1And before the feast of the passover, Jesus knowing that his hour hath come, that he may remove out of this world unto the Father, having loved his own who [are] in the world — to the end he loved them.
1Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi, að stund hans var kominn og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá, uns yfir lauk.
2And supper being come, the devil already having put [it] into the heart of Judas of Simon, Iscariot, that he may deliver him up,
2Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi Símonarsyni Ískaríots að svíkja Jesú.
3Jesus knowing that all things the Father hath given to him — into [his] hands, and that from God he came forth, and unto God he goeth,
3Jesús vissi, að faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara til Guðs.
4doth rise from the supper, and doth lay down his garments, and having taken a towel, he girded himself;
4Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig.
5afterward he putteth water into the basin, and began to wash the feet of his disciples, and to wipe with the towel with which he was being girded.
5Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig.
6He cometh, therefore, unto Simon Peter, and that one saith to him, `Sir, thou — dost thou wash my feet?`
6Hann kemur þá að Símoni Pétri, sem segir við hann: ,,Herra, ætlar þú að þvo mér um fæturna?``
7Jesus answered and said to him, `That which I do thou hast not known now, but thou shalt know after these things;`
7Jesús svaraði: ,,Nú skilur þú ekki, hvað ég er að gjöra, en seinna muntu skilja það.``
8Peter saith to him, `Thou mayest not wash my feet — to the age.` Jesus answered him, `If I may not wash thee, thou hast no part with me;`
8Pétur segir við hann: ,,Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.`` Jesús svaraði: ,,Ef ég þvæ þér ekki, áttu enga samleið með mér.``
9Simon Peter saith to him, `Sir, not my feet only, but also the hands and the head.`
9Símon Pétur segir við hann: ,,Herra, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið.``
10Jesus saith to him, `He who hath been bathed hath no need save to wash his feet, but he is clean altogether; and ye are clean, but not all;`
10Jesús segir við hann: ,,Sá sem laugast hefur, þarf ekki að þvost nema um fætur. Hann er allur hreinn. Og þér eruð hreinir, þó ekki allir.``
11for he knew him who is delivering him up; because of this he said, `Ye are not all clean.`
11Hann vissi, hver mundi svíkja hann, og því sagði hann: ,,Þér eruð ekki allir hreinir.``
12When, therefore, he washed their feet, and took his garments, having reclined (at meat) again, he said to them, `Do ye know what I have done to you?
12Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og setst aftur niður, sagði hann við þá: ,,Skiljið þér, hvað ég hef gjört við yður?
13ye call me, The Teacher and The Lord, and ye say well, for I am;
13Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, því það er ég.
14if then I did wash your feet — the Lord and the Teacher — ye also ought to wash one another`s feet.
14Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur.
15`For an example I gave to you, that, according as I did to you, ye also may do;
15Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.
16verily, verily, I say to you, a servant is not greater than his lord, nor an apostle greater than he who sent him;
16Sannlega, sannlega segi ég yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans né sendiboði meiri þeim, er sendi hann.
17if these things ye have known, happy are ye, if ye may do them;
17Þér vitið þetta, og þér eruð sælir, ef þér breytið eftir því.
18not concerning you all do I speak; I have known whom I chose for myself; but that the Writing may be fulfilled: He who is eating the bread with me, did lift up against me his heel.
18Ég tala ekki um yður alla. Ég veit, hverja ég hef útvalið. En ritningin verður að rætast: ,Sá sem etur brauð mitt, lyftir hæli sínum móti mér.`
19`From this time I tell you, before its coming to pass, that, when it may come to pass, ye may believe that I am [he];
19Ég segi yður þetta núna, áður en það verður, svo að þér trúið, þegar það er orðið, að ég er sá sem ég er.
20verily, verily, I say to you, he who is receiving whomsoever I may send, doth receive me; and he who is receiving me, doth receive Him who sent me.`
20Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem tekur við þeim, sem ég sendi, hann tekur við mér, og sá sem tekur við mér, tekur við þeim er sendi mig.``
21These things having said, Jesus was troubled in the spirit, and did testify, and said, `Verily, verily, I say to you, that one of you will deliver me up;`
21Þegar Jesús hafði sagt þetta, varð honum mjög þungt um hjarta og hann sagði beinum orðum: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig.``
22the disciples were looking, therefore, one at another, doubting concerning whom he speaketh.
22Lærisveinarnir litu hver á annan og skildu ekki, við hvern hann ætti.
23And there was one of his disciples reclining (at meat) in the bosom of Jesus, whom Jesus was loving;
23Sá lærisveinn Jesú, sem hann elskaði, sat næstur honum.
24Simon Peter, then, doth beckon to this one, to inquire who he may be concerning whom he speaketh,
24Símon Pétur benti honum og bað hann spyrja, hver sá væri, sem Jesús talaði um.
25and that one having leant back on the breast of Jesus, respondeth to him, `Sir, who is it?`
25Hann laut þá að Jesú og spurði: ,,Herra, hver er það?``
26Jesus answereth, `That one it is to whom I, having dipped the morsel, shall give it;` and having dipped the morsel, he giveth [it] to Judas of Simon, Iscariot.
26Jesús svaraði: ,,Það er sá sem ég fæ bita þann, er ég dýfi nú í.`` Þá dýfði hann í bitanum, tók hann og fékk Júdasi Símonarsyni Ískaríots.
27And after the morsel, then the Adversary entered into that one, Jesus, therefore, saith to him, `What thou dost — do quickly;`
27Og eftir þann bita fór Satan inn í hann. Jesús segir við hann: ,,Það sem þú gjörir, það gjör þú skjótt!``
28and none of those reclining at meat knew for what intent he said this to him,
28En enginn þeirra, sem sátu til borðs, vissi til hvers hann sagði þetta við hann.
29for certain were thinking, since Judas had the bag, that Jesus saith to him, `Buy what we have need of for the feast;` or that he may give something to the poor;
29En af því að Júdas hafði pyngjuna, héldu sumir þeirra, að Jesús hefði sagt við hann: ,,Kauptu það, sem vér þurfum til hátíðarinnar,`` _ eða að hann skyldi gefa eitthvað fátækum.
30having received, therefore, the morsel, that one immediately went forth, and it was night.
30Þá er hann hafði tekið við bitanum, gekk hann jafnskjótt út. Þá var nótt.
31When, therefore, he went forth, Jesus saith, `Now was the Son of Man glorified, and God was glorified in him;
31Þegar hann var farinn út, sagði Jesús: ,,Nú er Mannssonurinn dýrlegur orðinn, og Guð er orðinn dýrlegur í honum.
32if God was glorified in him, God also will glorify him in Himself; yea, immediately He will glorify him.
32Fyrst Guð er orðinn dýrlegur í honum, mun Guð og gjöra hann dýrlegan í sér, og skjótt mun hann gjöra hann dýrlegan.
33`Little children, yet a little am I with you; ye will seek me, and, according as I said to the Jews — Whither I go away, ye are not able to come, to you also I do say [it] now.
33Börnin mín, stutta stund verð ég enn með yður. Þér munuð leita mín, og eins og ég sagði Gyðingum, segi ég yður nú: Þangað sem ég fer, getið þér ekki komist.
34`A new commandment I give to you, that ye love one another; according as I did love you, that ye also love one another;
34Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan.
35in this shall all know that ye are my disciples, if ye may have love one to another.`
35Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.``
36Simon Peter saith to him, `Sir, whither dost thou go away?` Jesus answered him, `Whither I go away, thou art not able now to follow me, but afterward thou shalt follow me.`
36Símon Pétur segir við hann: ,,Herra, hvert ferðu?`` Jesús svaraði: ,,Þú getur ekki fylgt mér nú þangað sem ég fer, en síðar muntu fylgja mér.``
37Peter saith to him, `Sir, wherefore am I not able to follow thee now? my life for thee I will lay down;`
37Pétur segir við hann: ,,Herra, hví get ég ekki fylgt þér nú? Ég vil leggja líf mitt í sölurnar fyrir þig.``Jesús svaraði: ,,Viltu leggja líf þitt í sölurnar fyrir mig? Sannlega, sannlega segi ég þér: Ekki mun hani gala fyrr en þú hefur afneitað mér þrisvar.``
38Jesus answered him, `Thy life for me thou wilt lay down! verily, verily, I say to thee, a cock will not crow till thou mayest deny me thrice.`
38Jesús svaraði: ,,Viltu leggja líf þitt í sölurnar fyrir mig? Sannlega, sannlega segi ég þér: Ekki mun hani gala fyrr en þú hefur afneitað mér þrisvar.``