1Ein af konum spámannasveinanna kallaði til Elísa og mælti: ,,Þjónn þinn, maðurinn minn, er dáinn, og þú veist, að þjónn þinn óttaðist Drottin. Nú er lánssalinn kominn til að taka báða drengina mína sér að þrælum.``
1En kvinne som var hustru til en av profetenes disipler, ropte til Elisa og sa: Din tjener, min mann, er død, og du vet at din tjener fryktet Herren; og nu kommer en som han stod i gjeld til, og vil ta begge mine sønner til træler.
2En Elísa sagði við hana: ,,Hvað á ég að gjöra fyrir þig? Seg þú mér, hvað þú átt til heima.`` Hún svaraði: ,,Ambátt þín á ekkert til heima, nema krús með olífuolíu.``
2Elisa sa til henne: Hvad kan jeg gjøre for dig? Si mig: Hvad har du i huset? Hun svarte: Din tjenerinne har intet annet i huset enn en krukke med salve-olje.
3Þá mælti hann: ,,Far þú þá og fá til láns ílát utan húss hjá öllum nágrönnum þínum, tóm ílát, og heldur fleiri en færri.
3Da sa han: Gå til alle dine naboer og be om å få låne hjem nogen tomme kar, bare ikke for få!
4Gakk því næst inn og loka dyrunum á eftir þér og sonum þínum og hell í öll þessi ílát og set þau frá þér jafnóðum og þau fyllast.``
4Gå så inn og lukk døren efter dig og dine sønner og hell oljen i alle karene, og efter hvert som de blir fulle, skal du sette dem bort.
5Gekk hún þá burt frá honum. Og hún lokaði dyrunum á eftir sér og sonum sínum. Þeir báru að henni, en hún hellti í.
5Og hun gikk fra ham og lukket døren efter sig og sine sønner; de bar karene frem til henne, og hun helte i.
6En er ílátin voru full, sagði hún við son sinn: ,,Fær mér enn ílát.`` Hann sagði við hana: ,,Það er ekkert ílát eftir.`` Þá hætti olífuolían að renna.
6Og da karene var fulle, sa hun til sin sønn: Bær ennu et kar frem til mig! Men han svarte: Det er ikke flere kar. Da stanset oljen.
7Fór hún þá og sagði guðsmanninum frá, en hann sagði: ,,Far þú nú og sel olíuna og gjald skuld þína, en haf til viðurlífis þér og sonum þínum það, sem afgangs verður.``
7Så kom hun og fortalte det til den Guds mann, og han sa: Gå og selg oljen og betal din gjeld; så kan du og dine sønner leve av det som blir tilovers.
8Það bar til einn dag, að Elísa gekk yfir til Súnem. Þar var auðug kona, og lagði hún að honum að þiggja mat hjá sér. Og í hvert sinn, sem hann fór um, gekk hann þar inn til að matast.
8En dag gikk Elisa over til Sunem; en velstående kvinne som bodde der, nødde ham til å ete hos sig; og så ofte han siden drog der forbi, tok han inn der og fikk sig mat.
9Og hún sagði við mann sinn: ,,Heyrðu, ég sé að það er heilagur guðsmaður, sem stöðuglega fer um hjá okkur.
9Engang sa hun til sin mann: Hør her, jeg vet at han som jevnlig drar forbi oss, er en hellig Guds mann.
10Við skulum gjöra lítið loftherbergi með múrveggjum og setja þangað rúm og borð og stól og ljósastiku, svo að hann geti farið þangað, þegar hann kemur til okkar.``
10La oss gjøre et lite tak-kammer med murvegger og sette inn der en seng for ham og et bord og en stol og en lysestake; når han så kommer til oss, kan han ta inn der.
11Einn dag kom Elísa þar, gekk inn í loftherbergið og lagðist þar til svefns.
11Så kom han dit en dag og tok inn i tak-kammeret og la sig der.
12Síðan sagði hann við Gehasí, svein sinn: ,,Kalla þú á súnemsku konuna.`` Og hann kallaði á hana, og hún gekk fyrir hann.
12Og han sa til sin dreng Gehasi: Kall på den sunamittiske kone som bor her! Så kalte han på henne, og hun trådte frem for ham.
13Þá sagði hann við Gehasí: ,,Seg þú við hana: ,Þú hefir haft alla þessa fyrirhöfn fyrir okkur, hvað á ég að gjöra fyrir þig? Þarft þú að láta tala máli þínu við konung eða við hershöfðingjann?``` Hún svaraði: ,,Ég bý hér á meðal ættfólks míns.``
13Han hadde sagt til ham: Si til henne: Nu har du hatt all denne uro for vår skyld; hvad kan jeg gjøre for dig? Er det noget jeg kan tale til kongen om for dig eller til hærføreren? Hun svarte: Jeg bor jo her midt iblandt mitt folk.
14Þá sagði Elísa við Gehasí: ,,Hvað á ég þá að gjöra fyrir hana?`` Gehasí mælti: ,,Jú, hún á engan son, og maður hennar er gamall.``
14Så sa han: Hvad kan jeg da gjøre for henne? Gehasi svarte: Jo, hun har ingen sønn, og hennes mann er gammel.
15Þá sagði Elísa: ,,Kalla þú á hana.`` Og hann kallaði á hana, og hún nam staðar í dyrunum.
15Da sa han: Kall på henne! Så kalte han på henne, og hun trådte frem i døren.
16Þá mælti hann: ,,Að ári um þetta leyti munt þú faðma að þér son.`` En hún mælti: ,,Nei, herra minn, þú guðsmaður, skrökva þú eigi að ambátt þinni.``
16Da sa han: Til næste år ved denne tid skal du holde en sønn i dine armer. Men hun sa: Nei, min herre, du som er en Guds mann! Lyv ikke for din tjenerinne!
17En konan varð þunguð og ól son næsta ár í sama mund, eins og Elísa hafði heitið henni.
17Og kvinnen blev fruktsommelig og fødte en sønn det følgende år nettop på den tid som Elisa hadde sagt henne.
18Þegar sveinninn var kominn á legg, gekk hann einn dag til föður síns, út til kornskurðarmannanna.
18Da barnet blev større, hendte det en dag at han gikk ut til sin far, som var ute hos høstfolkene.
19Þá sagði hann við föður sinn: ,,Æ, höfuðið á mér, höfuðið á mér!`` En faðir hans sagði við svein sinn: ,,Ber þú hann til móður sinnar.``
19Og han sa til sin far: Mitt hode! Mitt hode! Da sa faren til sin dreng: Bær ham hjem til hans mor!
20Og hann tók hann og færði hann móður hans, og hann sat í kjöltu hennar til hádegis, þá dó hann.
20Og han tok ham og bar ham hjem til hans mor, og han satt på hennes kne til om middagen; da døde han.
21Þá gekk hún upp, lagði hann í rekkju guðsmannsins, lokaði að honum og gekk burt.
21Hun gikk op og la ham på den Guds manns seng og lukket efter ham og gikk ut.
22Þá kallaði hún á mann sinn og sagði við hann: ,,Send þú mér einn af sveinunum og eina ösnu. Ég ætla sem skjótast að fara til fundar við guðsmanninn og koma síðan aftur.``
22Så kalte hun på sin mann og sa: Send en av drengene til mig med en aseninne! Så vil jeg skynde mig avsted til den Guds mann og så komme tilbake.
23En hann mælti: ,,Hvers vegna ætlar þú að fara til hans í dag? Það er hvorki tunglkomudagur né hvíldardagur.`` Hún mælti: ,,Það gjörir ekkert til!``
23Han sa: Hvorfor vil du gå til ham idag? Det er jo hverken nymåne eller sabbat. Men hun sa: La mig bare gå!
24Síðan söðlaði hún ösnuna og sagði við svein sinn: ,,Rektu nú hart! Linaðu eigi á, uns ég segi þér.``
24Så lot hun aseninnen sale og sa til sin dreng: Led den og gå avsted, stans mig ikke mens jeg rider, uten jeg sier dig til!
25Síðan fór hún og kom til guðsmannsins á Karmelfjalli. En er guðsmaðurinn sá hana álengdar, sagði hann við Gehasí, svein sinn: ,,Þetta er konan frá Súnem!
25Så drog hun avsted og kom til den Guds mann på Karmel-fjellet. Da den Guds mann så henne et stykke borte, sa han til sin dreng Gehasi: Se, der kommer konen fra Sunem.
26Hlaup þú nú á móti henni og seg við hana: ,Hvernig líður þér, hvernig líður manni þínum, hvernig líður drengnum?``` Hún svaraði: ,,Okkur líður vel.``
26Spring henne nu i møte og si til henne: Står det vel til med dig og med din mann og med barnet? Hun svarte: Ja, det står vel til.
27En er hún kom á fjallið til guðsmannsins, tók hún um fætur honum. Þá gekk Gehasí að og vildi hrinda henni frá. En guðsmaðurinn mælti: ,,Láttu hana vera, því að hún er harmþrungin mjög, og Drottinn hefir leynt mig því og eigi látið mig vita það.``
27Men da hun kom op på fjellet til den Guds mann, omfavnet hun hans føtter; da gikk Gehasi frem og vilde støte henne bort, men den Guds mann sa: La henne være! For hun har en stor hjertesorg; men Herren har skjult det for mig og ikke latt mig få vite det.
28Þá mælti hún: ,,Hefi ég beðið herra minn um son? Sagði ég ekki: ,Drag mig ekki á tálar?```
28Hun sa: Har jeg vel bedt min herre om en sønn? Sa jeg ikke: Du må ikke narre mig?
29Þá sagði hann við Gehasí: ,,Gyrð þú lendar þínar, tak staf minn í hönd þér og far af stað. Þó að einhver mæti þér, þá heilsaðu honum ekki, og þó að einhver heilsi þér, þá taktu ekki undir við hann, og legg staf minn yfir andlit sveinsins.``
29Da sa han til Gehasi: Omgjord dine lender og ta min stav i hånden og gå avsted! Møter du nogen, så hils ikke på ham, og hilser nogen på dig, så svar ham ikke, og legg min stav på guttens ansikt.
30En móðir sveinsins mælti: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir og svo sannarlega sem þú lifir, þá fer ég ekki frá þér.`` Stóð hann þá upp og fór með henni.
30Men guttens mor sa: Så sant Herren lever, og så sant du selv lever: Jeg forlater dig ikke. Da stod han op og fulgte med henne.
31Gehasí var farinn á undan þeim og hafði lagt stafinn yfir andlit sveinsins, en þar var steinhljóð og ekkert lífsmark. Þá sneri hann við í móti honum og sagði honum svo frá: ,,Ekki vaknar sveinninn!``
31Gehasi gikk i forveien og la staven på guttens ansikt; men det hørtes ikke en lyd og viste sig ikke noget tegn til at han merket noget. Så vendte han tilbake og gikk Elisa i møte og fortalte ham det og sa: Gutten våknet ikke.
32Þegar Elísa kom inn í húsið, þá lá sveinninn dauður í rekkju hans.
32Og da Elisa kom til huset, fikk han se at gutten lå død på hans seng.
33Þá gekk hann inn og lokaði dyrunum að þeim báðum og bað til Drottins.
33Så gikk han inn og lukket døren til og bad til Herren.
34Síðan steig hann upp í og lagðist yfir sveininn, lagði sinn munn yfir hans munn, sín augu yfir hans augu og sínar hendur yfir hans hendur og beygði sig yfir hann. Hitnaði þá líkami sveinsins.
34Derefter steg han op og la sig over barnet med sin munn mot dets munn og sine øine mot dets øine og sine hender på dets hender, og da han således bøide sig over barnet, blev dets legeme varmt.
35Þá kom hann aftur, gekk einu sinni aftur og fram um húsið, fór síðan upp og beygði sig yfir hann. Þá hnerraði sveinninn sjö sinnum. Því næst lauk hann upp augunum.
35Så stod han op igjen og gikk en gang frem og tilbake i kammeret; derefter steg han atter op og bøide sig over gutten; da nøs gutten syv ganger og slo øinene op.
36Þá kallaði Elísa á Gehasí og sagði: ,,Kalla þú á súnemsku konuna.`` Og hann kallaði á hana, og hún kom til hans. Þá sagði hann: ,,Tak við syni þínum!``
36Da kalte han på Gehasi og sa: Kall på den sunamittiske kone! Han kalte på henne, og da hun kom inn til ham, sa han: Ta din sønn!
37Þá kom hún og féll til fóta honum og laut til jarðar. Síðan tók hún son sinn og fór burt.
37Og hun kom og falt ned for hans føtter og bøide sig til jorden; så tok hun sin sønn og gikk ut.
38Elísa kom aftur til Gilgal meðan hallæri var í landinu. Og er spámannasveinarnir sátu frammi fyrir honum, sagði hann við svein sinn: ,,Settu upp stóra pottinn og sjóð rétt matar handa spámannasveinunum.``
38Elisa vendte tilbake til Gilgal; det var dengang hungersnød i landet, og da profetenes disipler engang satt der hos ham, sa han til sin dreng: Sett den store gryte over og kok en rett mat for profetenes disipler!
39Þá gekk einn út í hagann að tína jurtir og fann villivafteinung og tíndi á honum yfirhöfn sína fulla af villi-agúrkum, fór síðan heim og brytjaði þær í matarpottinn, því að þeir þekktu þær ekki.
39Da gikk en av dem ut på marken for å sanke urter, og han fant en vill slyngplante og sanket av den ville gresskar, sin kappe full, og da han kom inn, skar han dem op i matgryten; for de kjente ikke til dem.
40Síðan helltu þeir upp fyrir mennina til að eta. En er þeir brögðuðu á matnum, hljóðuðu þeir upp yfir sig og sögðu: ,,Dauðinn er í pottinum, þú guðsmaður!`` og þeir gátu ekki etið það.
40Så øste de op for mennene forat de skulde ete; men da de begynte å ete av retten, skrek de op og ropte: Det er død i gryten, du Guds mann! Og de kunde ikke ete.
41En hann mælti: ,,Komið með mjöl!`` Og hann kastaði því í pottinn. Síðan sagði hann: ,,Hell nú upp fyrir fólkið, að það megi eta.`` Þá var ekkert skaðvænt í pottinum.
41Da sa han: Hent noget mel! Og han kastet det i gryten og sa: Øs op for folket, så de kan få ete! Og da var det ikke mere noget skadelig i gryten.
42Maður kom frá Baal Salísa og færði guðsmanninum frumgróðabrauð, tuttugu byggbrauð og mulið korn í mal sínum. Og Elísa sagði: ,,Gefðu fólkinu það að eta.``
42Engang kom det en mann fra Ba'al-Salisa og han hadde med til den Guds mann brød som var bakt av førstegrøden, tyve byggbrød, og nyhøstet korn i sin pose. Da sa Elisa: Gi det til folket, så de kan få ete!
43En þjónn hans mælti: ,,Hvernig get ég borið þetta hundrað mönnum?`` Hann svaraði: ,,Gefðu fólkinu það að eta. Því að svo segir Drottinn: Þeir munu eta og leifa.``Þá lagði hann það fyrir þá, en þeir neyttu og gengu frá leifðu, eins og Drottinn hafði sagt.
43Men hans tjener sa: Hvorledes kan jeg sette dette frem for hundre mann? Han svarte: Gi det til folket, så de kan få ete! For så sier Herren: De skal ete og få tilovers.
44Þá lagði hann það fyrir þá, en þeir neyttu og gengu frá leifðu, eins og Drottinn hafði sagt.
44Så satte han det frem for dem, og de åt og fikk tilovers efter Herrens ord.