1Á leið sinni sá hann mann, sem var blindur frá fæðingu.
1İsa yolda giderken doğuştan kör bir adam gördü.
2Lærisveinar hans spurðu hann: ,,Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans, fyrst hann fæddist blindur?``
2Öğrencileri İsaya, ‹‹Rabbî, kim günah işledi de bu adam kör doğdu? Kendisi mi, yoksa annesi babası mı?›› diye sordular.
3Jesús svaraði: ,,Hvorki er það af því, að hann hafi syndgað eða foreldrar hans, heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum.
3İsa şu yanıtı verdi: ‹‹Ne kendisi, ne de annesi babası günah işledi. Tanrının işleri onun yaşamında görülsün diye kör doğdu.
4Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er. Það kemur nótt, þegar enginn getur unnið.
4Beni gönderenin işlerini vakit daha gündüzken yapmalıyız. Gece geliyor, o zaman kimse çalışamaz.
5Meðan ég er í heiminum, er ég ljós heimsins.``
5Dünyada olduğum sürece dünyanın ışığı Benim.››
6Að svo mæltu skyrpti hann á jörðina, gjörði leðju úr munnvatninu, strauk leðju á augu hans
6Bu sözleri söyledikten sonra yere tükürdü, tükürükle çamur yaptı ve çamuru adamın gözlerine sürdü.
7og sagði við hann: ,,Farðu og þvoðu þér í lauginni Sílóam.`` (Sílóam þýðir sendur.) Hann fór og þvoði sér og kom sjáandi.
7Adama, ‹‹Git, Şiloah Havuzunda yıkan›› dedi. Şiloah, gönderilmiş anlamına gelir. Adam gidip yıkandı, gözleri açılmış olarak döndü.
8Nágrannar hans og þeir, sem höfðu áður séð hann ölmusumann, sögðu þá: ,,Er þetta ekki sá, er setið hefur og beðið sér ölmusu?``
8Komşuları ve onu daha önce dilenirken görenler, ‹‹Oturup dilenen adam değil mi bu?›› dediler.
9Sumir sögðu: ,,Sá er maðurinn,`` en aðrir sögðu: ,,Nei, en líkur er hann honum.`` Sjálfur sagði hann: ,,Ég er sá.``
9Kimi, ‹‹Evet, odur›› dedi, kimi de ‹‹Hayır, ama ona benziyor›› dedi. Kendisi ise, ‹‹Ben oyum›› dedi.
10Þá sögðu þeir við hann: ,,Hvernig opnuðust augu þín?``
10‹‹Öyleyse, gözlerin nasıl açıldı?›› diye sordular.
11Hann svaraði: ,,Maður að nafni Jesús gjörði leðju og smurði á augu mín og sagði mér að fara til Sílóam og þvo mér. Ég fór og fékk sjónina, þegar ég var búinn að þvo mér.``
11O da şöyle yanıt verdi: ‹‹İsa adındaki adam çamur yapıp gözlerime sürdü ve bana, ‹Şiloaha git, yıkan› dedi. Ben de gidip yıkandım ve gözlerim açıldı.››
12Þeir sögðu við hann: ,,Hvar er hann?`` Hann svaraði: ,,Það veit ég ekki.``
12Ona, ‹‹Nerede O?›› diye sordular. ‹‹Bilmiyorum›› dedi.
13Þeir fara til faríseanna með manninn, sem áður var blindur.
13Eskiden kör olan adamı Ferisilerin yanına götürdüler.
14En þá var hvíldardagur, þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans.
14İsanın çamur yapıp adamın gözlerini açtığı gün Şabat Günüydü.
15Farísearnir spurðu hann nú líka, hvernig hann hefði fengið sjónina. Hann svaraði þeim: ,,Hann lagði leðju á augu mín, ég þvoði mér, og nú sé ég.``
15Bu nedenle Ferisiler de adama gözlerinin nasıl açıldığını sordular. O da, ‹‹İsa gözlerime çamur sürdü, yıkandım ve şimdi görüyorum›› dedi.
16Þá sögðu nokkrir farísear: ,,Þessi maður er ekki frá Guði, fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn.`` Aðrir sögðu: ,,Hvernig getur syndugur maður gjört þvílík tákn?`` Og ágreiningur varð með þeim.
16Bunun üzerine Ferisilerin bazıları, ‹‹Bu adam Tanrıdan değildir›› dediler. ‹‹Çünkü Şabat Gününü tutmuyor.›› Ama başkaları, ‹‹Günahkâr bir adam nasıl bu tür belirtiler gerçekleştirebilir?›› dediler. Böylece aralarında ayrılık doğdu.
17Þá segja þeir aftur við hinn blinda: ,,Hvað segir þú um hann, fyrst hann opnaði augu þín?`` Hann sagði: ,,Hann er spámaður.``
17Eskiden kör olan adama yine sordular: ‹‹Senin gözlerini açtığına göre, Onun hakkında sen ne diyorsun?›› Adam, ‹‹O bir peygamberdir›› dedi.
18Gyðingar trúðu því ekki, að hann, sem sjónina fékk, hefði verið blindur, og kölluðu fyrst á foreldra hans
18Yahudi yetkililer, gözleri açılan adamın annesiyle babasını çağırmadan onun daha önce kör olduğuna ve gözlerinin açıldığına inanmadılar.
19og spurðu þá: ,,Er þetta sonur ykkar, sem þið segið að hafi fæðst blindur? Hvernig er hann þá orðinn sjáandi?``
19Onlara, ‹‹Kör doğdu dediğiniz oğlunuz bu mu? Peki, şimdi nasıl görüyor?›› diye sordular.
20Foreldrar hans svöruðu: ,,Við vitum, að þessi maður er sonur okkar og að hann fæddist blindur.
20Adamın annesiyle babası şu karşılığı verdiler: ‹‹Bunun bizim oğlumuz olduğunu ve kör doğduğunu biliyoruz.
21En hvernig hann er nú orðinn sjáandi, vitum við ekki, né heldur vitum við, hver opnaði augu hans. Spyrjið hann sjálfan. Hann hefur aldur til. Hann getur svarað fyrir sig.``
21Ama şimdi nasıl gördüğünü, gözlerini kimin açtığını bilmiyoruz, ona sorun. Ergin yaştadır, kendisi için kendisi konuşsun.››
22Þetta sögðu foreldrar hans af ótta við Gyðinga. Því Gyðingar höfðu þegar samþykkt, að ef nokkur játaði, að Jesús væri Kristur, skyldi hann samkundurækur.
22Yahudi yetkililerden korktukları için böyle konuştular. Çünkü yetkililer, İsanın Mesih olduğunu açıkça söyleyeni havra dışı etmek için aralarında sözbirliği etmişlerdi.
23Vegna þessa sögðu foreldrar hans: ,,Hann hefur aldur til, spyrjið hann sjálfan.``
23Bundan dolayı adamın annesiyle babası, ‹‹Ergin yaştadır, ona sorun›› dediler.
24Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: ,,Gef þú Guði dýrðina. Vér vitum, að þessi maður er syndari.``
24Eskiden kör olan adamı ikinci kez çağırıp, ‹‹Tanrı hakkı için doğruyu söyle›› dediler, ‹‹Biz bu adamın günahkâr olduğunu biliyoruz.››
25Hann svaraði: ,,Ekki veit ég, hvort hann er syndari. En eitt veit ég, að ég, sem var blindur, er nú sjáandi.``
25O da şöyle yanıt verdi: ‹‹Onun günahkâr olup olmadığını bilmiyorum. Bildiğim bir şey var, kördüm, şimdi görüyorum.››
26Þá sögðu þeir við hann: ,,Hvað gjörði hann við þig? Hvernig opnaði hann augu þín?``
26O zaman ona, ‹‹Sana ne yaptı? Gözlerini nasıl açtı?›› dediler.
27Hann svaraði þeim: ,,Ég er búinn að segja yður það, og þér hlustuðuð ekki á það. Hví viljið þér heyra það aftur? Viljið þér líka verða lærisveinar hans?``
27Onlara, ‹‹Size demin söyledim, ama dinlemediniz›› dedi. ‹‹Niçin yeniden işitmek istiyorsunuz? Yoksa siz de mi Onun öğrencileri olmak niyetindesiniz?››
28Þeir atyrtu hann og sögðu: ,,Þú ert lærisveinn hans, vér erum lærisveinar Móse.
28Adama söverek, ‹‹Onun öğrencisi sensin!›› dediler. ‹‹Biz Musanın öğrencileriyiz.
29Vér vitum, að Guð talaði við Móse, en um þennan vitum vér ekki, hvaðan hann er.``
29Tanrının Musayla konuştuğunu biliyoruz. Ama bu adamın nereden geldiğini bilmiyoruz.››
30Maðurinn svaraði þeim: ,,Þetta er furðulegt, að þér vitið ekki, hvaðan hann er, og þó opnaði hann augu mín.
30Adam onlara şu karşılığı verdi: ‹‹Şaşılacak şey! Onun nereden geldiğini bilmiyorsunuz, ama gözlerimi O açtı.
31Vér vitum, að Guð heyrir ekki syndara. En ef einhver er guðrækinn og gjörir vilja hans, þann heyrir hann.
31Tanrının, günahkârları dinlemediğini biliriz. Ama Tanrı, kendisine tapan ve isteğini yerine getiren kişiyi dinler.
32Frá alda öðli hefur ekki heyrst, að nokkur hafi opnað augu þess, sem blindur var borinn.
32Dünya var olalı, bir kimsenin doğuştan kör olan birinin gözlerini açtığı duyulmamıştır.
33Ef þessi maður væri ekki frá Guði, gæti hann ekkert gjört.``
33Bu adam Tanrıdan olmasaydı, hiçbir şey yapamazdı.››
34Þeir svöruðu honum: ,,Þú ert syndum vafinn frá fæðingu og ætlar að kenna oss!`` Og þeir ráku hann út.
34Onlar buna karşılık, ‹‹Tamamen günah içinde doğdun, sen mi bize ders vereceksin?›› diyerek onu dışarı attılar.
35Jesús heyrði, að þeir hefðu rekið hann út. Hann fann hann og sagði við hann: ,,Trúir þú á Mannssoninn?``
35İsa adamı kovduklarını duydu. Onu bularak, ‹‹Sen İnsanoğluna iman ediyor musun?›› diye sordu.
36Hinn svaraði: ,,Herra, hver er sá, að ég megi trúa á hann?``
36Adam şu yanıtı verdi: ‹‹Efendim, O kimdir? Söyle de kendisine iman edeyim.››
37Jesús sagði við hann: ,,Þú hefur séð hann, hann er sá sem er nú að tala við þig.``
37İsa, ‹‹Onu gördün. Şimdi seninle konuşan Odur›› dedi.
38En hann sagði: ,,Ég trúi, herra,`` og féll fram fyrir honum.
38Adam, ‹‹Rab, iman ediyorum!›› diyerek İsaya tapındı.
39Jesús sagði: ,,Til dóms er ég kominn í þennan heim, svo að blindir sjái og hinir sjáandi verði blindir.``
39İsa, ‹‹Görmeyenler görsün, görenler kör olsun diye yargıçlık etmek üzere bu dünyaya geldim›› dedi.
40Þetta heyrðu þeir farísear, sem með honum voru, og spurðu: ,,Erum vér þá líka blindir?``Jesús sagði við þá: ,,Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.``
40Onun yanında bulunan bazı Ferisiler bu sözleri işitince, ‹‹Yoksa biz de mi körüz?›› diye sordular.
41Jesús sagði við þá: ,,Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.``
41İsa, ‹‹Kör olsaydınız günahınız olmazdı›› dedi, ‹‹Ama şimdi, ‹Görüyoruz› dediğiniz için günahınız duruyor.››