Spanish: Reina Valera (1909)

Icelandic

Luke

8

1Y ACONTECIO después, que él caminaba por todas las ciudades y aldeas, predicando y anunciando el evangelio del reino de Dios, y los doce con él,
1Eftir þetta fór hann um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki. Með honum voru þeir tólf
2Y algunas mujeres que habían sido curadas de malos espíritus y de enfermedades: María, que se llamaba Magdalena, de la cual habían salido siete demonios,
2og konur nokkrar, er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkdómum. Það voru þær María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr,
3Y Juana, mujer de Chuza, procurador de Herodes, y Susana, y otras muchas que le servían de sus haciendas.
3Jóhanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar. Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.
4Ycomo se juntó una grande compañía, y los que estaban en cada ciudad vinieron á él, dijo por una parábola:
4Nú var mikill fjöldi saman kominn, og menn komu til hans úr hverri borg af annarri. Þá sagði hann þessa dæmisögu:
5Uno que sembraba, salió á sembrar su simiente; y sembrando, una parte cayó junto al camino, y fué hollada; y las aves del cielo la comieron.
5,,Sáðmaður gekk út að sá sæði sínu. Og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni og varð fótum troðið, og fuglar himins átu það upp.
6Y otra parte cayó sobre la piedra; y nacida, se secó, porque no tenía humedad.
6Sumt féll á klöpp. Það spratt, en skrælnaði, af því að það hafði ekki raka.
7Y otra parte cayó entre las espinas; y naciendo las espinas juntamente, la ahogaron.
7Og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir spruttu einnig og kæfðu það.
8Y otra parte cayó en buena tierra, y cuando fué nacida, llevó fruto á ciento por uno. Diciendo estas cosas clamaba: El que tiene oídos para oir, oiga.
8En sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt.`` Að svo mæltu hrópaði hann: ,,Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri.``
9Y sus discípulos le preguntaron, diciendo, qué era está parábola.
9En lærisveinar hans spurðu hann, hvað þessi dæmisaga þýddi.
10Y él dijo: A vosotros es dado conocer los misterios del reino de Dios; mas á los otros por parábolas, para que viendo no vean, y oyendo no entiendan.
10Hann sagði: ,,Yður er gefið að þekkja leynda dóma Guðs ríkis, hinir fá þá í dæmisögum, ,að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi skilji þeir ekki.`
11Es pues ésta la parábola: La simiente es la palabra de Dios.
11En dæmisagan þýðir þetta: Sæðið er Guðs orð.
12Y los de junto al camino, éstos son los que oyen; y luego viene el diablo, y quita la palabra de su corazón, porque no crean y se salven.
12Það er féll hjá götunni, merkir þá, sem heyra orðið, en síðan kemur djöfullinn og tekur það burt úr hjarta þeirra, til þess að þeir trúi ekki og verði hólpnir.
13Y los de sobre la piedra, son los que habiendo oído, reciben la palabra con gozo; mas éstos no tienen raíces; que á tiempo creen, y en el tiempo de la tentación se apartan.
13Það er féll á klöppina, merkir þá, sem taka orðinu með fögnuði, er þeir heyra það, en hafa enga rótfestu. Þeir trúa um stund, en falla frá á reynslutíma.
14Y la que cayó entre las espinas, éstos son los que oyeron; mas yéndose, son ahogados de los cuidados y de las riquezas y de los pasatiempos de la vida, y no llevan fruto.
14Það er féll meðal þyrna, merkir þá er heyra, en kafna síðan undir áhyggjum, auðæfum og nautnum lífsins og bera ekki þroskaðan ávöxt.
15Mas la que en buena tierra, éstos son los que con corazón bueno y recto retienen la palabra oída, y llevan fruto en paciencia.
15En það er féll í góða jörð, merkir þá sem heyra orðið og geyma það í göfugu, góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi.
16Ninguno que enciende la antorcha la cubre con vasija, ó la pone debajo de la cama; mas la pone en un candelero, para que los que entran vean la luz.
16Enginn kveikir ljós og byrgir það með keri eða setur undir bekk, heldur láta menn það á ljósastiku, að þeir, sem inn koma, sjái ljósið.
17Porque no hay cosa oculta, que no haya de ser manifestada; ni cosa escondida, que no haya de ser entendida, y de venir á luz.
17Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós.
18Mirad pues cómo oís; porque á cualquiera que tuviere, le será dado; y á cualquiera que no tuviere, aun lo que parece tener le será quitado.
18Gætið því að, hvernig þér heyrið. Því að þeim sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann ætlar sig hafa.``
19Y vinieron á él su madre y hermanos; y no podían llegar á el por causa de la multitud.
19Móðir hans og bræður komu til hans, en gátu ekki náð fundi hans vegna mannfjöldans.
20Y le fué dado aviso, diciendo: Tu madre y tus hermanos están fuera, que quieren verte.
20Var honum sagt: ,,Móðir þín og bræður standa úti og vilja finna þig.``
21El entonces respondiendo, les dijo: Mi madre y mis hermanos son los que oyen la palabra de Dios, y la ejecutan.
21En hann svaraði þeim: ,,Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því.``
22Y aconteció un día que él entró en un barco con sus discípulos, y les dijo: Pasemos á la otra parte del lago. Y partieron.
22Dag einn fór hann út í bát og lærisveinar hans. Hann sagði við þá: ,,Förum yfir um vatnið.`` Og þeir létu frá landi.
23Pero mientras ellos navegaban, él se durmió. Y sobrevino una tempestad de viento en el lago; y henchían de agua, y peligraban.
23En sem þeir sigldu, sofnaði hann. Þá skall stormhrina á vatnið, svo að nær fyllti bátinn og voru þeir hætt komnir.
24Y llegándose á él, le despertaron, diciendo: ­Maestro, Maestro, que perecemos! Y despertado él increpó al viento y á la tempestad del agua; y cesaron, y fué hecha bonanza.
24Þeir fóru þá til hans, vöktu hann og sögðu: ,,Meistari, meistari, vér förumst!`` En hann vaknaði og hastaði á vindinn og öldurótið og slotaði þegar og gerði logn.
25Y les dijo: ¿Qué es de vuestra fe? Y atemorizados, se maravillaban, diciendo los unos á los otros: ¿Quién es éste, que aun á los vientos y al agua manda, y le obedecen?
25Og hann sagði við þá: ,,Hvar er trú yðar?`` En þeir urðu hræddir og undruðust og sögðu hver við annan: ,,Hver er þessi? Hann skipar bæði vindum og vatni og hvort tveggja hlýðir honum.``
26Y navegaron á la tierra de los Gadarenos, que está delante de Galilea.
26Þeir tóku land í byggð Gerasena, sem er gegnt Galíleu.
27Y saliendo él á tierra, le vino al encuentro de la ciudad un hombre que tenía demonios ya de mucho tiempo; y no vestía vestido, ni estaba en casa, sino por los sepulcros.
27Er hann sté á land, kom á móti honum maður nokkur úr borginni, sem haldinn var illum öndum. Langan tíma hafði hann ekki farið í föt né dvalist í húsi, heldur í gröfunum.
28El cual, como vió á Jesús, exclamó y se postró delante de él, y dijo á gran voz: ¿Qué tengo yo contigo, Jesús, Hijo del Dios Altísimo? Ruégote que no me atormentes.
28Þegar hann sá Jesú, æpti hann, féll fram fyrir honum og hrópaði hárri röddu: ,,Hvað vilt þú mér, Jesús, sonur Guðs hins hæsta? Ég bið þig, kvel þú mig eigi!``
29(Porque mandaba al espíritu inmundo que saliese del hombre: porque ya de mucho tiempo le arrebataba; y le guardaban preso con cadenas y grillos; mas rompiendo las prisiones, era agitado del demonio por los desiertos.)
29Því að hann hafði boðið óhreina andanum að fara út af manninum. En margsinnis hafði hann gripið hann, og höfðu menn fjötrað hann á höndum og fótum og haft í gæslu, en hann hafði slitið böndin og illi andinn hrakið hann út í óbyggðir.
30Y le preguntó Jesús, diciendo: ¿Qué nombre tienes? Y él dijo: Legión. Porque muchos demonios habían entrado en él.
30Jesús spurði hann: ,,Hvað heitir þú?`` En hann sagði: ,,Hersing``, því að margir illir andar höfðu farið í hann.
31Y le rogaban que no les mandase ir al abismo.
31Og þeir báðu Jesú að skipa sér ekki að fara í undirdjúpið.
32Y había allí un hato de muchos puercos que pacían en el monte; y le rogaron que los dejase entrar en ellos; y los dejó.
32En þar var stór svínahjörð á beit í fjallinu. Þeir báðu hann að leyfa sér að fara í þau, og hann leyfði þeim það.
33Y salidos los demonios del hombre, entraron en los puercos; y el hato se arrojó de un despeñadero en el lago, y ahogóse.
33Illu andarnir fóru þá úr manninum og í svínin, og hjörðin ruddist fram af hamrinum í vatnið og drukknaði.
34Y los pastores, como vieron lo que había acontecido, huyeron, y yendo dieron aviso en la ciudad y por las heredades.
34En er hirðarnir sáu, hvað orðið var, flýðu þeir og sögðu tíðindin í borginni og sveitinni.
35Y salieron á ver lo que había acontecido; y vinieron á Jesús, y hallaron sentado al hombre de quien habían salido los demonios, vestido, y en su juicio, á los pies de Jesús; y tuvieron miedo.
35Menn fóru þá að sjá, hvað gjörst hafði, komu til Jesú og fundu manninn, sem illu andarnir höfðu farið úr, sitja klæddan og heilvita við fætur Jesú. Og þeir urðu hræddir.
36Y les contaron los que lo habían visto, cómo había sido salvado aquel endemoniado.
36Sjónarvottar sögðu þeim frá, hvernig sá, sem haldinn var illum öndum, hafði orðið heill.
37Entonces toda la multitud de la tierra de los Gadarenos alrededor, le rogaron que se fuese de ellos; porque tenían gran temor. Y él, subiendo en el barco, volvióse.
37Allt fólk í héruðum Gerasena bað hann þá fara burt frá sér, því menn voru slegnir miklum ótta. Og hann sté í bátinn og sneri aftur.
38Y aquel hombre, de quien habían salido los demonios, le rogó para estar con él; mas Jesús le despidió, diciendo:
38Maðurinn, sem illu andarnir höfðu farið úr, bað hann að mega vera með honum, en Jesús lét hann fara og mælti:
39Vuélvete á tu casa, y cuenta cuán grandes cosas ha hecho Dios contigo. Y él se fué, publicando por toda la ciudad cuán grandes cosas habiá hecho Jesús con él.
39,,Far aftur heim til þín, og seg þú frá, hve mikið Guð hefur fyrir þig gjört.`` Hann fór og kunngjörði um alla borgina, hve mikið Jesús hafði fyrir hann gjört.
40Y aconteció que volviendo Jesús, recibióle la gente; porque todos le esperaban.
40En er Jesús kom aftur, fagnaði mannfjöldinn honum, því að allir væntu hans.
41Y he aquí un varón, llamado Jairo, y que era príncipe de la sinagoga, vino, y cayendo á los pies de Jesús, le rogaba que entrase en su casa;
41Þá kom þar maður, Jaírus að nafni, forstöðumaður samkundunnar. Hann féll til fóta Jesú og bað hann koma heim til sín.
42Porque tenía una hija única, como de doce años, y ella se estaba muriendo. Y yendo, le apretaba la compañía.
42Því hann átti einkadóttur, um tólf ára að aldri, og hún lá fyrir dauðanum. Þegar Jesús var á leiðinni, þrengdi mannfjöldinn að honum.
43Y una mujer, que tenía flujo de sangre hacía ya doce años, la cual había gastado en médicos toda su hacienda, y por ninguno había podido ser curada,
43Þar var kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár. Hún hafði leitað lækna og varið til aleigu sinni, en enginn getað læknað hana.
44Llegándose por las espaldas, tocó el borde de su vestido; y luego se estancó el flujo de su sangre.
44Hún kom að baki honum og snart fald klæða hans, og jafnskjótt stöðvaðist blóðlát hennar.
45Entonces Jesús dijo: ¿Quién es el que me ha tocado? Y negando todos, dijo Pedro y los que estaban con él: Maestro, la compañía te aprieta y oprime, y dices: ¿Quién es el que me ha tocado?
45Jesús sagði: ,,Hver var það, sem snart mig?`` En er allir synjuðu fyrir það, sagði Pétur: ,,Meistari, mannfjöldinn treðst að þér og þrýstir á.``
46Y Jesús dijo: Me ha tocado alguien; porque yo he conocido que ha salido virtud de mí.
46En Jesús sagði: ,,Einhver snart mig, því að ég fann, að kraftur fór út frá mér.``
47Entonces, como la mujer vió que no se había ocultado, vino temblando, y postrándose delante de él declaróle delante de todo el pueblo la causa por qué le había tocado, y cómo luego había sido sana.
47En er konan sá, að hún fékk eigi dulist, kom hún skjálfandi, féll til fóta honum og skýrði frá því í áheyrn alls lýðsins, hvers vegna hún snart hann, og hvernig hún hafði jafnskjótt læknast.
48Y él dijo: Hija, tu fe te ha salvado: ve en paz.
48Hann sagði þá við hana: ,,Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði.``
49Estando aún él hablando, vino uno del príncipe de la sinagoga á decirle: Tu hija es muerta, no des trabajo al Maestro.
49Meðan hann var að segja þetta, kemur maður heiman frá samkundustjóranum og segir: ,,Dóttir þín er látin, ómaka þú ekki meistarann lengur.``
50Y oyéndolo Jesús, le respondió: No temas: cree solamente, y será salva.
50En er Jesús heyrði þetta, sagði hann við hann: ,,Óttast ekki, trú þú aðeins, og mun hún heil verða.``
51Y entrado en casa, no dejó entrar á nadie consigo, sino á Pedro, y á Jacobo, y á Juan, y al padre y á la madre de la moza.
51Þegar hann kom að húsinu, leyfði hann engum að fara inn með sér nema Pétri, Jóhannesi og Jakobi og föður stúlkunnar og móður.
52Y lloraban todos, y la plañían. Y él dijo: No lloréis; no es muerta, sino que duerme.
52Og allir grétu og syrgðu hana. Hann sagði: ,,Grátið ekki, hún er ekki dáin, hún sefur.``
53Y hacían burla de él, sabiendo que estaba muerta.
53En þeir hlógu að honum, þar eð þeir vissu að hún var dáin.
54Mas él, tomándola de la mano, clamó, diciendo: Muchacha, levántate.
54Hann tók þá hönd hennar og kallaði: ,,Stúlka, rís upp!``
55Entonces su espíritu volvió, y se levantó luego: y él mando que le diesen de comer.
55Og andi hennar kom aftur, og hún reis þegar upp, en hann bauð að gefa henni að eta.Foreldrar hennar urðu frá sér numdir, en hann bauð þeim að segja engum frá þessum atburði.
56Y sus padres estaban atónitos; á los cuales él mandó, que á nadie dijesen lo que había sido hecho.
56Foreldrar hennar urðu frá sér numdir, en hann bauð þeim að segja engum frá þessum atburði.