Icelandic

Norwegian

Job

30

1En nú hlæja þeir að mér, sem yngri eru en ég, mundi ég þó ekki hafa virt feður þeirra þess að setja þá hjá fjárhundum mínum.
1Men nu ler de av mig, de som er yngre av år enn jeg, hvis fedre jeg aktet så ringe at jeg ikke vilde sette dem blandt mine fehunder.
2Hvað hefði og kraftur handa þeirra stoðað mig, þar sem þeir aldrei verða fullþroska?
2Hvad hjelp kunde jeg også ha av dem, de som har mistet all manndomskraft?
3Þeir eru örmagna af skorti og hungri, naga þurrt landið, sem í gær var auðn og eyðimörk.
3De er uttæret av nød og sult; de gnager på den tørre mo, som allerede igår var ørk og øde;
4Þeir reyta hrímblöðku hjá runnunum, og gýfilrætur er fæða þeirra.
4de plukker melde innunder buskene, og gyvelbuskens røtter er deres brød.
5Þeir eru flæmdir úr félagi manna, menn æpa að þeim eins og að þjóf,
5Fra menneskenes samfund jages de ut; folk roper efter dem som efter tyver.
6svo að þeir verða að hafast við í hræðilegum gjám, í jarðholum og berghellum.
6I fryktelige kløfter må de bo, i huler i jord og berg.
7Milli runnanna rymja þeir, og undir netlunum safnast þeir saman,
7Mellem buskene skriker de, i neslekratt samler de sig,
8guðlaust og ærulaust kyn, útreknir úr landinu.
8barn av dårer og æreløse folk, pisket ut av landet.
9Og nú er ég orðinn þeim að háðkvæði og orðinn umtalsefni þeirra.
9Og nu er jeg blitt til en spottesang og et ordsprog for dem.
10Þeir hafa andstyggð á mér, koma ekki nærri mér og hlífast jafnvel ekki við að hrækja framan í mig.
10De avskyr mig, holder sig langt borte fra mig, og mitt ansikt sparer de ikke for spytt;
11Þar sem Guð hefir leyst streng sinn og beygt mig, þá sleppa þeir og beislinu fram af sér gagnvart mér.
11for de har løst sine tøiler og ydmyket mig, og bislet har de kastet av for mine øine.
12Mér til hægri handar vex hyski þeirra upp, fótum mínum hrinda þeir frá sér og leggja glötunarbrautir sínar gegn mér.
12Ved min høire side reiser deres yngel sig; mine føtter støter de bort og legger sine ulykkesveier mot mig.
13Þeir hafa rifið upp stig minn, að falli mínu styðja þeir, sem engan hjálparmann eiga.
13De bryter op min sti, de gjør hvad de kan for å ødelegge mig, de som selv ingen hjelper har.
14Þeir koma sem inn um vítt múrskarð, velta sér áfram innan um rústir.
14Som gjennem en vid revne kommer de; gjennem nedstyrtende murer velter de sig frem.
15Skelfingar hafa snúist móti mér, tign mín er ofsótt eins og af stormi, og gæfa mín er horfin eins og ský.
15Redsler har vendt sig mot mig, som stormen forfølger de min ære, og som en sky er min velferd faret bort.
16Og nú rennur sála mín sundur í tárum, eymdardagar halda mér föstum.
16Og nu utøser min sjel sig i mig; trengsels dager holder mig fast.
17Nóttin nístir bein mín, svo að þau losna frá mér, og hinar nagandi kvalir mínar hvílast ekki.
17Natten gjennemborer mine ben, så de faller av, og min verk og pine hviler ikke.
18Fyrir mikilleik máttar hans er klæðnaður minn aflagaður, hann lykur fast um mig, eins og hálsmál kyrtils míns.
18Ved Guds store kraft er det blitt slik med mig at min klædning ikke er til å kjenne igjen; den henger tett omkring mig som kraven på min underkjortel.
19Guð hefir kastað mér ofan í saurinn, svo að ég er orðinn eins og mold og aska.
19Han har kastet mig ut i skarnet, så jeg er blitt lik støv og aske.
20Ég hrópa til þín, en þú svarar ekki, ég stend þarna, en þú starir á mig.
20Jeg skriker til dig, men du svarer mig ikke; jeg står der, og du bare ser på mig.
21Þú ert orðinn grimmur við mig, með krafti handar þinnar ofsækir þú mig.
21Du er blitt grusom mot mig, med din sterke hånd forfølger du mig.
22Þú lyftir mér upp á vindinn, lætur mig þeytast áfram, og þú lætur mig farast í stormgný.
22Du løfter mig op i stormen, du lar mig fare avsted, og du lar mig forgå i dens brak;
23Því að ég veit, að þú vilt leiða mig til Heljar, í samkomustað allra þeirra er lifa.
23for jeg vet at du fører mig til døden, til den bolig hvor alt levende samles.
24En _ rétta menn ekki út höndina, þegar allt hrynur? eða hrópa menn ekki á hjálp, þegar þeir eru að farast?
24Dog, rekker ikke mennesket ut sin hånd når alt synker i grus? Skriker han ikke om hjelp når han er kommet i ulykke?
25Eða grét ég ekki yfir þeim, sem átti illa daga, og hryggðist ekki sál mín vegna fátæklingsins?
25Gråt jeg ikke selv over den som hadde hårde dager? Sørget ikke min sjel over den fattige?
26Já, ég bjóst við góðu, en þá kom illt, vænti ljóss, en þá kom myrkur.
26For jeg ventet godt, men det kom ondt; jeg håpet på lys, men det kom mørke.
27Það sýður í innýflum mínum án afláts, eymdardagar eru yfir mig komnir.
27Mine innvoller koker og er ikke stille; trengsels dager er kommet over mig.
28Svartur geng ég um, þó ekki af sólarhita, ég stend upp, í söfnuðinum hrópa ég á hjálp.
28Sort går jeg omkring, men ikke av solens hete; midt iblandt folk reiser jeg mig og roper om hjelp.
29Ég er orðinn bróðir sjakalanna og félagi strútsfuglanna.
29Jeg er blitt en bror av sjakaler og en stallbror av strutser.
30Hörund mitt er orðið svart og flagnar af mér, og bein mín eru brunnin af hita.Og fyrir því varð gígja mín að gráti og hjarðpípa mín að harmakveini.
30Min hud er sort og faller av mig, og mine ben er brent av hete.
31Og fyrir því varð gígja mín að gráti og hjarðpípa mín að harmakveini.
31Og min citar er blitt til sorg, og min fløite til gråt og klage.