1Orðið, sem Jesaja Amozsyni vitraðist um Júda og Jerúsalem.
1Det ord som Esaias, sønn av Amos, mottok i et syn om Juda og Jerusalem.
2Það skal verða á hinum síðustu dögum, að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu allir lýðirnir streyma.
2Og det skal skje i de siste dager*, da skal fjellet der Herrens hus står, være grunnfestet på toppen av fjellene og høit hevet over alle høider, og alle hedningefolk skal strømme til det. / {* 1MO 49, 1. JER 3, 17. MIK 4, 1 fg. SKR 8, 20 fg.}
3Og margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: ,,Komið, förum upp á fjall Drottins, til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum,`` því að frá Síon mun kenning út ganga og orð Drottins frá Jerúsalem.
3Og mange folkeslag skal gå avsted og si: Kom, la oss gå op til Herrens berg, til Jakobs Guds hus, så han kan lære oss sine veier, og vi ferdes på hans stier! For fra Sion skal lov utgå, og Herrens ord fra Jerusalem.
4Og hann mun dæma meðal lýðanna og skera úr málum margra þjóða. Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.
4Og han skal dømme mellem hedningefolkene og skifte rett for mange folkeslag, og de skal smi sine sverd om til hakker og sine spyd til vingårdskniver; et folk skal ikke lenger løfte sverd mot et annet, og de skal ikke mere lære å føre krig.
5Ættmenn Jakobs, komið, göngum í ljósi Drottins.
5Jakobs hus! Kom, la oss vandre i Herrens lys!
6Þú hefir hafnað þjóð þinni, ættmönnum Jakobs, því að þeir eru allir í austurlenskum göldrum og spáförum, eins og Filistar, og fylla landið útlendum mönnum.
6For du har forkastet ditt folk, Jakobs hus, fordi de er fulle av Østerlands kunster og spår av skyene som filistrene, og mennesker av fremmed ætt drar de inn i landet i mengde.
7Land þeirra er fullt af silfri og gulli, og fjársjóðir þeirra eru óþrjótandi. Land þeirra er fullt af stríðshestum, og vagnar þeirra eru óteljandi.
7Deres land blev fullt av sølv og gull, og det er ingen ende på dets skatter; deres land blev fullt av hester, og det er ingen ende på dets vogner;
8Land þeirra er fullt af falsguðum, þeir falla fram fyrir eigin handaverkum sínum, fram fyrir því, sem fingur þeirra hafa gjört.
8deres land blev fullt av avguder; de tilbeder sine henders verk, det deres fingrer har gjort.
9En mannkind skal beygjast og maðurinn lægjast, og eigi munt þú fyrirgefa þeim.
9Og mennesket blir bøiet, og mannen ydmyket - tilgi dem ikke!
10Gakk þú inn í bergið og fel þig í jörðu fyrir ógnum Drottins og ljóma hátignar hans.
10Gå inn i fjellet og skjul dig i støvet for Herrens gru og for hans høihets herlighet!
11Hin drembilegu augu mannsins skulu lægjast og hroki mannanna beygjast, og Drottinn einn skal á þeim degi háleitur vera.
11Menneskets stolte øine blir ydmyket, og mennenes stolthet blir bøiet, og Herren alene er høi på den dag.
12Sannarlega mun dagur Drottins allsherjar upp renna. Hann kemur yfir allt það, sem dramblátt er og hrokafullt, og yfir allt, er hátt gnæfir, _ það skal lægjast _
12For Herren, hærskarenes Gud, har satt en dag til dom over alt stolt og høit og over alt ophøiet, så det blir ydmyket,
13og yfir öll hin hávöxnu og gnæfandi sedrustré á Líbanon, og yfir allar Basanseikur,
13både over alle Libanons sedrer, de høie og ophøiede, og over alle Basans eker
14og yfir öll há fjöll og allar gnæfandi hæðir,
14og over alle de høie fjell og over alle de stolte høider
15og yfir alla háreista turna og yfir alla ókleifa múrveggi,
15og over hvert høit tårn og over hver fast mur
16og yfir alla Tarsisknörru og yfir allt ginnandi glys.
16og over alle Tarsis-skib og over alt som er fagert å skue.
17Og dramblæti mannsins skal lægjast og hroki mannanna beygjast, og Drottinn einn skal á þeim degi háleitur vera.
17Og menneskets overmot blir bøiet, og mennenes stolthet blir ydmyket, og Herren alene er høi på den dag.
18Og falsguðirnir _ það er með öllu úti um þá.
18Og avgudene - med dem er det helt forbi.
19Þá munu menn smjúga inn í bjarghella og jarðholur fyrir ógnum Drottins og fyrir ljóma hátignar hans, þegar hann rís upp til þess að skelfa jörðina.
19Og folk skal gå inn i fjellhulene og i jordens revner for Herrens gru og for hans høihets herlighet, når han reiser sig for å forferde jorden.
20Á þeim degi munu menn kasta fyrir moldvörpur og leðurblökur silfurgoðum sínum og gullgoðum, er þeir hafa gjört sér til að falla fram fyrir,
20På den dag skal menneskene kaste sine guder av sølv og gull, som de har gjort sig for å tilbede dem, bort til muldvarpene og flaggermusene
21en skreiðast sjálfir inn í klettagjár og hamarskorur fyrir ógnum Drottins og fyrir ljóma hátignar hans, þegar hann rís upp til þess að skelfa jörðina.Hættið að treysta mönnum, hverfulan lífsanda hafa þeir í nösum sér. Hvers virði eru þeir?
21og gå inn i fjellkløftene og i berghulene for Herrens gru og for hans høihets herlighet, når han reiser sig for å forferde jorden.
22Hættið að treysta mönnum, hverfulan lífsanda hafa þeir í nösum sér. Hvers virði eru þeir?
22Hold da op med å stole på mennesket, i hvis nese det bare er et pust! Hvad er han å akte for?