Icelandic

Norwegian

Genesis

47

1Því næst gekk Jósef fyrir Faraó, sagði honum frá og mælti: ,,Faðir minn og bræður mínir eru komnir úr Kanaanlandi með sauði sína og nautgripi og allt, sem þeir eiga, og eru nú í Gósenlandi.``
1Så kom Josef og meldte dette til Farao og sa: Min far og mine brødre er kommet hit fra Kana'ans land med sitt småfe og storfe og alt det de har; og nu er de i Gosen.
2En hann hafði tekið fimm af bræðrum sínum með sér og leiddi þá fyrir Faraó.
2Og av alle sine brødre tok han ut fem og fremstilte dem for Farao.
3Þá mælti Faraó við bræður Jósefs: ,,Hver er atvinna yðar?`` Og þeir svöruðu Faraó: ,,Þjónar þínir eru hjarðmenn, bæði vér og feður vorir.``
3Da sa Farao til hans brødre: Hvad er eders levevei? De svarte Farao: Dine tjenere er fehyrder, vi som våre fedre.
4Og þeir sögðu við Faraó: ,,Vér erum komnir til að staðnæmast um hríð í landinu, því að enginn hagi er fyrir sauði þjóna þinna, af því að hallærið er mikið í Kanaanlandi. Leyf því þjónum þínum að búa í Gósenlandi.``
4Så sa de til Farao: Vi er kommet for å bo en tid her i landet; for dine tjenere hadde ikke beite for sin buskap, fordi det er en hård hungersnød i Kana'ans land; la derfor dine tjenere få bo i landet Gosen!
5Faraó sagði við Jósef: ,,Faðir þinn og bræður þínir eru komnir til þín.
5Da sa Farao til Josef: Din far og dine brødre er kommet til dig.
6Egyptaland er þér heimilt, lát þú föður þinn og bræður þína búa þar sem landkostir eru bestir. Búi þeir í Gósenlandi, og ef þú þekkir nokkra duglega menn meðal þeirra, þá fel þeim yfirumsjón hjarða minna.``
6Egyptens land ligger åpent for dig; la din far og dine brødre bo i den beste del av landet, la dem bo i Gosen! Og dersom du vet at det er dyktige menn iblandt dem, da sett dem til opsynsmenn over min buskap!
7Þá fór Jósef inn með Jakob föður sinn og leiddi hann fyrir Faraó. Og Jakob heilsaði Faraó með blessunaróskum.
7Og Josef førte Jakob, sin far, inn og fremstilte ham for Farao; og Jakob velsignet Farao.
8Og Faraó sagði við Jakob: ,,Hversu gamall ert þú?``
8Og Farao spurte Jakob: Hvor mange er dine leveår?
9Og Jakob svaraði Faraó: ,,Vegferðartími minn er hundrað og þrjátíu ár. Fáir og illir hafa dagar lífs míns verið og ná ekki þeirri áratölu, er feður mínir náðu á vegferð sinni.``
9Jakob svarte Farao: Min utlendighets år er hundre og tretti år; få og onde har mine leveår vært, og de har ikke nådd mine fedres leveår i deres utlendighets tid.
10Síðan kvaddi Jakob Faraó með blessunaróskum og gekk út frá honum.
10Og Jakob velsignet Farao, og så gikk han ut fra Farao.
11Og Jósef fékk föður sínum og bræðrum bústaði og gaf þeim fasteign í Egyptalandi, þar sem bestir voru landkostir, í Ramseslandi, eins og Faraó hafði boðið.
11Og Josef lot sin far og sine brødre bosette sig og gav dem eiendom i Egyptens land, i den beste del av landet, i landet Ra'amses, således som Farao hadde pålagt ham.
12Og Jósef sá föður sínum og bræðrum sínum og öllu skylduliði föður síns fyrir viðurværi eftir tölu barnanna.
12Og Josef forsørget sin far og sine brødre og hele sin fars hus med brød efter barnas tall.
13Algjör skortur var á neyslukorni um allt landið, því að hallærið var mjög mikið, og Egyptaland og Kanaanland voru að þrotum komin af hungrinu.
13Og det fantes ikke brød i hele landet; for hungersnøden var meget hård, så Egyptens land og Kana'ans land vansmektet av hunger.
14Og Jósef dró saman allt það silfur, sem til var í Egyptalandi og Kanaanlandi, fyrir kornið, sem þeir keyptu, og Jósef skilaði silfrinu í hús Faraós.
14Og Josef samlet alle de penger som fantes i Egyptens land og i Kana'ans land; han fikk dem for det korn de kjøpte, og Josef la pengene op i Faraos hus.
15Og er silfur þraut í Egyptalandi og í Kanaanlandi, þá komu allir Egyptar til Jósefs og sögðu: ,,Lát oss fá brauð! _ hví skyldum vér deyja fyrir augum þér? _ því að silfur þrýtur.``
15Men da det var forbi med pengene i Egyptens land og i Kana'ans land, da kom alle egypterne til Josef og sa: Gi oss brød! Hvorfor skal vi dø for dine øine? Vi har ikke flere penger.
16Og Jósef mælti: ,,Komið hingað með fénað yðar, ég skal gefa yður korn til neyslu fyrir fénað yðar, ef silfur þrýtur.``
16Og Josef sa: Kom hit med eders buskap, så vil jeg gi eder brød for eders buskap, dersom I ikke har flere penger.
17Þá fóru þeir með fénað sinn til Jósefs, og hann lét þá fá neyslukorn fyrir hestana, sauðféð, nautpeninginn og asnana, og hann birgði þá upp með korni það árið fyrir allan fénað þeirra.
17Så kom de til Josef med sin buskap, og Josef gav dem brød for hestene og for småfeet og storfeet som de hadde, og for asenene, og han holdt dem med brød det år for hele deres buskap.
18Og er það árið var liðið, komu þeir til hans næsta ár og sögðu við hann: ,,Eigi viljum vér leyna herra vorn því, að silfrið er allt þrotið og kvikfénaður vor er orðinn eign herra vors. Nú er ekki annað eftir handa herra vorum en líkamir vorir og ekrur vorar.
18Så gikk det år til ende, og året efter kom de til ham og sa: Vi vil ikke dølge for min herre at det er forbi med pengene, og buskapen som vi eide, har min herre fått; det er intet tilbake for min herre uten vårt legeme og vår jord.
19Hví skyldum vér farast fyrir augsýn þinni, bæði vér og ekrur vorar? Kaup þú oss og ekrur vorar fyrir brauð, þá viljum vér með ekrum vorum vera þrælar Faraós, og gef þú oss sáðkorn, að vér megum lífi halda og ekki deyja og ekrurnar leggist ekki í auðn.``
19Hvorfor skal vi gå til grunne for dine øine, både vi og vår jord? Kjøp oss og vår jord for brød, så skal vi med vår jord være Faraos træler; og gi oss såkorn, så vi kan leve og ikke skal dø, og jorden ikke legges øde.
20Þá keypti Jósef allar ekrur Egypta handa Faraó, því að Egyptar seldu hver sinn akur, þar eð hungrið svarf að þeim. Og þannig eignaðist Faraó landið.
20Så kjøpte Josef all jorden i Egypten til Farao; for egypterne solgte hver sin jordvei, fordi hungersnøden trykket dem hårdt; og landet blev Faraos eiendom.
21Og landslýðinn gjörði hann að þrælum frá einum enda Egyptalands til annars.
21Men folket flyttet han om i byene, fra den ene ende av Egyptens land til den andre.
22Ekrur prestanna einar keypti hann ekki, því að prestarnir höfðu ákveðnar tekjur frá Faraó og þeir lifðu af hinum ákveðnu tekjum sínum, sem Faraó gaf þeim. Fyrir því seldu þeir ekki ekrur sínar.
22Bare prestenes jord kjøpte han ikke; for Farao hadde gitt prestene faste inntekter, og de levde av sine faste inntekter, som Farao hadde gitt dem; derfor solgte de ikke sin jord.
23Þá sagði Jósef við lýðinn: ,,Sjá, nú hefi ég keypt yður og ekrur yðar Faraó til handa. Hér er sáðkorn handa yður, og sáið nú ekrurnar.
23Og Josef sa til folket: Nu har jeg kjøpt eder og eders jord til Farao; se, her har I såkorn, tilså nu jorden!
24En af ávextinum skuluð þér skila Faraó fimmta hluta, en hina fjóra fimmtuhlutana skuluð þér hafa til þess að sá akrana, og yður til viðurlífis og heimafólki yðar og börnum yðar til framfærslu.``
24Og når avgrøden kommer inn, da skal I gi en femtedel til Farao, og de fire deler skal I ha til utsæd på eders akrer og til føde for eder og dem som er i eders hus, og til føde for eders barn.
25Og þeir svöruðu: ,,Þú hefir haldið í oss lífinu. Lát oss finna náð í augum þínum, herra minn, og þá viljum vér vera þrælar Faraós.``
25Da sa de: Du har holdt oss i live; la oss finne nåde for min herres øine, så skal vi være Faraos træler.
26Og Jósef leiddi það í lög, sem haldast allt til þessa dags, að Faraó skyldi fá fimmta hlutann af akurlendi Egypta. Ekrur prestanna einar urðu ekki eign Faraós.
26Så satte Josef dette som en lov - og den lov gjelder den dag idag for jorden i Egypten - at Farao skulde ha femtedelen; bare Prestenes jord blev ikke Faraos eiendom.
27Ísrael bjó í Egyptalandi, í Gósenlandi, og þeir festu þar byggð og juku kyn sitt, svo að þeim fjölgaði mjög.
27Israel blev boende i Egyptens land, i landet Gosen. og de fikk sig eiendom der og var fruktbare og blev meget tallrike.
28Jakob lifði í seytján ár í Egyptalandi, og dagar Jakobs, æviár hans, voru hundrað fjörutíu og sjö ár.
28Og Jakob levde i Egyptens land i sytten år; og Jakobs dager, hans leveår, blev hundre og syv og firti år.
29Er dró að dauða Ísraels, lét hann kalla Jósef son sinn og sagði við hann: ,,Hafi ég fundið náð í augum þínum, þá legg hönd þína undir lend mína og auðsýn mér elsku og trúfesti: Jarða mig ekki í Egyptalandi.
29Da det led mot den tid at Israel skulde dø, kalte han sin sønn Josef til sig og sa til ham: Kjære, har jeg funnet nåde for dine øine, så legg din hånd under min lend og vis mig den kjærlighet og trofasthet at du ikke begraver mig i Egypten,
30Ég vil hvíla hjá feðrum mínum, og skalt þú flytja mig burt úr Egyptalandi og jarða mig í gröf þeirra.`` Og hann svaraði: ,,Ég vil gjöra svo sem þú hefir fyrir mælt.``Þá sagði Jakob: ,,Vinn þú mér eið að því!`` Og hann vann honum eiðinn. Og Ísrael hallaði sér niður að höfðalaginu.
30men la mig få hvile hos mine fedre, før mig bort fra Egypten og legg mig i deres grav! Og han svarte: Jeg skal gjøre som du sier.
31Þá sagði Jakob: ,,Vinn þú mér eið að því!`` Og hann vann honum eiðinn. Og Ísrael hallaði sér niður að höfðalaginu.
31Da sa han: Tilsverg mig det! Og han tilsvor ham det. Og Israel bøide sig ned over hodegjerdet i sengen og tilbad.