritu Santo, que no vería la muerte antes que viese al Cristo del Señor.
26Honum hafði heilagur andi vitrað, að hann skyldi ekki dauðann sjá, fyrr en hann hefði séð Krist Drottins.
27Y vino por Espíritu al templo. Y cuando metieron al niño Jesús sus padres en el templo, para hacer por él conforme á la costumbre de la ley.
27Hann kom að tillaðan andans í helgidóminn. Og er foreldrarnir færðu þangað sveininn Jesú til að fara með hann eftir venju lögmálsins,
28Entonces él le tomó en sus brazos, y bendijo á Dios, y dijo:
28tók Símeon hann í fangið, lofaði Guð og sagði:
29Ahora despides, Señor, á tu siervo, Conforme á tu palabra, en paz;
29,,Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér,
30Porque han visto mis ojos tu salvación,
30því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt,
31La cual has aparejado en presencia de todos los pueblos;
31sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða,
32Luz para ser revelada á los Gentiles, Y la gloria de tu pueblo Israel.
32ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum Ísrael.``
33Y José y su madre estaban maravillados de las cosas que se decían de él.
33Faðir hans og móðir undruðust það, er sagt var um hann.
34Y los bendijo Simeón, y dijo á su madre María: He aquí, éste es puesto para caída y para levantamiento de muchos en Israel; y para señal á la que será contradicho;
34En Símeon blessaði þau og sagði við Maríu móður hans: ,,Þessi sveinn er settur til falls og til viðreisnar mörgum í Ísrael og til tákns, sem móti verður mælt,
35Y una espada traspasará tu alma de ti misma, para que sean manifestados los pensamientos de muchos corazones.
35og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni. Þannig munu hugsanir margra hjartna verða augljósar.``
36Estaba también allí Ana, profetisa, hija de Phanuel, de la tribu de Aser; la cual había venido en grande edad, y había vivido con su marido siete años desde su virginidad;
36Og þar var Anna spákona Fanúelsdóttir af ætt Assers, kona háöldruð. Hafði hún lifað sjö ár með manni sínum frá því hún var mær
37Y era viuda de hasta ochenta y cuatro años, que no se apartaba del templo, sirviendo de noche y de día con ayunos y oraciones.
37og síðan verið ekkja fram á áttatíu og fjögra ára aldur. Hún vék eigi úr helgidóminum, en þjónaði Guði nótt og dag með föstum og bænahaldi.
38Y ésta, sobreviniendo en la misma hora, juntamente confesaba al Señor, y hablaba de él á todos los que esperaban la redención en Jerusalem.
38Hún kom að á sömu stundu og lofaði Guð. Og hún talaði um barnið við alla, sem væntu lausnar Jerúsalem.
39Mas como cumplieron todas las cosas según la ley del Señor, se volvieron á Galilea, á su ciudad de Nazaret.
39Og er þau höfðu lokið öllu eftir lögmáli Drottins, sneru þau aftur til Galíleu, til borgar sinnar Nasaret.
40Y el niño crecía, y fortalecíase, y se henchía de sabiduría; y la gracia de Dios era sobre él.
40En sveinninn óx og styrktist, fylltur visku, og náð Guðs var yfir honum.
41E iban sus padres todos los años á Jerusalem en la fiesta de la Pascua.
41Foreldrar hans ferðuðust ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðinni.
42Y cuando fué de doce años, subieron ellos á Jerusalem conforme á la costumbre del día de la fiesta.
42Og þegar hann var tólf ára gamall, fóru þau upp þangað eins og siður var á hátíðinni.
43Y acabados los días, volviendo ellos, se quedó el niño Jesús en Jerusalem, sin saberlo José y su madre.
43Þau voru þar út hátíðisdagana. En þegar þau sneru heimleiðis, varð sveinninn Jesús eftir í Jerúsalem, og vissu foreldrar hans það eigi.
44Y pensando que estaba en la compañía, anduvieron camino de un día; y le buscaban entre los parientes y entre los conocidos:
44Þau hugðu, að hann væri með samferðafólkinu, og fóru eina dagleið og leituðu hans meðal frænda og kunningja.
45Mas como no le hallasen, volvieron á Jerusalem buscándole.
45En þau fundu hann ekki og sneru þá aftur til Jerúsalem og leituðu hans.
46Y aconteció, que tres días después le hallaron en el templo, sentado en medio de los doctores, oyéndoles y preguntándoles.
46Eftir þrjá daga fundu þau hann í helgidóminum. Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá.
47Y todos los que le oían, se pasmaban de su entendimiento y de sus respuestas.
47En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum.
48Y cuando le vieron, se maravillaron; y díjole su madre: Hijo, ¿por qué nos has hecho así? He aquí, tu padre y yo te hemos buscado con dolor.
48Og er þau sáu hann þar, brá þeim mjög, og móðir hans sagði við hann: ,,Barn, hví gjörðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin.``
49Entonces él les dice: ¿Qué hay? ¿por qué me buscabais? ¿No sabíais que en los negocios de mi Padre me conviene estar?
49Og hann sagði við þau: ,,Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í húsi föður míns?``
50Mas ellos no entendieron las palabras que les habló.
50En þau skildu ekki það er hann talaði við þau.
51Y descendió con ellos, y vino á Nazaret, y estaba sujeto á ellos. Y su madre guardaba todas estas cosas en su corazón.
51Og hann fór heim með þeim og kom til Nasaret og var þeim hlýðinn. En móðir hans geymdi allt þetta í hjarta sér.Og Jesús þroskaðist að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum.
52Y Jesús crecía en sabiduría, y en edad, y en gracia para con Dios y los hombres.
52Og Jesús þroskaðist að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum.