Danish

Icelandic

2 Samuel

3

1Krigen imellem Sauls og Davids Huse trak i Langdrag; men David blev stærkere og stærkere, Sauls Hus svagere og svagere.
1Þegar ófriðurinn milli Sáls húss og Davíðs húss tók að gjörast langvinnur, þá efldist Davíðs hús meir og meir, en Sáls húsi hnignaði meir og meir.
2I Hebron fødtes der David Sønner; hans førstefødte var Amnon, Søn af Ahinoam fra Jizre'el,
2Davíð fæddust synir í Hebron: Frumgetinn sonur hans var Amnon, með Akínóam frá Jesreel.
3den næstældste Kil'ab, Søn af Abigajil, Harmeliten Nabals Hustru, den tredje Absalon, en Søn af Kong Talmaj af Gesjurs Datter Ma'aka,
3Annar sonur hans var Kíleab, með Abígail, er átt hafði Nabal í Karmel, hinn þriðji Absalon, sonur Maöku, dóttur Talmaí, konungs í Gesúr,
4den fjerde Adonija, en Søn af Haggit, den femte Sjefatja, en Søn af Abital,
4hinn fjórði Adónía, sonur Haggítar, hinn fimmti Sefatja, sonur Abítalar,
5og den sjette Jitream, Søn af Davids Hustru Egla. Disse fødtes David i Hebron.
5og hinn sjötti Jitream, með Eglu, konu Davíðs. Þessir fæddust Davíð í Hebron.
6Under Krigen mellem Sauls og Davids Huse ydede Abner Sauls Hus kraftig Støtte.
6Meðan ófriðurinn stóð milli Sáls húss og Davíðs húss, var Abner öflugur fylgismaður Sáls húss.
7Nu havde Saul haft en Medhustru ved Navn Rizpa, Ajjas Datter. Og Isjbosjet sagde til Abner: "Hvorfor gik du ind til min Faders Medhustru?"
7Sál hafði átt hjákonu, er Rispa hét og var Ajasdóttir. Og Ísbóset, sonur Sáls, sagði við Abner: ,,Hví hefir þú gengið í eina sæng með hjákonu föður míns?``
8Abner blev opbragt over Isjbosjets Ord og sagde: "Er jeg nu blevet et Hundehoved fra Juda? Nu har jeg Gang på Gang vist Godhed mod din Fader Sauls Hus, hans Brødre og Venner og ikke ladet dig falde i Davids Hånd, og så går du nu i Rette med mig for en Kvindes Skyld!
8Abner reiddist mjög orðum Ísbósets og mælti: ,,Er ég sá hundshaus, að ég haldi með Júda? Enn í dag auðsýni ég elsku húsi Sáls, föður þíns, vandamönnum hans og vinum, og ég hefi ekki framselt þig í hendur Davíðs, og þó ásakar þú mig í dag um konumál.
9Gud ramme Abner både med det ene og det andet: Hvad HERREN tilsvor David, skal jeg nu sørge for bliver opfyldt på ham;
9Guð gjöri mér það, er hann vill, nú og síðar: Eins og Drottinn hefir svarið Davíð, svo skal ég við hann gjöra:
10jeg skal sørge for, at Sauls Hus mister Kongedømmet og Davids Trone bliver rejst over Israel og Juda fra Dan til Be'ersjeba!"
10flytja konungdóminn frá húsi Sáls og reisa hásæti Davíðs yfir Ísrael og Júda, frá Dan til Beerseba.``
11Og af Frygt for Abner kunde Isjbosjet ikke svare et Ord.
11Hinn gat ekki svarað Abner einu orði af hræðslu við hann.
12Så sendte Abner Sendebud til David i Hebron og lod sige: "Slut Pagt med mig! Se, jeg vil hjælpe dig og bringe hele Israel over på din Side!"
12Þá gjörði Abner sendimenn á fund Davíðs í Hebron með þessa orðsending: ,,Hvers er landið?`` Og: ,,Gjör þú sáttmála við mig, þá mun ég veita þér fulltingi til að snúa öllum Ísrael til fylgis við þig.``
13Han svarede: "Vel, jeg vil slutte Pagt med dig; men een Ting kræver jeg af dig: Du bliver ikke stedet for mit Åsyn, med mindre du har Sauls Datter Mikal med, når du kommer!"
13Davíð svaraði: ,,Gott og vel, ég vil gjöra sáttmála við þig. En eins krefst ég af þér: Þú skalt ekki líta ásjónu mína fyrr en þú færir mér Míkal, dóttur Sáls, þá er þú kemur til þess að líta ásjónu mína.``
14David sendte derpå Bud til Isjbosjet, Sauls Søn, og lod sige:"Giv mig min Hustru Mikal, som jeg blev trolovet med for 100 Filisterforhuder!"
14Og Davíð gjörði sendimenn á fund Ísbósets, sonar Sáls, með þá orðsending: ,,Fá mér konu mína Míkal, er ég festi mér fyrir hundrað filistayfirhúðir.``
15Da sendte Isjbosjet Bud og lod hende hente hos hendes Mand Paltiel, Lajisj's Søn.
15Þá sendi Ísbóset og lét taka hana frá manni hennar, Paltíel Laíssyni.
16Hendes Mand fulgte hende grædende lige til Bahurim; her sagde Abner til ham: "Gå nu hjem!" Så vendte han hjem.
16Og maður hennar fylgdi henni með miklum gráti til Bahúrím. Þá sagði Abner við hann: ,,Farðu nú heim aftur!`` Fór hann þá aftur heim.
17Men Abner havde forhandlet med Israels Ældste og sagt: "Allerede tidligere ønskede I David til Konge;
17Abner hafði átt tal við öldunga Ísraels og sagt: ,,Þér hafið þegar fyrir löngu æskt þess, að Davíð yrði konungur yðar.
18så gør nu Alvor af det! Thi HERREN har sagt om David: Ved min Tjener Davids Hånd vil jeg frelse mit Folk Israel fra Filisternes og alle dets fjenders Hånd!"
18Látið nú af því verða, því að Drottinn hefir sagt við Davíð: ,Fyrir hönd Davíðs, þjóns míns, mun ég frelsa lýð minn Ísrael af hendi Filista og af hendi allra óvina þeirra.```
19Abner talte også til Benjamin derom. Endelig gik Abner også til Hebron for at meddele David alt, hvad Israel og hele Benjamins Hus havde vedtaget.
19Abner kom og að máli við Benjamíníta. Því næst hélt Abner á fund Davíðs í Hebron til þess að segja honum frá, hversu Ísrael og allt Benjamíns hús vildi allt vera láta.
20Da Abner, fulgt af tyve Mænd, kom til David i Hebron, gjorde David Gæstebud for Abner og Mændene, som var med ham.
20En er Abner kom til Davíðs í Hebron og með honum tveir tigir manna, þá gjörði Davíð Abner veislu og mönnunum, sem með honum voru.
21Derpå sagde Abner til David: "Lad mig bryde op og drage hen og samle hele Israel om min Herre Kongen, for at de kan slutte Pagt med dig, at du kan blive Konge over alt, hvad din Hu står til!" Da lod David Abner rejse, og han drog bort i Fred.
21Þá sagði Abner við Davíð: ,,Ég vil taka mig til og fara og safna öllum Ísrael utan um herra minn, konunginn, til þess að þeir gjöri sáttmála við þig, og þú verðir konungur yfir öllum þeim, sem þín sála girnist.`` Síðan lét Davíð Abner burt fara í friði.
22Just da kom Davids Folk og Joab hjem fra et Strejftog og medførte et rigt Bytte; Abner var da ikke mere hos David i Hebron, thi David havde ladet ham rejse, og han var draget bort i Fred.
22Rétt í þessu komu menn Davíðs og Jóab heim úr ránsferð, og fluttu þeir með sér mikið herfang. En Abner var þá ekki hjá Davíð í Hebron, því að hann hafði látið hann í burt fara í friði.
23Da nu Joab var vendt hjem med hele sin Hær, fik han at vide at Abner, Ners Søn, havde været hos Kongen, og at denne havde ladet ham rejse, så han var draget bort i Fred.
23Þegar Jóab nú kom og allur herinn, sem með honum var, færðu menn Jóab þessi tíðindi: ,,Abner Nersson kom hingað á konungs fund, og hann lét hann fara aftur burt í friði.``
24Da gik Joab til Kongen og sagde: "Hvad har du gjort? Abner har jo været hos dig! Hvorfor lod du ham rejse, så han frit kunde drage bort?
24Þá gekk Jóab fyrir konung og mælti: ,,Hvað hefir þú gjört? Abner hefir komið hingað til þín! Hví lést þú hann frjálsan í brott fara?
25Indser du ikke, at Abner, Ners Søn, kun kom for at bedrage dig. udspejde din Færd og få at vide, hvad du har for!"
25Veistu ekki, að Abner Nersson hefir komið til þess að fleka þig og til þess að verða vísari um hátterni þitt og fá vitneskju um allt, sem þú hefir fyrir stafni?``
26Så gik Joab bort fra David og sendte uden Davids Vidende Sendebud efter Abner og de hentede ham tilbage fra Bor-Sira.
26Og er Jóab var genginn út frá Davíð, þá sendi hann menn eftir Abner, og þeir komu með hann aftur frá Sírabrunni. Davíð vissi ekki af þessu.
27Og da Abner kom tilbage til Hebron, tog Joab ham til Side midt i Porten for at tale uhindret med ham; og der dræbte han ham ved et Stik i Underlivet for at hævne sin Broder Asa'els Blod.
27En er Abner var aftur kominn til Hebron, veik Jóab honum á eintal afsíðis í borgarhliðinu og lagði hann þar í kviðinn, svo að hann beið bana af _ til hefnda fyrir víg Asahels bróður síns.
28Da det siden kom David for Øre, sagde han: "Jeg og mit Rige er til evig Tid uden Skyld for HERREN i Abners, Ners Søns, Blod!
28En er Davíð síðar frétti það, sagði hann: ,,Saklaus er ég og mitt ríki fyrir Drottni að eilífu af blóði Abners Nerssonar!
29Det komme over Joabs Hoved og over hele hans Fædrenehus; og Joabs Hus være aldrig frit for Folk, som lider af Flåd eller Spedalsk hed, går med Krykke eller falder for Sværdet eller mangler Brød!"
29Komi það yfir höfuð Jóabs og yfir alla ætt hans! Aldrei verði í ætt Jóabs þeirra vant, er rennsli hafa og líkþráir eru, sem ganga við hækju, falla fyrir sverði eða vantar brauð!``
30Men Joab og hans Broder Abisjaj havde slået Abner ihjel, fordi han havde fældet deres Broder Asa'el i Kampen ved Gibeon.
30En Jóab og Abísaí bróðir hans myrtu Abner, af því að hann hafði drepið Asahel bróður þeirra hjá Gíbeon í bardaga.
31Derpå sagde David til Joab og alle Folkene, som fulgte ham: "Sønderriv eders Klæder, tag Sæk om eder og hold Klage over Abner!" Og Kong David gik selv bag efter Båren.
31Og Davíð sagði við Jóab og allt fólkið, sem hjá honum var: ,,Rífið klæði yðar og gyrðist hærusekk og gangið kveinandi fyrir Abner!`` En Davíð konungur gekk á eftir líkbörunum.
32Og da man jordede Abner i Hebron, græd Kongen højt ved Abners Grav, og alt Folket græd med,
32Og þeir jörðuðu Abner í Hebron, og hóf þá konungur grát við gröf Abners, og allur lýðurinn grét líka.
33Da sang Kongen denne Klagesang over Abner: Skulde Abner dø en Dåres Død?
33Og konungur orti þessi sorgarljóð eftir Abner: Varð þá Abner að deyja dauða guðleysingjans?
34Dine Hænder var ikke bundne, dine Fødder ikke lagt i Lænker, du faldt, som man falder for Misdædere! Da græd hele Folket end mere over ham,
34Hendur þínar voru ekki bundnar, og fætur þínir voru ekki fjötraðir. Þú ert fallinn, eins og menn falla fyrir níðingum. Þá grét allur lýðurinn enn meira yfir honum.
35og da hele Folket kom for at få David til af spise, medens det endnu var Dag, svor David: "Gud ramme mig både med det ene og det andet, om jeg smager Brød eller noget andet, før Sol går ned!"
35Allur lýðurinn kom og vildi fá Davíð til að neyta matar meðan enn var dagur, en Davíð sór og mælti: ,,Guð láti mig gjalda þess nú og síðar, ef ég smakka brauð eða nokkuð annað fyrir sólarlag.``
36Hele Folket lagde Mærke dertil, og det gjorde et godt Indtryk på dem; alt, hvad Kongen foretog sig, gjorde et godt Indtryk på alt Folket;
36Allur lýðurinn tók eftir því og líkaði þeim það vel. Reyndar líkaði öllum lýðnum vel allt það, sem konungurinn gjörði.
37og hele Folket og hele Israel skønnede den Dag, at Kongen ikke var Ophavsmand til Drabet på Abner, Ners Søn.
37Og allt fólkið og allur Ísrael sannfærðist um það á þeim degi, að konungur væri ekki valdur að vígi Abners Nerssonar.
38Og Kongen sagde til sine Folk: "Ved I ikke, af der i Dag er faldet en Øverste og Stormand i Israel?
38Konungur mælti og við menn sína: ,,Vitið þér ekki, að höfðingi og mikill maður er í dag fallinn í Ísrael?En ég má mín enn lítils, þótt ég sé smurður til konungs, og þessir menn, Serújusynir, eru mér yfirsterkari. Drottinn gjaldi þeim, sem níðingsverkið hefir unnið, svo sem hann á skilið fyrir níðingsverk sitt!``
39Men jeg er endnu for svag, skønt jeg er salvet til Konge, og disse Mænd, Zerujasønnerne, er mig for stærke. HERREN gengælde Udådsmanden hans Skændsels- dåd!"
39En ég má mín enn lítils, þótt ég sé smurður til konungs, og þessir menn, Serújusynir, eru mér yfirsterkari. Drottinn gjaldi þeim, sem níðingsverkið hefir unnið, svo sem hann á skilið fyrir níðingsverk sitt!``