Icelandic

World English Bible

1 Samuel

16

1Drottinn sagði við Samúel: ,,Hversu lengi ætlar þú að vera sorgmæddur út af Sál, þar sem ég hefi þó hafnað honum og svipt hann konungdómi yfir Ísrael? Fyll þú horn þitt olíu og legg af stað; ég sendi þig til Ísaí Betlehemíta, því að ég hefi kjörið mér konung meðal sona hans.``
1Yahweh said to Samuel, “How long will you mourn for Saul, since I have rejected him from being king over Israel? Fill your horn with oil, and go. I will send you to Jesse the Bethlehemite; for I have provided a king for myself among his sons.”
2Samúel svaraði: ,,Hversu má ég fara? Frétti Sál það, mun hann drepa mig.`` En Drottinn sagði: ,,Tak þú með þér kvígu og segðu: ,Ég er kominn til þess að færa Drottni fórn.`
2Samuel said, “How can I go? If Saul hears it, he will kill me.” Yahweh said, “Take a heifer with you, and say, I have come to sacrifice to Yahweh.
3Og bjóð þú Ísaí til fórnarmáltíðarinnar, og ég skal sjálfur láta þig vita, hvað þú átt að gjöra, og þú skalt smyrja mér þann, sem ég mun segja þér.``
3Call Jesse to the sacrifice, and I will show you what you shall do. You shall anoint to me him whom I name to you.”
4Samúel gjörði það, sem Drottinn sagði. Og er hann kom til Betlehem, gengu öldungar borgarinnar í móti honum hræddir í huga og sögðu: ,,Kemur þú góðu heilli?``
4Samuel did that which Yahweh spoke, and came to Bethlehem. The elders of the city came to meet him trembling, and said, “Do you come peaceably?”
5Hann svaraði: ,,Já, ég er kominn til þess að færa Drottni fórn. Helgið yður og komið með mér til fórnarmáltíðarinnar.`` Og hann helgaði Ísaí og sonu hans og bauð þeim til fórnarmáltíðarinnar.
5He said, “Peaceably; I have come to sacrifice to Yahweh. Sanctify yourselves, and come with me to the sacrifice.” He sanctified Jesse and his sons, and called them to the sacrifice.
6En er þeir komu, sá Samúel Elíab og hugsaði: ,,Vissulega stendur hér frammi fyrir Drottni hans smurði.``
6It happened, when they had come, that he looked at Eliab, and said, “Surely Yahweh’s anointed is before him.”
7En Drottinn sagði við Samúel: ,,Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt því að ég hefi hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað.``
7But Yahweh said to Samuel, “Don’t look on his face, or on the height of his stature; because I have rejected him: for I see not as man sees; for man looks at the outward appearance, but Yahweh looks at the heart.”
8Þá kallaði Ísaí á Abínadab og leiddi hann fyrir Samúel. En hann mælti: ,,Ekki hefir Drottinn heldur kjörið þennan.``
8Then Jesse called Abinadab, and made him pass before Samuel. He said, “Neither has Yahweh chosen this one.”
9Þá leiddi Ísaí fram Samma. En Samúel mælti: ,,Ekki hefir Drottinn heldur kjörið þennan.``
9Then Jesse made Shammah to pass by. He said, “Neither has Yahweh chosen this one.”
10Þannig leiddi Ísaí fram sjö sonu sína fyrir Samúel, en Samúel sagði við Ísaí: ,,Engan af þessum hefir Drottinn kjörið.``
10Jesse made seven of his sons to pass before Samuel. Samuel said to Jesse, “Yahweh has not chosen these.”
11Og Samúel sagði við Ísaí: ,,Eru þetta allir sveinarnir?`` Hann svaraði: ,,Enn er hinn yngsti eftir, og sjá, hann gætir sauða.`` Samúel sagði við Ísaí: ,,Send eftir honum og lát sækja hann, því að vér setjumst ekki til borðs fyrr en hann er kominn hingað.``
11Samuel said to Jesse, “Are all your children here?” He said, “There remains yet the youngest, and behold, he is keeping the sheep.” Samuel said to Jesse, “Send and get him; for we will not sit down until he comes here.”
12Þá sendi hann eftir honum og lét hann koma, en hann var rauðleitur, fagureygur og vel vaxinn. Og Drottinn sagði: ,,Statt þú upp, smyr hann, því að þessi er það.``
12He sent, and brought him in. Now he was ruddy, and withal of a beautiful face, and goodly to look on. Yahweh said, “Arise, anoint him; for this is he.”
13Þá tók Samúel olíuhornið og smurði hann mitt á meðal bræðra hans. Og andi Drottins kom yfir Davíð upp frá þeim degi. En Samúel tók sig upp og fór til Rama.
13Then Samuel took the horn of oil, and anointed him in the midst of his brothers: and the Spirit of Yahweh came mightily on David from that day forward. So Samuel rose up, and went to Ramah.
14Andi Drottins var vikinn frá Sál, en illur andi frá Drottni sturlaði hann.
14Now the Spirit of Yahweh departed from Saul, and an evil spirit from Yahweh troubled him.
15Þá sögðu þjónar Sáls við hann: ,,Illur andi frá Guði sturlar þig.
15Saul’s servants said to him, “See now, an evil spirit from God troubles you.
16Herra vor þarf ekki nema að skipa; þjónar þínir standa frammi fyrir þér og munu leita upp mann, sem kann að leika hörpu. Þá mun svo fara, að þegar hinn illi andi frá Guði kemur yfir þig, og hann leikur hörpuna hendi sinni, þá mun þér batna.``
16Let our lord now command your servants who are before you, to seek out a man who is a skillful player on the harp. It shall happen, when the evil spirit from God is on you, that he shall play with his hand, and you shall be well.”
17Og Sál sagði við þjóna sína: ,,Finnið mér mann, sem vel leikur á strengjahljóðfæri, og færið mér hann.``
17Saul said to his servants, “Provide me now a man who can play well, and bring him to me.”
18Þá svaraði einn af sveinunum og mælti: ,,Sjá, ég hefi séð son Ísaí Betlehemíta, sem kann að leika á strengjahljóðfæri og er hreystimenni og bardagamaður, vel máli farinn og vaxinn vel, og Drottinn er með honum.``
18Then one of the young men answered, and said, “Behold, I have seen a son of Jesse the Bethlehemite, who is skillful in playing, a mighty man of valor, a man of war, prudent in speech, and a comely person; and Yahweh is with him.”
19Þá gjörði Sál menn til Ísaí og lét segja honum: ,,Sendu Davíð son þinn til mín, þann er sauðanna gætir.``
19Therefore Saul sent messengers to Jesse, and said, “Send me David your son, who is with the sheep.”
20Þá tók Ísaí tíu brauð, vínbelg og einn geithafur og sendi Sál með Davíð syni sínum.
20Jesse took a donkey loaded with bread, and a bottle of wine, and a young goat, and sent them by David his son to Saul.
21Og Davíð kom til Sáls og þjónaði honum. Lagði Sál mikinn þokka á hann og gjörði hann að skjaldsveini sínum.
21David came to Saul, and stood before him. He loved him greatly; and he became his armor bearer.
22Þá sendi Sál til Ísaí og lét segja honum: ,,Lát þú Davíð ganga í þjónustu mína, því að hann fellur mér vel í geð.``Og jafnan þegar hinn illi andi frá Guði kom yfir Sál, þá tók Davíð hörpuna og lék hana hendi sinni. Þá bráði af Sál og honum batnaði, og hinn illi andi vék frá honum.
22Saul sent to Jesse, saying, “Please let David stand before me; for he has found favor in my sight.”
23Og jafnan þegar hinn illi andi frá Guði kom yfir Sál, þá tók Davíð hörpuna og lék hana hendi sinni. Þá bráði af Sál og honum batnaði, og hinn illi andi vék frá honum.
23It happened, when the spirit from God was on Saul, that David took the harp, and played with his hand: so Saul was refreshed, and was well, and the evil spirit departed from him.