1Eftir þetta bar það til, að Absalon fékk sér vagna og hesta og fimmtíu menn, sem fyrir honum hlupu.
1Nogen tid efter la Absalom sig til vogn og hester og femti mann som løp foran ham.
2Og hann lagði það í vana sinn að nema staðar snemma morguns við veginn, sem lá inn að borgarhliðinu. Og hann kallaði á hvern þann mann, er í máli átti og fyrir því leitaði á konungs fund til þess að fá úrskurð hans, og mælti: ,,Frá hvaða borg ert þú?`` Og segði hann: ,,Þjónn þinn er af einni ættkvísl Ísraels,``
2Og Absalom pleide å stå tidlig op og stille sig ved siden av veien til porten; og så ofte det kom en mann som hadde en sak han vilde føre frem for kongen og få dom i, kalte Absalom på ham og spurte: Hvilken by er du fra? Når han så svarte: Din tjener er fra den og den av Israels stammer,
3þá sagði Absalon við hann: ,,Sjá, málefni þitt er gott og rétt, en konungur hefir engan sett, er veiti þér áheyrn.``
3sa Absalom til ham: Din sak er god og rett; men hos kongen er det ingen som hører på dig.
4Og Absalon sagði: ,,Ég vildi óska að ég væri skipaður dómari í landinu, svo að hver maður, sem ætti í þrætu eða hefði mál að sækja, gæti komið til mín. Þá skyldi ég láta hann ná rétti sínum.``
4Så sa Absalom: Bare de vilde sette mig til dommer i landet! Da skulde hver mann som hadde en trette eller sak, komme til mig, og jeg skulde hjelpe ham til sin rett.
5Og þegar einhver kom til hans til þess að lúta honum, rétti hann fram höndina, dró hann að sér og kyssti hann.
5Og når nogen gikk frem og vilde bøie sig for ham, rakte han ut sin hånd og tok fatt i ham og kysset ham.
6Svo gjörði Absalon við alla Ísraelsmenn, þá er leituðu á konungs fund til þess að fá úrskurð hans. Og þann veg stal Absalon hjörtum Ísraelsmanna.
6Således gjorde Absalom med hele Israel når de kom til kongen for å få dom, og Absalom stjal Israels menns hjerte.
7Og það bar til fjórum árum síðar, að Absalon sagði við konung: ,,Leyf mér að fara og efna heit mitt í Hebron, það er ég hefi gjört Drottni.
7Da det nu var gått fire år, sa Absalom til kongen: La mig få dra til Hebron og innfri det løfte jeg har gjort Herren!
8Því að þjónn þinn gjörði svolátandi heit, þá er hann dvaldist í Gesúr á Sýrlandi: ,Ef Drottinn flytur mig aftur til Jerúsalem, þá skal ég þjóna Drottni.```
8For din tjener gjorde et løfte dengang jeg bodde i Gesur i Syria, og sa: Fører Herren mig tilbake igjen til Jerusalem, så vil jeg ofre til Herren.
9Konungur svaraði honum: ,,Far þú í friði!`` Lagði hann þá af stað og fór til Hebron.
9Kongen svarte: Gå i fred! Så gjorde han sig rede og drog til Hebron.
10En Absalon gjörði menn á laun til allra ættkvísla Ísraels með svolátandi orðsending: ,,Þegar þér heyrið lúðurhljóm, þá segið: ,Absalon er konungur orðinn í Hebron!```
10Og Absalom sendte speidere omkring i alle Israels stammer og sa: Når I hører basunen lyde, så skal I si: Absalom er blitt konge i Hebron.
11Með Absalon fóru tvö hundruð manns úr Jerúsalem, er hann kvaddi til farar með sér. Fóru þeir í grandleysi og vissu ekki, hvað undir bjó.
11Sammen med Absalom gikk to hundre menn fra Jerusalem, som var innbudt, og som gikk med i all troskyldighet og ikke visste av nogen ting.
12Og er Absalon var að fórnum, sendi hann eftir Akítófel Gílóníta, ráðgjafa Davíðs, til Gíló, ættborgar hans. Og samsærið magnaðist og æ fleiri og fleiri menn gengu í lið með Absalon.
12Og mens Absalom bar frem offerne, hentet han gilonitten Akitofel, Davids rådgiver, fra hans by Gilo. Og sammensvergelsen blev sterk, og det samlet sig flere og flere folk hos Absalom.
13Nú komu menn til Davíðs og sögðu honum: ,,Hugur Ísraelsmanna hefir snúist til Absalons.``
13Så kom det nogen med bud til David og sa: Hver manns hjerte i Israel henger ved Absalom.
14Þá sagði Davíð við alla þjóna sína, þá er með honum voru í Jerúsalem: ,,Af stað! Vér skulum flýja, því að öðrum kosti munum vér ekki komast undan Absalon. Hraðið yður, svo að hann komi ekki skyndilega og nái oss, færi oss ógæfu að höndum og taki borgina herskildi.``
14Da sa David til alle sine menn som var hos ham i Jerusalem: Kom, la oss flykte! Ellers kan vi ikke berge oss for Absalom. Skynd eder avsted, så ikke han skal skynde sig og nå oss og føre ulykke over oss og slå byen med sverdets egg.
15Þjónar konungs svöruðu honum: ,,Alveg eins og minn herra konungurinn vill, sjá, vér erum þjónar þínir.``
15Kongens tjenere svarte: Alt hvad du vil, herre konge, er dine tjenere rede til å gjøre.
16Þá lagði konungur af stað og allt hans hús með honum. En konungur lét tíu hjákonur eftir verða til þess að gæta hússins.
16Så tok kongen ut, og hele hans hus fulgte ham; bare ti medhustruer lot kongen bli tilbake for å ta vare på huset.
17Konungur lagði af stað og allir þjónar hans með honum. Og þeir námu staðar við ysta húsið,
17Så tok da kongen ut, og alt folket fulgte ham, og de stanset ved det siste hus.
18en allt fólkið og allir Kretar og Pletar gengu fram hjá honum. Enn fremur gengu allir menn Íttaís frá Gat, sex hundruð manns, er komnir voru með honum frá Gat, fram hjá í augsýn konungs.
18Og alle hans menn og hele livvakten drog frem ved siden av ham, og alle gittittene, seks hundre mann som hadde fulgt ham fra Gat, drog frem foran kongen.
19Þá sagði konungur við Íttaí frá Gat: ,,Hvers vegna fer þú og með oss? Snú aftur og ver með hinum konunginum, því að þú ert útlendingur og meira að segja útlægur gjör úr átthögum þínum.
19Da sa kongen til gittitten Ittai: Hvorfor går du og med oss? Vend tilbake og bli hos kongen! For du er en fremmed og tilmed bortført fra ditt hjemsted.
20Þú komst í gær, og í dag ætti ég að fá þig til að reika um með oss, þar sem ég verð að fara þangað sem verkast vill. Snú þú aftur og haf með þér sveitunga þína. Drottinn mun auðsýna þér miskunn og trúfesti.``
20Igår kom du, og idag skulde jeg la dig vanke om med oss, jeg som ikke vet hvor min vei kan falle. Vend tilbake og før dine brødre tilbake med dig, og Guds miskunnhet og trofasthet være med eder!
21En Íttaí svaraði konungi: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir, og svo sannarlega sem minn herra konungurinn lifir: Á þeim stað, sem minn herra konungurinn verður _ hvort sem það verður til dauða eða lífs, _ þar mun og þjónn þinn verða.``
21Men Ittai svarte kongen og sa: Så sant Herren lever, og så sant min herre kongen lever: Der hvor min herre kongen er, enten det bærer til død eller til liv, der og intet annet sted vil din tjener være.
22Þá sagði Davíð við Íttaí: ,,Jæja, far þú þá fram hjá.`` Þá fór Íttaí frá Gat fram hjá og allir hans menn og öll börnin, sem með honum voru.
22Da sa David til Ittai: Vel, så dra med oss! Så drog gittitten Ittai frem med alle sine menn og alle de barn han hadde med sig.
23En allt landið grét hástöfum, meðan allt fólkið gekk fram hjá. En konungur stóð í Kídrondal, meðan allt fólkið gekk fram hjá honum í áttina til olíutrésins, sem er í eyðimörkinni.
23Og hele landet gråt høit, da alt folket drog frem, og kongen gikk over bekken Kidron, og alt folket gikk og over og tok veien bortimot ørkenen.
24Þar var og Sadók, og Abjatar og allir levítarnir með honum. Báru þeir sáttmálsörk Guðs. Og þeir settu niður örk Guðs, uns allur lýðurinn úr borginni var kominn fram hjá.
24Da kom også Sadok med alle levittene; de bar Guds pakts-ark, og de satte Guds ark ned, og på samme tid gikk Abjatar op*, inntil alt folket hadde draget ut av byen. / {* til Oljeberget.}
25Og konungur sagði við Sadók: ,,Flyt þú örk Guðs aftur inn í borgina. Finni ég náð í augum Drottins, mun hann leiða mig heim aftur og láta mig sjá sjálfan sig og bústað sinn.
25Da sa kongen til Sadok: Før Guds ark tilbake til byen! Finner jeg nåde for Herrens øine, så fører han mig tilbake og lar mig se den og dens bolig;
26En ef hann hugsar svo: ,Ég hefi ekki þóknun á þér,` _ þá er ég hér, gjöri hann við mig sem honum gott þykir.``
26men dersom han sier således: Jeg har ikke velbehag i dig - så er jeg her; han får gjøre med mig som han synes!
27Þá mælti konungur við Sadók höfuðprest: ,,Far þú aftur til borgarinnar í friði og Akímaas sonur þinn og Jónatan sonur Abjatars _ báðir synir ykkar með ykkur.
27Og kongen sa til presten Sadok: Forstår du mig? Vend tilbake til byen i fred, og din sønn Akima'as og Abjatars sønn Jonatan - begge eders sønner - skal være med eder!
28Hyggið að! Ég ætla að hafast við hjá vöðunum í eyðimörkinni, þar til er mér kemur frá yður tíðindasögn.``
28Husk på at jeg vil dryge på moene i ørkenen inntil det kommer et ord fra eder med budskap til mig.
29Síðan fluttu þeir Sadók og Abjatar örk Guðs aftur til Jerúsalem og dvöldust þar.
29Så førte Sadok og Abjatar Guds ark tilbake til Jerusalem, og de blev der.
30Davíð gekk upp Olíufjallið. Fór hann grátandi og huldu höfði. Hann gekk berfættur, og allt fólkið, sem með honum var, huldi höfuð sín og gekk grátandi.
30Men David gikk gråtende opefter Oljeberget med tilhyllet hode og barfotet, og alt folket som var med ham, hadde og tilhyllet sine hoder og gikk gråtende opover.
31Og er Davíð bárust þau tíðindi, að Akítófel væri meðal þeirra, er samsærið höfðu gjört við Absalon, þá sagði Davíð: ,,Gjör þú, Drottinn, ráð Akítófels að heimsku.``
31Da David fikk bud om at Akitofel var blandt de sammensvorne hos Absalom, sa han: Gjør Akitofels råd til dårskap, Herre!
32En er Davíð var kominn efst upp á fjallið, þar sem menn voru vanir að tilbiðja Guð, þá mætti honum Húsaí Arkíti í rifnum kyrtli og með mold á höfði sér.
32Da nu David kom til toppen, hvor han vilde tilbede Gud, fikk han se arkitten Husai som kom ham i møte med sønderrevet kjortel og jord på sitt hode.
33Davíð sagði við hann: ,,Farir þú með mér, verður þú mér til þyngsla.
33David sa til ham: Dersom du drar videre med mig, vil du bare bli til byrde for mig;
34En ef þú fer aftur til borgarinnar og segir við Absalon: ,Þér vil ég þjóna, konungur. Föður þínum hefi ég áður þjónað, en nú vil ég þjóna þér,` _ þá getur þú ónýtt ráð Akítófels fyrir mig.
34men dersom du vender tilbake til byen og sier til Absalom: Jeg vil være din tjener, konge! Jeg har før vært din fars tjener, men nu vil jeg være din tjener - så vil du gjøre Akitofels råd til intet for mig.
35Þar hefir þú hjá þér prestana Sadók og Abjatar. Allt sem þú fréttir úr konungshöllinni, skalt þú segja prestunum Sadók og Abjatar.
35Der har du jo og prestene Sadok og Abjatar hos dig. Alt du får høre fra kongens hus, skal du melde prestene Sadok og Abjatar.
36Þeir hafa þar hjá sér báða sonu sína, Sadók Akímaas og Abjatar Jónatan. Látið þá færa mér öll þau tíðindi, sem þér fáið.``Síðan fór Húsaí, stallari Davíðs, til borgarinnar. Absalon fór og til Jerúsalem.
36Begge deres sønner, Akima'as, Sadoks sønn, og Jonatan, Abjatars sønn, er der hos dem; med dem skal I sende mig bud om alt det I får høre.
37Síðan fór Húsaí, stallari Davíðs, til borgarinnar. Absalon fór og til Jerúsalem.
37Så kom da Husai, Davids venn, til byen, og på samme tid kom også Absalom til Jerusalem.