1Drottinn mun miskunna Jakob og enn útvelja Ísrael. Hann mun gefa þeim bólfestu í landi þeirra, og útlendir menn munu sameinast þeim og gjöra félagsskap við Jakobs hús.
1For Herren skal forbarme sig over Jakob og igjen utvelge Israel og bosette dem i deres land, og fremmede skal slå sig sammen med dem og holde sig til Jakobs hus.
2Og þjóðirnar munu taka þá og flytja þá til átthaga þeirra, en Ísraelsniðjar munu eignast þær að þrælum og ambáttum í landi Drottins. Þeir munu hertaka hertakendur sína og drottna yfir kúgurum sínum.
2Og folkeslag skal ta dem og føre dem hjem igjen, og Israels hus skal få dem i eie i Herrens land og gjøre dem til træler og trælkvinner, og de skal nu holde dem fanget som har holdt dem selv fanget, og herske over sine voldsherrer.
3Þegar Drottinn veitir þér hvíld af þrautum þínum og ónæði og af hinni hörðu ánauð, sem á þig var lögð,
3På den dag Herren gir dig ro for din møie og din angst og for den hårde trældom som blev lagt på dig,
4þá muntu kyrja upp háðkvæði þetta um konunginn í Babýlon og segja: Hversu hljóður er harðstjórinn nú orðinn, hve hljótt í kvalastaðnum!
4da skal du istemme denne spottesang over Babels konge og si: Se, hvad ende det har tatt med voldsherren, med trengselsstedet!
5Drottinn hefir sundurbrotið staf hinna óguðlegu, sprota yfirdrottnaranna,
5Herren har brutt i stykker de ugudeliges stav, herskernes spir,
6sem laust þjóðflokkana í bræði högg á högg ofan, og kúgaði þjóðirnar í reiði með vægðarlausri kúgan.
6som slo folkeferd i harme med slag på slag, som underkuet folkeslag i vrede og forfulgte dem uten skånsel.
7Öll jörðin nýtur nú hvíldar og friðar, fagnaðarópin kveða við.
7All jorden har nu fått hvile og ro; de bryter ut i jubelrop.
8Jafnvel kýprestrén gleðjast yfir þér og sedrustrén á Líbanon: ,,Fyrst þú ert lagstur lágt, mun enginn upp stíga til þess að fella oss.``
8Også cypressene gleder sig over dig, Libanons sedrer: Siden du falt og blev liggende, stiger ingen hugger op til oss.
9Hjá Helju niðri er allt í uppnámi þín vegna til þess að taka á móti þér. Vegna þín rekur hún hina dauðu á fætur, alla foringja jarðarinnar. Af hásætum sínum lætur hún upp standa alla þjóðkonunga.
9Dødsriket der nede kommer i uro for din skyld, når det skal ta imot dig; for din skyld vekker det dødninger, alle jordens fyrster; det får alle folkenes konger til å stå op fra sine troner.
10Þeir taka allir til máls og segja við þig: ,,Þú ert þá einnig orðinn máttvana sem vér, orðinn jafningi vor!
10De tar alle til orde og sier til dig: Også du er blitt kraftløs som vi; du er blitt lik oss.
11Ofmetnaðar-skrauti þínu er niður varpað til Heljar, hreimnum harpna þinna! Ormar eru breiddir undir þig, og ábreiðan þín eru maðkar.``
11Nedstøtt til dødsriket er din herlighet, dine harpers klang; under dig er redt et leie av ormer, og ditt dekke er makk.
12Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna!
12Hvor er du ikke falt ned fra himmelen, du strålende stjerne, du morgenrødens sønn! Hvor er du ikke felt til jorden, du som slo ned folkeslag!
13Þú, sem sagðir í hjarta þínu: ,,Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldistól minn! Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yst í norðri.
13Det var du som sa i ditt hjerte: Til himmelen vil jeg stige op, høit over Guds stjerner vil jeg reise min trone, og jeg vil ta sete på gudenes tingfjell i det ytterste nord,
14Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur Hinum hæsta!``
14jeg vil stige op over skyenes topper, jeg vil gjøre mig lik den Høieste.
15Já, til Heljar var þér niður varpað, í neðstu fylgsni grafarinnar.
15Nei, til dødsriket skal du støtes ned, til hulens dypeste bunn.
16Þeim sem sjá þig, verður starsýnt á þig, þeir virða þig fyrir sér: ,,Er þetta maðurinn, sem skók jörðina og skelfdi konungsríkin,
16De som ser dig, skal stirre på dig, undres over dig og si: Er dette den mann som fikk jorden til å beve, kongeriker til å skjelve,
17gjörði jarðkringluna að eyðimörk, eyddi borgir hennar og gaf eigi bandingjum sínum heimfararleyfi?``
17som gjorde jorderike til en ørken og rev ned dets byer, og som ikke slapp sine fanger hjem?
18Allir konungar þjóðanna liggja virðulega grafnir, hver í sínu húsi,
18Alle folkenes konger, alle sammen, de ligger med ære, hver i sitt hus;
19en þér er fleygt út, langt frá gröf þinni, eins og auvirðilegum kvisti. Þú ert þakinn dauðra manna búkum, þeirra er lagðir voru sverði, eins og fótum troðið hræ.
19men du er slengt bort, langt fra din grav, lik en foraktet kvist, du ligger dekket av drepte, som er gjennemboret av sverd, og som kastes ned i en stengrav - lik et nedtrådt åtsel.
20Við þá, sem stíga niður í steinlagðar grafir, hefir þú eigi samneyti, því að land þitt hefir þú eytt, myrt þjóð þína. Eigi skal nefnt verða að eilífu afsprengi illvirkjanna.
20Du skal ikke bli jordet som de, for ditt land har du ødelagt, ditt folk har du myrdet; ugjerningsmenns avkom skal aldri mere nevnes.
21Búið nú sonum hans rauðan serk sakir misgjörða feðra þeirra. Eigi skulu þeir fá risið á legg og lagt undir sig jörðina né fyllt jarðkringluna rústum!
21Gjør et blodbad på hans sønner for deres fedres misgjerning! De skal ikke få reise sig og ta jorden i eie og fylle jorderike med byer.
22Ég vil rísa upp í gegn þeim, segir Drottinn allsherjar, og afmá nafn og leifar Babýlonsborgar, ætt og afkomendur _ segir Drottinn.
22Jeg vil reise mig mot dem, sier Herren, hærskarenes Gud, og jeg vil utrydde av Babel både navn og levning, både barn og barnebarn, sier Herren.
23Ég vil gefa hana stjörnuhegrum til eignar og láta hana verða að vatnsmýri. Ég vil sópa henni burt með sópi eyðingarinnar, segir Drottinn allsherjar.
23Og jeg vil gjøre det til et hjem for pinnsvin og fylle det med vannpytter, og jeg vil feie det bort med ødeleggelsens feiekost, sier Herren, hærskarenes Gud.
24Drottinn allsherjar hefir svarið og sagt: Sannlega, það, sem ég hefi fyrirhugað, skal verða og það, sem ég hefi ályktað, skal framgang fá.
24Herren, hærskarenes Gud, har svoret og sagt: Sannelig, som jeg har tenkt, så skal det skje, og det jeg har besluttet, det skal stå fast.
25Ég mun sundurmola Assýríu í landi mínu og fótum troða hana á fjöllum mínum. Skal þá ok hennar af þeim tekið og byrði hennar tekin af herðum þeirra.
25Jeg vil knuse Assur i mitt land og trede ham ned på mine fjell, og hans åk skal tas fra dem, og hans byrde skal løftes fra deres skulder.
26Þetta er sú ráðstöfun, sem áformuð er um alla jörðina, og þetta er sú hönd, sem út er rétt gegn öllum þjóðum.
26Dette er det råd som er tatt om all jorden, og dette er den hånd som er rakt ut over alle folkene;
27Drottinn allsherjar hefir ályktað þetta; hver má ónýta það? Það er hans hönd, sem út er rétt. Hver má kippa henni aftur?
27for Herren, hærskarenes Gud, har besluttet det, og hvem gjør det til intet? Og hans hånd er det som er utrakt, og hvem kan vende den bort?
28Þessi spádómur var birtur árið, sem Akas konungur andaðist.
28I kong Akas' dødsår kom dette utsagn:
29Gleðst þú eigi, gjörvöll Filistea, af því að stafurinn, sem sló þig, er í sundur brotinn, því að út af rót höggormsins mun naðra koma og ávöxtur hennar verða flugdreki.
29Gled dig ikke, hele du Filisterland, fordi den stav som slo dig, er brutt i stykker! For av ormens rot skal en basilisk komme frem, og dens frukt er en flyvende serafslange*. / {* 4MO 21, 6.}
30Hinir allralítilmótlegustu skulu hafa viðurværi, og hinir fátæku hvílast óhultir, en rót þína vil ég með hungri deyða, og leifarnar af þér munu drepnar verða.
30Og de ringeste blandt de ringe skal finne rikelig føde, og de fattige hvile i trygghet, og jeg vil drepe din rot ved hunger, og din levning skal han* slå ihjel. / {* fienden; JES 14, 29.}
31Kveina, þú hlið! Hljóða þú, borg! Gnötra þú, gjörvöll Filistea! því að mökkur kemur úr norðurátt, í fylkingum hans dregst enginn aftur úr.Og hverju skal þá svara sendimönnum hinnar heiðnu þjóðar? Að Drottinn hafi grundvallað Síon, og að hinir þjáðu meðal þjóðar hans leiti sér hælis í henni.
31Hyl, du port! Skrik, du by! Skjelv, hele du Filisterland! For fra Norden kommer en røk, og blandt fiendens skarer er det ingen som ligger efter.
32Og hverju skal þá svara sendimönnum hinnar heiðnu þjóðar? Að Drottinn hafi grundvallað Síon, og að hinir þjáðu meðal þjóðar hans leiti sér hælis í henni.
32Hvad skal vi da svare hedningefolkets sendebud? - At Herren har grunnfestet Sion, og at der finner de ly de elendige i hans folk.