1Þegar þú sér naut eða sauð bróður þíns á slæðingi, þá skalt þú ekki ganga fram hjá þeim, heldur skalt þú reka þau aftur til bróður þíns.
1Dersom du ser din brors okse eller lam fare vill, skal du ikke dra dig unda; du skal føre dem tilbake til din bror.
2En ef bróðir þinn býr eigi í grennd við þig eða ef þú þekkir hann ekki, þá skalt þú taka það heim til þín og hafa hjá þér, uns bróðir þinn leitar þess. Þá skalt þú fá honum það aftur.
2Men dersom din bror ikke bor i nærheten av dig, eller du ikke vet hvem det er, da skal du ta dem hjem til dig, og de skal være hos dig, til din bror spør efter dem; da skal du gi ham dem tilbake.
3Eins skalt þú og fara með asna hans, og eins skalt þú fara með klæðnað hans, og eins skalt þú fara með hvern þann týndan hlut, er bróðir þinn hefir misst og þú fundið. Þú mátt eigi leiða það hjá þér.
3Det samme skal du gjøre med hans asen og med hans klær og med alt hvad din bror har tapt - det som er kommet bort for ham, og som du finner; du har ikke lov til å dra dig unda.
4Ef þú sér asna eða uxa bróður þíns liggja afvelta á veginum, þá skalt þú ekki ganga fram hjá þeim. Þú skalt vissulega hjálpa honum til að reisa þá á fætur.
4Dersom du ser din brors asen eller okse ligge over ende på veien, skal du ikke dra dig unda; du skal hjelpe ham med å reise dem op.
5Eigi skal kona ganga í karlmannsbúningi og eigi skal karlmaður fara í kvenmannsföt, því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni Guði þínum andstyggilegur.
5En kvinne skal ikke ha mannsklær på sig, og en mann skal ikke klæ sig i kvinneklær; hver den som gjør så, er en vederstyggelighet for Herren din Gud.
6Ef fuglshreiður verður fyrir þér á leið þinni, uppi í tré eða á jörðinni, með ungum í eða eggjum, og móðirin liggur á ungunum eða eggjunum, þá skalt þú ekki taka móðurina ásamt ungunum.
6Når du på veien treffer på et fuglerede i et tre eller på jorden, med unger eller egg i, og moren ligger på ungene eller på eggene, da skal du ikke ta både moren og ungene;
7Þú skalt sleppa móðurinni, en taka ungana eina, til þess að þér vegni vel og þú lifir langa ævi.
7du skal la moren flyve, men ungene kan du ta; da skal det gå dig vel, og du skal leve lenge.
8Þegar þú reisir nýtt hús, skalt þú gjöra brjóstrið allt í kring uppi á þakinu, svo að ekki bakir þú húsi þínu blóðsekt, ef einhver kynni að detta ofan af því.
8Når du bygger et nytt hus, så skal du gjøre et rekkverk om taket, forat du ikke skal føre blodskyld over ditt hus om nogen faller ned derfra.
9Þú skalt eigi sá víngarð þinn tvenns konar sæði, svo að allt falli ekki undir helgidóminn, sæðið, sem þú sáir, og eftirtekjan af víngarðinum.
9Du skal ikke så noget i din vingård, forat ikke hele avlingen, både det du har sådd, og frukten av vingården, skal hjemfalle til helligdommen.
10Þú skalt ekki plægja með uxa og asna saman.
10Du skal ikke pløie med en okse og et asen for samme plog.
11Þú skalt ekki fara í föt, sem ofin eru af tvenns konar efni, af ull og hör saman.
11Du skal ikke gå med klær av ulikt tøi, ull og lin sammen.
12Þú skalt gjöra þér skúfa á fjögur skaut skikkju þinnar, þeirrar er þú sveipar um þig.
12Du skal gjøre dig dusker på de fire kanter av din kappe, som du dekker dig med.
13Nú gengur maður að eiga konu, en fær óbeit á henni, er hann hefir samrekkt henni,
13Når en mann tar sig en hustru og går inn til henne, men siden får uvilje mot henne
14og ber á hana svívirðilegar sakir og ófrægir hana og segir: ,,Ég gekk að eiga þessa konu, en er ég kom nærri henni, fann ég ekki meydómsmerki hjá henni,``
14og skylder henne for skammelige ting og fører ondt rykte ut om henne og sier: Denne kvinne tok jeg til ekte og holdt mig nær til henne, men fant at hun ikke var jomfru,
15þá skulu foreldrar stúlkunnar taka meydómsmerki hennar og fara með þau til öldunga borgarinnar í borgarhliðið,
15da skal pikens far og mor ta tegnet på hennes jomfrudom og ha med sig ut til porten, til byens eldste.
16og faðir stúlkunnar skal segja við öldungana: ,,Dóttur mína gaf ég þessum manni að eiginkonu, en hann hefir óbeit á henni.
16Og pikens far skal si til de eldste: Jeg gav denne mann min datter til hustru, men nu har han fått uvilje mot henne,
17Nú ber hann svívirðilegar sakir á hana og segir: ,Ég fann eigi meydómsmerki hjá dóttur þinni.` En hér eru sannanir fyrir meydómi dóttur minnar!`` Og þau skulu breiða út rekkjuklæðið í augsýn öldunga borgarinnar.
17og så skylder han henne for skammelige ting og sier: Jeg fant at din datter ikke var jomfru; men her er tegnet på min datters jomfrudom. Så skal de bre ut klædet for de eldste i byen.
18Og öldungar borgarinnar skulu taka manninn og refsa honum,
18Og de eldste i byen skal ta mannen og gi ham hugg
19og þeir skulu gjöra bætur á hendur honum, hundrað sikla silfurs, og greiða þá föður stúlkunnar, fyrir það að hann ófrægði mey í Ísrael. Og hún skal vera kona hans, honum skal eigi heimilt að skilja við hana alla ævi sína.
19og ilegge ham en bot på hundre sekel sølv og gi dem til pikens far, fordi han førte ondt rykte ut om en jomfru i Israel, og hun skal være hans hustru; han må ikke skille sig fra henne så lenge han lever.
20En ef það reynist satt, og sönnur verða eigi á það færðar að stúlkan hafi hrein mey verið,
20Men var det sant, var piken ikke jomfru,
21þá skal fara með stúlkuna að húsdyrum föður hennar, og borgarmenn skulu lemja hana grjóti til bana, því að hún hefir framið óhæfuverk í Ísrael, með því að hórast í föðurgarði. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.
21da skal de føre henne ut foran døren til hennes fars hus, og mennene i hennes by skal stene henne til døde, fordi hun har gjort en skammelig gjerning i Israel og drevet hor i sin fars hus; således skal du rydde det onde bort av din midte.
22Ef maður er staðinn að því að liggja hjá konu annars manns, þá skulu þau bæði deyja, maðurinn, sem lá hjá konunni, og konan sjálf. Þannig skalt þú útrýma hinu illa úr Ísrael.
22Når en mann gripes i å ligge hos en gift kvinne, så skal de begge dø, både mannen som lå hos kvinnen, og kvinnen selv; således skal du rydde det onde bort av Israel.
23Nú er mey manni föstnuð, og karlmaður hittir hana innan borgar og leggst með henni,
23Når en pike som er jomfru, er trolovet med en mann, og en annen mann treffer henne i byen og ligger hos henne,
24þá skuluð þér leiða þau bæði að borgarhliðinu og lemja þau grjóti til bana, stúlkuna vegna þess að hún kallaði ekki, þó að hún væri inni í borginni, og manninn vegna þess að hann spjallaði konu náunga síns. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.
24så skal I føre dem begge ut til byens port og stene dem til døde, piken fordi hun ikke skrek om hjelp i byen, og mannen fordi han krenket sin næstes hustru; således skal du rydde det onde bort av din midte.
25En ef maðurinn hittir föstnuðu stúlkuna úti á víðavangi, og hann tekur hana með valdi og leggst með henni, þá skal maðurinn einn deyja, sá er með henni lagðist.
25Men dersom en mann treffer en trolovet pike ute på marken, og han holder fast på henne og ligger hos henne, da skal bare mannen som lå hos henne, dø.
26En stúlkunni skalt þú ekkert gjöra. Hún hefir ekki framið neitt það, sem dauða sé vert, því að hér stóð eins á og þegar maður ræðst á náunga sinn og drepur hann.
26Men piken skal du ikke gjøre noget, hun har ingen dødsskyld; for med denne sak har det sig på samme måte som når en overfaller sin næste og slår ham ihjel;
27Því að þar sem hann hitti hana úti á víðavangi, kann fastnaða stúlkan að hafa kallað, en enginn verið við til að hjálpa henni.
27han traff den trolovede pike ute på marken, hun skrek, men der var ingen til å hjelpe henne.
28Ef maður hittir mey, sem eigi er föstnuð, og hann tekur hana og leggst með henni og komið er að þeim,
28Når en mann treffer en pike som er jomfru og ikke trolovet, og tar fatt på henne og ligger hos henne, og nogen kommer over dem,
29þá skal maðurinn, er lagðist með henni, greiða föður stúlkunnar fimmtíu sikla silfurs, en hún skal verða kona hans, fyrir því að hann hefir spjallað hana. Honum skal eigi heimilt að skilja við hana alla ævi sína.Eigi skal maður ganga að eiga konu föður síns né fletta upp ábreiðu föður síns.
29da skal den mann som lå hos henne, gi pikens far femti sekel sølv, og hun skal være hans hustru, fordi han krenket henne; han må ikke skille sig fra henne sa lenge han lever.
30Eigi skal maður ganga að eiga konu föður síns né fletta upp ábreiðu föður síns.
30Ingen må ekte sin stedmor eller søke seng med henne.