Young`s Literal Translation

Icelandic

Matthew

25

1`Then shall the reign of the heavens be likened to ten virgins, who, having taken their lamps, went forth to meet the bridegroom;
1Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína.
2and five of them were prudent, and five foolish;
2Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar.
3they who were foolish having taken their lamps, did not take with themselves oil;
3Þær fávísu tóku lampa sína, en höfðu ekki olíu með sér,
4and the prudent took oil in their vessels, with their lamps.
4en hinar hyggnu tóku olíu með á könnum ásamt lömpum sínum.
5`And the bridegroom tarrying, they all nodded and were sleeping,
5Nú dvaldist brúðgumanum, og urðu þær allar syfjaðar og sofnuðu.
6and in the middle of the night a cry was made, Lo, the bridegroom doth come; go ye forth to meet him.
6Um miðnætti kvað við hróp: ,Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann.`
7`Then rose all those virgins, and trimmed their lamps,
7Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína.
8and the foolish said to the prudent, Give us of your oil, because our lamps are going out;
8En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: ,Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum.`
9and the prudent answered, saying — Lest there may not be sufficient for us and you, go ye rather unto those selling, and buy for yourselves.
9Þær hyggnu svöruðu: ,Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður.`
10`And while they are going away to buy, the bridegroom came, and those ready went in with him to the marriage-feasts, and the door was shut;
10Meðan þær voru að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokað.
11and afterwards come also do the rest of the virgins, saying, Sir, sir, open to us;
11Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: ,Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.`
12and he answering said, Verily I say to you, I have not known you.
12En hann svaraði: ,Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.`
13`Watch therefore, for ye have not known the day nor the hour in which the Son of Man doth come.
13Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.
14`For — as a man going abroad did call his own servants, and did deliver to them his substance,
14Svo er um himnaríki sem mann, er ætlaði úr landi. Hann kallaði þjóna sína og fól þeim eigur sínar.
15and to one he gave five talents, and to another two, and to another one, to each according to his several ability, went abroad immediately.
15Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðan fór hann úr landi.
16`And he who did receive the five talents, having gone, wrought with them, and made other five talents;
16Sá sem fékk fimm talentur, fór þegar, ávaxtaði þær og græddi aðrar fimm.
17in like manner also he who [received] the two, he gained, also he, other two;
17Eins gjörði sá er tvær fékk. Hann græddi aðrar tvær.
18and he who did receive the one, having gone away, digged in the earth, and hid his lord`s money.
18En sá sem fékk eina, fór og gróf fé húsbónda síns í jörð og faldi það.
19`And after a long time cometh the lord of those servants, and taketh reckoning with them;
19Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna og lét þá gjöra skil.
20and he who did receive the five talents having come, brought other five talents, saying, `Sir, five talents thou didst deliver to me; lo, other five talents did I gain besides them.
20Sá með fimm talenturnar gekk þá fram, færði honum aðrar fimm og sagði: ,Herra, fimm talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar fimm.`
21`And his lord said to him, Well done, servant, good and faithful, over a few things thou wast faithful, over many things I will set thee; enter into the joy of thy lord.
21Húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.`
22`And he who also did receive the two talents having come, said, Sir, two talents thou didst deliver to me; lo, other two talents I did gain besides them.
22Þá gekk fram sá með tvær talenturnar og mælti: ,Herra, tvær talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar tvær.`
23`His lord said to him, Well done, servant, good and faithful, over a few things thou wast faithful, over many things I will set thee; enter into the joy of thy lord.
23Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.`
24`And he also who hath received the one talent having come, said, Sir, I knew thee, that thou art a hard man, reaping where thou didst not sow, and gathering from whence thou didst not scatter;
24Loks kom sá er fékk eina talentu, og sagði: ,Herra, ég vissi, að þú ert maður harður, sem uppsker þar, sem þú sáðir ekki, og safnar þar, sem þú stráðir ekki.
25and having been afraid, having gone away, I hid thy talent in the earth; lo, thou hast thine own!
25Ég var hræddur og fól talentu þína í jörð. Hér hefur þú þitt.`
26`And his lord answering said to him, Evil servant, and slothful, thou hadst known that I reap where I did not sow, and I gather whence I did not scatter!
26Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Illi og lati þjónn, þú vissir, að ég uppsker þar, sem ég sáði ekki, og safna þar, sem ég stráði ekki.
27it behoved thee then to put my money to the money-lenders, and having come I had received mine own with increase.
27Þú áttir því að leggja fé mitt í banka. Þá hefði ég fengið það með vöxtum, þegar ég kom heim.
28`Take therefore from him the talent, and give to him having the ten talents,
28Takið af honum talentuna, og fáið þeim, sem hefur tíu talenturnar.
29for to every one having shall be given, and he shall have overabundance, and from him who is not having, even that which he hath shall be taken from him;
29Því að hverjum sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur.
30and the unprofitable servant cast ye forth to the outer darkness; there shall be the weeping and the gnashing of the teeth.
30Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.`
31`And whenever the Son of Man may come in his glory, and all the holy messengers with him, then he shall sit upon a throne of his glory;
31Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu.
32and gathered together before him shall be all the nations, and he shall separate them from one another, as the shepherd doth separate the sheep from the goats,
32Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum.
33and he shall set the sheep indeed on his right hand, and the goats on the left.
33Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri.
34`Then shall the king say to those on his right hand, Come ye, the blessed of my Father, inherit the reign that hath been prepared for you from the foundation of the world;
34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims.
35for I did hunger, and ye gave me to eat; I did thirst, and ye gave me to drink; I was a stranger, and ye received me;
35Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,
36naked, and ye put around me; I was infirm, and ye looked after me; in prison I was, and ye came unto me.
36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.`
37`Then shall the righteous answer him, saying, Lord, when did we see thee hungering, and we nourished? or thirsting, and we gave to drink?
37Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?
38and when did we see thee a stranger, and we received? or naked, and we put around?
38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig?
39and when did we see thee infirm, or in prison, and we came unto thee?
39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?`
40`And the king answering, shall say to them, Verily I say to you, Inasmuch as ye did [it] to one of these my brethren — the least — to me ye did [it].
40Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.`
41Then shall he say also to those on the left hand, Go ye from me, the cursed, to the fire, the age-during, that hath been prepared for the Devil and his messengers;
41Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.
42for I did hunger, and ye gave me not to eat; I did thirst, and ye gave me not to drink;
42Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka,
43a stranger I was, and ye did not receive me; naked, and ye put not around me; infirm, and in prison, and ye did not look after me.
43gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.`
44`Then shall they answer, they also, saying, Lord, when did we see thee hungering, or thirsting, or a stranger, or naked, or infirm, or in prison, and we did not minister to thee?
44Þá munu þeir svara: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki?`
45`Then shall he answer them, saying, Verily I say to you, Inasmuch as ye did [it] not to one of these, the least, ye did [it] not to me.
45Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.`Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.``
46And these shall go away to punishment age-during, but the righteous to life age-during.`
46Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.``