Icelandic

Norwegian

Isaiah

49

1Heyrið mig, þér eylönd, og hyggið að, þér fjarlægar þjóðir! Drottinn hefir kallað mig allt í frá móðurlífi, nefnt nafn mitt frá því ég var í kviði móður minnar.
1Hør på mig, I øer, og gi akt, I folk fra det fjerne! Herren har kalt mig fra mors liv av, han har nevnt mitt navn fra min mors skjød.
2Hann hefir gjört munn minn sem beitt sverð og hulið mig í skugga handar sinnar. Hann hefir gjört mig að fágaðri ör og falið mig í örvamæli sínum.
2Han har gjort min munn til et skarpt sverd og skjult mig i sin hånds skygge; han har gjort mig til en blank pil og gjemt mig i sitt kogger.
3Hann sagði við mig: ,,Þú ert þjónn minn, Ísrael, sá er ég mun sýna á vegsemd mína.``
3Og han sa til mig: Du er min tjener, du er Israel, på hvem jeg vil åpenbare min herlighet.
4En ég sagði: ,,Ég hefi þreytt mig til einskis, eytt krafti mínum til ónýtis og árangurslaust. Samt sem áður er réttur minn hjá Drottni og laun mín hjá Guði mínum.``
4Men jeg sa: Forgjeves har jeg arbeidet mig trett, og til ingen nytte har jeg fortært min kraft; men min rett er allikevel hos Herren, og min lønn hos min Gud.
5En nú segir Drottinn, hann sem myndaði mig allt í frá móðurlífi til að vera þjón sinn, til þess að ég sneri Jakob aftur til hans og til þess að Ísrael yrði safnað saman til hans, _ og ég er dýrmætur í augum Drottins og Guð minn varð minn styrkur _
5Og nu sier Herren, som fra mors liv har dannet mig til sin tjener, for å føre Jakob tilbake til ham og samle Israel for ham, og jeg er æret i Herrens øine, og min Gud er blitt min styrke -
6nú segir hann: ,,Það er of lítið fyrir þig að vera þjónn minn, til þess að endurreisa ættkvíslir Jakobs og leiða heim aftur þá, er varðveitst hafa af Ísrael. Fyrir því gjöri ég þig að ljósi fyrir þjóðirnar, svo að þú sért mitt hjálpræði til endimarka jarðarinnar.``
6han sier: Det er for lite at du er min tjener til å gjenreise Jakobs stammer og føre den frelste rest av Israel tilbake; så vil jeg da gjøre dig til hedningenes lys, forat min frelse må nå til jordens ende.
7Svo segir Drottinn, frelsari og heilagur Guð Ísraels, við þann, sem af mönnum er fyrirlitinn, við þann, sem fólk hefir andstyggð á, við þjón harðstjóranna: Konungar munu sjá það og standa upp, þjóðhöfðingjar munu sjá það og falla fram, vegna Drottins, sem reynist trúr, vegna Hins heilaga í Ísrael, sem þig hefir útvalið.
7Så sier Herren, Israels gjenløser, Israels Hellige, til ham som er foraktet av hver sjel, til ham som vekker folks avsky, til ham som er herskeres tjener: Konger skal se det og reise sig, fyrster skal se det og kaste sig ned, for Herrens skyld, som er trofast, for Israels Helliges skyld, som utvalgte dig.
8Svo segir Drottinn: Á tíma náðarinnar bænheyri ég þig, og á degi hjálpræðisins hjálpa ég þér. Ég varðveiti þig og gjöri þig að sáttmála fyrir lýðinn, til þess að reisa við landið, til þess að úthluta erfðahlutum, sem komnir eru í auðn,
8Så sier Herren: På den tid som behager mig, bønnhører jeg dig, og på frelsens dag hjelper jeg dig, og jeg vil bevare dig og gjøre dig til en pakt for folket, forat du skal gjenreise landet og utskifte de øde arvelodder
9til þess að segja hinum fjötruðu: ,,Gangið út,`` og þeim sem í myrkrunum eru: ,,Komið fram í dagsbirtuna.`` Fram með vegunum skulu þeir vera á beit, og á öllum gróðurlausum hæðum skal vera beitiland fyrir þá.
9og si til de fangne: Gå ut! - til dem som er i mørket: Kom frem! På veiene skal de beite, og på alle de bare hauger skal det være beitemark for dem.
10Þá skal ekki hungra og ekki þyrsta, og eigi skal breiskjuloftið og sólarhitinn vinna þeim mein, því að miskunnari þeirra vísar þeim veg og leiðir þá að uppsprettulindum.
10De skal ikke sulte og ikke tørste, og hverken det glødende sandhav eller solen skal skade dem; for han som forbarmer sig over dem, skal føre dem og lede dem til kildevell,
11Ég gjöri öll mín fjöll að vegi, og brautir mínar skulu hækka.
11og jeg vil gjøre alle mine fjell til veier, og mine ryddede veier skal bygges høiere.
12Sjá, sumir koma langt að, sumir frá norðri og vestri, aðrir frá Syene.
12Se, de kommer langt borte fra, nogen fra nord og nogen fra vest og nogen fra Sinims land.
13Lofsyngið, þér himnar, og fagna þú, jörð! Hefjið gleðisöng, þér fjöll, því að Drottinn veitir huggun sínum lýð og auðsýnir miskunn sínum þjáðu.
13Juble, I himler, og fryd dig, du jord! I fjell, bryt ut i frydesang! For Herren trøster sitt folk, og over sine elendige forbarmer han sig.
14Síon segir: ,,Drottinn hefir yfirgefið mig, hinn alvaldi hefir gleymt mér!``
14Sion sa: Herren har forlatt mig, Herren har glemt mig.
15Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki.
15Glemmer vel en kvinne sitt diende barn, så hun ikke forbarmer sig over sitt livs sønn? Om også de glemmer, så glemmer ikke jeg dig.
16Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína, múrar þínir standa jafnan fyrir augum mér.
16Se, I begge mine hender har jeg tegnet dig, dine murer står alltid for mig.
17Byggjendur þínir koma með flýti, en þeir, sem brutu þig niður og lögðu þig í rústir, víkja burt frá þér.
17Dine barn kommer i hast; de som brøt dig ned og ødela dig, de skal dra bort fra dig.
18Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þín. Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn, skalt þú íklæðast þeim öllum sem skarti og belta þig með þeim sem brúður.
18Løft dine øine og se dig omkring! De samler sig alle sammen, de kommer til dig. Så sant jeg lever, sier Herren, du skal iføre dig dem alle sammen som en prydelse og binde dem om dig lik bruden;
19Því að rústir þínar, eyðistaðir þínir og umturnað land þitt _ já, nú verður þú of þröng fyrir íbúana og eyðendur þínir munu vera langt í burtu.
19for dine ruiner og dine øde steder og ditt herjede land - sannelig, nu skal du være for trang for innbyggerne, og dine ødeleggere skal være langt borte.
20Enn munu börnin frá árunum, er þú varst barnalaus, segja í eyru þér: ,,Hér er of þröngt um mig. Færðu þig, svo að ég fái bústað!``
20Ennu skal du få høre barna fra din barnløshets dager si: Plassen er for trang for mig; flytt dig, så jeg kan få bo her!
21Þá muntu segja í hjarta þínu: ,,Hver hefir alið mér þessi börn? Ég var barnlaus og óbyrja, útlæg og brottrekin. Og hver hefir fóstrað þessi börn? Sjá, ég var ein eftir skilin, hvernig stendur þá á börnum þessum?``
21Og du skal si i ditt hjerte: Hvem har født mig disse barn? Jeg var jo barnløs og ufruktbar, landflyktig og jaget bort. Og hvem har fostret disse? Jeg var jo enslig tilbake. Hvor var da disse?
22Svo segir hinn alvaldi Drottinn: Sjá, ég mun banda hendi minni til þjóðanna og reisa upp merki mitt fyrir lýðina, og munu þeir þá færa hingað sonu þína í fangi sér, og dætur þínar bornar verða hingað á öxlinni.
22Så sier Herren, Israels Gud: Se, jeg vil løfte min hånd til hedningene og reise mitt banner for folkene, og de skal komme med dine sønner ved barmen, og dine døtre skal de bære på skulderen.
23Konungar skulu verða barnfóstrar þínir og drottningar þeirra barnfóstrur þínar. Þeir munu falla til jarðar fram á ásjónur sínar fyrir þér og sleikja duft fóta þinna. Þá munt þú komast að raun um, að ég er Drottinn og að þeir verða ekki til skammar, sem á mig vona.
23Og konger skal være dine fosterfedre, og deres dronninger dine ammer; de skal kaste sig på sitt ansikt til jorden for dig, og dine føtters støv skal de slikke, og du skal kjenne at jeg er Herren, og at de som bier efter mig, ikke skal bli til skamme.
24Hvort mun herfangið verða tekið af hinum sterka? Og munu bandingjar ofbeldismannsins fá komist undan?
24Kan vel nogen ta hærfanget fra en kjempe, eller kan fangene slippe fra den som de med rette* tilhører? / {* JER 25, 9; 27, 5-8.}
25Já, svo segir Drottinn: Bandingjarnir skulu teknir verða af hinum sterka og herfang ofbeldismannsins komast undan. Ég skal verja sök þína gegn sökunautum þínum, og sonu þína mun ég frelsa.Ég mun láta kúgara þína eta eigið hold, og þeir skulu verða drukknir af eigin blóði, eins og af vínberjalegi. Allt hold mun þá komast að raun um, að ég, Drottinn, er frelsari þinn, og hinn voldugi Jakobs Guð, lausnari þinn.
25Ja! For så sier Herren: Både skal fangene tas fra kjempen, og voldsmannens hærfang slippe unda, og med din motpart vil jeg gå i rette, og dine barn vil jeg frelse.
26Ég mun láta kúgara þína eta eigið hold, og þeir skulu verða drukknir af eigin blóði, eins og af vínberjalegi. Allt hold mun þá komast að raun um, að ég, Drottinn, er frelsari þinn, og hinn voldugi Jakobs Guð, lausnari þinn.
26Og jeg vil la dine undertrykkere ete sitt eget kjøtt, og av sitt eget blod skal de bli drukne som av druesaft; og alt kjød skal kjenne at jeg, Herren, er din frelser, Jakobs Veldige din gjenløser.