1Derpå førte han mig tilbage til tempelets indgang, og se, vand sprang ud under tempelets Tærskel i østlig Retning, thi Templets Forside vendte mod Øst; og Vandet løb ned under Templets Sydside sønden for Alteret.
1Nú leiddi hann mig aftur að musterisdyrunum. Þá sá ég að vatn spratt upp undan þröskuldi hússins mót austri, því að framhlið musterisins vissi til austurs. Og vatnið rann niður undan suðurhlið musterisins, sunnanvert við altarið.
2Så førte han mig ud gennenm Nordporten og rundt udenom til den ydre Østport, og se, Vand rislede frem fra Sydsiden.
2Síðan leiddi hann mig út um norðurhliðið og fór með mig í kring að utanverðu að ytra hliðinu, sem snýr í austurátt. Þá sá ég að vatn vall upp undan suðurhliðinni.
3Derpå gik Manden ud mod Øst med en Målesnor i Hånden, og da han havde målt 1000 Alen, lod han mig gå gennem Vandet, Vand til Anklerne.
3Maðurinn gekk nú í austur með mælivað í hendi sér og mældi þúsund álnir. Og hann lét mig vaða yfir um vatnið, og tók það mér í ökkla.
4Da han atter havde målt 1000 Alen, lod han mig på ny gå gennem Vandet, Vand til Knæene; og da han atter havde målt 1000 Alen, lod han mig på ny gå gennem Vandet, som der nåede til Hoften.
4Þessu næst mældi hann þúsund álnir og lét mig vaða yfir um vatnið, tók vatnið mér þá til knés. Þá mældi hann enn þúsund álnir og lét mig vaða yfir um, tók vatnið mér þá í mjöðm.
5Da han atter havde målt 1000 Alen, var det en Strøm, som jeg ikke kunde vade over, thi Vandet gik så højt, at man måtte svømme over; det var en Strøm, man ikke kunde vade over,
5Þá mældi hann enn þúsund álnir. Var þá vatnið orðið að fljóti, svo að ég mátti ekki yfir það komast, því að vatnið var of djúpt, var orðið sundvatn, óvætt fljót.
6Da sagde han til mig: "Har du set det, Menneskesøn?" Og han førte mig tilbage langs Strømmens Bred.
6Hann sagði þá við mig: ,,Hefir þú séð þetta, mannsson?`` Og hann leiddi mig aftur upp á fljótsbakkann.
7Da jeg kom tilbage, se, da var der ved Strømmens Bred en stor Mængde Træer på begge Sider;
7Og er ég kom þangað aftur, sá ég mjög mörg tré á fljótsbökkunum beggja vegna.
8og han sagde til mig: "Dette Vand løber ud i Østerkredsen og ned i Araba, og når det falder ud i Havet, Salthavet, bliver Vandet der sundt;
8Þá sagði hann við mig: ,,Þetta vatn rennur út á austurhéraðið og þaðan ofan á sléttlendið, og þegar það fellur í Dauðahafið, í salt vatnið, verður vatnið í því heilnæmt.
9alle de levende Væsener, hvoraf det vrimler, skal leve, overalt hvor Strømmen kommer hen, og der skal være en stor Mængde Fisk; thi når dette Vand kommer derhen, bliver Havvandet sundt, og alt skal leve, hvor Strømmen kommer hen.
9Og allar lifandi skepnur, allt sem hrærist, fær nýtt fjör alls staðar þar sem fljótið kemur, og fiskurinn mun verða mjög mikill, því að þegar þetta vatn kemur þangað, verður vatnið í því heilnæmt, og allt lifnar við, þar sem fljótið kemur.
10Fiskere skal stå ved det fra En-Gedi til En-Eglajim; et Sted til at udspænde Fiskegarn skal det være; dels Fisk skal være som det store Havs Fisk, såre mange.
10Og fiskimenn munu standa við það frá En Gedí alla leið til En Eglaím, og vötn þess munu verða veiðistöðvar, þar sem net verða lögð. Og fiskurinn í því mun verða mjög mikill, eins og í hafinu mikla.
11Men dets Sumpe og Vandhuller skal ikke blive sunde; af dem skal udvindes Salt.
11En pyttirnir og síkin þar hjá munu ekki vera heilnæm, þau eru ætluð til saltfengjar.
12På begge Flodens Bredder skal der vokse alle Hånde Frugttræer, hvis Blade ikke falder af, og hvis Frugter aldrig får Ende; hver Måned bærer de nye Frugter; thi dens Vand udspringer i Helligdommen. Frugterne skal tjene til Føde og Bladene til Lægedom."
12En meðfram fljótinu, á bökkunum beggja vegna, munu upp renna alls konar aldintré. Laufblöð þeirra munu ekki visna og ávextir þeirra ekki dvína. Á hverjum mánuði munu þau bera nýja ávöxtu, af því að vötnin, sem þau lifa við, koma frá helgidóminum. Og ávextir þeirra munu hafðir verða til matar og laufblöð þeirra til lyfja.``
13Så siger den Herre HERREN: Dette er den Grænse, inden for hvilken I skal udskifte Landet imellem eder efter Israels tolv Stammer; Josef skal have to Lodder.
13Svo segir Drottinn Guð: Þetta eru takmörkin, og innan þeirra skuluð þér skipta yður niður á landið eftir tólf ættkvíslum Ísraels, þó skal Jósef fá tvo hluti.
14I skal alle uden Undtagelse tage det Land i Eje, som jeg med løftet Hånd svor at give eders Fædre; det skal nu tilfalde eder som Arvelod.
14Þér skuluð fá landið til eignar, einn jafnt sem annar, með því að ég hét eitt sinn með eiði að gefa feðrum yðar það, og því skal land þetta falla yður til erfða.
15Således skal Landets Nordgrænse være: Fra det store Hav i Retning af Hetlon til det Sted, hvor Vejen går til Zedad,
15Þetta skulu vera takmörk landsins að norðanverðu: Frá hafinu mikla í áttina til Hetlón, þangað er leið liggur til Hamat,
16Hamat, Berota, Sibrajim, mellem Damaskuss og Hamats Områder, Hazar-Enon ved Haurans Grænse.
16Sedad, Beróta, Sibraím, sem liggur á milli Damaskuslands og Hamatlands, til Hasar Enón, sem liggur á landamærum Havrans.
17Grænsen går fra det store Hav til Hazar-Enon, således at Damaskuss Område ligger norden for ved Siden af Hamat. Det er Nordgrænsen.
17Takmörkin skulu þannig liggja frá hafinu til Hasar Enón, en Damaskusland liggur lengra til norðurs. Þetta er norðurhliðin.
18Østgrænsen: Fra Hazar-Enon mellem Hauran og Damaskus danner Jordan Grænse mellem Gilead og Israels Land til Havet i Øst, hen til Tamar. Det er Øsfgrænsen.
18Og austurhliðin: Frá Hasar Enón, sem liggur milli Havran og Damaskus, allt að eystra hafinu, er Jórdan takmarkalína milli Gíleaðs og Ísraelslands, allt til Tamar. Þetta er austurhliðin.
19Sydgrænsen: Fra Tamar over Meribas Vand ved Kadesj til Bækken, ud til det store Hav. Det er Sydgrænsen.
19Og suðurhliðin gegnt hádegisstað: Frá Tamar alla leið til Meríbótvatna við Kades, að Egyptalandsá og þaðan til hafsins mikla. Þetta er suðurhliðin gegnt hádegisstað.
20Vestgrænsen: Det store Hav danner Grænse til tværs over for det Sted, hvor Vejen går til Hamat. Det er Vestgrænsen.
20Og vesturhliðin: Hafið mikla ræður þar takmörkum allt þangað til komið er þar gegnt, er leið liggur til Hamat. Þetta er vesturhliðin.
21Dette Land skal I udskifte iblandt eder efter Israels Stammer;
21Þér skuluð skipta þessu landi meðal yðar eftir ættkvíslum Ísraels.
22I skal ved Lodkastning udskifte det som Arvelod mellem eder og de fremmede, som bor iblandt eder og der har avlet Sønner og Døtre; de skal være eder som ind fødte Israeliter og kaste Lod med eder om Arvelod blandt Israels Stammer.
22Skuluð þér skipta því með hlutkesti til arfleifðar meðal yðar og þeirra útlendra manna, er búa meðal yðar og getið hafa sonu meðal yðar. Þá skuluð þér álíta innborna Ísraelsmenn, með yður skulu þeir varpa hlutum um arfleifð meðal ættkvísla Ísraels.Þér skuluð fá hverjum útlendum manni arfleifð í þeirri ættkvísl, þar sem hann býr _ segir Drottinn Guð.
23I den Stamme, hvor den fremmede bor, skal I give ham hans Arvelod, lyder det fra den Herre HERREN.
23Þér skuluð fá hverjum útlendum manni arfleifð í þeirri ættkvísl, þar sem hann býr _ segir Drottinn Guð.