1And all the tax-gatherers and the sinners were coming nigh to him, to hear him,
1Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann,
2and the Pharisees and the scribes were murmuring, saying — This one doth receive sinners, and doth eat with them.`
2en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: ,,Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.``
3And he spake unto them this simile, saying,
3En hann sagði þeim þessa dæmisögu:
4`What man of you having a hundred sheep, and having lost one out of them, doth not leave behind the ninety-nine in the wilderness, and go on after the lost one, till he may find it?
4,,Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?
5and having found, he doth lay [it] on his shoulders rejoicing,
5Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér, er hann finnur hann.
6and having come to the house, he doth call together the friends and the neighbours, saying to them, Rejoice with me, because I found my sheep — the lost one.
6Þegar hann kemur heim, kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: ,Samgleðjist mér, því að ég hef fundið sauðinn minn, sem týndur var.`
7`I say to you, that so joy shall be in the heaven over one sinner reforming, rather than over ninety-nine righteous men, who have no need of reformation.
7Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki hafa iðrunar þörf.
8`Or what woman having ten drachms, if she may lose one drachm, doth not light a lamp, and sweep the house, and seek carefully till that she may find?
8Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana?
9and having found, she doth call together the female friends and the neighbours, saying, Rejoice with me, for I found the drachm that I lost.
9Og er hún hefur fundið hana, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: ,Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi.`
10`So I say to you, joy doth come before the messengers of God over one sinner reforming.`
10Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun.``
11And he said, `A certain man had two sons,
11Enn sagði hann: ,,Maður nokkur átti tvo sonu.
12and the younger of them said to the father, Father, give me the portion of the substance falling to [me], and he divided to them the living.
12Sá yngri þeirra sagði við föður sinn: ,Faðir, lát mig fá þann hluta eignanna, sem mér ber.` Og hann skipti með þeim eigum sínum.
13`And not many days after, having gathered all together, the younger son went abroad to a far country, and there he scattered his substance, living riotously;
13Fáum dögum síðar tók yngri sonurinn allt fé sitt og fór burt í fjarlægt land. Þar sóaði hann eigum sínum í óhófsömum lifnaði.
14and he having spent all, there came a mighty famine on that country, and himself began to be in want;
14En er hann hafði öllu eytt, varð mikið hungur í því landi, og hann tók að líða skort.
15and having gone on, he joined himself to one of the citizens of that country, and he sent him to the fields to feed swine,
15Fór hann þá og settist upp hjá manni einum í því landi. Sá sendi hann út á lendur sínar að gæta svína.
16and he was desirous to fill his belly from the husks that the swine were eating, and no one was giving to him.
16Þá langaði hann að seðja sig á drafinu, er svínin átu, en enginn gaf honum.
17`And having come to himself, he said, How many hirelings of my father have a superabundance of bread, and I here with hunger am perishing!
17En nú kom hann til sjálfs sín og sagði: ,Hve margir eru daglaunamenn föður míns og hafa gnægð matar, en ég ferst hér úr hungri!
18having risen, I will go on unto my father, and will say to him, Father, I did sin — to the heaven, and before thee,
18Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér.
19and no more am I worthy to be called thy son; make me as one of thy hirelings.
19Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.`
20`And having risen, he went unto his own father, and he being yet far distant, his father saw him, and was moved with compassion, and having ran he fell upon his neck and kissed him;
20Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann.
21and the son said to him, Father, I did sin — to the heaven, and before thee, and no more am I worthy to be called thy son.
21En sonurinn sagði við hann: ,Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.`
22`And the father said unto his servants, Bring forth the first robe, and clothe him, and give a ring for his hand, and sandals for the feet;
22Þá sagði faðir hans við þjóna sína: ,Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum.
23and having brought the fatted calf, kill [it], and having eaten, we may be merry,
23Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag.
24because this my son was dead, and did live again, and he was lost, and was found; and they began to be merry.
24Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn.` Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag.
25`And his elder son was in a field, and as, coming, he drew nigh to the house, he heard music and dancing,
25En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans.
26and having called near one of the young men, he was inquiring what these things might be,
26Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera.
27and he said to him — Thy brother is arrived, and thy father did kill the fatted calf, because in health he did receive him back.
27Hann svaraði: ,Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim.`
28`And he was angry, and would not go in, therefore his father, having come forth, was entreating him;
28Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma.
29and he answering said to the father, Lo, so many years I do serve thee, and never thy command did I transgress, and to me thou didst never give a kid, that with my friends I might make merry;
29En hann svaraði föður sínum: ,Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum.
30but when thy son — this one who did devour thy living with harlots — came, thou didst kill to him the fatted calf.
30En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann.`
31`And he said to him, Child, thou art always with me, and all my things are thine;
31Hann sagði þá við hann: ,Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt.En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn.```
32but to be merry, and to be glad, it was needful, because this thy brother was dead, and did live again, he was lost, and was found.`
32En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn.```