Icelandic

Turkish

John

5

1Þessu næst var hátíð Gyðinga. Þá fór Jesús upp til Jerúsalem.
1İsa bundan sonra Yahudilerin bir bayramı nedeniyle Yeruşalime gitti.
2Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug, sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng.
2Yeruşalimde Koyun Kapısı yanında, İbranicede Beytesta denilen beş eyvanlı bir havuz vardır.
3Í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra og lamaðra [sem biðu hræringar vatnsins.
3Bu eyvanların altında kör, kötürüm, felçli hastalardan bir kalabalık yatardı.
4En engill Drottins fór öðru hverju niður í laugina og hrærði vatnið. Sá sem fyrstur fór ofan í eftir hræring vatnsins, varð heill, hvaða sjúkdómur sem þjáði hann.]
5Orada otuz sekiz yıldır hasta olan bir adam vardı.
5Þarna var maður nokkur, sem hafði verið sjúkur í þrjátíu og átta ár.
6İsa hasta yatan bu adamı görünce ve uzun zamandır bu durumda olduğunu anlayınca, ‹‹İyi olmak ister misin?›› diye sordu.
6Jesús sá hann, þar sem hann lá, og vissi, að hann hafði lengi verið sjúkur. Hann segir við manninn: ,,Viltu verða heill?``
7Hasta şöyle yanıt verdi: ‹‹Efendim, su çalkandığı zaman beni havuza indirecek kimsem yok, tam gireceğim an benden önce başkası giriyor.››
7Hinn sjúki svaraði honum: ,,Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina, þegar vatnið hrærist, og meðan ég er að komast, fer annar ofan í á undan mér.``
8İsa ona, ‹‹Kalk, şilteni topla ve yürü›› dedi.
8Jesús segir við hann: ,,Statt upp, tak rekkju þína og gakk!``
9Adam o anda iyileşti. Şiltesini toplayıp yürümeye başladı. O gün Şabat Günüydü.
9Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk. En þessi dagur var hvíldardagur,
10Bu yüzden Yahudi yetkililer iyileşen adama, ‹‹Bugün Şabat Günü›› dediler, ‹‹Şilteni toplaman yasaktır.››
10og Gyðingarnir sögðu við hinn læknaða: ,,Í dag er hvíldardagur. Þú mátt ekki bera rekkjuna.``
11Ama adam onlara şöyle yanıt verdi: ‹‹Beni iyileştiren kişi bana, ‹Şilteni topla ve yürü› dedi.››
11Hann svaraði þeim: ,,Sá sem læknaði mig, sagði við mig: ,Tak rekkju þína og gakk!```
12‹‹Sana, ‹Şilteni topla ve yürü› diyen adam kim?›› diye sordular.
12Þeir spurðu hann: ,,Hver er sá maður, sem sagði þér: ,Tak hana og gakk`?``
13İyileşen adam ise Onun kim olduğunu bilmiyordu. Orası kalabalıktı, İsa da çekilip gitmişti.
13En læknaði maðurinn vissi ekki, hver hann var, því að Jesús hafði leynst brott, enda var þröng á staðnum.
14İsa daha sonra adamı tapınakta buldu. ‹‹Bak, iyi oldun. Artık günah işleme de başına daha kötü bir şey gelmesin›› dedi.
14Nokkru síðar hitti Jesús hann í helgidóminum og sagði við hann: ,,Nú ert þú orðinn heill. Syndga ekki framar, svo að eigi hendi þig annað verra.``
15Adam gidip Yahudi yetkililere kendisini iyileştirenin İsa olduğunu bildirdi.
15Maðurinn fór og sagði Gyðingum, að Jesús væri sá sem læknaði hann.
16Şabat Günü böyle şeyler yaptığı için İsaya zulmetmeye başladılar.
16Nú tóku Gyðingar að ofsækja Jesú fyrir það, að hann gjörði þetta á hvíldardegi.
17Ama İsa onlara şu karşılığı verdi: ‹‹Babam hâlâ çalışmaktadır, ben de çalışıyorum.››
17En hann svaraði þeim: ,,Faðir minn starfar til þessarar stundar, og ég starfa einnig.``
18İşte bu nedenle Yahudi yetkililer Onu öldürmek için daha çok gayret ettiler. Çünkü yalnız Şabat Günü düzenini bozmakla kalmamış, Tanrının kendi Babası olduğunu söyleyerek kendisini Tanrıya eşit kılmıştı.
18Nú sóttu Gyðingar enn fastar að taka hann af lífi, þar sem hann braut ekki aðeins hvíldardagshelgina, heldur kallaði líka Guð sinn eigin föður og gjörði sjálfan sig þannig Guði jafnan.
19İsa Yahudi yetkililere şöyle karşılık verdi: ‹‹Size doğrusunu söyleyeyim, Oğul, Babanın yaptıklarını görmedikçe kendiliğinden bir şey yapamaz. Baba ne yaparsa Oğul da aynı şeyi yapar.
19Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra. Því hvað sem hann gjörir, það gjörir sonurinn einnig.
20Çünkü Baba Oğulu sever ve yaptıklarının hepsini Ona gösterir. Şaşasınız diye Ona bunlardan daha büyük işler de gösterecektir.
20Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt, sem hann gjörir sjálfur. Hann mun sýna honum meiri verk en þessi, svo að þér verðið furðu lostnir.
21Baba nasıl ölüleri diriltip onlara yaşam veriyorsa, Oğul da dilediği kimselere yaşam verir.
21Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá, sem hann vill.
22Baba kimseyi yargılamaz, bütün yargılama işini Oğula vermiştir.
22Enda dæmir faðirinn engan, heldur hefur hann falið syninum allan dóm,
23Öyle ki, herkes Babayı onurlandırdığı gibi Oğulu onurlandırsın. Oğulu onurlandırmayan, Onu gönderen Babayı da onurlandırmaz.
23svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Sá sem heiðrar ekki soninn, heiðrar ekki föðurinn, sem sendi hann.
24‹‹Size doğrusunu söyleyeyim, sözümü işitip beni gönderene iman edenin sonsuz yaşamı vardır. Böyle biri yargılanmaz, ölümden yaşama geçmiştir.
24Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.
25Size doğrusunu söyleyeyim, ölülerin Tanrı Oğlunun sesini işitecekleri ve işitenlerin yaşayacakları saat geliyor, geldi bile.
25Sannlega, sannlega segi ég yður: Sú stund kemur og er þegar komin, að hinir dauðu munu heyra raust Guðs sonarins, og þeir, sem heyra, munu lifa.
26Çünkü Baba, kendisinde yaşam olduğu gibi, Oğula da kendisinde yaşam olma özelliğini verdi.
26Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér, þannig hefur hann og veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér.
27Ona yargılama yetkisini de verdi. Çünkü O İnsanoğludur.
27Og hann hefur veitt honum vald til að halda dóm, því að hann er Mannssonur.
28Buna şaşmayın. Mezarda olanların hepsinin Onun sesini işitecekleri saat geliyor.
28Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans
29Ve onlar mezarlarından çıkacaklar. İyilik yapmış olanlar yaşamak, kötülük yapmış olanlar yargılanmak üzere dirilecekler.››
29og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins.
30‹‹Ben kendiliğimden hiçbir şey yapamam. İşittiğim gibi yargılarım ve benim yargım adildir. Çünkü amacım kendi istediğimi değil, beni gönderenin istediğini yapmaktır.
30Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.
31Eğer kendim için ben tanıklık edersem, tanıklığım geçerli olmaz.
31Ef ég vitna sjálfur um mig, er vitnisburður minn ekki gildur.
32Ama benim için tanıklık eden başka biri vardır. Onun benim için ettiği tanıklığın geçerli olduğunu bilirim.
32Annar er sá sem vitnar um mig, og ég veit, að sá vitnisburður er sannur, sem hann ber mér.
33Siz Yahyaya adamlar gönderdiniz, o da gerçeğe tanıklık etti.
33Þér hafið sent til Jóhannesar. Hann bar sannleikanum vitni.
34İnsanın tanıklığını kabul ettiğim için değil, kurtulmanız için bunları söylüyorum.
34Ekki þarf ég vitnisburð manns, en ég segi þetta til þess, að þér megið frelsast.
35Yahya, yanan ve ışık saçan bir çıraydı. Sizler onun ışığında bir süre için coşmak istediniz.
35Hann var logandi og skínandi lampi. Þér vilduð um stund gleðjast við ljós hans.
36Ama benim, Yahyanınkinden daha büyük bir tanıklığım var. Tamamlamam için Babanın bana verdiği işler, şu yaptığım işler, beni Babanın gönderdiğine tanıklık ediyor.
36Ég hef þann vitnisburð, sem er meiri en Jóhannesar, því verkin, sem faðir minn fékk mér að fullna, verkin, sem ég vinn, bera mér það vitni, að faðirinn hefur sent mig.
37Beni gönderen Baba da benim için tanıklık etmiştir. Siz hiçbir zaman ne Onun sesini işittiniz, ne de şeklini gördünüz.
37Faðirinn, sem sendi mig, hann hefur sjálfur vitnað um mig. Þér hafið aldrei heyrt rödd hans né séð ásýnd hans.
38Onun sözü sizde yaşamıyor. Çünkü Onun gönderdiği kişiye iman etmiyorsunuz.
38Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi.
39Kutsal Yazıları araştırıyorsunuz. Çünkü bunlar aracılığıyla sonsuz yaşama sahip olduğunuzu sanıyorsunuz. Bana tanıklık eden de bu yazılardır!
39Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig,
40Öyleyken siz, yaşama kavuşmak için bana gelmek istemiyorsunuz.
40en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
41‹‹İnsanlardan övgü kabul etmiyorum.
41Ég þigg ekki heiður af mönnum,
42Ama ben sizi bilirim, içinizde Tanrı sevgisi yoktur.
42en ég þekki yður að þér hafið ekki í yður kærleika Guðs.
43Ben Babamın adına geldim, ama beni kabul etmiyorsunuz. Oysa başka birisi kendi adına gelirse, onu kabul edeceksiniz.
43Ég er kominn í nafni föður míns, og þér takið ekki við mér. Ef annar kæmi í sínu eigin nafni, tækjuð þér við honum.
44Birbirinizden övgüler kabul ediyor, ama tek olan Tanrının övgüsünü kazanmaya çalışmıyorsunuz. Bu durumda nasıl iman edebilirsiniz?
44Hvernig getið þér trúað, þegar þér þiggið heiður hver af öðrum, en leitið ekki þess heiðurs, sem er frá einum Guði?
45Babanın önünde sizi suçlayacağımı sanmayın. Sizi suçlayan, umut bağladığınız Musadır.
45Ætlið eigi, að ég muni ákæra yður fyrir föðurnum. Sá sem ákærir yður, er Móse, og á hann vonið þér.
46Musaya iman etmiş olsaydınız, bana da iman ederdiniz. Çünkü o benim hakkımda yazmıştır.
46Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa mér, því um mig hefur hann ritað.Fyrst þér trúið ekki því, sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?``
47Ama onun yazılarına iman etmezseniz, benim sözlerime nasıl iman edeceksiniz?››
47Fyrst þér trúið ekki því, sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?``