1Y FUÉ, que acabando Jesús de dar mandamientos á sus doce discípulos, se fué de allí á enseñar y á predicar en las ciudades de ellos.
1Þá er Jesús hafði mælt svo fyrir við lærisveina sína tólf, hélt hann þaðan að kenna og prédika í borgum þeirra.
2Y oyendo Juan en la prisión los hechos de Cristo, le envió dos de sus discípulos,
2Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði:
3Diciendo: ¿Eres tú aquél que había de venir, ó esperaremos á otro?
3,,Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?``
4Y respondiendo Jesús, les dijo: Id, y haced saber á Juan las cosas que oís y veis:
4Jesús svaraði þeim: ,,Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið:
5Los ciegos ven, y los cojos andan; los leprosos son limpiados, y los sordos oyen; los muertos son resucitados, y á los pobres es anunciado el evangelio.
5Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
6Y bienaventurado es el que no fuere escandalizado en mí.
6Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.``
7E idos ellos, comenzó Jesús á decir de Juan á las gentes: ¿Qué salisteis á ver al desierto? ¿una caña que es meneada del viento?
7Þegar þeir voru farnir, tók Jesús að tala til mannfjöldans um Jóhannes: ,,Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum? Reyr af vindi skekinn?
8Mas ¿qué salisteis á ver? ¿un hombre cubierto de delicados vestidos? He aquí, los que traen vestidos delicados, en las casas de los reyes están.
8Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann? Nei, prúðbúna menn er að finna í sölum konunga.
9Mas ¿qué salisteis á ver? ¿un profeta? También os digo, y más que profeta.
9Til hvers fóruð þér? Að sjá spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann.
10Porque éste es de quien está escrito: He aquí, yo envío mi mensajero delante de tu faz, Que aparejará tu camino delante de ti.
10Hann er sá, sem um er ritað: Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér, er greiða mun veg þinn fyrir þér.
11De cierto os digo, que no se levantó entre los que nacen de mujeres otro mayor que Juan el Bautista; mas el que es muy más pequeño en el reino de los cielos, mayor es que él.
11Sannlega segi ég yður: Enginn er sá af konu fæddur, sem meiri sé en Jóhannes skírari. En hinn minnsti í himnaríki er honum meiri.
12Desde los días de Juan el Bautista hasta ahora, al reino de los cielos se hace fuerza, y los valientes lo arrebatan.
12Frá dögum Jóhannesar skírara og til þessa er ríki himnanna ofríki beitt, og ofríkismenn vilja hremma það.
13Porque todos los profetas y la ley hasta Juan profetizaron.
13Spámennirnir allir og lögmálið, allt fram að Jóhannesi, sögðu fyrir um þetta.
14Y si queréis recibir, él es aquel Elías que había de venir.
14Og ef þér viljið við því taka, þá er hann Elía sá, sem koma skyldi.
15El que tiene oídos para oir, oiga.
15Hver sem eyru hefur, hann heyri.
16Mas ¿á quién compararé esta generación? Es semejante á los muchachos que se sientan en las plazas, y dan voces á sus compañeros,
16Við hvað á ég að líkja þessari kynslóð? Lík er hún börnum, sem á torgum sitja og kallast á:
17Y dicen: Os tañimos flauta, y no bailasteis; os endechamos, y no lamentasteis.
17,Vér lékum fyrir yður á flautu og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð, og ekki vilduð þér syrgja.`
18Porque vino Juan, que ni comía ni bebía, y dicen: Demonio tiene.
18Jóhannes kom, át hvorki né drakk, og menn segja: ,Hann hefur illan anda.`
19Vino el Hijo del hombre, que come y bebe, y dicen: He aquí un hombre comilón, y bebedor de vino, amigo de publicanos y de pecadores. Mas la sabiduría es justificada por sus hijos.
19Mannssonurinn kom, át og drakk, og menn segja: ,Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og bersyndugra!` En spekin sannast af verkum sínum.``
20Entonces comenzó á reconvenir á las ciudades en las cuales habían sido hechas muy muchas de sus maravillas, porque no se habían arrepentido, diciendo:
20Þá tók hann að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gjört flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki gjört iðrun.
21Ay de ti, Corazín! Ay de ti, Bethsaida! porque si en Tiro y en Sidón fueran hechas las maravillas que han sido hechas en vosotras, en otro tiempo se hubieran arrepentido en saco y en ceniza.
21,,Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku.
22Por tanto os digo, que á Tiro y á Sidón será más tolerable el castigo en el día del juicio, que á vosotras.
22En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur.
23Y tú, Capernaum, que eres levantada hasta el cielo, hasta los infiernos serás abajada; porque si en los de Sodoma fueran hechas las maravillas que han sido hechas en ti, hubieran quedado hasta el día de hoy.
23Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag.
24Por tanto os digo, que á la tierra de los de Sodoma será más tolerable el castigo en el día del juicio, que á ti.
24En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér.``
25En aquel tiempo, respondiendo Jesús, dijo: Te alabo, Padre, Señor del cielo y de la tierra, que hayas escondido estas cosas de los sabios y de los entendidos, y las hayas revelado á los niños.
25Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: ,,Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum.
26Así, Padre, pues que así agradó en tus ojos.
26Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
27Todas las cosas me son entregadas de mi Padre: y nadie conoció al Hijo, sino el Padre; ni al Padre conoció alguno, sino el Hijo, y aquel á quien el Hijo lo quisiere revelar.
27Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.
28Venid á mí todos los que estáis trabajados y cargados, que yo os haré descansar.
28Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
29Llevad mi yugo sobre vosotros, y aprended de mí, que soy manso y humilde de corazón; y hallaréis descanso para vuestras almas.
29Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.``
30Porque mi yugo es fácil, y ligera mi carga.
30Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.``