Icelandic

Norwegian

Isaiah

48

1Heyrið þetta, þér Jakobs niðjar, þér sem nefndir eruð eftir Ísrael og runnir eruð úr Júda lindum, þér sem sverjið við nafn Drottins og tignið Ísraels Guð, þótt eigi sé í sannleika og réttlæti,
1Hør dette, I av Jakobs hus, I som kalles med Israels navn og er runnet av Judas kilde, I som sverger ved Herrens navn og priser Israels Gud, men ikke i sannhet og rettskaffenhet!
2því að þeir kenna sig við hina helgu borg og leita trausts hjá Ísraels Guði: Nafn hans er Drottinn allsherjar.
2For efter den hellige stad kaller de sig, og på Israels Gud stoler de*, på ham hvis navn er Herren, hærskarenes Gud. / {* MIK 3, 11.}
3Það sem nú er fram komið, hefi ég kunngjört fyrir löngu, það er útgengið af mínum munni, og ég hefi gjört það heyrinkunnugt. Skyndilega færði ég það til vegar, og það kom fram.
3De forrige ting* har jeg for lenge siden forkynt, de gikk ut av min munn, og jeg kunngjorde dem; brått satte jeg dem i verk, og de kom. / {* JES 46, 9. 10.}
4Af því að ég vissi, að þú ert þrjóskur og háls þinn seigur sem járnseymi og enni þitt hart sem kopar,
4Fordi jeg visste at du er hård, og din nakke en jernsene, og din panne av kobber,
5fyrir því kunngjörði ég þér það löngu fyrir og lét þig vita það áður en það kom fram, til þess að þú skyldir ekki segja: ,,Goð mitt hefir komið því til leiðar, og skurðgoð mitt og hið steypta líkneski mitt hefir ráðstafað því.``
5så forkynte jeg dig det for lenge siden; før det kom, kunngjorde jeg det for dig, forat du ikke skulde si: Mitt gudebillede har gjort det, mitt utskårne billede og mitt støpte billede har styrt det så.
6Þú hefir heyrt það, sjá, nú er það allt komið fram! Og þér, hljótið þér ekki að játa það? Nú boða ég þér nýja hluti og hulda, sem þú ekkert veist um.
6Du har hørt det; nu kan du se det alt sammen! Og I, må I ikke bekjenne det? Fra nu av kunngjør jeg noget nytt for dig, dulgte ting, som du ikke har visst om.
7Þeir eru nú að skapast, en eigi fyrr, fyrr en í dag hefir þú ekkert um þá heyrt, svo að þú skyldir ekki geta sagt: ,,Sjá, ég vissi það!``
7Nu først er det skapt, og ikke for lenge siden, og før idag hadde du ikke hørt det, forat du ikke skulde si: Det visste jeg!
8Þú hefir hvorki heyrt það né vitað það, né heldur hefir eyra þitt verið opið fyrir löngu, því að ég vissi, að þú ert mjög ótrúr og að þú hefir kallaður verið ,,trúrofi`` frá móðurlífi.
8Du har ikke hørt det eller fått det å vite, heller ikke er ditt øre for lenge siden blitt oplatt; for jeg visste at du er troløs og er blitt kalt en overtreder fra mors liv av.
9Fyrir sakir nafns míns sefa ég reiði mína og vegna lofs míns hefti ég hana þér í vil, svo að ég uppræti þig eigi.
9For mitt navns skyld er jeg langmodig, og for min æres skyld legger jeg bånd på mig og skåner dig, så du ikke skal bli utryddet.
10Sjá, ég hefi hreinsað þig, þó eigi sem silfur, ég hefi reynt þig í bræðsluofni hörmungarinnar.
10Se, jeg renser dig, men ikke som sølv*; jeg prøver dig i lidelsens ovn**. / {* ikke så strengt som sølv; SLM 12, 7.} / {** d.e. ved hårde tuktelser, uten å utrydde dig; OSP 17, 3. 1PE 1, 7.}
11Mín vegna, sjálfs mín vegna gjöri ég það, og dýrð mína gef ég eigi öðrum, því að hversu mjög yrði nafn mitt vanhelgað!
11For min skyld, for min skyld gjør jeg det; for hvorledes skulde jeg kunne la mitt navn bli vanhelliget? Og min ære gir jeg ikke til nogen annen.
12Heyr mig, Jakob, og þú Ísrael, sem ég hefi kallað: Ég er hann, ég er hinn fyrsti, ég er einnig hinn síðasti.
12Hør på mig, Jakob, og du Israel, som jeg har kalt! Jeg er Gud, jeg er den første, jeg er også den siste.
13Hönd mín hefir grundvallað jörðina, og hægri hönd mín hefir þanið út himininn. Þegar ég kalla á þau, koma þau.
13Min hånd har også grunnfestet jorden, og min høire hånd har utspent himmelen; jeg kaller på dem, da står de der begge.
14Safnist allir saman og heyrið: Hver á meðal þeirra hefir kunngjört þetta: Sá er Drottinn elskar, skal framkvæma vilja hans á Babýlon og vera armleggur hans meðal Kaldea?
14Samle eder alle sammen og hør: Hvem iblandt dem* har forkynt dette? - Han som Herren elsker**, skal fullbyrde hans vilje mot Babel og vise hans makt mot kaldeerne. / {* avgudene.} / {** Kyros; JES 44, 28.}
15Það er ég, það er ég, sem hefi talað það, ég hefi og kallað hann. Ég hefi leitt hann fram og veitt honum sigurgengi.
15Jeg, jeg har talt; jeg har også kalt ham, jeg har latt ham komme, og han har lykke på sin ferd.
16Komið til mín og heyrið þetta: Frá upphafi hefi ég eigi talað í leyndum; þegar kominn var sá tími, að það skyldi verða, kom ég. Nú hefir hinn alvaldi Drottinn sent mig með sinn anda.
16Kom nær til mig, hør dette! Fra begynnelsen av har jeg ikke talt i lønndom; fra den tid det kom, var jeg der*. Og nu har Herren, Israels Gud, sendt mig** og sin Ånd. / {* fra den tid det forkynte begynte å opfylles, var jeg virksom til stede.} / {** d.e. profeten.}
17Svo segir Drottinn, frelsari þinn, Hinn heilagi í Ísrael: Ég, Drottinn Guð þinn, er sá sem kenni þér að gjöra það sem þér er gagnlegt, sem vísa þér þann veg, er þú skalt ganga.
17Så sier Herren, din gjenløser, Israels Hellige: Jeg er Herren din Gud, som lærer dig å gjøre det som er dig til gagn, som fører dig på den vei du skal gå.
18Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, þá mundi heill þín verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins.
18Gid du vilde akte på mine bud! Da skulde din fred bli som elven, og din rettferdighet som havets bølger;
19Niðjar þínir mundu þá verða sem fjörusandur og lífsafkvæmi þín sem sandkorn. Nafn hans mun aldrei afmáð verða og aldrei hverfa burt frá mínu augliti.
19da skulde din ætt bli som sanden, og din livsfrukt som sandkornene; dens navn skulde ikke utryddes og ikke utslettes for mitt åsyn.
20Gangið út úr Babýlon, skundið burt frá Kaldeum með fagnaðarópi, boðið þetta og birtið það, útbreiðið það til endimarka jarðarinnar: Drottinn hefir frelsað þjón sinn Jakob!
20Dra ut av Babel, fly fra kaldeerne! Forkynn dette, fortell det med jubelrøst, utbred det like til jordens ende, si: Herren har gjenløst sin tjener Jakob!
21Og þá þyrsti ekki, þegar hann leiddi þá um öræfin. Hann lét vatn spretta upp úr kletti handa þeim, og hann klauf klettinn, svo að vatnið vall þar upp.Hinum óguðlegu, segir Drottinn, er enginn friður búinn.
21De lider ingen tørst; gjennem ørkenen fører han dem, vann av klippen lar han rinne for dem; han kløver klippen, og det flyter vann.
22Hinum óguðlegu, segir Drottinn, er enginn friður búinn.
22Det er ingen fred, sier Herren, for de ugudelige.