Icelandic

Norwegian

Genesis

32

1Jakob fór leiðar sinnar. Mættu honum þá englar Guðs.
1Og Jakob drog videre, og Guds engler møtte ham.
2Og er Jakob sá þá, mælti hann: ,,Þetta eru herbúðir Guðs.`` Og hann nefndi þennan stað Mahanaím.
2Da Jakob så dem, sa han: Dette er Guds leir. Og han kalte stedet Mahana'im*. / {* d.e. to leire.}
3Jakob gjörði sendimenn á undan sér til Esaú bróður síns til Seír-lands, Edómhéraðs.
3Og Jakob sendte bud foran sig til sin bror Esau i landet Se'ir, på Edoms mark.
4Og hann bauð þeim og sagði: ,,Segið svo herra mínum Esaú: ,Svo segir þjónn þinn Jakob: Ég hefi dvalið hjá Laban og verið þar allt til þessa.
4Og han bød dem og sa: Således skal I si til min herre Esau: Så sier din tjener Jakob: Jeg har opholdt mig hos Laban og vært der helt til nu,
5Og ég hefi eignast uxa, asna og sauði, þræla og ambáttir, og sendi ég nú til herra míns að láta hann vita það, svo að ég megi finna náð í augum þínum.```
5og jeg har fått okser og asener, småfe og træler og trælkvinner; og nu vilde jeg sende bud til min herre om dette for å finne nåde for dine øine
6Sendimennirnir komu aftur til Jakobs og sögðu: ,,Vér komum til Esaú bróður þíns. Hann er sjálfur á leiðinni á móti þér og fjögur hundruð manns með honum.``
6Og budene kom tilbake til Jakob og sa: Vi kom til Esau, din bror, og han drar dig nu selv i møte, og fire hundre mann med ham.
7Þá varð Jakob mjög hræddur og kvíðafullur. Og hann skipti mönnunum, sem með honum voru, og sauðunum, nautunum og úlföldunum í tvo flokka.
7Da blev Jakob overmåte forferdet; og han delte folket som var med ham, og småfeet og storfeet og kamelene i to leire.
8Og hann hugsaði: ,,Þó að Esaú ráðist á annan flokkinn og strádrepi hann, þá getur samt hinn flokkurinn komist undan.``
8For han tenkte: Om Esau kommer til den ene leir og slår den, da kan den leir som er igjen, få berge sig unda.
9Og Jakob sagði: ,,Guð Abrahams föður míns og Guð Ísaks föður míns, Drottinn, þú sem sagðir við mig: ,Hverf heim aftur til lands þíns og til ættfólks þíns, og ég mun gjöra vel við þig,` _
9Og Jakob sa: Min far Abrahams Gud og min far Isaks Gud, Herre, du som sa til mig: Dra tilbake til ditt land og til ditt folk, og jeg vil gjøre vel imot dig!
10ómaklegur er ég allrar þeirrar miskunnar og allrar þeirrar trúfesti, sem þú hefir auðsýnt þjóni þínum. Því að með stafinn minn einn fór ég þá yfir Jórdan, en nú á ég yfir tveim flokkum að ráða.
10Jeg er ringere enn all den miskunnhet og all den trofasthet som du har vist mot din tjener; for med min stav gikk jeg over Jordan her, og nu er jeg blitt til to leire.
11Æ, frelsa mig undan valdi bróður míns, undan valdi Esaú, því að ég óttast hann, að hann komi og höggvi oss niður sem hráviði.
11Fri mig ut av Esaus, min brors hånd; for jeg er redd han skal komme og slå ihjel mig og mine, både mor og barn.
12Og þú hefir sjálfur sagt: ,Ég mun vissulega gjöra vel við þig og gjöra niðja þína sem sand á sjávarströndu, er eigi verður talinn fyrir fjölda sakir.```
12Du har jo selv sagt: Jeg vil alltid gjøre vel mot dig og la din ætt bli som havets sand, som ikke kan telles for mengde.
13Og hann var þar þá nótt. Og hann tók gjöf handa Esaú bróður sínum af því, sem hann hafði eignast:
13Så blev han der den natt, og av alt det han eide, tok han ut en gave til Esau, sin bror:
14tvö hundruð geitur og tuttugu geithafra, tvö hundruð ásauðar og tuttugu hrúta,
14to hundre gjeter og tyve bukker, to hundre får og tyve værer,
15þrjátíu úlfaldahryssur með folöldum, fjörutíu kýr og tíu griðunga, tuttugu ösnur og tíu ösnufola.
15tretti kameler som gav die, med sine føll, firti kjør og ti okser, tyve aseninner og ti asenfoler.
16Og hann fékk þetta í hendur þjónum sínum, hverja hjörð út af fyrir sig, og mælti við þjóna sína: ,,Farið á undan mér og látið vera bil á milli hjarðanna.``
16Og han lot sine tjenere dra avsted med dem, hver hjord for sig, og han sa til sine tjenere: Far i forveien, og la det være et mellemrum mellem hver hjord!
17Og þeim, sem fyrstur fór, bauð hann á þessa leið: ,,Þegar Esaú bróðir minn mætir þér og spyr þig og segir: ,Hvers maður ert þú og hvert ætlar þú að fara og hver á þetta, sem þú rekur á undan þér?`
17Og han bød den første og sa: Når min bror Esau møter dig og han taler til dig og spør: Hvem hører du til, og hvor skal du hen, og hvem eier denne hjord som du driver foran dig?
18þá skaltu segja: ,Þjónn þinn Jakob á það. Það er gjöf, sem hann sendir herra mínum Esaú. Og sjá, hann er sjálfur hér á eftir oss.```
18da skal du si: Din tjener Jakob; det er en gave han sender til min herre Esau, og snart kommer han selv efter.
19Á sömu leið bauð hann hinum öðrum og þriðja og öllum þeim, sem hjarðirnar ráku, og mælti: ,,Þannig skuluð þér tala við Esaú, þegar þér hittið hann.
19Og han bød likeledes den annen og den tredje og alle de andre som drev hjordene, og sa: Således skal I tale til Esau når I møter ham,
20Og þér skuluð einnig segja: ,Sjá, þjónn þinn Jakob kemur sjálfur á eftir oss.``` Því að hann hugsaði: ,,Ég ætla að blíðka hann með gjöfinni, sem fer á undan mér. Því næst vil ég sjá hann. Vera má, að hann taki mér þá blíðlega.``
20I skal si: Snart kommer din tjener Jakob selv efter. For han tenkte: Jeg vil forsone ham ved den gave som jeg sender foran mig, og siden vil jeg selv trede frem for ham; kanskje han vil ta nådig imot mig.
21Þannig fór gjöfin á undan honum, en sjálfur var hann þessa nótt í herbúðunum.
21Så drog de i forveien med gaven; men selv blev han i leiren den natt.
22Og Jakob lagði af stað um nóttina og tók báðar konur sínar og báðar ambáttir sínar og ellefu sonu sína og fór yfir Jabbok á vaðinu.
22samme natt stod han op og tok sine hustruer og de to trælkvinner og sine elleve sønner og gikk over Jabboks vadested.
23Og hann tók þau og fór með þau yfir ána. Og hann fór yfir um með allt, sem hann átti.
23Han tok og satte dem over åen og førte over alt det han eide.
24Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann, uns dagsbrún rann upp.
24Så var Jakob alene tilbake. Da kom det en mann og kjempet med ham inntil morgenen grydde.
25Og er hann sá, að hann gat ekki fellt hann, laust hann hann á mjöðmina, svo að Jakob gekk úr augnakörlunum, er hann glímdi við hann.
25Og da mannen så at han ikke kunde rå med ham, rørte han ved hans hofteskål; og Jakobs hofteskål gikk av ledd, mens han kjempet med ham.
26Þá mælti hinn: ,,Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún.`` En hann svaraði: ,,Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig.``
26Og han sa: Slipp mig, for morgenen gryr! Men han sa: Jeg slipper dig ikke, uten du velsigner mig.
27Þá sagði hann við hann: ,,Hvað heitir þú?`` Hann svaraði: ,,Jakob.``
27Da sa han til ham: Hvad er ditt navn? Han svarte: Jakob.
28Þá mælti hann: ,,Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur.``
28Han sa: Du skal ikke lenger hete Jakob, men Israel*; for du har kjempet med Gud og med mennesker og vunnet. / {* d.e. en som kjemper med Gud.}
29Og Jakob spurði hann og mælti: ,,Seg mér heiti þitt.`` En hann svaraði: ,,Hvers vegna spyr þú mig að heiti?`` Og hann blessaði hann þar.
29Da spurte Jakob: Si mig ditt navn! Han svarte: Hvorfor spør du om mitt navn? Og han velsignet ham der.
30Og Jakob nefndi þennan stað Peníel, ,,því að ég hefi,`` kvað hann, ,,séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi.``
30Og Jakob kalte stedet Pniel*; for [sa han] jeg har sett Gud åsyn til åsyn og enda berget livet. / {* Pniel eller Pnuel betyr Guds åsyn.}
31Og er hann fór frá Penúel, rann sólin upp. Var hann þá haltur í mjöðminni.Fyrir því eta Ísraelsmenn allt til þessa dags ekki sinina, sem er ofan á augnakarlinum, því að hann hitti mjöðm Jakobs þar sem sinin er undir.
31Og da han var kommet forbi Pnuel så han solen rinne; og han haltet på sin hofte.
32Fyrir því eta Ísraelsmenn allt til þessa dags ekki sinina, sem er ofan á augnakarlinum, því að hann hitti mjöðm Jakobs þar sem sinin er undir.
32Derfor er det så den dag idag at Israels barn aldrig eter spennesenen som er på hofteskålen, fordi han rørte ved Jakobs hofteskål på spennesenen.