1Derefter oplod Job sin Mund og forbandede sin Dag,
1Loks lauk Job upp munni sínum og bölvaði fæðingardegi sínum.
2og Job tog til Orde og sagde:
2Hann tók til máls og sagði:
3Bort med den Dag, jeg fødtes, den Nat, der sagde: "Se, en Dreng!"
3Farist sá dagur, sem ég fæddist á, og nóttin, sem sagði: Sveinbarn er getið!
4Denne Dag vorde Mørke, Gud deroppe spørge ej om den, over den stråle ej Lyset frem!
4Sá dagur verði að myrkri, Guð á hæðum spyrji ekki eftir honum, engin dagsbirta ljómi yfir honum.
5Mulm og Mørke løse den ind, Tåge lægge sig over den, Formørkelser skræmme den!
5Myrkur og niðdimma heimti hann aftur, skýflókar leggist um hann, dagmyrkvar skelfi hann.
6Mørket tage den Nat, den høre ej hjemme blandt Årets Dage, den komme ikke i Måneders Tal!
6Sú nótt _ myrkrið hremmi hana, hún gleðji sig eigi meðal ársins daga, hún komi eigi í tölu mánaðanna.
7Ja, denne Nat vorde gold, der lyde ej Jubel i den!
7Sjá, sú nótt verði ófrjó, ekkert fagnaðaróp heyrist á henni.
8De, der besværger Dage, forbande den, de, der har lært at hidse Livjatan";
8Þeir sem bölva deginum, formæli henni, _ þeir sem leiknir eru í að egna Levjatan.
9dens Morgenstjerner formørkes, den bie forgæves på Lys, den skue ej Morgenrødens Øjenlåg,
9Myrkvist stjörnur aftureldingar hennar, vænti hún ljóss, en það komi ekki, og brágeisla morgunroðans fái hún aldrei litið,
10fordi den ej lukked mig Moderlivets Døre og skjulte Kvide for mit Blik!
10af því að hún lokaði eigi fyrir mér dyrum móðurlífsins og byrgði ei ógæfuna fyrir augum mínum.
11Hvi døde jeg ikke i Moders Liv eller udånded straks fra Moders Skød?
11Hví dó ég ekki í móðurkviði, _ andaðist jafnskjótt og ég var kominn af móðurlífi?
12Hvorfor var der Knæ til at tage imod mig, hvorfor var der Bryster at die?
12Hvers vegna tóku kné á móti mér og hví voru brjóst til handa mér að sjúga?
13Så havde jeg nu ligget og hvilet, så havde jeg slumret i Fred
13Því þá lægi ég nú og hvíldist, væri sofnaður og hefði frið
14blandt Konger og Jordens Styrere, der bygged sig Gravpaladser,
14hjá konungum og ráðherrum jarðarinnar, þeim er reistu sér hallir úr rústum,
15blandt Fyrster, rige på Guld, som fyldte deres Huse med Sølv.
15eða hjá höfðingjum, sem áttu gull, þeim er fylltu hús sín silfri.
16Eller var jeg dog som et nedgravet Foster. som Børn, der ikke fik Lyset at se!
16Eða ég væri ekki til eins og falinn ótímaburður, eins og börn, sem aldrei hafa séð ljósið.
17Der larmer de gudløse ikke mer, der hviler de trætte ud,
17Í gröfinni hætta hinir óguðlegu hávaðanum, og þar hvílast hinir örmagna.
18alle de fangne har Ro, de hører ej Fogedens Røst;
18Bandingjarnir hafa þar allir ró, heyra þar eigi köll verkstjórans.
19små og store er lige der og Trællen fri for sin Herre.
19Smár og stór eru þar jafnir, og þrællinn er þar laus við húsbónda sinn.
20Hvi giver Gud de lidende Lys, de bittert sørgende Liv,
20Hví gefur Guð ljós hinum þjáðu og líf hinum sorgbitnu?
21dem, som bier forgæves på Døden, graver derefter som efter Skatte,
21þeim sem þrá dauðann, en hann kemur ekki, sem grafa eftir honum ákafara en eftir fólgnum fjársjóðum,
22som glæder sig til en Stenhøj, jubler, når de finder deres Grav
22þeim sem mundu gleðjast svo, að þeir réðu sér ekki fyrir kæti, fagna, ef þeir fyndu gröfina;
23en Mand, hvis Vej er skjult, hvem Gud har stænget inde?
23_ þeim manni, sem enga götu sér og Guð hefir girt inni?
24Thi Suk er blevet mit daglige Brød, mine Ve råb strømmer som Vand.
24Því að andvörp eru orðin mitt daglegt brauð, og kvein mitt úthellist sem vatn.
25Thi hvad jeg gruer for, rammer mig, hvad jeg bæver for, kommer over mig.
25Því að óttaðist ég eitthvað, þá hitti það mig, og það sem ég hræddist, kom yfir mig.Ég mátti eigi næðis njóta, eigi friðar, eigi hvíldar, þá kom ný mæða.
26Knap har jeg Fred, og knap har jeg Ro, knap har jeg Hvile, så kommer Uro!
26Ég mátti eigi næðis njóta, eigi friðar, eigi hvíldar, þá kom ný mæða.