Danish

Icelandic

Esther

7

1Da Kongen tillige med Haman var kommet til Gæstebudet hos Dronning Ester
1Þá er þeir konungur og Haman voru komnir til þess að drekka hjá Ester drottningu,
2spurgte Kongen atter den Dag Ester, medens de sad ved Vinen: "Hvad er din Bøn, Dronning Ester? Du skal få den opfyldt. Og hvad er dit Ønske? Om det så er Halvdelen af Riget, skal det tilstås dig!"
2þá sagði konungur við Ester einnig þennan hinn annan dag, þá er þau voru setst að víndrykkjunni: ,,Hver er bón þín, Ester drottning? Hún mun veitast þér. Og hvers beiðist þú? Þótt það væri helmingur ríkisins, þá skal það í té látið.``
3Dronning Ester svarede: "Hvis jeg har fundet Nåde for dine Øjne, Konge, og hvis Kongen synes, giv mig så mit Liv på min Bøn og giv mig mit Folk på mit Ønske;
3Þá svaraði Ester drottning og sagði: ,,Hafi ég fundið náð í augum þínum, konungur, og þóknist konunginum svo, þá sé mér gefið líf mitt vegna bænar minnar og þjóð minni vegna beiðni minnar.
4thi jeg og mit Folk er solgt til at udryddes, ihjelslås og tilintetgøres. Var vi endda solgt som Trælle og Trælkvinder, vilde jeg have tiet, thi så havde Ulykken ikke været stor nok til at ulejlige Kongen med!"
4Því að vér erum seldir, ég og þjóð mín, til eyðingar, deyðingar og tortímingar. Og ef vér hefðum aðeins verið seldir að þrælum og ambáttum, þá mundi ég hafa þagað, þótt mótstöðumaðurinn hefði eigi verið fær um að bæta konungi skaðann.``
5Da svarede Kong Ahasverus Dronning Ester: "Hvem er han, og hvor er han, som har fået i Sinde at gøre dette?"
5Þá mælti Ahasverus konungur og sagði við Ester drottningu: ,,Hver er sá og hvar er sá, er dirfðist að gjöra slíkt?``
6Ester svarede: En fjendsk og ildesindet Mand, den onde Haman der!" Da blev Haman slaget af Rædsel for Kongen og Dronningen.
6Ester mælti: ,,Mótstöðumaðurinn og óvinurinn er þessi vondi Haman!`` En Haman varð hræddur við konung og drottningu.
7Og Kongen rejste sig i Vrede fra Gæstebudet og gik ud i Paladsets Park, men Haman blev tilbage for al bønfalde Dronning Ester om sit Liv; thi han mærkede, at det var Kongens faste Vilje at styrte ham i Ulykke.
7Og konungur stóð upp frá víndrykkjunni í reiði og gekk út í hallargarðinn, en Haman stóð eftir til þess að biðja Ester drottningu um líf sitt, því að hann sá sér ógæfu búna af konungi.
8Da Kongen kom tilbage fra Paladsets Park til Gæstebudsalen, havde Haman netop kastet sig ned over Divanen, som Ester lå på. Så sagde Kongen: "Vil han oven i Købet øve Vold imod Dronningen her i Huset i min Nærværelse!" Næppe var det Ord udgået af Kongens Mund, før man tilhyllede Hamans Ansigt;
8En þegar konungur kom aftur utan úr hallargarðinum inn í veislusalinn, þá hafði Haman látið fallast á hvílubekk þann, sem Ester sat á. Þá sagði konungur: ,,Mun hann einnig ætla að nauðga drottningunni hjá mér hér í höllinni?`` Óðara en þessi orð voru komin út af vörum konungs, huldu menn auglit Hamans.
9og Harbona, en af Hofmændene, der stod i Kongens Tjeneste, sagde: "Ved Hamans Hus står allerede den halvtredsindstyve Alen høje Galge, som Haman har ladet rejse til Mordokaj, hvis Ord dog var Kongen til Gavn!" Da sagde Kongen: "Hæng ham i den!"
9Og Harbóna, einn af geldingum þeim, er þjónuðu konungi, mælti: ,,Sjá, gálginn, sem Haman lét gjöra handa Mordekai, sem þó hafði talað það, er konungi varð til heilla, stendur búinn í húsagarði Hamans, fimmtíu álna hár.`` Þá mælti konungur: ,,Festið hann á hann!``Og þeir festu Haman á gálgann, sem hann hafði reisa látið handa Mordekai. Þá rann konungi reiðin.
10Og de hængte Haman i den Galge, han havde rejst til Mordokaj. Så lagde Kongens Vrede sig.
10Og þeir festu Haman á gálgann, sem hann hafði reisa látið handa Mordekai. Þá rann konungi reiðin.