1Gleð þig ekki, Ísrael, svo að þú ráðir þér ekki fyrir kæti, eins og heiðnu þjóðirnar, því að þú hefir tekið fram hjá Guði þínum, þú hefir elskað hórgjald á öllum kornláfum.
1Gled dig ikke, Israel, og juble ikke, likesom folkene! For du har forlatt din Gud i hor; du har elsket horelønn på hvert sted hvor kornet treskes.
2En láfi og vínlagarþró munu ekki vilja við þá kannast, og vínberjalögurinn mun bregðast þeim.
2Treskeplassen og vinpersen skal ikke kunne fø dem, og mosten skal slå feil for dem.
3Þeir munu eigi búa kyrrir í landi Drottins, heldur mun Efraím verða að fara aftur til Egyptalands, og þeir munu eta óhreina fæðu í Assýríu.
3De skal ikke bli boende i Herrens land; men Efra'im skal vende tilbake til Egypten, og i Assur skal de ete det som er urent.
4Þá munu þeir eigi færa Drottni neitt vín að dreypifórn og eigi bera fram fyrir hann sláturfórnir sínar. Brauð þeirra mun verða eins og sorgarbrauð. Allir sem eta það, munu óhreinir verða. Því að brauð þeirra mun aðeins seðja hungur þeirra, en eigi koma í hús Drottins.
4De skal ikke ofre vin til drikkoffer for Herren, og deres slaktoffer skal ikke behage ham; som sorgens brød skal de være for dem; alle som eter det, skal bli urene; for sitt brød har de for sig selv, det kommer ikke i Herrens hus.
5Hvað viljið þér gjöra á löghelgum og á hátíðardögum Drottins?
5Hvad vil I gjøre på høitidsdagen, på Herrens festdag?
6Sjá, þegar þeir eru komnir burt frá eyðingunni, mun Egyptaland samansafna þeim, Memfis veita þeim legstað. Silfurgersemar þeirra munu þistlarnir eignast, þyrnar vaxa í tjöldum þeirra.
6For de drar bort for ødeleggelses skyld; Egypten skal samle dem, Memfis begrave dem; deres sølvsmykker skal nesler ta i eie, torner skal vokse i deres telt.
7Hegningartíminn kemur, endurgjaldstíminn kemur. Ísrael mun sjá, að spámaðurinn verður af því fífl og andans maður óður, að misgjörð þín er svo mikil og ofsóknin svo mikil.
7Kommet er hjemsøkelsens dager, kommet er gjengjeldelsens dager; Israel skal få merke det: En dåre er profeten, avsindig er åndens mann, fordi din misgjerning er så stor og ditt fiendskap så sterkt.
8Efraím er á verði gegn Guði mínum. Fyrir spámanninn er lögð fuglarasnara á öllum vegum hans, hersporar í húsi Guðs hans.
8Efra'im ser sig om efter andre guder ved siden av min Gud; profeten er en fuglefangersnare på alle hans veier, bare fiendskap i hans Guds hus.
9Þeir hafa framið mikil óhæfuverk, eins og forðum í Gíbeu. Hann minnist misgjörðar þeirra, hann vitjar synda þeirra.
9De er sunket dypt i fordervelse, som i Gibeas dager; han skal komme deres misgjerning i hu, han skal hjemsøke dem for deres synder.
10Ég fann Ísrael eins og vínber á eyðimörku, sá feður yðar eins og frumfíkju á fíkjutré, þá er það fyrst ber ávöxt. En er þeir komu til Baal Peór, helguðu þeir sig svívirðingunni og urðu andstyggilegir eins og goðið sem þeir elskuðu.
10Som druer i ørkenen fant jeg Israel, som den tidligste frukt på et fikentre i dets første tid så jeg eders fedre; men da de kom til Ba'al-Peor, vidde de sig til avgudsdyrkelsen og blev vederstyggelige likesom den de elsket.
11Fólksfjöldi Efraíms mun burt fljúga eins og fuglar, svo að konur skulu þar ekki framar fæða, ekki þungaðar vera og ekki getnað fá.
11Efra'ims herlighet skal flyve bort som en fugl. Ingen fødsel, intet fruktsommelig morsliv, ingen undfangelse!
12Og þótt þeir ali upp börn sín, þar til er þau verða fulltíða, þá skal ég þó gjöra þá barnlausa, svo að mannskortur verði. Já, vei og sjálfum þeim, þegar ég vík frá þeim.
12Ja, selv om de opfør sine barn, vil jeg gjøre dem barnløse, så intet menneske blir tilbake; for ve dem når jeg forlater dem!
13Efraím er, eins og ég lít hann allt til Týrus, gróðursettur á engi, og Efraímítar verða að framselja morðingjum sonu sína.
13Efra'im er, som om jeg så bort til Tyrus, plantet på en eng; men Efra'im må føre sine barn ut til bøddelen.
14Gef þeim, Drottinn, _ hvað skaltu gefa? gef þeim ófrjósöm móðurlíf og mjólkurlaus brjóst.
14Gi dem, Herre! - Ja, hvad skal du gi dem? Gi dem morsliv som føder i utide, og bryster som er uttørket!
15Öll vonska þeirra kom fram í Gilgal. Já, þar fékk ég hatur á þeim. Vegna hins vonda athæfis þeirra vil ég reka þá burt úr húsi mínu, ég vil eigi elska þá lengur. Allir höfðingjar þeirra eru þvermóðskufullir.
15All deres ondskap er samlet i Gilgal, ja, der har jeg fattet hat til dem; for deres onde gjerningers skyld vil jeg drive dem ut av mitt hus; jeg vil ikke elske dem mere, alle deres førere er oprørere.
16Efraím mun lostinn verða, rót þeirra skrælnar, þeir munu engan ávöxt bera. Þótt þeir eignist sonu, mun ég deyða hin elskuðu lífsafkvæmi þeirra.Guð minn mun hafna þeim, því að þeir hafa ekki hlýtt honum, og þeir munu fara landflótta meðal þjóðanna.
16Efra'im er ormstukket, deres rot er blitt tørr, frukt skal de ikke bære; om de enn føder, vil jeg drepe deres dyre livsfrukt.
17Guð minn mun hafna þeim, því að þeir hafa ekki hlýtt honum, og þeir munu fara landflótta meðal þjóðanna.
17Min Gud skal forkaste dem, fordi de ikke har hørt på ham, og de skal vanke om blandt folkene som flyktninger.