1And it came to pass, on his going into the house of a certain one of the chiefs of the Pharisees, on a sabbath, to eat bread, that they were watching him,
1Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum.
2and lo, there was a certain dropsical man before him;
2Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur.
3and Jesus answering spake to the lawyers and Pharisees, saying, `Is it lawful on the sabbath-day to heal?`
3Jesús tók þá til máls og sagði við lögvitringana og faríseana: ,,Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?``
4and they were silent, and having taken hold of [him], he healed him, and let [him] go;
4Þeir þögðu við. En hann tók á honum, læknaði hann og lét hann fara.
5and answering them he said, `Of which of you shall an ass or ox fall into a pit, and he will not immediately draw it up on the sabbath-day?`
5Og Jesús mælti við þá: ,,Nú á einhver yðar asna eða naut, sem fellur í brunn, mun hann ekki óðara draga það upp, þótt hvíldardagur sé?``
6and they were not able to answer him again unto these things.
6Þeir gátu engu svarað þessu.
7And he spake a simile unto those called, marking how they were choosing out the first couches, saying unto them,
7Jesús gaf því gætur, hvernig þeir, sem boðnir voru, völdu sér hefðarsætin, tók dæmi og sagði við þá:
8`When thou mayest be called by any one to marriage-feasts, thou mayest not recline on the first couch, lest a more honourable than thou may have been called by him,
8,,Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið, að manni þér fremri að virðingu sé boðið,
9and he who did call thee and him having come shall say to thee, Give to this one place, and then thou mayest begin with shame to occupy the last place.
9og sá komi, er ykkur bauð, og segi við þig: ,Þoka fyrir manni þessum.` Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti.
10`But, when thou mayest be called, having gone on, recline in the last place, that when he who called thee may come, he may say to thee, Friend, come up higher; then thou shalt have glory before those reclining with thee;
10Far þú heldur, er þér er boðið, og set þig í ysta sæti, svo að sá sem bauð þér segi við þig, þegar hann kemur: ,Vinur, flyt þig hærra upp!` Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum, er sitja til borðs með þér.
11because every one who is exalting himself shall be humbled, and he who is humbling himself shall be exalted.`
11Því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.``
12And he said also to him who did call him, `When thou mayest make a dinner or a supper, be not calling thy friends, nor thy brethren, nor thy kindred, nor rich neighbours, lest they may also call thee again, and a recompense may come to thee;
12Þá sagði hann við gestgjafa sinn: ,,Þegar þú heldur miðdegisverð eða kvöldverð, bjóð þá hvorki vinum þínum né bræðrum, ættingjum né ríkum nágrönnum. Þeir bjóða þér aftur, og þú færð endurgjald.
13but when thou mayest make a feast, be calling poor, maimed, lame, blind,
13Þegar þú gjörir veislu, þá bjóð þú fátækum og örkumla, höltum og blindum,
14and happy thou shalt be, because they have not to recompense thee, for it shall be recompensed to thee in the rising again of the righteous.`
14og munt þú sæll verða, því þeir geta ekki endurgoldið þér, en þú færð það endurgoldið í upprisu réttlátra.``
15And one of those reclining with him, having heard these things, said to him, `Happy [is] he who shall eat bread in the reign of God;`
15Þegar einn þeirra, er að borði sátu, heyrði þetta, sagði hann við Jesú: ,,Sæll er sá, sem neytir brauðs í Guðs ríki.``
16and he said to him, `A certain man made a great supper, and called many,
16Jesús sagði við hann: ,,Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum.
17and he sent his servant at the hour of the supper to say to those having been called, Be coming, because now are all things ready.
17Er stundin kom, að veislan skyldi vera, sendi hann þjón sinn að segja þeim, er boðnir voru: ,Komið, nú er allt tilbúið.`
18`And they began with one consent all to excuse themselves: The first said to him, A field I bought, and I have need to go forth and see it; I beg of thee, have me excused.
18En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni. Hinn fyrsti sagði við hann: ,Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.`
19`And another said, Five yoke of oxen I bought, and I go on to prove them; I beg of thee, have me excused:
19Annar sagði: ,Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.`
20and another said, A wife I married, and because of this I am not able to come.
20Og enn annar sagði: ,Konu hef ég eignast, ekki get ég komið.`
21`And that servant having come, told to his lord these things, then the master of the house, having been angry, said to his servant, Go forth quickly to the broad places and lanes of the city, and the poor, and maimed, and lame, and blind, bring in hither.
21Þjónninn kom og tjáði herra sínum þetta. Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjón sinn: ,Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar, og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta.`
22`And the servant said, Sir, it hath been done as thou didst command, and still there is room.
22Og þjónninn sagði: ,Herra, það er gjört, sem þú bauðst, og enn er rúm.`
23`And the lord said unto the servant, Go forth to the ways and hedges, and constrain to come in, that my house may be filled;
23Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: ,Far þú út um brautir og gerði og þrýstu þeim að koma inn, svo að hús mitt fyllist.
24for I say to you, that none of those men who have been called shall taste of my supper.`
24Því ég segi yður, að enginn þeirra manna, er boðnir voru, mun smakka kvöldmáltíð mína.```
25And there were going on with him great multitudes, and having turned, he said unto them,
25Mikill fjöldi fólks var honum samferða. Hann sneri sér við og sagði við þá:
26`If any one doth come unto me, and doth not hate his own father, and mother, and wife, and children, and brothers, and sisters, and yet even his own life, he is not able to be my disciple;
26,,Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn.
27and whoever doth not bear his cross, and come after me, is not able to be my disciple.
27Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn.
28`For who of you, willing to build a tower, doth not first, having sat down, count the expense, whether he have the things for completing?
28Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu?
29lest that he having laid a foundation, and not being able to finish, all who are beholding may begin to mock him,
29Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann
30saying — This man began to build, and was not able to finish.
30og segja: ,Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið.`
31`Or what king going on to engage with another king in war, doth not, having sat down, first consult if he be able with ten thousand to meet him who with twenty thousand is coming against him?
31Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um, hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir?
32and if not so — he being yet a long way off — having sent an embassy, he doth ask the things for peace.
32Sé svo ekki, gerir hann menn á fund hans, meðan hann er enn langt undan, og spyr um friðarkosti.
33`So, then, every one of you who doth not take leave of all that he himself hath, is not able to be my disciple.
33Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.
34`The salt [is] good, but if the salt doth become tasteless, with what shall it be seasoned?
34Saltið er gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda það?Hvorki er það hæft á tún né taðhaug. Því er fleygt. Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri.``
35neither for land nor for manure is it fit — they cast it without. He who is having ears to hear — let him hear.`
35Hvorki er það hæft á tún né taðhaug. Því er fleygt. Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri.``