Icelandic

Italian: Riveduta Bible (1927)

Psalms

78

1Asafs-maskíl. Hlýð þú, lýður minn, á kenning mína, hneigið eyrun að orðum munns míns.
1Cantico di Asaf. Ascolta, popolo mio, il mio insegnamento; porgete gli orecchi alle parole della mia bocca!
2Ég vil opna munn minn með orðskviði, mæla fram gátur frá fornum tíðum.
2Io aprirò la mia bocca per proferir parabole, esporrò i misteri de’ tempi antichi.
3Það sem vér höfum heyrt og skilið og feður vorir sögðu oss,
3Quel che noi abbiamo udito e conosciuto, e che i nostri padri ci hanno raccontato,
4það viljum vér eigi dylja fyrir niðjum þeirra, er vér segjum seinni kynslóð frá lofstír Drottins og mætti hans og dásemdarverkum og þeim undrum er hann gjörði.
4non lo celeremo ai loro figliuoli; diremo alla generazione avvenire le lodi dell’Eterno, e la sua potenza e le maraviglie ch’egli ha operato.
5Hann setti reglu í Jakob og skipaði lögmál í Ísrael, sem hann bauð feðrum vorum að kunngjöra sonum þeirra,
5Egli stabilì una testimonianza in Giacobbe, e pose una legge in Israele, ch’egli ordinò ai nostri padri di far conoscere ai loro figliuoli,
6til þess að seinni kynslóð mætti skilja það og synir þeir er fæðast mundu, mættu ganga fram og segja sonum sínum frá því,
6perché fossero note alla generazione avvenire, ai figliuoli che nascerebbero, i quali alla loro volta le narrerebbero ai loro figliuoli,
7og setja traust sitt á Guð og eigi gleyma stórvirkjum Guðs, heldur varðveita boðorð hans,
7ond’essi ponessero in Dio la loro speranza e non dimenticassero le opere di Dio, ma osservassero i suoi comandamenti;
8og eigi verða sem feður þeirra, þrjósk og ódæl kynslóð, kynslóð með óstöðugu hjarta og anda sem var Guði ótrúr.
8e non fossero come i loro padri, una generazione caparbia e ribelle, una generazione dal cuore incostante, e il cui spirito non fu fedele a Dio.
9Niðjar Efraíms, herbúnir bogmenn, sneru við á orustudeginum.
9I figliuoli di Efraim, gente di guerra, buoni arcieri, voltaron le spalle il dì della battaglia.
10Þeir héldu eigi sáttmála Guðs og færðust undan að fylgja lögmáli hans.
10Non osservarono il patto di Dio, e ricusarono di camminar secondo la sua legge;
11Þeir gleymdu stórvirkjum hans og dásemdum hans, er hann hafði látið þá horfa á.
11e dimenticarono le sue opere e i prodigi ch’egli avea loro fatto vedere.
12Í augsýn feðra þeirra hafði hann framið furðuverk í Egyptalandi og Sóanhéraði.
12Egli avea compiuto maraviglie in presenza de’ loro padri, nel paese d’Egitto, nelle campagne di Zoan.
13Hann klauf hafið og lét þá fara yfir og lét vatnið standa sem vegg.
13Fendé il mare e li fece passare, e fermò le acque come in un mucchio.
14Hann leiddi þá með skýinu um daga og alla nóttina með eldskini.
14Di giorno li guidò con una nuvola, e tutta la notte con una luce di fuoco.
15Hann klauf björg í eyðimörkinni og gaf þeim gnóttir að drekka eins og úr stórvötnum,
15Schiantò rupi nel deserto, e li abbeverò copiosamente, come da gorghi.
16hann lét læki spretta upp úr klettinum og vatnið streyma niður sem fljót.
16Fece scaturire ruscelli dalla roccia e ne fece scender dell’acque a guisa di fiumi.
17Þó héldu þeir áfram að syndga í gegn honum, að rísa í gegn Hinum hæsta í eyðimörkinni.
17Ma essi continuarono a peccare contro di lui, a ribellarsi contro l’Altissimo, nel deserto;
18Þeir freistuðu Guðs í hjörtum sínum, er þeir kröfðust matar þess er þeir girntust
18e tentarono Dio in cuor loro, chiedendo cibo a lor voglia.
19og töluðu gegn Guði og sögðu: ,,Skyldi Guð geta búið borð í eyðimörkinni?
19E parlarono contro Dio, dicendo: Potrebbe Dio imbandirci una mensa nel deserto?
20Víst sló hann á klettinn, svo að vatnið vall upp og lækir streymdu, en skyldi hann líka geta gefið brauð eða veitt lýð sínum kjöt?``
20Ecco, egli percosse la roccia e ne colarono acque, ne traboccaron torrenti; potrebb’egli darci anche del pane, e provveder di carne il suo popolo?
21Fyrir því reiddist Drottinn, er hann heyrði þetta, eldur bálaði upp gegn Jakob og reiði steig upp gegn Ísrael,
21Perciò l’Eterno, avendoli uditi, s’adirò fieramente, e un fuoco s’accese contro Giacobbe, e l’ira sua si levò contro Israele,
22af því að þeir trúðu eigi á Guð né treystu hjálp hans.
22perché non aveano creduto in Dio, né avevano avuto fiducia nella sua salvazione;
23Og hann bauð skýjunum að ofan og opnaði hurðir himinsins,
23eppure egli comandò alle nuvole di sopra, e aprì le porte del cielo,
24lét manna rigna yfir þá til matar og gaf þeim himnakorn;
24e fece piover su loro manna da mangiare, e dette loro del frumento del cielo.
25englabrauð fengu menn að eta, fæði sendi hann þeim til saðningar.
25L’uomo mangiò del pane dei potenti; egli mandò loro del cibo a sazietà.
26Hann lét austanvindinn taka sig upp í himninum og leiddi sunnanvindinn að með mætti sínum.
26Fece levare in cielo il vento orientale, e con la sua potenza addusse il vento di mezzodì;
27Hann lét kjöti rigna yfir þá sem dufti og vængjuðum fuglum sem sjávarsandi,
27fece piover su loro della carne come polvere, degli uccelli alati, numerosi come la rena del mare;
28og hann lét þá falla niður í búðir sínar, umhverfis bústað sinn.
28e li fece cadere in mezzo al loro campo, d’intorno alle loro tende.
29Átu þeir og urðu vel saddir, og græðgi þeirra sefaði hann.
29Così essi mangiarono e furon ben satollati, e Dio mandò loro quel che aveano bramato.
30En meðan þeir voru eigi horfnir frá græðgi sinni, meðan fæðan enn var í munni þeirra,
30Non si erano ancora distolti dalle loro brame, avevano ancora il loro cibo in bocca,
31þá steig reiði Guðs upp í gegn þeim. Hann deyddi hina gildustu meðal þeirra og lagði að velli æskumenn Ísraels.
31quando l’ira di Dio si levò contro loro, e ne uccise tra i più fiorenti, e abbatté i giovani d’Israele.
32Þrátt fyrir allt þetta héldu þeir áfram að syndga og trúðu eigi á dásemdarverk hans.
32Con tutto ciò peccarono ancora, e non credettero alle sue maraviglie.
33Þá lét hann daga þeirra hverfa í hégóma og ár þeirra enda í skelfingu.
33Ond’egli consumò i loro giorni in vanità, e i loro anni in ispaventi.
34Þegar hann deyddi þá, leituðu þeir hans, sneru sér og spurðu eftir Guði
34Quand’ei li uccideva, essi lo ricercavano e tornavano bramosi di ritrovare Iddio;
35og minntust þess, að Guð var klettur þeirra og Guð hinn hæsti frelsari þeirra.
35e si ricordavano che Dio era la loro ròcca, l’Iddio altissimo il loro redentore.
36Þeir beittu við hann fagurgala með munni sínum og lugu að honum með tungum sínum.
36Essi però lo lusingavano con la loro bocca, e gli mentivano con la loro lingua.
37En hjarta þeirra var eigi stöðugt gagnvart honum, og þeir voru eigi trúir sáttmála hans.
37Il loro cuore non era diritto verso lui, e non eran fedeli al suo patto.
38En hann er miskunnsamur, hann fyrirgefur misgjörðir og tortímir eigi, hann stillir reiði sína hvað eftir annað og hleypir eigi fram allri bræði sinni.
38Ma egli, che è pietoso, che perdona l’iniquità e non distrugge il peccatore, più volte rattenne la sua ira, e non lasciò divampare tutto il suo cruccio.
39Hann minntist þess, að þeir voru hold, andgustur, sem líður burt og snýr eigi aftur.
39Ei si ricordò ch’essi erano carne, un fiato che passa e non ritorna.
40Hversu oft þrjóskuðust þeir við hann í eyðimörkinni, hryggðu hann á öræfunum.
40Quante volte si ribellarono a lui nel deserto, e lo contristarono nella solitudine!
41Og aftur freistuðu þeir Guðs og móðguðu Hinn heilaga í Ísrael.
41E tornarono a tentare Iddio e a provocare il Santo d’Israele.
42Þeir minntust eigi handar hans, eður dags þess, er hann frelsaði þá frá fjandmönnum þeirra,
42Non si ricordaron più della sua mano, del giorno in cui egli li liberò dal nemico,
43hann sem gjörði tákn sín í Egyptalandi og undur sín í Sóanhéraði.
43quando operò i suoi miracoli in Egitto, e i suoi prodigi nelle campagne di Zoan;
44Hann breytti ám þeirra í blóð og lækjum þeirra, svo að þeir fengu eigi drukkið.
44mutò i loro fiumi in sangue, e i loro rivi in guisa che non potean più bere;
45Hann sendi flugur meðal þeirra, er bitu þá, og froska, er eyddu þeim.
45mandò contro loro mosche velenose che li divoravano, e rane che li distruggevano;
46Hann gaf engisprettunum afurðir þeirra og jarðvörgunum uppskeru þeirra.
46dette il loro raccolto ai bruchi e la loro fatica alle locuste;
47Hann eyddi vínvið þeirra með haglhríð og mórberjatré þeirra með frosti.
47distrusse le loro vigne con la gragnuola e i loro sicomori coi grossi chicchi d’essa;
48Hann ofurseldi haglhríðinni fénað þeirra og eldingunni hjarðir þeirra.
48abbandonò il loro bestiame alla grandine e le lor gregge ai fulmini.
49Hann sendi heiftarreiði sína í gegn þeim, æði, bræði og nauðir, sveitir af sendiboðum ógæfunnar.
49Scatenò su loro l’ardore del suo cruccio, ira, indignazione e distretta, una torma di messaggeri di malanni.
50Hann ruddi braut reiði sinni, þyrmdi eigi sálum þeirra við dauðanum og ofurseldi drepsóttinni líf þeirra.
50Dette libero corso alla sua ira; non preservò dalla morte la loro anima, ma abbandonò la loro vita alla pestilenza.
51Hann laust alla frumburði í Egyptalandi, frumgróða styrkleikans í tjöldum Kams.
51Percosse tutti i primogeniti d’Egitto, le primizie del vigore nelle tende di Cham;
52Hann lét lýð sinn leggja af stað sem sauði og leiddi þá eins og hjörð í eyðimörkinni.
52ma fece partire il suo popolo a guisa di pecore, e lo condusse a traverso il deserto come una mandra.
53Hann leiddi þá öruggt, svo að þeir óttuðust eigi, en óvini þeirra huldi hafið.
53Lo guidò sicuramente sì che non ebbero da spaventarsi, mentre il mare inghiottiva i loro nemici.
54Hann fór með þá til síns helga héraðs, til fjalllendis þess, er hægri hönd hans hafði aflað.
54Li fece arrivare alla sua santa frontiera, alla montagna che la sua destra avea conquistato.
55Hann stökkti þjóðum undan þeim, skipti þeim niður eins og erfðahlut og lét kynkvíslir Ísraels setjast að í tjöldum þeirra.
55Scacciò le nazioni dinanzi a loro, ne assegnò loro a sorte il paese quale eredità, e nelle tende d’esse fece abitare le tribù d’Israele.
56En þeir freistuðu í þrjósku sinni Guðs hins hæsta og gættu eigi vitnisburða hans.
56E nondimeno tentarono l’Iddio altissimo e si ribellarono e non osservarono le sue testimonianze.
57Þeir viku af leið, rufu trúnað sinn, eins og feður þeirra, brugðust eins og svikull bogi.
57Si trassero indietro e furono sleali come i loro padri; si rivoltarono come un arco fallace;
58Þeir egndu hann til reiði með fórnarhæðum sínum, vöktu vandlæti hans með skurðgoðum sínum.
58lo provocarono ad ira coi loro alti luoghi, lo mossero a gelosia con le loro sculture.
59Guð heyrði það og reiddist og fékk mikla óbeit á Ísrael.
59Dio udì questo, e si adirò, prese Israele in grande avversione,
60Hann hafnaði bústaðnum í Síló, tjaldi því, er hann hafði reist meðal mannanna,
60onde abbandonò il tabernacolo di Silo, la tenda ov’era dimorato fra gli uomini;
61hann ofurseldi hernáminu vegsemd sína og fjandmannshendi prýði sína.
61e lasciò menare la sua Forza in cattività, e lasciò cader la sua Gloria in man del nemico.
62Hann seldi lýð sinn undir sverðseggjar og reiddist arfleifð sinni.
62Abbandonò il suo popolo alla spada, e s’adirò contro la sua eredità.
63Æskumönnum hans eyddi eldurinn og meyjar hans misstu brúðsöngs síns.
63Il fuoco consumo i loro giovani, e le loro vergini non ebber canto nuziale.
64Prestar hans féllu fyrir sverðseggjum, og ekkjur hans fengu engan líksöng flutt.
64I loro sacerdoti caddero per la spada, e le loro vedove non fecer lamento.
65Þá vaknaði Drottinn eins og af svefni, eins og hetja, sem hefir látið sigrast af víni.
65Poi il Signore si risvegliò come uno che dormisse, come un prode che grida eccitato dal vino.
66Hann barði fjandmenn sína á bakhlutina, lét þá sæta eilífri háðung.
66E percosse i suoi nemici alle spalle, e mise loro addosso un eterno vituperio.
67Samt hafnaði hann tjaldi Jósefs og útvaldi eigi kynkvísl Efraíms,
67Ma ripudiò la tenda di Giuseppe, e non elesse la tribù di Efraim;
68heldur útvaldi hann Júda kynkvísl, Síonfjall, sem hann elskar.
68ma elesse la tribù di Giuda, il monte di Sion ch’egli amava.
69Hann reisti helgidóm sinn sem himinhæðir, grundvallaði hann að eilífu eins og jörðina.
69Edificò il suo santuario a guisa de’ luoghi eccelsi, come la terra ch’egli ha fondata per sempre.
70Hann útvaldi þjón sinn Davíð og tók hann frá fjárbyrgjunum.
70Elesse Davide, suo servitore, lo prese dagli ovili;
71Hann sótti hann frá lambánum til þess að vera hirðir fyrir Jakob, lýð sinn, og fyrir Ísrael, arfleifð sína.Og Davíð var hirðir fyrir þá af heilum hug og leiddi þá með hygginni hendi.
71lo trasse di dietro alle pecore lattanti, per pascere Giacobbe suo popolo, ed Israele sua eredità.
72Og Davíð var hirðir fyrir þá af heilum hug og leiddi þá með hygginni hendi.
72Ed egli li pasturò secondo l’integrità del suo cuore, e li guidò con mano assennata.