1Og er Jóab Serújuson sá, að Absalon var konungi enn hjartfólginn,
1Men Joab, Serujas sønn, skjønte at kongens hjerte droges mot Absalom.
2þá sendi Jóab til Tekóa og lét sækja þangað vitra konu og sagði við hana: ,,Þú skalt láta sem þú sért harmþrungin og klæðast sorgarbúningi. Smyr þig ekki með olíu, heldur vertu eins og kona, er um langan tíma hefir syrgt látinn mann.
2Da sendte Joab bud til Tekoa og hentet derfra en klok kvinne, og han sa til henne: Lat som om du har sorg, og klæ dig i sørgeklær og salv dig ikke med olje, men te dig som en kvinne som alt i lang tid har sørget over en død,
3Gakk síðan fyrir konung og mæl til hans á þessa leið: _`` og Jóab lagði henni orð í munn.
3og gå så inn til kongen og tal således til ham - og Joab la henne ordene i munnen.
4Síðan gekk konan frá Tekóa fyrir konung, féll fram á ásjónu sína til jarðar og sýndi honum lotningu og mælti: ,,Hjálpa mér, konungur!``
4Og kvinnen fra Tekoa talte til kongen - hun kastet sig ned for ham med ansiktet mot jorden og sa: Hjelp, konge!
5Konungur sagði við hana: ,,Hvað gengur að þér?`` Hún svaraði: ,,Æ, ég er ekkja og maður minn er dáinn.
5Kongen sa til henne: Hvad fattes dig? Hun svarte: Akk, jeg er enke; min mann er død.
6Ambátt þín átti tvo sonu. Þeir urðu missáttir úti á akri og enginn var til að skilja þá. Laust þá annar þeirra bróður sinn og drap hann.
6Og din tjenerinne hadde to sønner, og de to kom i trette med hverandre ute på marken, og det var ingen som kunde skille dem at; så slo den ene til den andre og drepte ham.
7Sjá, þá reis öll ættin upp á móti ambátt þinni og sagði: ,Sel fram bróðurmorðingjann, og munum vér drepa hann fyrir líf bróður hans, er hann myrti, og tortíma erfingjanum um leið.` Og þann veg vilja þeir slökkva þann neista, sem mér er eftir skilinn, svo að maðurinn minn láti hvorki eftir sig nafn né niðja á jörðinni.``
7Og nu har hele slekten reist sig mot din tjenerinne og sier: Kom hit med ham som slo sin bror ihjel, så vi kan ta hans liv til hevn for hans bror som han slo ihjel, og så vi også får ryddet arvingen av veien. Således kommer de til å utslukke den siste gnist jeg ennu har igjen, så de ikke levner min mann navn og efterkommere på jorden.
8Og konungur sagði við konuna: ,,Far þú heim til þín. Skipa mun ég fyrir um mál þitt.``
8Da sa kongen til kvinnen: Gå hjem igjen! Jeg skal ordne saken for dig.
9En konan frá Tekóa sagði við konunginn: ,,Á mér hvíli sektin, minn herra konungur, og á ættfólki mínu, en konungurinn sé sýkn saka og hásæti hans.``
9Og kvinnen fra Tekoa sa til kongen: På mig, herre konge, og på min fars hus faller skylden, men kongen og hans trone skal være uten skyld.
10Þá sagði konungur: ,,Ef einhver segir eitthvað við þig, þá kom þú með hann til mín, og skal hann eigi framar áreita þig.``
10Kongen sa: Taler nogen til dig, skal du føre ham til mig; så skal han ikke mere gjøre dig noget.
11Þá mælti hún: ,,Minnstu, konungur, Drottins, Guðs þíns, svo að hefnandinn gjöri ekki enn meira tjón, og þeir tortími ekki syni mínum.`` Hann svaraði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir, skal ekki eitt hár sonar þíns falla til jarðar.``
11Da sa hun: Kongen komme Herren sin Gud i hu, så ikke blodhevneren skal volde ennu mere ulykke, og de ikke får ryddet min sønn av veien. Han svarte: Så sant Herren lever: Det skal ikke falle et hår av din sønns hode til jorden.
12Þá mælti konan: ,,Leyf þú ambátt þinni að tala eitt orð við þig, minn herra konungur!`` Hann svaraði: ,,Tala þú.``
12Da sa kvinnen: La din tjenerinne få tale ennu et ord til min herre kongen. Og han sa: Tal!
13Þá mælti konan: ,,Hvers vegna hefir þú slíkt í hyggju gegn Guðs lýð? Og fyrst konungurinn hefir kveðið upp þennan dóm, þá er hann sem sekur maður, þar sem hann lætur ekki útlaga sinn hverfa heim aftur.
13Så sa kvinnen: Hvorfor tenker du da på slikt mot Guds folk? Efter det ord kongen har talt, er det som han selv var skyldig, når kongen ikke lar den han har støtt fra sig, komme tilbake.
14Því að deyja hljótum vér, og vér erum eins og vatn, sem hellt er á jörðina og eigi verður náð upp aftur, og Guð hrífur eigi burt líf þess manns, sem á það hyggur að láta ekki útlagann vera lengur útskúfaðan frá sér.
14For alle må vi dø og bli som vann som er utøst på jorden og ikke kan samles op igjen, og Gud tar ikke livet, men tenker ut hvad som kan gjøres forat en som er støtt bort, ikke skal være bortstøtt fra ham.
15En fyrir því er ég komin til þess að tala þessi orð við minn herra konunginn, að fólkið gjörði mig hrædda. Þá hugsaði ambátt þín með sér: ,Ég skal tala við konunginn. Má vera að konungurinn gjöri bón ambáttar sinnar.
15Og at jeg nu er kommet for å tale dette til min herre kongen, det er fordi folket skremte mig, og din tjenerinne tenkte da: Jeg vil tale til kongen; kanskje kongen vil gjøre efter sin tjenerinnes ord;
16Því að konungurinn mun gjöra þá bón ambáttar sinnar að frelsa hana af hendi mannsins, sem leitast við að afmá bæði mig og son minn úr arfleifð Guðs.`
16kongen vil nok høre på mig og fri sin tjenerinne fra den manns hånd som vil utrydde både mig og min sønn av Guds arv.
17Þá hugsaði þerna þín með sjálfri sér: ,Orð míns herra konungsins skulu verða mér til fróunar, því að minn herra konungurinn líkist í því engli Guðs, að hann hlýðir á gott og illt.` Og Drottinn Guð þinn sé með þér.``
17Og så tenkte din tjenerinne: Gid min herre kongens ord måtte bli mig til trøst, for min herre kongen er som en Guds engel til å høre både på godt og ondt! Så være da Herren din Gud med dig!
18Þá svaraði konungur og sagði við konuna: ,,Leyn þú mig engu, er ég vil spyrja þig.`` Konan svaraði: ,,Tala þú, minn herra konungur!``
18Da tok kongen til orde og sa til kvinnen: Dølg ikke for mig det som jeg nu vil spørre dig om! Kvinnen sa: Tal, herre konge!
19Þá mælti konungur: ,,Er ekki Jóab í ráðum með þér um allt þetta?`` Konan svaraði og sagði: ,,Svo sannarlega sem þú lifir, minn herra konungur, er eigi unnt að fara utan um nokkuð af því, sem minn herra konungurinn hefir sagt, hvorki til hægri né vinstri handar. Það var einmitt þjónn þinn Jóab, sem bauð mér þetta, og hann lagði þernu þinni öll þessi orð í munn.
19Da sa kongen: Har ikke Joab sin hånd med i alt dette? Kvinnen svarte: Så sant du lever, herre konge: Ingen kan komme utenom noget av det min herre kongen taler, hverken til høire eller venstre. Det var din tjener Joab som påla mig dette og la alle disse ord i din tjenerinnes munn.
20Jóab þjónn þinn hefir gjört þetta til þess að láta málið líta öðruvísi út, en herra minn jafnast við engil Guðs að visku, svo að hann veit allt, sem við ber á jörðinni.``
20For å gi saken et annet utseende har din tjener Joab gjort dette; men min herre er vis, som en Guds engel i visdom, så han vet alt som hender på jorden.
21Þá sagði konungur við Jóab: ,,Gott og vel, ég skal gjöra það. Far þú og sæk þú sveininn Absalon.``
21Derefter sa kongen til Joab: Vel! jeg skal gjøre så*! Ta nu avsted og før den unge mann Absalom tilbake! / {* d.e. opfylle ditt ønske.}
22Þá féll Jóab fram á andlit sitt til jarðar og laut konungi og kvaddi hann og mælti: ,,Nú veit þjónn þinn, að ég hefi fundið náð í augum míns herra konungsins, þar sem konungurinn hefir látið að orðum þjóns síns.``
22Da kastet Joab sig ned med ansiktet mot jorden og velsignet kongen, og han sa: Idag skjønner din tjener at jeg har funnet nåde for dine øine, herre konge, siden kongen vil gjøre efter sin tjeners ord.
23Síðan lagði Jóab af stað og fór til Gesúr og hafði Absalon aftur heim með sér til Jerúsalem.
23Så gjorde Joab sig rede og drog til Gesur og førte Absalom til Jerusalem.
24En konungur sagði: ,,Fari hann heim til sín, en fyrir mín augu skal hann ekki koma.`` Þá fór Absalon heim til sín og kom ekki fyrir augu konungs.
24Men kongen sa: La ham ta hjem til sitt eget hus, men han skal ikke komme for mine øine. Så tok Absalom hjem til sitt eget hus og kom ikke for kongens øine.
25Í öllum Ísrael var enginn maður eins fríður og Absalon, og fór mikið orð af því. Frá hvirfli til ilja voru engin lýti á honum.
25Men så fager en mann som Absalom fantes det ikke i hele Israel, ingen som blev prist så høit; fra fotsåle til isse fantes det ikke lyte på ham.
26Og þegar hann lét skera hár sitt, _ en hann lét jafnan skera það á árs fresti, af því að það varð honum svo þungt, að hann hlaut að láta skera það _, þá vó hárið af höfði hans tvö hundruð sikla á konungsvog.
26Og når han klippet håret på sitt hode - og det gjorde han hver gang året var til ende, fordi håret blev ham for tungt, og han måtte klippe det - så veide han sitt hår, og det veide to hundre sekel efter kongens vekt.
27Og Absalon fæddust þrír synir og ein dóttir, er Tamar hét. Hún var kona fríð sýnum.
27Absalom fikk tre sønner og én datter som hette Tamar; hun var en fager kvinne.
28Absalon var svo tvö ár í Jerúsalem, að hann kom ekki fyrir augu konungs.
28Absalom bodde i Jerusalem i to år men kom ikke for kongens øine.
29Þá sendi hann boð til Jóabs þess erindis, að hann færi til konungs, en Jóab vildi ekki koma til hans. Sendi hann þá í annað sinn, en hann vildi ekki koma.
29Så sendte Absalom bud til Joab for å få ham til å gå til kongen, men han vilde ikke komme til ham; og han sendte bud ennu en gang, men han vilde ikke komme da heller.
30Þá sagði Absalon við þjóna sína: ,,Sjáið, Jóab á akur áfastan við minn og þar hefir hann bygg. Farið og kveikið í honum.`` Og þjónar Absalons kveiktu í akrinum.
30Da sa han til sine tjenere: Se, her ved siden av mig har Joab et jordstykke, og der har han bygg; gå og sett ild på det! Og Absaloms tjenere satte ild på jordstykket.
31Þá fór Jóab af stað og kom í hús Absalons og sagði við hann: ,,Hví hafa þjónar þínir kveikt í akri mínum?``
31Da stod Joab op og gikk til Absaloms hus, og han sa til ham: Hvorfor har dine tjenere satt ild på det jordstykke som hører mig til?
32Absalon sagði við Jóab: ,,Sjá, ég sendi boð til þín og lét segja: ,Kom þú hingað og vil ég senda þig til konungs með þessa orðsending: Til hvers kom ég frá Gesúr? Betra væri mér að vera þar enn. En nú vil ég fá að koma fyrir augu konungs. Sé ég sekur, þá drepi hann mig.```Þá gekk Jóab fyrir konung og sagði honum þetta. Lét hann þá kalla Absalon, og gekk hann fyrir konung og laut á andlit sitt til jarðar fyrir konungi. Og konungur kyssti Absalon.
32Absalom svarte: Jeg sendte jo bud til dig og bad dig komme hit, så jeg kunde sende dig til kongen og si ham fra mig: Hvorfor er jeg kommet hit fra Gesur? Det hadde vært bedre for mig om jeg ennu var der. Og nu vil jeg komme for kongens øine, og er det nogen brøde hos mig, så får han drepe mig.
33Þá gekk Jóab fyrir konung og sagði honum þetta. Lét hann þá kalla Absalon, og gekk hann fyrir konung og laut á andlit sitt til jarðar fyrir konungi. Og konungur kyssti Absalon.
33Da gikk Joab inn til kongen og sa det til ham, og han kalte Absalom til sig, og han kom inn til kongen; og han kastet sig på sitt ansikt til jorden for kongen, og kongen kysset Absalom.