Young`s Literal Translation

Icelandic

Matthew

5

1And having seen the multitudes, he went up to the mount, and he having sat down, his disciples came to him,
1Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann, og lærisveinar hans komu til hans.
2and having opened his mouth, he was teaching them, saying:
2Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði:
3`Happy the poor in spirit — because theirs is the reign of the heavens.
3,,Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
4`Happy the mourning — because they shall be comforted.
4Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
5`Happy the meek — because they shall inherit the land.
5Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
6`Happy those hungering and thirsting for righteousness — because they shall be filled.
6Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
7`Happy the kind — because they shall find kindness.
7Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
8`Happy the clean in heart — because they shall see God.
8Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
9`Happy the peacemakers — because they shall be called Sons of God.
9Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
10`Happy those persecuted for righteousness` sake — because theirs is the reign of the heavens.
10Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.
11`Happy are ye whenever they may reproach you, and may persecute, and may say any evil thing against you falsely for my sake —
11Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.
12rejoice ye and be glad, because your reward [is] great in the heavens, for thus did they persecute the prophets who were before you.
12Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.
13`Ye are the salt of the land, but if the salt may lose savour, in what shall it be salted? for nothing is it good henceforth, except to be cast without, and to be trodden down by men.
13Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.
14`Ye are the light of the world, a city set upon a mount is not able to be hid;
14Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.
15nor do they light a lamp, and put it under the measure, but on the lamp-stand, and it shineth to all those in the house;
15Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.
16so let your light shine before men, that they may see your good works, and may glorify your Father who [is] in the heavens.
16Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.
17`Do not suppose that I came to throw down the law or the prophets — I did not come to throw down, but to fulfill;
17Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
18for, verily I say to you, till that the heaven and the earth may pass away, one iota or one tittle may not pass away from the law, till that all may come to pass.
18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.
19`Whoever therefore may loose one of these commands — the least — and may teach men so, least he shall be called in the reign of the heavens, but whoever may do and may teach [them], he shall be called great in the reign of the heavens.
19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.
20`For I say to you, that if your righteousness may not abound above that of the scribes and Pharisees, ye may not enter to the reign of the heavens.
20Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki.
21`Ye heard that it was said to the ancients: Thou shalt not kill, and whoever may kill shall be in danger of the judgment;
21Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna: ,Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur, skal svara til saka fyrir dómi.`
22but I — I say to you, that every one who is angry at his brother without cause, shall be in danger of the judgment, and whoever may say to his brother, Empty fellow! shall be in danger of the sanhedrim, and whoever may say, Rebel! shall be in danger of the gehenna of the fire.
22En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann, hefur unnið til eldsvítis.
23`If, therefore, thou mayest bring thy gift to the altar, and there mayest remember that thy brother hath anything against thee,
23Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér,
24leave there thy gift before the altar, and go — first be reconciled to thy brother, and then having come bring thy gift.
24þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína.
25`Be agreeing with thy opponent quickly, while thou art in the way with him, that the opponent may not deliver thee to the judge, and the judge may deliver thee to the officer, and to prison thou mayest be cast,
25Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn, meðan þú ert enn á vegi með honum, til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi.
26verily I say to thee, thou mayest not come forth thence till that thou mayest pay the last farthing.
26Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.
27`Ye heard that it was said to the ancients: Thou shalt not commit adultery;
27Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt ekki drýgja hór.`
28but I — I say to you, that every one who is looking on a woman to desire her, did already commit adultery with her in his heart.
28En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
29`But, if thy right eye doth cause thee to stumble, pluck it out and cast from thee, for it is good to thee that one of thy members may perish, and not thy whole body be cast to gehenna.
29Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti.
30`And, if thy right hand doth cause thee to stumble, cut it off, and cast from thee, for it is good to thee that one of thy members may perish, and not thy whole body be cast to gehenna.
30Ef hægri hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en allur líkami þinn fari til helvítis.
31`And it was said, That whoever may put away his wife, let him give to her a writing of divorce;
31Þá var og sagt: ,Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.`
32but I — I say to you, that whoever may put away his wife, save for the matter of whoredom, doth make her to commit adultery; and whoever may marry her who hath been put away doth commit adultery.
32En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.
33`Again, ye heard that it was said to the ancients: Thou shalt not swear falsely, but thou shalt pay to the Lord thine oaths;
33Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: ,Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin.`
34but I — I say to you, not to swear at all; neither by the heaven, because it is the throne of God,
34En ég segi yður, að þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því hann er hásæti Guðs,
35nor by the earth, because it is His footstool, nor by Jerusalem, because it is a city of a great king,
35né við jörðina, því hún er skör fóta hans, né við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs.
36nor by thy head mayest thou swear, because thou art not able one hair to make white or black;
36Og eigi skaltu sverja við höfuð þitt, því að þú getur ekki gjört eitt hár hvítt eða svart.
37but let your word be, Yes, Yes, No, No, and that which is more than these is of the evil.
37En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er, kemur frá hinum vonda.
38`Ye heard that it was said: Eye for eye, and tooth for tooth;
38Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.`
39but I — I say to you, not to resist the evil, but whoever shall slap thee on thy right cheek, turn to him also the other;
39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.
40and whoever is willing to take thee to law, and thy coat to take — suffer to him also the cloak.
40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka.
41`And whoever shall impress thee one mile, go with him two,
41Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær.
42to him who is asking of thee be giving, and him who is willing to borrow from thee thou mayest not turn away.
42Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
43`Ye heard that it was said: Thou shalt love thy neighbor, and shalt hate thine enemy;
43Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.`
44but I — I say to you, Love your enemies, bless those cursing you, do good to those hating you, and pray for those accusing you falsely, and persecuting you,
44En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,
45that ye may be sons of your Father in the heavens, because His sun He doth cause to rise on evil and good, and He doth send rain on righteous and unrighteous.
45svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.
46`For, if ye may love those loving you, what reward have ye? do not also the tax-gatherers the same?
46Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama?
47and if ye may salute your brethren only, what do ye abundant? do not also the tax-gatherers so?
47Og hvað er það, þótt þér heilsið bræðrum yðar einum. Gjöra heiðnir menn ekki hið sama?Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.
48ye shall therefore be perfect, as your Father who [is] in the heavens is perfect.
48Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.