1Híram, konungur í Týrus, gjörði menn á fund Davíðs og sendi honum sedrustré, steinhöggvara og trésmiði til þess að reisa höll handa honum.
1Hiram king of Tyre sent messengers to David, and cedar trees, and masons, and carpenters, to build him a house.
2Davíð kannaðist þá við, að Drottinn hefði staðfest konungdóm hans yfir Ísrael, að konungdómur sinn væri hátt upp hafinn fyrir sakir þjóðar hans, Ísraels.
2David perceived that Yahweh had established him king over Israel; for his kingdom was exalted on high, for his people Israel’s sake.
3Davíð tók sér enn konur í Jerúsalem, og Davíð gat enn sonu og dætur.
3David took more wives at Jerusalem; and David became the father of more sons and daughters.
4Þetta eru nöfn þeirra sona, sem hann eignaðist í Jerúsalem: Sammúa, Sóbab, Natan, Salómon,
4These are the names of the children whom he had in Jerusalem: Shammua, and Shobab, Nathan, and Solomon,
5Jíbhar, Elísúa, Elpelet,
5and Ibhar, and Elishua, and Elpelet,
6Nóga, Nefeg, Jafía,
6and Nogah, and Nepheg, and Japhia,
7Elísama, Beeljada og Elífelet.
7and Elishama, and Beeliada, and Eliphelet.
8Þegar Filistar heyrðu, að Davíð væri smurður til konungs yfir allan Ísrael, lögðu allir Filistar af stað að leita Davíðs. Og er Davíð frétti það, fór hann í móti þeim.
8When the Philistines heard that David was anointed king over all Israel, all the Philistines went up to seek David: and David heard of it, and went out against them.
9Og Filistar komu og dreifðu sér um Refaímdal.
9Now the Philistines had come and made a raid in the valley of Rephaim.
10Þá gekk Davíð til frétta við Guð og sagði: ,,Á ég að fara móti Filistum? Munt þú gefa þá í hendur mér?`` Drottinn svaraði honum: ,,Far þú, ég mun gefa þá í hendur þér.``
10David inquired of God, saying, “Shall I go up against the Philistines? Will you deliver them into my hand?” Yahweh said to him, “Go up; for I will deliver them into your hand.”
11Héldu þeir þá til Baal Perasím. Og Davíð vann þar sigur á þeim, og Davíð sagði: ,,Guð hefir látið mig skola burt óvinum mínum, eins og þegar vatn ryður sér rás.`` Fyrir því var sá staður nefndur Baal Perasím.
11So they came up to Baal Perazim, and David struck them there; and David said, God has broken my enemies by my hand, like the breach of waters. Therefore they called the name of that place Baal Perazim.
12En þeir létu þar eftir guði sína, og voru þeir brenndir á báli að boði Davíðs.
12They left their gods there; and David gave commandment, and they were burned with fire.
13Filistar komu aftur og dreifðu sér um dalinn.
13The Philistines yet again made a raid in the valley.
14Þá gekk Davíð enn til frétta við Guð, og Guð svaraði honum: ,,Far þú eigi í móti þeim. Far þú í bug og kom að baki þeim og ráð á þá fram undan bakatrjánum.
14David inquired again of God; and God said to him, “You shall not go up after them. Turn away from them, and come on them over against the mulberry trees.
15Og þegar þú heyrir þyt af ferð í krónum bakatrjánna, þá skalt þú leggja til orustu, því að þá fer Guð fyrir þér til þess að ljósta her Filista.``
15It shall be, when you hear the sound of marching in the tops of the mulberry trees, that then you shall go out to battle; for God has gone out before you to strike the army of the Philistines.”
16Og Davíð gjörði eins og Guð bauð honum og vann sigur á her Filista frá Gíbeon til Geser.Og frægð Davíðs barst um öll lönd, og Drottinn lét ótta við hann koma yfir allar þjóðir.
16David did as God commanded him: and they struck the army of the Philistines from Gibeon even to Gezer.
17Og frægð Davíðs barst um öll lönd, og Drottinn lét ótta við hann koma yfir allar þjóðir.
17The fame of David went out into all lands; and Yahweh brought the fear of him on all nations.