1Ísrael var gróskumikill vínviður, sem bar ávöxt. Því meiri sem ávextir hans urðu, því fleiri ölturu reisti hann. Að sama skapi sem velmegun landsins jókst, prýddu þeir merkissteinana.
1Israel er et frodig vintre, som bærer frukt; jo mere frukt han fikk, desto flere alter bygget han; jo bedre det gikk hans land, desto vakrere billedstøtter gjorde han sig.
2Hjarta þeirra var óheilt, fyrir því skulu þeir nú gjöld taka. Hann mun sjálfur rífa niður ölturu þeirra, brjóta sundur merkissteina þeirra.
2Deres hjerte er falskt, nu skal de bøte; han* skal bryte ned deres altere og ødelegge deres billedstøtter; / {* Herren.}
3Já, þá munu þeir segja: ,,Vér höfum engan konung, því að vér höfum ekki óttast Drottin. Og konungurinn, hvað getur hann gjört fyrir oss?``
3ja, nu skal de si: Vi har ingen konge; for vi har ikke fryktet Herren, og kongen, hvad kan vel han gjøre for oss?
4Þeir tala hégómaorð, sverja meinsæri, gjöra sáttmála, til þess að rétturinn vaxi eins og eiturjurt upp úr plógförum á akri.
4De har talt tomme ord, svoret falsk, inngått forbund, og retten skyter op som giftige urter på markens furer.
5Samaríubúar munu verða skelfingu lostnir út af kálfinum í Betaven, já, lýðurinn mun dapur verða út af honum, enn fremur hofgoðarnir, sem hlökkuðu yfir honum, því að dýrð hans er horfin út í buskann.
5For Bet-Avens* kalv er Samarias innbyggere i angst; ja, dens** folk sørger over den, og dens avgudsprester skjelver for den - for dens herlighet, fordi den er ført bort fra dem. / {* d.e. Betels; HSE 10, 15.} {** kalvens, avgudens.}
6Jafnvel sjálfur hann mun fluttur verða til Assýríu sem gjöf handa stórkonunginum. Efraím mun hljóta skömm af og Ísrael fyrirverða sig fyrir ráðagjörð sína.
6Også den skal føres til Assur, som en gave til kong Jareb*; skam skal Efra'im høste, og Israel skal skamme sig over sitt råd. / {* HSE 5, 13.}
7Samaría skal í eyði lögð verða, konungur hennar skal verða sem tréflís á vatni.
7Samarias konge skal bli borte som en spån på vannets flate.
8Óheillahæðirnar skulu eyddar verða, þar sem Ísrael syndgaði, þyrnar og þistlar skulu upp vaxa á ölturum þeirra. Og þá munu þeir segja við fjöllin: ,,Hyljið oss!`` og við hálsana: ,,Hrynjið yfir oss!``
8Og Avens offerhauger, Israels synd, skal tilintetgjøres; torner og tistler skal skyte op på deres altere, og de skal si til fjellene: Skjul oss! og til haugene: Fall over oss!
9Síðan á Gíbeu-dögum hefir þú syndgað, Ísrael! Þarna standa þeir enn! Hvort mun stríðið gegn glæpamönnunum ná þeim í Gíbeu?
9Fra Gibeas dager av har du syndet, Israel! Der* er de blitt stående, uten at krigen mot nidingene har nådd dem i Gibea. / {* i gibe'ittenes synd.}
10Nú vil ég refsa þeim eftir vild minni. Þjóðir skulu saman safnast móti þeim til þess að refsa þeim fyrir báðar misgjörðir þeirra.
10Efter min lyst vil jeg tukte dem, og folkeslag skal samles imot dem, når jeg binder dem fast til begge deres misgjerninger.
11Efraím er eins og vanin kvíga, sem ljúft er að þreskja. Að vísu hefi ég enn hlíft hinum fagra hálsi hennar, en nú vil ég beita Efraím fyrir, Júda skal plægja, Jakob herfa.
11Efra'im er en opøvd kvige, som gjerne vil treske, men jeg legger et åk på dens fagre hals; jeg vil spenne Efra'im for, Juda skal pløie, Jakob skal harve.
12Sáið niður velgjörðum, þá munuð þér uppskera góðleik. Takið yður nýtt land til yrkingar, þar eð tími er kominn til að leita Drottins, til þess að hann komi og láti réttlætið rigna yður í skaut.
12Så eder en sæd, som rettferdigheten krever, få eder en høst efter kjærlighetens bud, bryt eder nytt land! For nu er det tiden til å søke Herren, til han kommer og lar rettferdighet regne over eder.
13Þér hafið plægt guðleysi, uppskorið ranglæti, etið ávöxtu lyginnar. Þú reiddir þig á vagna þína og á fjölda kappa þinna,
13I har pløid ugudelighet, I har høstet urett, I har ett løgnens frukt; for du har satt din lit til din ferd og til dine mange helter.
14því skal og hergnýr rísa gegn mönnum þínum og virki þín skulu öll eydd verða, eins og þegar Salman eyddi Betarbel á ófriðartíma, þá er mæðurnar voru rotaðar ásamt börnunum.Eins mun hann með yður fara, Ísraelsmenn, sökum yðar miklu vonsku. Í dögun mun Ísraelskonungur afmáður verða.
14Derfor skal det reise sig et krigsbulder blandt dine stammer, og alle dine festninger skal ødelegges, likesom Salman* ødela Bet-Arbel på stridens dag, da både mor og barn blev knust. / {* kanskje Salmanassar.}
15Eins mun hann með yður fara, Ísraelsmenn, sökum yðar miklu vonsku. Í dögun mun Ísraelskonungur afmáður verða.
15Sådant skal Betel føre over eder for eders store ondskaps skyld; når det lysner til dag, er det ute, aldeles ute med Israels konge*. / {* Hosea; 2KG 17, 6 fg.}