1Davíðssálmur. Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig.
1Di Davide. O Eterno, contendi con quelli che contendono meco, combatti con quelli che combattono meco.
2Tak skjöld og törgu og rís upp mér til hjálpar.
2Prendi lo scudo e la targa e lèvati in mio aiuto.
3Tak til spjót og öxi til þess að mæta ofsækjendum mínum, seg við sál mína: ,,Ég er hjálp þín!``
3Tira fuori la lancia e chiudi il passo ai miei persecutori; di’ all’anima mia: Io son la tua salvezza.
4Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm, er ætla að gjöra mér illt.
4Sian confusi e svergognati quelli che cercano l’anima mia; voltin le spalle e arrossiscano quei che macchinano la mia rovina.
5Lát þá verða sem sáðir fyrir vindi, þegar engill Drottins varpar þeim um koll.
5Sian come pula al vento e l’angelo dell’Eterno li scacci.
6Lát veg þeirra verða myrkan og hálan, þegar engill Drottins eltir þá.
6Sia la via loro tenebrosa e sdrucciolevole, e l’insegua l’angelo dell’Eterno.
7Því að ástæðulausu hafa þeir lagt net sitt leynt fyrir mig, að ástæðulausu hafa þeir grafið gryfju fyrir mig.
7Poiché, senza cagione, m’hanno teso di nascosto la loro rete, senza cagione hanno scavato una fossa per togliermi la vita.
8Lát tortíming koma yfir þá, er þá varir minnst, lát netið, er þeir hafa lagt leynt, veiða sjálfa þá, lát þá falla í þeirra eigin gryfju.
8Li colga una ruina improvvisa e sian presi nella rete ch’essi stessi hanno nascosta; scendano nella rovina apparecchiata per me.
9En sál mín skal kætast yfir Drottni, gleðjast yfir hjálpræði hans.
9Allora l’anima mia festeggerà nell’Eterno, e si rallegrerà nella sua salvezza.
10Öll bein mín skulu segja: ,,Drottinn, hver er sem þú, er frelsar hinn umkomulausa frá þeim sem er honum yfirsterkari, hinn hrjáða og snauða frá þeim sem rænir hann?``
10Tutte le mie ossa diranno: O Eterno, chi è pari a te che liberi il misero da chi è più forte di lui, il misero e il bisognoso da chi lo spoglia?
11Ljúgvottar rísa upp, þeir spyrja mig um það sem ég veit ekki um.
11Iniqui testimoni si levano; mi domandano cose delle quali non so nulla.
12Þeir launa mér gott með illu, einsemd varð hlutfall mitt.
12Mi rendono male per bene; derelitta è l’anima mia.
13En þegar þeir voru sjúkir, klæddist ég hærusekk, þjáði mig með föstu og bað með niðurlútu höfði,
13Eppure io, quand’eran malati, vestivo il cilicio, affliggevo l’anima mia col digiuno, e pregavo col capo curvo sul seno…
14gekk um harmandi, sem vinur eða bróðir ætti í hlut, var beygður eins og sá er syrgir móður sína.
14Camminavo triste come per la perdita d’un amico, d’un fratello, andavo chino, abbrunato, come uno che pianga sua madre.
15En þeir fagna yfir hrösun minni og safnast saman, útlendingar og ókunnugir menn safnast saman móti mér, mæla lastyrði og þagna eigi.
15Ma, quand’io vacillo, essi si rallegrano, s’adunano assieme; s’aduna contro di me gente abietta che io non conosco; mi lacerano senza posa.
16Þeir freista mín, smána og smána, nísta tönnum í gegn mér.
16Come profani buffoni da mensa, digrignano i denti contro di me.
17Drottinn, hversu lengi vilt þú horfa á? Frelsa sál mína undan eyðileggingu þeirra, mína einmana sál undan ljónunum.
17O Signore, fino a quando vedrai tu questo? Ritrai l’anima mia dalle loro ruine, l’unica mia, di fra i leoncelli.
18Þá vil ég lofa þig í miklum söfnuði, vegsama þig í miklum mannfjölda.
18Io ti celebrerò nella grande assemblea, ti loderò in mezzo a gran popolo.
19Lát eigi þá sem án saka eru óvinir mínir, hlakka yfir mér, lát eigi þá sem að ástæðulausu hata mig, skotra augunum.
19Non si rallegrino di me quelli che a torto mi sono nemici, né ammicchino con l’occhio quelli che m’odian senza cagione.
20Því að frið tala þeir eigi, og móti hinum kyrrlátu í landinu hugsa þeir upp sviksamleg orð.
20Poiché non parlan di pace, anzi macchinan frodi contro la gente pacifica del paese.
21Þeir glenna upp ginið í móti mér, segja: ,,Hæ, hæ! Nú höfum vér séð það með eigin augum!``
21Apron larga la bocca contro me e dicono: Ah, ah! l’occhio nostro l’ha visto.
22Þú hefir séð það, Drottinn, ver eigi hljóður, Drottinn, ver eigi langt í burtu frá mér.
22Anche tu hai visto, o Eterno; non tacere! O Signore, non allontanarti da me.
23Vakna, rís upp og lát mig ná rétti mínum, Guð minn og Drottinn, til þess að flytja mál mitt.
23Risvegliati, destati, per farmi ragione, o mio Dio, mio Signore, per difender la mia causa.
24Dæm mig eftir réttlæti þínu, Drottinn, Guð minn, og lát þá eigi hlakka yfir mér,
24Giudicami secondo la tua giustizia o Eterno, Iddio mio, e fa’ ch’essi non si rallegrino su me;
25lát þá ekki segja í hjarta sínu: ,,Hæ! Ósk vor er uppfyllt!`` lát þá ekki segja: ,,Vér höfum gjört út af við hann.``
25che non dicano in cuor loro: Ah, ecco il nostro desiderio! che non dicano: L’abbiamo inghiottito.
26Lát þá alla verða til skammar og hljóta kinnroða, er hlakka yfir ógæfu minni, lát þá íklæðast skömm og svívirðing, er hreykja sér upp gegn mér.
26Siano tutti insieme svergognati e confusi quelli che si rallegrano del mio male; sian rivestiti d’onta e di vituperio quelli che si levano superbi contro di me.
27Lát þá kveða fagnaðarópi og gleðjast, er unna mér réttar, lát þá ætíð segja: ,,Vegsamaður sé Drottinn, hann sem ann þjóni sínum heilla!``Og tunga mín skal boða réttlæti þitt, lofstír þinn liðlangan daginn.
27Cantino e si rallegrino quelli che si compiacciono della mia giustizia, e dican del continuo: Magnificato sia l’Eterno che vuole la pace del suo servitore!
28Og tunga mín skal boða réttlæti þitt, lofstír þinn liðlangan daginn.
28E la mia lingua parlerà della tua giustizia, e dirà del continuo la tua lode.