1And I turn back, and lift up mine eyes, and look, and lo, a flying roll.
1Ég hóf aftur upp augu mín og sá bókrollu, sem var á flugi.
2And he saith unto me, `What art thou seeing?` And I say, `I am seeing a flying roll, its length twenty by the cubit, and its breadth ten by the cubit.`
2Þá sagði hann við mig: ,,Hvað sér þú?`` Ég svaraði: ,,Ég sé bókrollu á flugi, tuttugu álna langa og tíu álna breiða.``
3And he saith unto me, `This [is] the execration that is going forth over the face of all the land, for every one who is stealing, on the one side, according to it, hath been declared innocent, and every one who hath sworn, on the other side, according to it, hath been declared innocent.
3Þá sagði hann við mig: ,,Þetta er bölvunin, sem út gengur yfir gjörvallt landið, því að sérhverjum sem stelur, verður samkvæmt henni sópað héðan, og sérhverjum sem meinsæri fremur, verður samkvæmt henni sópað héðan.``
4`I have brought it out — an affirmation of Jehovah of Hosts — and it hath come in unto the house of the thief, and unto the house of him who hath sworn in My name to a falsehood, and it hath remained in the midst of his house, and hath consumed it, both its wood and its stones.`
4Ég hefi látið hana út ganga _ segir Drottinn allsherjar _ til þess að hún komi inn í hús þjófsins og inn í hús þess, sem meinsæri fremur við nafn mitt, og staðnæmist inni í húsi hans og eyði því bæði að viðum og veggjum.
5And the messenger who is speaking with me goeth forth, and saith unto me, `Lift up, I pray thee, thine eyes, and see what [is] this that is coming forth?`
5Þessu næst gekk fram engillinn, er við mig talaði, og sagði við mig: ,,Hef upp augu þín og sjá, hvað þar kemur fram!``
6And I say, `What [is] it?` And he saith, `This — the ephah that is coming forth.` And he saith, `This [is] their aspect in all the land.
6Ég sagði: ,,Hvað er þetta?`` Þá sagði hann: ,,Þetta er efan, sem kemur í ljós.`` Þá sagði hann: ,,Þetta er misgjörð þeirra í öllu landinu.``
7And lo, a cake of lead lifted up; and this [is] a woman sitting in the midst of the ephah.`
7Þá lyftist allt í einu upp kringlótt blýlok, og sat þar kona ein niðri í efunni.
8And he saith, `This [is] the wicked woman.` And he casteth her unto the midst of the ephah, and casteth the weight of lead on its mouth.
8Þá sagði hann: ,,Þetta er Vonskan!`` _ kastaði henni ofan í efuna og kastaði blýlokinu ofan yfir opið.
9And I lift up mine eyes, and see, and lo, two women are coming forth, and wind in their wings; and they have wings like wings of the stork, and they lift up the ephah between the earth and the heavens.
9Síðan hóf ég upp augu mín og sá allt í einu tvær konur koma fram, og stóð vindur undir vængi þeim _ því að þær höfðu vængi sem storksvængi _ og hófu þær efuna upp milli jarðar og himins.
10And I say unto the messenger who is speaking with me, `Whither [are] they causing the ephah to go?`
10Þá sagði ég við engilinn, sem við mig talaði: ,,Hvert fara þær með efuna?``Hann svaraði mér: ,,Þær ætla að reisa henni hús í Sínearlandi, og þegar það er búið, þá setja þær hana þar á sinn stað.``
11And he saith unto me, `To build to it a house in the land of Shinar.` And it hath been prepared and hath been placed there on its base.
11Hann svaraði mér: ,,Þær ætla að reisa henni hús í Sínearlandi, og þegar það er búið, þá setja þær hana þar á sinn stað.``