Danish

Icelandic

Ezekiel

46

1Så siger den Herre HERREN: Den indre forgårds østport skal være lukket de seks hverdage, men på Sabbatsdagen skal den åbnes, ligeledes på Nymånedagen:
1Svo segir Drottinn Guð: Hlið innri forgarðsins, það er snýr í austur, skal lokað vera sex virku dagana, en hvíldardaginn skal opna það og tunglkomudaginn skal opna það.
2og Fyrsten skal udefra gå ind gennem Portens Forhal og stille sig ved Portens Dørstolpe. Præsterne skal ofre hans Brændoffer og Takofre, og han skal tilbede på Portens Tærskel og så gå ud igen; og Porten skal stå åben til Affen.
2Og landshöfðinginn skal koma að utan og ganga inn um forsal hliðsins og nema staðar við dyrastafi hliðsins. Þá skulu prestarnir bera fram brennifórn hans og heillafórn, en hann skal falla fram á þröskuldi hliðsins og ganga síðan út aftur, og hliðinu skal ekki loka til kvelds.
3Men Folket i Landet skal på Sabbaterne og Nymånedagene tilbede for HERRENs Åsyn ved denne Ports Indgang.
3Og landslýðurinn skal falla fram fyrir auglit Drottins við dyr þessa hliðs á hvíldardögum og tunglkomudögum.
4Det Brændoffer, Fyrsten bringer HERREN på Sabbatsdagen, skal udgøre seks lydefri Lam og en lydefri Væder,
4Brennifórnin, sem landshöfðinginn á að færa Drottni, skal vera: Á hvíldardegi sex sauðkindur gallalausar og einn hrútur gallalaus,
5dertil et Afgrødeoffer på en Efa med Væderen og et Afgrødeoffer efter Behag med Lammene, desuden en Hin Olie med hver Efa.
5og auk þess í matfórn ein efa með hverjum hrút, og með sauðkindunum slík matfórn, er hann vill sjálfur gefa, og ein hín af olíu með hverri efu.
6På Nymånedagen skal det udgøre en ung, lydefri Tyr, seks Lam og en Væder, lydefri Dyr;
6Á tunglkomudögum skal hún vera ungneyti gallalaust og sex sauðkindur og einn hrútur, allt gallalaust.
7med Tyren skal han ofre et Afgrødeoffer på en Efa, med Væderen ligeledes en Efa og med Lammene efter Behag desuden en Hin Olie med hver Efa.
7Og hann skal láta fram bera efu með uxanum og efu með hrútnum í matfórn og með sauðkindunum svo sem hann má af hendi láta, og hín af olíu með hverri efu.
8Når Fyrsten går ind, skal han komme gennem Portens Forhal, og samme Vej skal han gå ud;
8Þegar landshöfðinginn gengur inn, skal hann ganga inn um forsal hliðsins og fara sömu leið út aftur.
9men når Folket i Landet konmmer for HERRENs Åsyn på Festerne, skal den, der kommer ind gennem Nordporten for at tilbede, gå ud gennem Sydporten, og den, der kommer ind gennem Sydporten, gå ud genmmem Nordporten; han må ikke vende tilbage gennem den Port, han kom ind ad, men skal gå ud på den modsatte Side.
9Og þegar landslýðurinn gengur fram fyrir Drottin á löghátíðunum, þá skal sá, er inn hefir gengið um norðurhliðið til þess að falla fram, aftur út fara um suðurhliðið, og sá, er inn hefir gengið um suðurhliðið, skal aftur út fara um norðurhliðið. Enginn skal aftur út fara um það hlið, sem hann hefir inn gengið, heldur skal hann út fara um það hlið, sem gegnt honum er.
10Fyrsten skal være iblandt dem; når de går ind, skal han også gå ind, og når de går ud, skal han også gå ud.
10Og landshöfðinginn skal ganga inn mitt á meðal þeirra, þegar þeir ganga inn, og fara út, þegar þeir fara út.
11På Festerne og Højtiderne skal Afgrødeofferet være en Efa med hver Tyr og ligeledes en Efa med hvem Væder, men med Lammene efter Behag; desuden en Hin Olie med hver Efa.
11Á hátíðum og löghelgum skal matfórnin vera efa með uxanum og efa með hrútnum, og með sauðkindunum slíkt, er hann vill sjálfur gefa, og hín af olíu með hverri efu.
12Når Fyrsten ofrer et frivilligt Offer, et Brændoffer eller Takofre som frivilligt ofer til HERREN, skal man åbne Østporten for ham, og han skal ofre sit Brændoffer eller sine Takofre, som han gør på Sabbatsdagen; og når han er gået ud, skal man lukke Porten efter ham.
12Og þegar landshöfðinginn ber fram sjálfviljafórn, brennifórn eða heillafórn sem sjálfviljafórn Drottni til handa, þá skal upp ljúka fyrir honum því hliðinu, sem í austur snýr. Síðan skal hann bera fram brennifórn sína og heillafórn, eins og hann er vanur að gjöra á hvíldardögum, og ganga síðan út, og þegar hann er farinn út, skal loka hliðinu á eftir honum.
13Et årgammelt, lydefrif Lam skal han daglig ofre som Brændoffer for HERREN; hver Morgen skal han ofre det;
13Á degi hverjum skal hann láta fram bera ársgamla sauðkind gallalausa í brennifórn Drottni til handa, á hverjum morgni skal hann fram bera hana.
14og dertil skal han hver Morgen sonm Afgrødeoffer ofre en Sjettedel Efa og til af fugte Melet desuden en Tredjedel Hin Olie; det er et Afgmødeoffer for HERREN, en evigt gældende Ordning.
14Og sem matfórn skal hann fram bera með henni á hverjum morgni 1/6 efu og 1/3 hínar af olíu til þess að væta með mjölið, sem matfórn Drottni til handa. Skal það vera stöðug skyldugreiðsla.
15Således skal de hver Morgen ofre Lammet, Afgrødeofferet og Olien som dagligt Brændoffer.
15Og þannig skulu þeir fram bera sauðkindina og matfórnina og olíuna á hverjum morgni sem stöðuga brennifórn.
16Så siger den Herre HERREN: Når Fyrsten giver en af sine Sønner en Gave af sin Arvelod, skal den tilhøre hans Sønner; den skal være deres arvelige grundejendom;
16Svo segir Drottinn Guð: Ef landshöfðinginn gefur einhverjum sona sinna nokkuð af óðali sínu að gjöf, þá skal það tilheyra sonum hans. Það er erfðaeign þeirra.
17men giver han en af sine Tjenere en Gave af sin Arvelod, skal den kun tilhøre ham til Frigivningsåret; så skal den vende tilbage til Fyrsten. Kun hans Sønner skal varigt eje en sådan Arvelod.
17En gefi hann einhverjum þjónustumanna sinna nokkuð af óðali sínu að gjöf, þá skal hann halda því til lausnarársins. Þá skal það hverfa aftur til landshöfðingjans. En óðal sona hans skal haldast í eign þeirra.
18Og Fyrsten må ikke tage noget af Folkets Arvelod, idet han med Vold trænger dem ud af deres Grundejendom; af sin egen Grundejendom skal han give sine Sønner Arvelod, at ingen i mit Folk skal jages bort fra sin Grundejendom.
18Og ekki má landshöfðinginn taka neitt af óðali lýðsins og veita honum með því yfirgang. Af sinni eigin eign verður hann að veita sonum sínum arfleifð, til þess að enginn af lýð mínum verði flæmdur burt frá eign sinni.``
19Derpå førte han mig ind gennem Indgangen ved Siden af Porten til de hellige Kamre, som var indrettet til Præsterne og vendte mod Nord, og se, der var et Rum i den inderste krog mod Vest.
19Því næst leiddi hann mig gegnum ganginn, sem liggur fast við hliðið, til hinna heilögu herbergja, sem ætluð eru prestunum og vita í norður. En þar var rúm í ysta horni mót vestri.
20Han sagde til mig: "Her er det Rum, hvor Præsterne skal koge Syndofferet og Skyldoferet og bage Afgrødeofferet for ikke at tvinges til at bringe det ud i den ydre Forgård og således hellige Folket."
20Og hann sagði við mig: ,,Þetta er staðurinn, þar sem prestarnir skulu sjóða sektarfórnina og syndafórnina, og þar sem þeir skulu baka matfórnina, til þess að þeir þurfi ekki að bera það út í ytri forgarðinn og þann veg helga lýðinn.``
21Så bragte han mig ud i den ydre Forgård og førte mig rundt til Forgårdens fire Hjørner, og se, i hvert Hjørne var der et Gårdsrum;
21Og hann leiddi mig út í ytri forgarðinn og lét mig ganga í gegn, út í fjögur horn forgarðsins, og sjá, lítill forgarður var í hverju horni forgarðsins.
22i Forgårdens fire Hjørner var der små Gårdsrum, fyrretyve Alen lange og tredive Alen brede, alle fire lige store;
22Í fjórum hornum forgarðsins voru aftur minni forgarðar, fjörutíu álnir á lengd og þrjátíu álnir á breidd. Voru þeir allir fjórir jafnir að máli.
23der var Mure rundt om dem alle fire, og der var indrettet Køkkener rundt om langs Murene.
23Og í þeim var múrveggur allt í kring, allt í kring í þeim fjórum, og eldstór voru gjörðar neðan til við múrveggina allt í kring.Og hann sagði við mig: ,,Þetta eru eldhúsin, þar sem þjónustumenn musterisins skulu sjóða sláturfórnir lýðsins.``
24Og han sagde til mig: "Her er Køkkenerne, hvor de, der gør Tjemmesle i Templet, skal koge Folkets Slagtofre."
24Og hann sagði við mig: ,,Þetta eru eldhúsin, þar sem þjónustumenn musterisins skulu sjóða sláturfórnir lýðsins.``