1Men hendes Svigermoder No'omi sagde til hende: "Min Datter, skal jeg ikke søge at skaffe dig et Hjem, hvor du kan få det godt?
1Naomí, tengdamóðir Rutar, sagði við hana: ,,Dóttir mín, á ég ekki að útvega þér athvarf, til þess að þér vegni vel?
2Nu vel! Boaz, hvis Piger du var sammen med, er vor Slægtning; se, han kaster i Nat Byg på Tærskepladsen;
2Þú hefir verið með stúlkunum hans Bóasar, en hann er frændi okkar. Sjá, hann varpar í nótt bygginu í láfa sínum.
3tvæt dig nu og salv dig, tag dine Klæder på og gå ned på Tærskepladsen; men lad ikke Manden mærke noget til dig, før han er færdig med at spise og drikke;
3Þvo þér nú og smyr þig og far í önnur föt og gakk ofan í láfann, en láttu ekki manninn verða varan við þig fyrr en hann hefir etið og drukkið.
4når han da lægger sig, mærk dig så Stedet, hvor han lægger sig, og gå hen og løft Kappen op ved hans Fødder og læg dig der, så skal han nok sige dig, hvad du skal gøre!"
4En þegar hann leggst til hvíldar, þá taktu eftir, hvar hann leggst niður, og gakk þú þangað og flettu upp ábreiðunni til fóta honum og leggst þar niður. Hann mun þá segja þér, hvað þú átt að gjöra.``
5Hun svarede: "Jeg vil gøre alt. hvad du siger!"
5Og hún svaraði henni: ,,Ég vil gjöra allt, sem þú segir.``
6Så gik hun ned på Tærskepladsen og gjorde alt, hvad hendes Svigermoder havde pålagt hende.
6Síðan gekk hún ofan í láfann og gjörði allt svo sem tengdamóðir hennar hafði fyrir hana lagt.
7Da Boaz havde spist og drukket og var vel tilpas, gik han hen og lagde sig ved Korndyngen; så gik hun sagte hen og løftede Kappen op ved hans Fødder og lagde sig der.
7Er Bóas hafði etið og drukkið og var í góðu skapi, þá fór hann og lagðist til hvíldar við endann á kornbingnum. Þá kom hún hljóðlega, fletti upp ábreiðunni til fóta honum og lagðist niður.
8Ved Midnatstide blev Manden opskræmt og bøjede sig frem, og se, da lå der en Kvinde ved hans Fødder.
8En um miðnætti varð manninum bilt við, og er hann settist upp, sjá, þá lá kona til fóta honum.
9Da sagde han: "Hvem er du?" Og hun svarede: "Jeg er Rut, din Trælkvinde! Bred Fligen af din Kappe ud over din Trælkvinde; thi du er Løser!"
9Og hann sagði: ,,Hver ert þú?`` Hún svaraði: ,,Ég er Rut ambátt þín. Breið þú væng þinn yfir ambátt þína, því að þú ert lausnarmaður.``
10Da sagde han: "HERREN velsigne dig, min Datter! Den Godhed, du nu sidst har udvist, overgår den, du før udviste, at du nu ikke er gået efter de unge Mænd, hverken fattige eller rige!"
10Þá sagði hann: ,,Blessuð sért þú af Drottni, dóttir mín! Þú hefir nú síðast sýnt elsku þína enn betur en áður, með því að elta ekki ungu mennina, hvorki fátækan né ríkan.
11Så frygt nu ikke, min Datter! Alt, hvad du siger, vil jeg gøre imod dig; thi enhver i mit Folks Port ved, at du er en dygtig Kvinde.
11Og ver þú nú óhrædd, dóttir mín. Að öllu, svo sem þú segir, mun ég við þig gjöra, því að allir samborgarmenn mínir vita, að þú ert væn kona.
12Det er rigtigt. at jeg er din Løser, men der er en anden, som er nærmere end jeg.
12Nú er það að vísu satt, að ég er lausnarmaður, en þó er til annar lausnarmaður, sem er nákomnari en ég.
13Bliv nu her i Nat; og hvis han i Morgen vil løse dig, godt, så lad ham gøre det; men er han uvillig til at løse dig, gør jeg det, så sandt HERREN lever. Bliv kun liggende, til det bliver Morgen!"
13Vertu hér í nótt, en á morgun, ef hann þá vill leysa þig, gott og vel, þá gjöri hann það, en vilji hann ekki leysa þig, þá mun ég leysa þig, svo sannarlega sem Drottinn lifir. Liggðu nú kyrr til morguns.``
14Så blev hun liggende ved hans Fødder til Morgen; men hun stod op, før det ene Menneske endnu kunde kende det andet, thi han tænkte: "Det må ikke rygtes, at en Kvinde er kommet ud på Tærskepladsen!"
14Hún lá til fóta honum til morguns. Þá stóð hún upp, áður en menn gátu þekkt hvor annan. Því að hann hugsaði: ,,Það má eigi spyrjast, að konan hafi komið í láfann.``
15Derpå sagde han: "Tag og hold det Klæde frem, du har over dig!" Og da hun holdt det frem, afmålte han seks Mål Byg og lagde det på hende. Så gik hun ind i Byen.
15Og hann sagði: ,,Kom þú með möttulinn, sem þú ert í, og haltu honum út.`` Og hún hélt honum út. Þá mældi hann sex mæla byggs og lyfti á hana. Síðan fór hún inn í borgina.
16Da hun kom til sin Svigermoder, sagde denne: "Hvorledes gik det, min datter?" Så fortalte hun hende alt, hvad Manden havde gjort imod hende,
16Er Rut kom til tengdamóður sinnar, mælti hún: ,,Hvernig gekk þér, dóttir mín?`` Þá sagði hún henni frá öllu því, er maðurinn hafði við hana gjört.
17og sagde; "Disse seks Mål Byg gav han mig med de Ord: Du skal ikke komme tomhændet til din Svigermoder!"
17Og hún sagði: ,,Þessa sex mæla byggs gaf hann mér, því að hann sagði: ,Þú mátt ekki fara heim til tengdamóður þinnar með tvær hendur tómar.```Þá sagði Naomí: ,,Ver þú nú kyrr, dóttir mín, uns þú fréttir, hvernig málum lýkur, því að maðurinn mun ekki hætta fyrr en hann leiðir þetta mál til lykta í dag.``
18Da sagde hun: "Hold dig nu rolig, min Datter, indtil du får at vide, hvilket Udfald Sagen får; thi den Mand under sig ikke Ro, før han får Sagen afgjort endnu i Dag!"
18Þá sagði Naomí: ,,Ver þú nú kyrr, dóttir mín, uns þú fréttir, hvernig málum lýkur, því að maðurinn mun ekki hætta fyrr en hann leiðir þetta mál til lykta í dag.``