1David samlede alt udsøgt Mandskab i Israel, 30000 Mand.
1Davíð safnaði enn saman öllu einvalaliði í Ísrael, þrjátíu þúsund manns.
2Derpå brød David op med alle sine Krigere og drog til Ba'al i Juda for der at hente Guds Ark, over hvilken Hærskarers HERREs Navn er nævnet, han, som troner over Keruberne.
2Síðan tók Davíð sig upp og lagði af stað með allt það lið, sem hjá honum var, til Baala í Júda til þess að flytja þaðan örk Guðs, sem kennd er við nafn Drottins allsherjar, hans sem situr uppi yfir kerúbunum.
3De satte da Guds Ark på en ny Vogn og førte den bort fra Abinadabs Hus på Højen, og Abinadabs Sønner Uzza og Ajo kørte Vognen,
3Og þeir óku örk Guðs á nýjum vagni og tóku hana úr húsi Abínadabs, því er stóð á hæðinni, og stýrðu þeir Ússa og Ahjó, synir Abínadabs, vagninum.
4således at Uzza gik ved Siden af og Ajo foran Guds Ark.
4Ússa gekk með örk Guðs, en Ahjó gekk fyrir örkinni.
5David og hele Israel legede af alle Kræfter for HERRENs Åsyn til Sang og til Citre, Harper, Pauker, Bjælder og Cymbler.
5Og Davíð og allt Ísraels hús dansaði fyrir Drottni af öllum mætti, með söng, gígjum, hörpum, bumbum, bjöllum og skálabumbum.
6Men da de kom til Nakons Tærskeplads, rakte Uzza Hånden ud og greb fat i Guds Ark, fordi Okserne snublede.
6En er þeir komu að þreskivelli Nakóns, greip Ússa hendinni í örk Guðs og hélt fast í hana, því að slakað hafði verið á taumhaldinu við akneytin.
7Da blussede HERRENS Vrede op mod Uzza, og Gud slog ham der, fordi han rakte Hånden ud mod Arken, og han døde på Stedet ved Siden af Guds Ark.
7Þá upptendraðist reiði Drottins gegn Ússa, og Guð laust hann þar, af því að hann hafði gripið hendi sinni í örkina, og dó hann þar hjá örk Guðs.
8Men David græmmede sig over, at HERREN havde tilføjet Uzza et Brud. Derfor kaldte man Stedet Perez-Uzza, som det hedder den Dag i Dag.
8En Davíð féll það þungt, að Drottinn hafði lostið Ússa svo hart, og hefir þessi staður verið nefndur Peres Ússa allt fram á þennan dag.
9Og David grebes den Dag af Frygt for HERREN og sagde: "Hvor kan da HERRENs Ark komme hen hos mig!"
9Davíð varð hræddur við Drottin á þeim degi og sagði: ,,Hvernig má þá örk Drottins komast til mín?``
10Og David vilde ikke flytte HERRENs Ark hen hos sig i Davidsbyen, men lod den sætte ind i Gatiten Obed-Edoms Hus.
10Og Davíð vildi ekki flytja örk Drottins til sín í Davíðsborg, heldur sneri hann með hana til húss Óbeð Edóms í Gat.
11HERRENs Ark blev så i Gatiten Obed-Edoms Hus tre Måneder, og HERREN velsignede Obed-Edom og hele hans Hus.
11Og örk Drottins var síðan í húsi Óbeð Edóms í Gat þrjá mánuði, og Drottinn blessaði Óbeð Edóm og allt hans hús.
12Da nu Kong David fik Underretning om, at HERREN for Guds Arks Skyld havde velsignet Obed-Edoms Hus og alt, hvad hans var, gik han hen og lod under Festglæde Guds Ark bringe op fra Obed-Edoms Hus til Davidsbyen.
12En er Davíð konungi komu þau tíðindi: ,,Drottinn hefir blessað hús Óbeð Edóms og allt, sem hann á, sakir Guðs arkar,`` þá lagði Davíð af stað og sótti örk Guðs í hús Óbeð Edóms og flutti hana til Davíðsborgar með fögnuði.
13Og da de, som bar HERRENs Ark, havde gået seks Skridt, ofrede han en Okse og en Fedekalv.
13Og er þeir, sem báru örk Drottins, höfðu gengið sex skref, fórnaði hann nauti og alikálfi.
14Og David dansede af alle Kræfter for HERRENs Åsyn, iført en linned Efod.
14Og Davíð dansaði af öllum mætti fyrir Drottni, og var Davíð þá gyrtur línhökli.
15Således bragte David og hele Israel HERRENs Ark op under Festjubel og Hornblæsning.
15Og Davíð og allt Ísraels hús flutti örk Drottins upp með fagnaðarópi og lúðurhljómi.
16Men da HERRENs Ark kom til Davidsbyen, så Sauls Datter Mikal ud af Vinduet; og da hun så Kong David springe og danse for HERRENs Åsyn, ringeagtede hun ham i sit Hjerte.
16En er örk Drottins kom í Davíðsborg, leit Míkal, dóttir Sáls, út um gluggann, og er hún sá Davíð konung vera að hoppa og dansa fyrir Drottni, fyrirleit hún hann í hjarta sínu.
17De førte så HERRENs Ark ind og stillede den på Plads midt i det Telt, David havde rejst den, og David ofrede Brændofre og Takofre for HERRENs Åsyn.
17Þeir fluttu örk Drottins inn og settu hana á sinn stað í tjaldi því, sem Davíð hafði reisa látið yfir hana, og Davíð færði brennifórnir frammi fyrir Drottni og heillafórnir.
18Og da David var færdig med Brændofrene og Takofrene, velsignede han Folket i Hærskarers HERREs Navn
18Og er Davíð hafði fært brennifórnina og heillafórnirnar, blessaði hann lýðinn í nafni Drottins allsherjar.
19og uddelte til alt Folket, til hver enkelt af hele Israels Mængde, både Mand og Kvinde, et Brød, et Stykke Kød og en Rosinkage; derpå gik alt Folket hver til sit.
19Hann úthlutaði og öllu fólkinu, öllum múg Ísraels, bæði körlum og konum, hverjum fyrir sig einni brauðköku, einu kjötstykki og einni rúsínuköku. Síðan fór allur lýðurinn burt, hver heim til sín.
20Men da David vendte hjem for at velsigne sit Hus, gik Sauls Datter Mikal ham i Møde og sagde: "Hvor ærbart Israels Konge opførte sig i Dag, da han blottede sig for sine Undersåtters Trælkvinders Øjne, som letfærdige Mennesker plejer at gøre!"
20En er Davíð kom heim til þess að heilsa fólki sínu, gekk Míkal, dóttir Sáls, á móti honum og mælti: ,,Tígulegur var Ísraelskonungurinn í dag, þar sem hann beraði sig í dag í augsýn ambátta þjóna sinna, eins og þegar einhver af argasta skrílnum berar sig!``
21David svarede Mikal: "For HERRENs Åsyn vil jeg lege, så sandt HERREN lever, som udvalgte mig fremfor din Fader og hele hans Hus, så han satte mig til Fyrste over HERRENs Folk Israel; jeg vil lege for HERRENs Åsyn,
21Þá sagði Davíð við Míkal: ,,Fyrir Drottni vil ég dansa. Hann hefir tekið mig fram yfir föður þinn og fram yfir allt hans hús og skipað mig höfðingja yfir lýð Drottins, yfir Ísrael, og fyrir Drottni vil ég leika
22selv om jeg derved nedværdiges og synker endnu dybere i dine Øjne; men hos Trælkvinderne, du talte om, skal jeg vinde Ære!"
22og lítillækka mig enn meir en þetta og líta smáum augum á sjálfan mig. En með ambáttunum, sem þú talaðir um, hjá þeim mun ég verða vegsamlegur.``Míkal, dóttir Sáls, var barnlaus til dauðadags.
23Og Sauls Datter Mikal fik til sin Dødedag intet Barn.
23Míkal, dóttir Sáls, var barnlaus til dauðadags.