Icelandic

Norwegian

Genesis

40

1Eftir þetta varð sá atburður, að byrlari konungsins í Egyptalandi og bakarinn brutu á móti herra sínum, Egyptalandskonungi.
1Nogen tid derefter hendte det at munnskjenken og bakeren hos kongen i Egypten forså sig mot sin herre, kongen i Egypten.
2Og Faraó reiddist báðum hirðmönnum sínum, yfirbyrlaranum og yfirbakaranum,
2Og Farao blev vred på sine to hoffmenn, den øverste munnskjenk og den øverste baker
3og lét setja þá í varðhald í húsi lífvarðarforingjans, í myrkvastofuna, þar sem Jósef var í haldi.
3og satte dem fast hos høvdingen over livvakten, i fengslet hvor Josef var fange.
4Og lífvarðarforinginn setti Jósef til þess að þjóna þeim, og voru þeir nú um hríð í varðhaldi.
4Og høvdingen over livvakten satte Josef til å være hos dem, og han gikk dem til hånde; og de blev sittende en tid i fengslet.
5Þá dreymdi þá báða draum, byrlara og bakara konungsins í Egyptalandi, sem haldnir voru í myrkvastofunni, sinn drauminn hvorn sömu nóttina, og hafði hvor draumurinn sína þýðingu.
5Engang drømte begge hver sin drøm i samme natt og hver drøm med sin mening - munnskjenken og bakeren hos kongen i Egypten, de som satt fanget i fengslet.
6Og er Jósef kom inn til þeirra um morguninn, sá hann að þeir voru óglaðir.
6Da Josef kom inn til dem om morgenen, så han på dem at de var motfalne.
7Spurði hann þá hirðmenn Faraós, sem voru með honum í varðhaldi í húsi húsbónda hans, og mælti: ,,Hvers vegna eruð þið svo daprir í bragði í dag?``
7Da spurte han Faraos hoffmenn, de som satt fengslet med ham hos hans herre: Hvorfor ser I så sorgfulle ut idag?
8En þeir svöruðu honum: ,,Okkur hefir dreymt draum, og hér er enginn, sem geti ráðið hann.`` Þá sagði Jósef við þá: ,,Er það ekki Guðs að ráða drauma? Segið mér þó.``
8De svarte: Vi har drømt, og det er ingen som kan tyde det. Da sa Josef til dem: Å tyde drømmer - er ikke det Guds sak? Fortell mig hvad I har drømt!
9Þá sagði yfirbyrlarinn Jósef draum sinn og mælti við hann: ,,Mér þótti í svefninum sem vínviður stæði fyrir framan mig.
9Da fortalte den øverste munnskjenk Josef sin drøm og sa til ham: Jeg så i drømme et vintre som stod foran mig;
10Á vínviðinum voru þrjár greinar, og jafnskjótt sem hann skaut frjóöngum, spruttu blóm hans út og klasar hans báru fullvaxin vínber.
10og på vintreet var det tre grener, og det skjøt knopper, blomstene kom frem, klasene modnedes til druer.
11En ég hélt á bikar Faraós í hendinni og tók vínberin og sprengdi þau í bikar Faraós og rétti svo bikarinn að Faraó.``
11Og jeg holdt Faraos beger i min hånd, og jeg tok druene og krystet dem ut i Faraos beger, og så rakte jeg Farao begeret.
12Þá sagði Jósef við hann: ,,Ráðning draumsins er þessi: Þrjár vínviðargreinarnar merkja þrjá daga.
12Da sa Josef til ham: Dette er tydningen: De tre grener er tre dager.
13Að þrem dögum liðnum mun Faraó hefja höfuð þitt og setja þig aftur inn í embætti þitt. Munt þú þá rétta Faraó bikarinn, eins og áður var venja, er þú varst byrlari hans.
13Om tre dager skal Farao ophøie dig og sette dig i ditt embede igjen, og du skal rekke Farao begeret, som du gjorde før, da du var hans munnskjenk.
14En minnstu mín, er þér gengur í vil, og gjör þá miskunn á mér að minnast á mig við Faraó, svo að þú megir frelsa mig úr þessu húsi.
14Men kom mig i hu, når det går dig vel, og vis barmhjertighet mot mig, så du taler om mig for Farao og hjelper mig ut av dette hus!
15Því að mér var með leynd stolið úr landi Hebrea, og eigi hefi ég heldur hér neitt það til saka unnið, að ég yrði settur í þessa dýflissu.``
15For de har stjålet mig fra hebreernes land, og heller ikke her har jeg gjort noget som de kunde sette mig i fengslet for.
16En er yfirbakarinn sá, að ráðning hans var góð, sagði hann við Jósef: ,,Mig dreymdi líka, að ég bæri á höfðinu þrjár karfir með hveitibrauði.
16Da den øverste baker så at Josef hadde gitt en så god tydning, sa han til ham: Også jeg hadde en drøm og syntes jeg så at jeg bar tre kurver med hvetebrød på mitt hode.
17Og í efstu körfunni var alls konar sælgætisbrauð handa Faraó, og fuglarnir átu það úr körfunni á höfði mér.``
17Og i den øverste kurv var det allslags bakverk, sånt som Farao pleier å ete, og fuglene åt det av kurven på mitt hode.
18Þá svaraði Jósef og mælti: ,,Ráðning draumsins er þessi: Þrjár karfirnar merkja þrjá daga.
18Da svarte Josef og sa: Dette er tydningen: De tre kurver er tre dager.
19Að þrem dögum liðnum mun Faraó hefja höfuð þitt af þér og festa þig á gálga, og fuglarnir munu eta af þér hold þitt.``
19Om tre dager skal Farao ophøie dig, hugge hodet av dig og henge dig på et tre, og fuglene skal ete kjøttet av dig.
20Og það bar til á þriðja degi, á afmælisdegi Faraós, að hann hélt öllum þjónum sínum veislu. Hóf hann þá upp höfuð yfirbyrlarans og höfuð yfirbakarans í viðurvist þjóna sinna.
20Den tredje dag, da det var Faraos fødselsdag, gjorde han et gjestebud for alle sine tjenere; og han ophøiet den øverste munnskjenk og den øverste baker iblandt sine tjenere.
21Setti hann yfirbyrlarann aftur í embætti hans, að hann mætti aftur bera Faraó bikarinn,
21Han satte den øverste munnskjenk i hans embede igjen, og han rakte Farao begeret,
22en yfirbakarann lét hann hengja, eins og Jósef hafði ráðið drauminn fyrir þá.En eigi minntist yfirbyrlarinn Jósefs, heldur gleymdi honum.
22og den øverste baker lot han henge, således som Josef hadde tydet drømmene for dem.
23En eigi minntist yfirbyrlarinn Jósefs, heldur gleymdi honum.
23Men den øverste munnskjenk kom ikke Josef i hu - han glemte ham.