Danish

Icelandic

2 Kings

14

1I Joahaz' Søns, Kong Joas af Israel, andet Regeringsår blev Amazja, Joas's Søn, Konge over Juda.
1Á öðru ríkisári Jóasar Jóahassonar Ísraelskonungs varð Amasía Jóasson konungur í Júda.
2Han var fem og tyve År gammel, da han blev Konge, og han herskede ni og tyve År i Jerusalem. Hans Moder hed Jehoaddan og var fra Jerusalem.
2Hann var tuttugu og fimm ára að aldri, þá er hann varð konungur, og tuttugu og níu ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Jóaddan og var frá Jerúsalem.
3Han gjorde, hvad der var ret i HERRENs Øjne, om end ikke som hans Fader David; han handlede ganske som sin Fader Joas.
3Hann gjörði það sem rétt var í augum Drottins, þó eigi eins og Davíð forfaðir hans. Hann breytti í alla staði eins og Jóas faðir hans hafði breytt.
4Hun forsvandt Offerhøjene ikke. men Folket blev ved med at ofre og tænde Offerild på Højene.
4Aðeins voru fórnarhæðirnar ekki afnumdar. Enn þá fórnaði lýðurinn sláturfórnum og reykelsisfórnum á hæðunum.
5Da han havde sikret sig Magten, lod han dem af sine Folk dræbe, der havde dræbt hans Fader Kongen;
5En er Amasía var orðinn fastur í sessi, lét hann drepa þá menn sína, er drepið höfðu konunginn föður hans.
6men Mordernes Børn lod han ikke ihjelslå, i Henhold til hvad der står skrevet i Moses's Lovbog, hvor HERREN byder: "Fædre skal ikke lide Døden for Børns Skyld, og Børn skal ikke lide Døden for Fædres Skyld. Men enhver skal lide Døden for sin egen Synd."
6En börn morðingjanna lét hann ekki af lífi taka, samkvæmt því, sem skrifað er í lögmálsbók Móse, þar sem Drottinn mælir svo fyrir: ,Feður skulu ekki líflátnir verða ásamt börnunum, og börn skulu ekki líflátin verða ásamt feðrunum, heldur skal hver líflátinn verða fyrir sína eigin synd.`
7Det var ham, der slog Edom i Saltdalen, 10.000 Mand, og indtog Sela, og han kaldte det Jokte'el, som det hedder den Dag i Dag.
7Það var hann, sem vann sigur á Edómítum í Saltdalnum, tíu þúsundum manns, og tók Sela herskildi og nefndi hana Jokteel, og heitir hún svo enn í dag.
8Ved den Tid sendte Amazja Sendebud til Jebus Søn Joahaz's Søn, Kong Joas af Israel, og lod sige: "Kom, lad os se hinanden under Øjne!"
8Þá gjörði Amasía sendimenn á fund Jóasar Jóahassonar, Jehúsonar Ísraelskonungs með svolátandi orðsending: ,,Nú skulum við reyna með okkur.``
9Men Kong Joas af Israel sendte Kong Amazja af Juda det Svar: "Tidselen på Libanon sendte engang det Bud til Cederen på Libanon: Giv min Søn din Datter til Ægte! Men Libanons vilde byr løb hen over Tidselen og trampede den ned.
9Þá sendi Jóas Ísraelskonungur Amasía Júdakonungi þau andsvör: ,,Þistillinn á Líbanon gjörði sedrustrénu á Líbanon svolátandi orðsending: ,Gef þú syni mínum dóttur þína að konu.` En villidýrin á Líbanon gengu yfir þistilinn og tróðu hann sundur.
10Du har slået Edom, og det har gjort dig overmodig; lad dig nu nøje med den Ære og bliv, hvor du er! Hvorfor vil du udfordre Ulykken og udsætte både dig selv og Juda for Fald?"
10Af því að þú vannst mikinn sigur á Edómítum, hefir þú fyllst ofmetnaði. Njót þú frægðarinnar og sit kyrr heima. Hví vilt þú egna ógæfuna sjálfum þér og Júda til falls?``
11Men Amazja vilde intet høre. Så drog Kong Joas af Israel ud, og han og Kong Amazja af Juda så hinanden under Øjne ved Bet Sjemesj i Juda;
11En Amasía gaf þessu engan gaum. Þá fór Jóas Ísraelskonungur af stað, og varð fundur þeirra, hans og Amasía Júdakonungs, í Bet Semes, er tilheyrir Júda.
12Juda blev slået af Israel, og de flygtede hver til sit.
12Beið Júda þar ósigur fyrir Ísrael, og flýðu þeir hver til síns heima.
13Men Kong Joas af Israel tog Ahazjas Søn Joas's Søn. Kong Amazja af Juda, til Fange ved BetSjemesj og førte ham til Jerusalem. Derpå nedrev han Jerusalems Mur på en Strækning af 400 Alen, fra Efraimsporten til Hjørneporten;
13En Jóas Ísraelskonungur tók höndum Amasía Júdakonung, son Jóasar Ahasíasonar, í Bet Semes og fór með hann til Jerúsalem. Hann braut niður múra Jerúsalem frá Efraímhliði allt að hornhliðinu, fjögur hundruð álnir.
14og han tog alt det Guld og Sølv og alle de Kar, der fandtes i HERRENs Hus og i Skatkammeret i Kongens Palads; desuden tog han Gidsler og vendte så tilbage til Samaria.
14Því næst tók hann allt gull og silfur og öll áhöld, er fundust í musteri Drottins og í fjárhirslum konungshallarinnar, svo og gísla, og sneri síðan aftur heim til Samaríu.
15Hvad der ellers er at fortælle om Joas, alt, hvad han udførte, og alle hans Heltegerninger, og hvorledes han førte Krig med Kong Amazja af Juda, står jo optegoet i Israels Kongers Krønike.
15Það sem meira er að segja um Jóas, það sem hann gjörði og hreystiverk hans og hversu hann barðist við Amasía Júdakonung, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.
16Så lagde Joas sig til Hvile hos sine Fædre og blev jordet i Samaria hos Israels Konger; og hans Søn Jeroboam blev Konge i hans Sted.
16Og Jóas lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn í Samaríu hjá Ísraelskonungum. Og Jeróbóam sonur hans tók ríki eftir hann.
17Joas's Søn, Kong Amazja af Juda, levede endnu femten År, efter at Joahaz's Søn, Kong Joas af Israel, var død.
17En Amasía Jóasson Júdakonungur lifði fimmtán ár eftir dauða Jóasar Jóahassonar Ísraelskonungs.
18Hvad der ellers er at fortælle om Amazja, står jo optegnet i Judas Kongers Krønike.
18En það sem meira er að segja um Amasía, það er ritað í Árbókum Júdakonunga.
19Da der stiftedes en Sammensværgelse mod ham i Jerusalem, flygtede han til Lakisj; men der blev sendt Folk efter ham til Lakisj, og de dræbte ham der.
19Og menn gjörðu samsæri gegn Amasía í Jerúsalem. Flýði hann þá til Lakís. En þeir sendu á eftir honum til Lakís og létu drepa hann þar.
20Så løftede man ham op på Heste, og han blev jordet i Jerusalem hos sine Fædre i Davidsbyen.
20Fluttu þeir hann síðan á hestum, og var hann grafinn í Jerúsalem hjá feðrum sínum í Davíðsborg.
21Hele Folket i Juda tog så Azarja, der dengang var seksten År gammel, og gjorde ham til Konge i hans Fader Amazjas Sted.
21Þá tók allur Júdalýður Asaría, þótt hann væri eigi nema sextán vetra gamall, og gjörði hann að konungi í stað Amasía föður hans.
22Det var ham, der befæstede Elat og atter forenede det med Juda, efter at Kongen havde lagt sig til Hvile hos sine Fædre.
22Hann víggirti Elat og vann hana aftur undir Júda, eftir að konungurinn var lagstur til hvíldar hjá feðrum sínum.
23I Joas's Søns, Kong Amazja af Judas, femtende Regeringsår ble Jeroboam, Joas's Søn, Konge over Israel, og han herskede een og fyrretyve År i Samaria.
23Á fimmtánda ríkisári Amasía Jóassonar Júdakonungs varð Jeróbóam, sonur Jóasar Ísraelskonungs, konungur í Samaríu og ríkti fjörutíu og eitt ár.
24Han gjorde, hvad der var ondt i HERRENs Øjne, og veg ikke fra nogen af de Synder, Jeroboam, Nebats Søn, havde forledt Israel til.
24Hann gjörði það sem illt var í augum Drottins. Lét hann eigi af neinum syndum Jeróbóams Nebatssonar, þeim er hann hafði komið Ísrael til að drýgja.
25Han tog Israels Landområde tilbage fra Egnen hen imod Hamat og til Arabasøen, efter det Ord, HERREN, Israels Gud, havde talet ved sin Tjener, Profeten Jonas, Amittajs Søn, fra Gat-Hefer.
25Hann vann aftur Ísraelsland, þaðan frá, er leið liggur til Hamat, allt að vatninu á sléttlendinu, samkvæmt orði Drottins, Ísraels Guðs, því er hann hafði talað fyrir munn þjóns síns, Jónasar spámanns Amíttaísonar frá Gat Hefer.
26Thi HERREN havde set Israels bitre Kvide, hvorledes de reves bort alle som een, fordi Israel ikke havde nogen Hjælper;
26Drottinn hafði séð, að eymd Ísraels var mjög beisk. Þrælar og frelsingjar voru horfnir, og enginn var sá, er hjálpaði Ísrael.
27og HERREN havde ikke talet om, at han vilde udslette Israels Navn under Himmelen, derfor frelste han dem ved Jeroboam, Joas's Søn.
27En þó hafði Drottinn ekki sagt, að hann mundi afmá nafn Ísraels af jörðinni, enda frelsaði hann þá fyrir Jeróbóam Jóasson.
28Hvad der ellers er at fortælle om Jeroboam, alt, hvad han udførte, og hans Heltegerninger, hvorledes han førte Krig, og hvorledes han tog Damaskus og Hamat til bage til Israel, står jo optegnet i Israels Kongers Krønike.
28Það sem meira er að segja um Jeróbóam og allt, sem hann gjörði, og hreystiverk hans, hversu hann herjaði og hversu hann vann aftur Damaskus og Hamat, er fyrrum tilheyrði Júda, undir Ísrael, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.Og Jeróbóam lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn í Samaríu hjá Ísraelskonungum. Og Sakaría sonur hans tók ríki eftir hann.
29Så lagde Jeroboam sig til Hvile hos sine Fædre og blev jordet i Samaria hos Israels Konger; og hans Søn Zekarja blev Konge i hans Sted.
29Og Jeróbóam lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn í Samaríu hjá Ísraelskonungum. Og Sakaría sonur hans tók ríki eftir hann.