Icelandic

Romanian: Cornilescu

1 Samuel

22

1Davíð fór þaðan og komst undan í Adúllamhelli. Og er bræður hans og allt hús föður hans fréttu það, komu þeir þangað til hans.
1David a plecat de acolo, şi a scăpat în peştera Adulam. Fraţii lui şi toată casa tatălui său au aflat, şi s'au pogorît la el.
2Og allir nauðstaddir menn söfnuðust til hans og allir þeir, sem komnir voru í skuldir, svo og allir þeir, er óánægðir voru, og gjörðist hann höfðingi þeirra. Voru nú með honum um fjögur hundruð manns.
2Toţi ceice se aflau în nevoie, cari aveau datorii, sau cari era nemulţămiţi, s'au strîns la el, şi el a ajuns căpetenia lor. Astfel, s'au unit cu el aproape patru sute de oameni.
3Davíð fór þaðan til Mispe í Móab og sagði við Móabskonung: ,,Leyf föður mínum og móður minni að vera hér hjá yður, uns ég fæ að vita, hvað Guð gjörir við mig.``
3De acolo David s'a dus la Miţpe în ţara Moabului. El a zis împăratului Moabului: ,,Dă voie, te rog, tatălui meu şi mamei mele să vină la voi, pînă voi şti ce va face Dumnezeu cu mine.``
4Síðan skildi hann þau eftir hjá Móabskonungi, og þau voru hjá honum meðan Davíð var í virkinu.
4Şi i -a adus înaintea împăratului Moabului, şi au locuit cu el în tot timpul cît a stat David în cetăţuie.
5Og Gað spámaður sagði við Davíð: ,,Þú skalt ekki vera kyrr í virkinu. Haf þig á braut og far til Júda.`` Þá fór Davíð af stað og kom í Heretskóg.
5Proorocul Gad a zis lui David: ,,Nu şedea în cetăţuie, ci du-te, şi intră în ţara lui Iuda.`` Şi David a plecat şi a ajuns la pădurea Heret.
6Nú fréttir Sál, að Davíð sé fundinn og þeir menn, sem með honum voru. Sál sat í Gíbeu undir tamarisktrénu á hæðinni og hafði spjót í hendi, og allir þjónar hans stóðu umhverfis hann.
6Saul a aflat că David şi oamenii lui au fost descoperiţi. Saul şedea subt tamarisc, la Ghibea, pe înălţime; avea suliţa în mînă, şi toţi slujitorii lui stăteau lîngă el.
7Þá mælti Sál við þjóna sína, sem stóðu umhverfis hann: ,,Heyrið, þér Benjamínítar! Ætli Ísaísonur gefi yður öllum akra og víngarða og gjöri yður alla að hersveitarforingjum og hundraðshöfðingjum?
7Şi Saul a zis slujitorilor săi de lîngă el: ,,Ascultaţi, Beniamiţi! Vă va da fiul lui Isai la toţi ogoare şi vii? Va face el din voi toţi căpetenii peste o mie şi căpetenii peste o sută?
8Þér hafið allir gjört samsæri á móti mér, og enginn sagði mér frá því, þegar sonur minn gjörði bandalag við Ísaíson, og enginn yðar hefir kennt í brjósti um mig og sagt mér frá því, að sonur minn hefir eflt þegn minn til fjandskapar í móti mér, eins og nú er fram komið.``
8Dacă nu, de ce v'aţi unit toţi împotriva mea, şi nimeni nu mi -a dat de ştire despre legămîntul fiului meu cu fiul lui Isai? Pentruce n'a fost nimeni dintre voi pe care să -l doară inima pentru mine, şi să mă înştiinţeze că fiul meu a răsculat pe robul meu împotriva mea, ca să-mi întindă curse, cum face astăzi?``
9Þá tók Dóeg Edómíti til máls, _ en hann stóð hjá þjónum Sáls _ og mælti: ,,Ég sá Ísaíson koma til Nób, til Ahímeleks Ahítúbssonar,
9Doeg, Edomitul, care era şi el printre slujitorii lui Saul, a răspuns: Eu am văzut pe fiul lui Isai venind la Nob, la Ahimelec, fiul lui Ahitub....
10og gekk hann til frétta við Drottin fyrir hann. Hann gaf honum og vistir, og sverð Golíats Filista fékk hann honum.``
10Ahimelec a întrebat pe Domnul pentru el, i -a dat merinde şi i -a dat sabia lui Goliat, Filisteanul.``
11Þá sendi konungur eftir Ahímelek presti Ahítúbssyni og öllu frændliði hans, prestunum í Nób, og þeir komu allir á konungs fund.
11Împăratul a trimes după Ahimelec, fiul lui Ahitub, preotul, şi după toată casa tatălui său, după preoţii cari erau la Nob. Ei au venit toţi la împărat.
12Þá mælti Sál: ,,Heyr þú, Ahítúbsson!`` Hann svaraði: ,,Hér er ég, herra minn!``
12Saul a zis: ,,Ascultă, fiul lui Ahitub!`` El a răspuns: ,,Iată-mă, domnul meu!``
13Sál mælti til hans: ,,Hví hafið þið gjört samsæri í móti mér, þú og Ísaíson, þar sem þú fékkst honum brauð og sverð og gekkst til frétta við Guð fyrir hann, svo að hann gæti risið til fjandskapar í gegn mér, eins og nú er fram komið?``
13Saul i -a zis: ,,Pentruce v'aţi unit împotriva mea, tu şi fiul lui Isai? Pentruce i-ai dat pîne şi o sabie, şi ai întrebat pe Dumnezeu pentru el, ca să se ridice împotriva mea şi să-mi întindă curse, cum face astăzi?``
14Ahímelek svaraði konungi og mælti: ,,Hver er svo trúr sem Davíð meðal allra þjóna þinna, tengdasonur konungsins, foringi lífvarðar þíns og mikils metinn í húsi þínu?
14Ahimelec a răspuns împăratului: ,,Care dintre slujitorii tăi poate fi pus alături cu credinciosul David, ginerele împăratului, gata la poruncile lui, şi înconjurat cu cinste în casa ta?
15Er þetta þá í fyrsta sinni, sem ég geng til frétta við Guð fyrir hann? Fjarri fer því. Konungur má eigi gefa þjóni sínum og öllu frændliði mínu sök á þessu, því að þjónn þinn vissi alls ekki neitt um þetta.``
15Oare de astăzi am început eu să întreb pe Dumnezeu pentru el? Departe de mine aşa ceva! Să nu arunce împăratul nici o vină asupra robului său, nici asupra nimănui din casa tatălui meu, căci robul tău nu ştie nimic din toate acestea, nici lucru mic nici lucru mare.``
16En konungur mælti: ,,Þú skalt lífið láta, Ahímelek, þú og allt frændlið þitt.``
16Împăratul a zis: ,,Trebuie să mori, Ahimelec, tu şi toată casa tatălui tău.``
17Og konungur mælti til varðmannanna, sem hjá honum stóðu: ,,Komið hingað og deyðið presta Drottins, því að einnig þeir hafa hjálpað Davíð. Og þótt þeir vissu, að hann var að flýja, þá létu þeir mig ekki vita það.`` En þjónar konungs vildu ekki leggja hendur á presta Drottins.
17Şi împăratul a zis alergătorilor cari stăteau lîngă el: ,,Întoarceţi-vă, şi omorîţi pe preoţii Domnului; căci s'au învoit cu David: au ştiut bine că fuge, şi nu mi-au dat de veste.`` Dar slujitorii împăratului n'au voit să întindă mîna ca să lovească pe preoţii Domnului.
18Þá sagði konungur við Dóeg: ,,Kom þú hingað og drep þú prestana.`` Og Dóeg Edómíti gekk þangað, og hann drap prestana og deyddi á þeim degi áttatíu og fimm menn, sem báru línhökul.
18Atunci împăratul a zis lui Doeg: ,,Întoarce-te, şi loveşte pe preoţi.`` Şi Doeg, Edomitul, s'a întors, şi a lovit pe preoţi; a omorît în ziua aceea optzeci şi cinci de oameni, cari purtau efodul de in.
19Og Nób, borg prestanna, eyddi hann með sverðseggjum; bæði karla og konur, börn og brjóstmylkinga, uxa, asna og sauði felldi hann með sverðseggjum.
19Saul a mai trecut prin ascuţişul săbiei cetatea preoţească Nob; bărbaţi şi femei, copii şi prunci, boi, măgari şi oi: toţi au căzut supt ascuţişul săbiei.
20Aðeins einn af sonum Ahímeleks Ahítúbssonar komst undan. Hann hét Abjatar og flýði til Davíðs og gekk í sveit með honum.
20Un fiu al lui Ahimelec, fiul lui Ahitub, a scăpat. Numele lui era Abiatar. A fugit la David,
21Og Abjatar sagði Davíð frá, að Sál hefði myrt presta Drottins.
21şi i -a spus că Saul a ucis pe preoţii Domnului.
22Davíð sagði við Abjatar: ,,Ég vissi það þá þegar, úr því að Dóeg Edómíti var þar, að hann mundi segja Sál frá því. Ég á sök á lífláti allra ættmenna þinna.Vertu hjá mér og óttast ekki, því að sá sem leitar eftir mínu lífi, leitar eftir þínu lífi. Hjá mér er þér óhætt.``
22David a zis lui Abiatar: ,,M'am gîndit chiar în ziua aceea că Doeg, Edomitul, fiind acolo, nu se putea să nu spună lui Saul. Eu sînt pricina morţii tuturor sufletelor din casa tatălui tău.
23Vertu hjá mér og óttast ekki, því að sá sem leitar eftir mínu lífi, leitar eftir þínu lífi. Hjá mér er þér óhætt.``
23Rămîi cu mine, nu te teme de nimic, căci cel ce caută să ia viaţa mea, caută s'o ia şi pe a ta; lîngă mine vei fi bine păzit.``