Icelandic

Norwegian

Isaiah

51

1Hlýðið á mig, þér sem leggið stund á réttlæti, þér sem leitið Drottins! Lítið á hellubjargið, sem þér eruð af höggnir, og á brunnholuna, sem þér eruð úr grafnir!
1Hør på mig, I som jager efter rettferdighet, I som søker Herren! Se på det fjell som I er hugget ut av, og på den brønn som I er gravd ut av!
2Lítið á Abraham, föður yðar, og á Söru, sem ól yður! Því að barnlausan kallaði ég hann, en ég blessaði hann og jók kyn hans.
2Se på Abraham, eders far, og på Sara, som fødte eder! For da han ennu bare var en, kalte jeg ham, og jeg velsignet ham og gjorde hans ætt stor;
3Já, Drottinn huggar Síon, huggar allar rústir hennar. Hann gjörir auðn hennar sem Eden og heiði hennar sem aldingarð Drottins. Fögnuður og gleði mun finnast í henni, þakkargjörð og lofsöngur.
3for Herren trøster Sion, trøster alle dets ruiner og gjør dets ørken lik Eden og dets øde mark lik Herrens have; fryd og glede skal finnes der, takksigelse og lovsang.
4Hlýð þú á mig, þú lýður minn, hlusta á mig, þú þjóð mín, því frá mér mun kenning út ganga og minn réttur sem ljós fyrir þjóðirnar.
4Hør på mig, mitt folk! Vend øret til mig, du min menighet! For lov skal gå ut fra mig, og min rett vil jeg sette til et lys for folkene.
5Skyndilega nálgast réttlæti mitt, hjálpræði mitt er á leiðinni. Armleggir mínir munu færa þjóðunum réttlæti. Fjarlægar landsálfur vænta mín og bíða eftir mínum armlegg.
5Min rettferdighet er nær, min frelse bryter frem, og mine armer skal hjelpe folkene til rett; på mig skal øene vente, og på min arm skal de bie.
6Hefjið augu yðar til himins og lítið á jörðina hér neðra. Himinninn mun leysast sundur sem reykur og jörðin fyrnast sem fat og þeir, sem á henni búa, deyja sem mý. En mitt hjálpræði varir eilíflega, og mínu réttlæti mun eigi linna.
6Løft eders øine til himmelen, og se på jorden her nede! For himmelen skal blåses bort som røk, og jorden skal eldes som et klædebon, og de som bor på den, skal dø som mygg; men min frelse skal vare til evig tid, og min rettferdighet skal ikke brytes.
7Hlýðið á mig, þér sem þekkið réttlætið, þú lýður, sem ber lögmál mitt í hjarta þínu. Óttist eigi spott manna og hræðist eigi smánaryrði þeirra,
7Hør på mig, I som kjenner rettferdighet, du folk som har min lov i ditt hjerte! Frykt ikke menneskers hån, og reddes ikke for deres spottende ord.
8því að mölur mun eta þá eins og klæði og maur eta þá eins og ull. En réttlæti mitt varir eilíflega og hjálpræði mitt frá kyni til kyns.
8For møll skal fortære dem som et klæsplagg, og makk skal fortære dem som ull; men min rettferdighet skal vare til evig tid, og min frelse fra slekt til slekt.
9Vakna þú, vakna þú, íklæð þig styrkleika, armleggur Drottins! Vakna þú, eins og fyrr á tíðum, eins og í árdaga! Varst það eigi þú, sem banaðir skrímslinu og lagðir í gegn drekann?
9Våkn op, våkn op, klæ dig i styrke, du Herrens arm! Våkn op som i gamle dager, som i fordums tid! Var det ikke du som felte Rahab*, som gjennemboret havuhyret? / {* Egypten. 2MO 14, 14; 6, 6; 15, 12. SLM 74, 13. 14; 89, 11. JES 27, 1; 30, 7. ESK 29, 3 fg.}
10Varst það eigi þú, sem þurrkaðir upp hafið, vötn hins mikla djúps, sem gjörðir sjávardjúpin að vegi, svo að hinir endurleystu gætu komist yfir?
10Var det ikke du som tørket ut havet, vannet i det store dyp, som gjorde havets bunn til en vei, så det frelste folk kunde gå gjennem det?
11Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur hverfa og koma með fögnuði til Síonar, og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja.
11Så skal Herrens forløste vende tilbake og komme til Sion med frydesang, og evig glede er det over deres hode; fryd og glede skal de nå, sorg og sukk skal fly.
12Ég, ég er sá sem huggar yður. Hver ert þú, að þú skulir hrædd vera við mennina, sem eiga að deyja, og mannanna börn, sem felld verða eins og grasið,
12Jeg, jeg er den som trøster eder; hvem er du, at du frykter for et menneske, som skal dø, for et menneskebarn, som skal bli lik gress,
13en gleymir Drottni, skapara þínum, sem útþandi himininn og grundvallaði jörðina, að þú óttast stöðugt liðlangan daginn heift kúgarans? Þegar hann býr sig til að gjöreyða, hvar er þá heift kúgarans?
13og at du glemmer Herren, din skaper, som utspente himmelen og grunnfestet jorden, og alltid hele dagen engster dig for undertrykkerens vrede, når han legger pilen til rette for å ødelegge? Hvor er da undertrykkerens vrede?
14Brátt skulu þeir, er fjötraðir eru, leystir verða, og þeir skulu eigi deyja og fara í gröfina, né heldur skal þá skorta brauð _
14Snart skal den som ligger i lenker, bli løst, han skal ikke dø og gå i graven, og han skal ikke mangle sitt brød.
15svo sannarlega sem ég er Drottinn, Guð þinn, sá er æsir hafið, svo að bylgjurnar gnýja. Drottinn allsherjar er nafn hans.
15Og jeg er Herren din Gud, som rører op havet så dets bølger bruser - Herren, hærskarenes Gud, er hans navn.
16Ég hefi lagt mín orð í munn þér og skýlt þér undir skugga handar minnar, ég, sem gróðursetti himininn og grundvallaði jörðina og segi við Síon: ,,Þú ert minn lýður!``
16Og jeg la mine ord i din munn og dekket dig med min hånds skygge for å plante himmelen og grunnfeste jorden og for å si til Sion: Du er mitt folk.
17Hresstu þig upp, hresstu þig upp, rístu upp, Jerúsalem, þú sem drukkið hefir reiðibikar Drottins, er hönd hans rétti að þér. Vímubikarinn hefir þú drukkið í botn!
17Våkn op, våkn op, stå op, Jerusalem, du som av Herrens hånd har fått hans vredes beger å drikke! Det store tumlebeger har du drukket ut til siste dråpe.
18Af öllum þeim sonum, sem hún hafði alið, var ekki nokkur einn, sem leiddi hana. Af öllum þeim sonum, sem hún hafði upp fætt, var enginn, sem tæki í hönd hennar.
18Hun har ingen som leder henne, av alle de barn hun har født, og ingen som tar henne ved hånden, av alle de sønner hun har fostret.
19Þetta tvennt henti þig _ hver aumkar þig? _ eyðing og umturnun, hungur og sverð _ hver huggar þig?
19To ting var det som rammet dig - hvem ynkes over dig? - ødeleggelse og undergang, hunger og sverd - hvorledes skal jeg trøste dig?
20Synir þínir liðu í ómegin og lágu á öllum strætamótum, eins og antílópur í veiðigröf, fullir af reiði Drottins, af hirtingarorðum Guðs þíns.
20Dine barn lå avmektige på alle gatehjørner som en hjort i garnet, de som var fylt av Herrens brennende vrede, av din Guds trusler.
21Fyrir því heyr þú þetta, þú hin vesala, þú sem drukkin ert, og þó ekki af víni:
21Derfor, hør dette, du arme, og du som er drukken, men ikke av vin!
22Svo segir Drottinn þinn alvaldur og Guð þinn, sem réttir hlut lýðs síns: Sjá, ég tek úr hendi þinni vímubikarinn, skál reiði minnar, þú skalt ekki framar á henni bergja.Ég fæ hana í hendur þeim, sem angra þig, þeim er sögðu við þig: ,,Varpa þér niður, svo að vér getum gengið á þér!`` Og þú varðst að gjöra hrygg þinn sem gólf og að götu fyrir vegfarendur.
22Så sier Herren, din herre, din Gud, som fører sitt folks sak: Se, jeg har tatt tumlebegeret ut av din hånd; mitt store vredesbeger skal du ikke mere drikke av.
23Ég fæ hana í hendur þeim, sem angra þig, þeim er sögðu við þig: ,,Varpa þér niður, svo að vér getum gengið á þér!`` Og þú varðst að gjöra hrygg þinn sem gólf og að götu fyrir vegfarendur.
23Og jeg gir det i dine undertrykkeres hånd, de som sa til dig: Bøi dig ned, så vi kan gå over dig, og så gjorde du din rygg lik jorden, til en gate for dem som gikk over den.