Icelandic

Norwegian

Acts

16

1Hann kom til Derbe og Lýstru. Þar var lærisveinn nokkur, Tímóteus að nafni, sonur trúaðrar konu af Gyðinga ætt, en faðir hans var grískur.
1Han kom da til Derbe og Lystra, og se, der var en disippel ved navn Timoteus, sønn av en jødisk kvinne som hadde tatt ved troen, og av en gresk far;
2Bræðurnir í Lýstru og Íkóníum báru honum gott orð.
2han hadde godt lov av brødrene i Lystra og Ikonium.
3Páll vildi hafa hann með sér og umskar hann sökum Gyðinga, er voru í þeim byggðum, því að allir vissu þeir, að faðir hans var grískur.
3Ham vilde Paulus ha med sig på reisen, og han tok og omskar ham for de jøders skyld som var på de steder; for de visste alle at hans far var greker.
4Þeir fóru nú um borgirnar, fluttu mönnum þær ályktanir, sem postularnir og öldungarnir í Jerúsalem höfðu samþykkt, og buðu að varðveita þær.
4Efter som de nu drog fra by til by, påla de brødrene å holde de bud som var vedtatt av apostlene og de eldste i Jerusalem.
5En söfnuðirnir styrktust í trúnni og urðu fjölmennari dag frá degi.
5Så blev da menighetene styrket i troen, og vokste i tall for hver dag.
6Þeir fóru um Frýgíu og Galataland, því heilagur andi varnaði þeim að boða orðið í Asíu.
6De drog nu igjennem Frygia og det galatiske land, fordi de blev hindret av den Hellige Ånd fra å tale ordet i Asia;
7Og sem þeir voru komnir að Mýsíu, reyndu þeir að fara til Biþýníu, en andi Jesú leyfði það eigi.
7og da de var kommet bortimot Mysia, prøvde de på å fare til Bitynia, men Jesu Ånd gav dem ikke lov;
8Þeir fóru þá um Mýsíu og komu niður til Tróas.
8så drog de da utenom Mysia og drog ned til Troas.
9Um nóttina birtist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur stóð hjá honum og bað hann: ,,Kom yfir til Makedóníu og hjálpa oss!``
9Og et syn viste sig om natten for Paulus: Det stod en mann fra Makedonia og bad ham og sa: Kom over til Makedonia og hjelp oss!
10En jafnskjótt og hann hafði séð þessa sýn, leituðum vér færis að komast til Makedóníu, þar sem vér skildum, að Guð hafði kallað oss til þess að flytja þeim fagnaðarerindið.
10Da han hadde sett synet, søkte vi straks å dra over til Makedonia; vi kunde skjønne at Herren hadde kalt oss til å forkynne evangeliet for dem.
11Nú lögðum vér út frá Tróas og sigldum beint til Samóþrake, en næsta dag til Neapólis
11Vi seilte da ut fra Troas og styrte rett frem til Samotrake, og den næste dag til Neapolis,
12og þaðan til Filippí. Hún er helsta borg í þessum hluta Makedóníu, rómversk nýlenda. Í þeirri borg dvöldumst vér nokkra daga.
12og derfra til Filippi, som er den første by i den del av Makedonia og en romersk koloni; der i byen blev vi da nogen tid.
13Hvíldardaginn gengum vér út fyrir hliðið að á einni, en þar hugðum vér vera bænastað. Settumst vér niður og töluðum við konurnar, sem voru þar saman komnar.
13På sabbatsdagen gikk vi utenfor porten, til en elv hvor de pleide å samles til bønn, og vi satte oss der og talte til de kvinner som var kommet sammen.
14Kona nokkur guðrækin úr Þýatíruborg, Lýdía að nafni, er verslaði með purpura, hlýddi á. Opnaði Drottinn hjarta hennar, og hún tók við því, sem Páll sagði.
14Og der var en kvinne ved navn Lydia, en purpur-kremmerske fra byen Tyatira, som dyrket Gud efter jødenes tro; hun hørte på, og Herren oplot hennes hjerte, så hun gav akt på det som blev talt av Paulus.
15Hún var skírð og heimili hennar og hún bað oss: ,,Gangið inn í hús mitt og dveljist þar, fyrst þér teljið mig trúa á Drottin.`` Þessu fylgdi hún fast fram.
15Da nu hun og hennes hus var blitt døpt, bad hun oss og sa: Så sant I holder mig for å være en som tror på Herren, så kom inn i mitt hus og ta ophold der! Og hun nødde oss.
16Eitt sinn, er vér gengum til bænastaðarins, mætti oss ambátt nokkur, sem hafði spásagnaranda og aflaði húsbændum sínum mikils gróða með því að spá.
16Men det skjedde engang vi drog ut til bedestedet, at vi møtte en trælkvinne som hadde en spådomsånd, og som hjalp sine herrer til stor inntekt ved å spå.
17Hún elti Pál og oss og hrópaði: ,,Menn þessir eru þjónar Guðs hins hæsta, og boða þeir yður veg til hjálpræðis!``
17Hun fulgte efter Paulus og oss og ropte: Disse mennesker er den høieste Guds tjenere, som forkynner eder frelsens vei.
18Þetta gjörði hún dögum saman. Páli féll það illa. Loks sneri hann sér við og sagði við andann: ,,Ég býð þér í nafni Jesú Krists að fara út af henni.`` Og hann fór út á samri stundu.
18Dette gjorde hun i mange dager. Da harmedes Paulus og vendte sig om og sa til ånden: Jeg byder dig i Jesu Kristi navn å fare ut av henne! Og den fór ut i samme stund.
19Nú sem húsbændur hennar sáu, að þar fór ábatavon þeirra, gripu þeir Pál og Sílas og drógu þá á torgið fyrir valdsmennina.
19Men da hennes herrer så at deres håp om inntekt var ute, tok de fatt på Paulus og Silas og slepte dem avsted til torvet for å stille dem for retten,
20Þeir færðu þá til höfuðsmannanna og sögðu: ,,Menn þessir gjöra mestu óspektir í borg vorri. Þeir eru Gyðingar
20og de førte dem frem for styresmennene og sa: Disse mennesker forstyrrer rent vår by; de er jøder,
21og boða siði, sem oss, rómverskum mönnum, leyfist hvorki að þýðast né fylgja.``
21og forkynner skikker som vi ikke har lov til å ta imot eller leve efter, vi som er romere.
22Múgurinn réðst og gegn þeim, og höfuðsmennirnir létu fletta þá klæðum og skipuðu að húðstrýkja þá.
22Folket reiste sig også imot dem; styresmennene rev da klærne av dem og lot dem hudstryke,
23Og er þeir höfðu lostið þá mörg högg, vörpuðu þeir þeim í fangelsi og buðu fangaverðinum að gæta þeirra vandlega.
23og da de hadde gitt dem mange slag, kastet de dem i fengsel, og bød fangevokteren å passe godt på dem.
24Þegar hann hafði fengið slíka skipun, varpaði hann þeim í innsta fangelsið og felldi stokk á fætur þeim.
24Da han hadde fått dette bud, kastet han dem i det innerste fangerum og satte deres føtter fast i stokken.
25Um miðnætti báðust þeir Páll og Sílas fyrir og lofsungu Guði, en bandingjarnir hlustuðu á þá.
25Men ved midnattstid holdt Paulus og Silas bønn og sang lovsanger til Gud, og fangene hørte på dem.
26Þá varð skyndilega landskjálfti mikill, svo að grunnur fangelsisins riðaði. Jafnskjótt opnuðust allar dyr, og fjötrarnir féllu af öllum.
26Da kom det med ett et sterkt jordskjelv, så fengslets grunnvoller rystet, og straks sprang alle dører op, og alles lenker løstes.
27Fangavörðurinn vaknaði við, og er hann sá fangelsisdyrnar opnar, dró hann sverð sitt og vildi fyrirfara sér, þar eð hann hugði fangana flúna.
27Fangevokteren fór da op av søvne, og da han så fengslets dører åpne, drog han et sverd og vilde drepe sig, fordi han trodde at fangene var rømt.
28Þá kallaði Páll hárri raustu: ,,Gjör þú sjálfum þér ekkert mein, vér erum hér allir!``
28Men Paulus ropte med høi røst: Gjør dig ikke noget ondt! vi er her alle.
29En hann bað um ljós, stökk inn og féll óttasleginn til fóta Páli og Sílasi.
29Han bad da om lys og sprang inn, og han falt skjelvende ned for Paulus og Silas.
30Síðan leiddi hann þá út og sagði: ,,Herrar mínir, hvað á ég að gjöra til að verða hólpinn?``
30Og han førte dem utenfor og sa: Herrer! hvad skal jeg gjøre for å bli frelst?
31En þeir sögðu: ,,Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.``
31De sa da: Tro på den Herre Jesus, sa skal du bli frelst, du og ditt hus!
32Og þeir fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans.
32Og de talte Herrens ord til ham og til alle som var i hans hus
33Á þessari sömu næturstund tók hann þá með sér og laugaði meiðsli þeirra eftir höggin, og var hann þegar skírður og allt hans fólk.
33Så tok han dem til sig i samme time på natten og vasket dem efter slagene, og straks blev han døpt med alle sine,
34Síðan fór hann með þá upp í hús sitt, bar þeim mat, og var hann og allt heimafólk hans fagnandi yfir því að hafa tekið trú á Guð.
34og han førte dem op i sitt hus og satte et bord for dem, og frydet sig, efterat han med hele sitt hus var kommet til troen på Gud.
35Þegar dagur rann, sendu höfuðsmennirnir vandsveina og sögðu: ,,Lát þú menn þessa lausa.``
35Da det nu var blitt dag, sendte styresmennene bud med sine tjenere: Gi disse mennesker fri!
36Fangavörðurinn flutti Páli þessi orð: ,,Höfuðsmennirnir hafa sent boð um, að þið skuluð látnir lausir. Gangið nú út og farið í friði.``
36Fangevokteren fortalte da disse ord til Paulus: Styresmennene har sendt bud at I skal gis fri; så gå nu ut og dra bort i fred!
37En Páll sagði við þá: ,,Þeir hafa opinberlega látið húðstrýkja okkur, rómverska menn, án dóms og laga og varpa í fangelsi, og nú ætla þeir leynilega að hleypa okkur út. Ég held nú síður. Þeir skulu koma sjálfir og leiða okkur út.``
37Men Paulus sa til dem: De har hudstrøket oss for alles øine, uten lov og dom, vi som er romerske borgere; så har de kastet oss i fengsel, og nu jager de oss lønnlig bort? Nei, la dem selv komme og føre oss ut!
38Vandsveinarnir fluttu höfuðsmönnunum þessi orð. En þeir urðu hræddir, er þeir heyrðu, að þeir væru rómverskir,
38Tjenerne meldte disse ord til styresmennene; da blev de redde, da de fikk høre at de var romerske borgere,
39og komu og friðmæltust við þá, leiddu þá út og báðu þá að fara burt úr borginni.Þegar þeir voru komnir út úr fangelsinu, fóru þeir heim til Lýdíu, fundu bræðurna og hughreystu þá. Síðan héldu þeir af stað.
39og de kom og gav dem gode ord, og førte dem ut og bad dem fare fra byen.
40Þegar þeir voru komnir út úr fangelsinu, fóru þeir heim til Lýdíu, fundu bræðurna og hughreystu þá. Síðan héldu þeir af stað.
40Så gikk de da ut av fengslet og gikk inn til Lydia, og efterat de hadde sett brødrene og formant dem, drog de avsted.