1And it came to pass, on one of those days, as he is teaching the people in the temple, and proclaiming good news, the chief priests and the scribes, with the elders, came upon [him],
1Svo bar við einn dag, er hann var að kenna lýðnum í helgidóminum og flutti fagnaðarerindið, að æðstu prestarnir og fræðimennirnir ásamt öldungunum gengu til hans
2and spake unto him, saying, `Tell us by what authority thou dost these things? or who is he that gave to thee this authority?`
2og sögðu: ,,Seg þú oss, með hvaða valdi gjörir þú þetta? Hver hefur gefið þér þetta vald?``
3And he answering said unto them, `I will question you — I also — one thing, and tell me:
3Hann svaraði þeim: ,,Ég vil og leggja spurningu fyrir yður. Segið mér:
4the baptism of John, from heaven was it, or from men?`
4Var skírn Jóhannesar frá himni eða frá mönnum?``
5And they reasoned with themselves, saying — `If we may say, From heaven, he will say, Wherefore, then, did ye not believe him?
5Þeir ráðguðust hver við annan um þetta og sögðu: ,,Ef vér svörum: Frá himni, spyr hann: Hví trúðuð þér honum þá ekki?
6and if we may say, From men, all the people will stone us, for they are having been persuaded John to be a prophet.`
6Ef vér svörum: Frá mönnum, mun allur lýðurinn grýta oss, því að hann er sannfærður um, að Jóhannes sé spámaður.``
7And they answered, that they knew not whence [it was],
7Þeir kváðust því ekki vita, hvaðan hún væri.
8and Jesus said to them, `Neither do I say to you by what authority I do these things.`
8Jesús sagði við þá: ,,Ég segi yður þá ekki heldur, með hvaða valdi ég gjöri þetta.``
9And he began to speak unto the people this simile: `A certain man planted a vineyard, and gave it out to husbandmen, and went abroad for a long time,
9Og hann tók að segja lýðnum dæmisögu þessa: ,,Maður nokkur plantaði víngarð og seldi hann vínyrkjum á leigu, fór síðan úr landi til langdvala.
10and at the season he sent unto the husbandmen a servant, that from the fruit of the vineyard they may give to him, but the husbandmen having beat him, did send [him] away empty.
10Á settum tíma sendi hann þjón til vínyrkjanna, að þeir fengju honum hlut af ávexti víngarðsins, en vínyrkjarnir börðu hann og sendu burt tómhentan.
11`And he added to send another servant, and they that one also having beaten and dishonoured, did send away empty;
11Aftur sendi hann annan þjón. Þeir börðu hann einnig og svívirtu og sendu burt tómhentan.
12and he added to send a third, and this one also, having wounded, they did cast out.
12Og enn sendi hann hinn þriðja, en þeir veittu honum einnig áverka og köstuðu honum út.
13`And the owner of the vineyard said, What shall I do? I will send my son — the beloved, perhaps having seen this one, they will do reverence;
13Þá sagði eigandi víngarðsins: ,Hvað á ég að gjöra? Ég sendi son minn elskaðan. Má vera, þeir virði hann.`
14and having seen him, the husbandmen reasoned among themselves, saying, This is the heir; come, we may kill him, that the inheritance may become ours;
14En er vínyrkjarnir sáu hann, báru þeir saman ráð sín og sögðu: ,Þetta er erfinginn. Drepum hann, þá fáum vér arfinn.`
15and having cast him outside of the vineyard, they killed [him]; what, then, shall the owner of the vineyard do to them?
15Og þeir köstuðu honum út fyrir víngarðinn og drápu hann. Hvað mun nú eigandi víngarðsins gjöra við þá?
16He will come, and destroy these husbandmen, and will give the vineyard to others.` And having heard, they said, `Let it not be!`
16Hann mun koma, tortíma vínyrkjum þessum og fá öðrum víngarðinn.`` Þegar þeir heyrðu þetta, sögðu þeir: ,,Verði það aldrei.``
17and he, having looked upon them, said, `What, then, is this that hath been written: A stone that the builders rejected — this became head of a corner?
17Jesús horfði á þá og mælti: ,,Hvað merkir þá ritning þessi: Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn hyrningarsteinn?
18every one who hath fallen on that stone shall be broken, and on whom it may fall, it will crush him to pieces.`
18Hver sem fellur á þennan stein, mun sundur molast, og þann sem hann fellur á, mun hann sundur merja.``
19And the chief priests and the scribes sought to lay hands on him in that hour, and they feared the people, for they knew that against them he spake this simile.
19Fræðimennirnir og æðstu prestarnir vildu leggja hendur á hann á sömu stundu, en óttuðust lýðinn. Þeir skildu, að hann átti við þá með dæmisögu þessari.
20And, having watched [him], they sent forth liers in wait, feigning themselves to be righteous, that they might take hold of his word, to deliver him up to the rule and to the authority of the governor,
20Þeir höfðu gætur á honum og sendu njósnarmenn, er létust vera einlægir. Þeir áttu að hafa á orðum hans, svo að þeir mættu framselja hann í hendur og á vald landstjórans.
21and they questioned him, saying, `Teacher, we have known that thou dost say and teach rightly, and dost not accept a person, but in truth the way of God dost teach;
21Þeir spurðu hann: ,,Meistari, vér vitum, að þú talar og kennir rétt og gjörir þér engan mannamun, heldur kennir Guðs veg í sannleika.
22Is it lawful to us to give tribute to Caesar or not?`
22Leyfist oss að gjalda keisaranum skatt eða ekki?``
23And he, having perceived their craftiness, said unto them, `Why me do ye tempt?
23En hann merkti flærð þeirra og sagði við þá:
24shew me a denary; of whom hath it an image and superscription?` and they answering said, `Of Caesar:`
24,,Sýnið mér denar. Hvers mynd og yfirskrift er á honum?`` Þeir sögðu: ,,Keisarans.``
25and he said to them, `Give back, therefore, the things of Caesar to Caesar, and the things of God to God;`
25En hann sagði við þá: ,,Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.``
26and they were not able to take hold on his saying before the people, and having wondered at his answer, they were silent.
26Og þeir gátu ekki haft neitt á orðum hans í viðurvist lýðsins, en undruðust svar hans og þögðu.
27And certain of the Sadducees, who are denying that there is a rising again, having come near, questioned him,
27Þá komu nokkrir saddúkear, en þeir neita því, að upprisa sé til, og sögðu við hann:
28saying, `Teacher, Moses wrote to us, If any one`s brother may die, having a wife, and he may die childless — that his brother may take the wife, and may raise up seed to his brother.
28,,Meistari, Móse segir oss í ritningunum, að deyi maður kvæntur, en barnlaus, skuli bróðir hans ganga að eiga ekkjuna og vekja honum niðja.
29`There were, then, seven brothers, and the first having taken a wife, died childless,
29Nú voru sjö bræður. Sá fyrsti tók sér konu og dó barnlaus.
30and the second took the wife, and he died childless,
30Gekk þá annar bróðirinn
31and the third took her, and in like manner also the seven — they left not children, and they died;
31og síðan hinn þriðji að eiga hana og eins allir sjö, og létu þeir engin börn eftir sig, er þeir dóu.
32and last of all died also the woman:
32Síðast dó og konan.
33in the rising again, then, of which of them doth she become wife? — for the seven had her as wife.`
33Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni? Allir sjö höfðu þeir átt hana.``
34And Jesus answering said to them, `The sons of this age do marry and are given in marriage,
34Jesús svaraði þeim: ,,Börn þessarar aldar kvænast og giftast,
35but those accounted worthy to obtain that age, and the rising again that is out of the dead, neither marry, nor are they given in marriage;
35en þeir sem verðir þykja að fá hlutdeild í komandi veröld og upprisunni frá dauðum, kvænast hvorki né giftast.
36for neither are they able to die any more — for they are like messengers — and they are sons of God, being sons of the rising again.
36Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir og börn Guðs, enda börn upprisunnar.
37`And that the dead are raised, even Moses shewed at the Bush, since he doth call the Lord, the God of Abraham, and the God of Isaac, and the God of Jacob;
37En að dauðir rísi upp, það hefur jafnvel Móse sýnt í sögunni um þyrnirunninn, er hann kallar ,Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.`
38and He is not a God of dead men, but of living, for all live to Him.`
38Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir.``
39And certain of the scribes answering said, `Teacher, thou didst say well;`
39Þá sögðu nokkrir fræðimannanna: ,,Vel mælt, meistari.``
40and no more durst they question him anything.
40En þeir þorðu ekki framar að spyrja hann neins.
41And he said unto them, `How do they say the Christ to be son of David,
41Hann sagði við þá: ,,Hvernig geta menn sagt, að Kristur sé sonur Davíðs?
42and David himself saith in the Book of Psalms, The Lord said to my lord, Sit thou on my right hand,
42Davíð segir sjálfur í sálmunum: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar,
43till I shall make thine enemies thy footstool;
43þangað til ég gjöri óvini þína að fótskör þinni.
44David, then, doth call him lord, and how is he his son?`
44Davíð kallar hann drottin, hvernig getur hann þá verið sonur hans?``
45And, all the people hearing, he said to his disciples,
45Í áheyrn alls lýðsins sagði hann við lærisveina sína:
46`Take heed of the scribes, who are wishing to walk in long robes, and are loving salutations in the markets, and first seats in the synagogues, and first couches in the suppers,
46,,Varist fræðimennina, sem fýsir að ganga í síðskikkjum og er ljúft að láta heilsa sér á torgum, vilja skipa æðsta bekk í samkundum og hefðarsæti í veislum.Þeir eta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm.``
47who devour the houses of the widows, and for a pretence make long prayers, these shall receive more abundant judgment.`
47Þeir eta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm.``