1Ég gat ekki, bræður, talað við yður eins og við andlega menn, heldur eins og við holdlega, eins og við ómálga í Kristi.
1Og jeg, brødre, kunde ikke tale til eder som til åndelige, men bare som til kjødelige, som til småbarn i Kristus.
2Mjólk gaf ég yður að drekka, ekki fasta fæðu, því að enn þolduð þér það ekki. Og þér þolið það jafnvel ekki enn,
2Jeg gav eder melk å drikke og ikke fast føde; for I tålte den enda ikke. Ja, I tåler den ikke ennu,
3því að enn þá eruð þér holdlegir menn. Fyrst metingur og þráttan er á meðal yðar, eruð þér þá eigi holdlegir og hegðið yður á manna hátt?
3I er jo ennu kjødelige. For når det er avind og trette iblandt eder, er I da ikke kjødelige og vandrer på menneskelig vis?
4Þegar einn segir: ,,Ég er Páls,`` en annar: ,,Ég er Apollóss,`` eruð þér þá ekki eins og hverjir aðrir menn?
4For når en sier: Jeg holder mig til Paulus, og en annen: Jeg til Apollos, er I da ikke mennesker?
5Hvað er þá Apollós? Já, hvað er þá Páll? Þjónar, sem hafa leitt yður til trúar, og það eins og Drottinn hefur gefið hvorum um sig.
5Hvad er da Apollos? eller hvad er Paulus? Tjenere ved hvem I kom til troen, og det efter som Herren gav enhver.
6Ég gróðursetti, Apollós vökvaði, en Guð gaf vöxtinn.
6Jeg plantet, Apollos vannet, men Gud gav vekst;
7Þannig er þá hvorki sá neitt, er gróðursetur, né sá, er vökvar, heldur Guð, sem vöxtinn gefur.
7derfor er hverken den noget som planter, eller den som vanner, men Gud som gir vekst.
8Sá, sem gróðursetur, og sá, sem vökvar, eru eitt. En sérhver mun fá laun eftir sínu erfiði.
8Men den som planter, og den som vanner, er ett; dog skal enhver av dem få sin egen lønn efter sitt eget arbeid.
9Því að samverkamenn Guðs erum vér, og þér eruð Guðs akurlendi, Guðs hús.
9For vi er Guds medarbeidere; I er Guds akerland, Guds bygning.
10Eftir þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll, er annar byggir ofan á. En sérhver athugi, hvernig hann byggir.
10Efter den Guds nåde som er mig gitt, har jeg lagt grunnvoll som en vis byggmester, og en annen bygger videre; men enhver se til hvorledes han bygger videre!
11Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.
11For ingen kan legge en annen grunnvoll enn den som er lagt, det er Jesus Kristus.
12En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm,
12Men om nogen på denne grunnvoll bygger med gull, sølv, kostelige stener, tre, høi, strå,
13þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er.
13da skal enhvers verk bli åpenbart; for dagen skal vise det, for den åpenbares med ild, og hvordan enhvers verk er, det skal ilden prøve.
14Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggði ofan á, mun hann taka laun.
14Om det verk som en har bygget, står sig, da skal han få lønn;
15Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.
15om ens verk brenner op, da skal han tape lønnen, men selv skal han bli frelst, dog således som gjennem ild.
16Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður?
16Vet I ikke at I er Guds tempel, og at Guds Ånd bor i eder?
17Ef nokkur eyðir musteri Guðs, mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt, og þér eruð það musteri.
17Om nogen ødelegger Guds tempel, ham skal Gud ødelegge; for Guds tempel er hellig, og det er I.
18Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur þykist vitur yðar á meðal í þessum heimi, verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur.
18Ingen dåre sig selv! Om nogen iblandt eder tykkes sig å være vis i denne verden, han bli en dåre, forat han kan bli vis;
19Því að speki þessa heims er heimska hjá Guði. Ritað er: Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra.
19for denne verdens visdom er dårskap for Gud. For det er skrevet: Han fanger de vise i deres kløkt,
20Og aftur: Drottinn þekkir hugsanir vitringanna, að þær eru hégómlegar.
20og atter: Herren kjenner de vises tanker, at de er tomme.
21Fyrir því stæri enginn sig af mönnum. Því að allt er yðar,
21Derfor rose ingen sig av mennesker! for alt hører eder til,
22hvort heldur er Páll, Apollós eða Kefas, heimurinn, líf eða dauði, hið yfirstandandi eða hið komandi, allt er yðar.En þér eruð Krists og Kristur Guðs.
22enten det er Paulus eller Apollos eller Kefas, enten det er verden eller liv eller død, enten det er det som nu er, eller det som komme skal - alt hører eder til,
23En þér eruð Krists og Kristur Guðs.
23men I hører Kristus til, og Kristus hører Gud til.