1En heyr þú, Job, ræðu mína, og hlýð þú á öll orð mín.
1Men hør nu, Job, på min tale og lytt til alle mine ord!
2Sjá, ég opna munn minn, og tunga mín talar í gómi mínum.
2Se, jeg har åpnet mine leber, allerede taler min tunge i min munn.
3Orð mín eru hjartans hreinskilni, og það sem varir mínar vita, mæla þær í einlægni.
3Ærlige og opriktige er mine ord, og hvad jeg vet, skal mine leber uttale likefrem.
4Andi Guðs hefir skapað mig, og andblástur hins Almáttka gefur mér líf.
4Guds Ånd har skapt mig, og den Allmektiges ånde holder mig live.
5Ef þú getur, þá svara þú mér, bú þig út í móti mér og gakk fram.
5Hvis du kan, så svar mig! Rust dig mot mig, tred frem!
6Sjá, ég stend eins og þú gagnvart Guði, ég er og myndaður af leiri.
6Se, jeg er din like for Gud, også jeg er dannet av ler.
7Sjá, hræðsla við mig þarf eigi að skelfa þig og þungi minn eigi þrýsta þér niður.
7Redsel for mig skal ikke overvelde dig, og min myndighet ikke tynge dig.
8En þú hefir sagt í eyru mér, og ég heyrði hljóm orðanna:
8Sannelig, du har sagt i mitt nærvær, så lød dine ord som jeg hørte:
9,,Hreinn er ég, laus við afbrot, saklaus er ég, og hjá mér er engin misgjörð.
9Ren er jeg, uten brøde, plettfri er jeg og fri for misgjerning;
10En Guð reynir að finna tilefni til fjandskapar við mig og ætlar að ég sé óvinur hans.
10men Gud søker grunn til fiendskap mot mig, han akter mig for sin uvenn;
11Hann setur fætur mína í stokk og aðgætir alla vegu mína.``
11han setter mine føtter i stokken og vokter på alle mine veier.
12Sjá, í þessu hefir þú rangt fyrir þér, svara ég þér, því að Guð er meiri en maður.
12Nei, i dette har du ikke rett, svarer jeg dig; Gud er jo større enn et menneske.
13Hví hefir þú þráttað við hann, að hann svaraði engu öllum orðum þínum?
13Hvorfor går du i rette med ham? Han svarer jo ikke et eneste ord.
14Því að vissulega talar Guð einu sinni, já, tvisvar, en menn gefa því ekki gaum.
14Men én gang taler Gud, ja to ganger hvis mennesket ikke akter på det.
15Í draumi, í nætursýn, þá er þungur svefnhöfgi er fallinn yfir mennina, í blundi á hvílubeði,
15I drøm, i nattlig syn, når dyp søvn faller på menneskene, når de slumrer på sitt leie,
16opnar hann eyru mannanna og innsiglar viðvörunina til þeirra
16da åpner han deres ører og trykker sitt segl på advarselen til dem,
17til þess að fá manninn til þess að láta af gjörðum sínum og forða manninum við drambsemi.
17for å få mennesket til å la sin gjerning fare og for å utrydde overmotet hos mannen,
18Hann hlífir sálu hans við gröfinni og lífi hans frá því að farast fyrir skotvopni.
18for å berge hans sjel fra graven og hans liv fra å rammes av det drepende spyd.
19Maðurinn er og agaður með kvölum á sæng sinni, og stríðið geisar stöðuglega í beinum hans.
19Mennesket tuktes også med smerter på sitt leie, og en stadig uro går gjennem marg og ben.
20Þá vekur lífshvötin óbeit hjá honum á brauðinu og sál hans á uppáhaldsfæðunni.
20Han vemmes ved brød og hans sjel ved lekker mat.
21Hold hans eyðist og verður óásjálegt, og beinin, sem sáust ekki áður, verða ber,
21Hans kjøtt tæres bort, så en ikke ser det mere, og hans ben, som en før ikke så, ligger bare;
22svo að sál hans nálgast gröfina og líf hans engla dauðans.
22hans sjel kommer nær til graven og hans liv til dødens engler.
23En ef þar er hjá honum árnaðarengill, talsmaður, einn af þúsund til þess að boða manninum skyldu hans,
23Er det da hos ham en engel, en tolk, en av tusen, som forkynner mennesket dets rette vei,
24og miskunni hann sig yfir hann og segi: ,,Endurleys hann og lát hann eigi stíga niður í gröfina, ég hefi fundið lausnargjaldið,``
24da ynkes Gud over ham og sier: Fri ham fra å fare ned i graven! Jeg har fått løsepenger.
25þá svellur hold hans af æskuþrótti, hann snýr aftur til æskudaga sinna.
25Hans kropp blir da frodigere enn i ungdommen, han blir atter som i sin ungdoms dager.
26Hann biður til Guðs, og Guð miskunnar honum, lætur hann líta auglit sitt með fögnuði og veitir manninum aftur réttlæti hans.
26Han beder til Gud, og han er ham nådig; han ser Guds åsyn med jubel, og han gir mennesket dets rettferdighet tilbake.
27Hann syngur frammi fyrir mönnum og segir: ,,Ég hafði syndgað og gjört hið beina bogið, og þó var mér ekki goldið líku líkt.
27Han synger for menneskene og sier: Jeg hadde syndet og gjort det rette kroket, men han gjengjeldte mig det ikke;
28Guð hefir leyst sálu mína frá því að fara ofan í gröfina, og líf mitt gleður sig við ljósið.``
28han har fridd min sjel fra å fare ned i graven, og mitt liv ser lyset med lyst.
29Sjá, allt þetta gjörir Guð tvisvar eða þrisvar við manninn
29Se, alt dette gjør Gud to ganger, ja tre, mot en mann
30til þess að hrífa sál hans frá gröfinni, til þess að lífsins ljós megi leika um hann.
30for å frelse hans sjel fra graven, så han omstråles av de levendes lys.
31Hlýð á, Job, heyr þú mig, ver þú hljóður og lát mig tala.
31Gi akt, Job, hør på mig! Ti, så jeg får tale.
32Hafir þú eitthvað að segja, þá svara mér, tala þú, því að gjarnan vildi ég, að þú reyndist réttlátur.Ef svo er eigi þá heyr þú mig, ver hljóður, að ég megi kenna þér speki.
32Har du ord, så svar mig, tal! Jeg vil gjerne gi dig rett.
33Ef svo er eigi þá heyr þú mig, ver hljóður, að ég megi kenna þér speki.
33Hvis ikke, så hør du på mig! Ti, så jeg får lære dig visdom.