1Filistar drógu nú saman hersveitir sínar til bardaga, og söfnuðust þeir saman í Sókó, sem heyrir Júda, og settu þeir herbúðir sínar hjá Efes-Dammím, milli Sókó og Aseka.
1Now the Philistines gathered together their armies to battle; and they were gathered together at Socoh, which belongs to Judah, and encamped between Socoh and Azekah, in Ephesdammim.
2En Sál og Ísraelsmenn söfnuðust saman og settu herbúðir sínar í Eikidalnum og bjuggust til bardaga í móti Filistum.
2Saul and the men of Israel were gathered together, and encamped in the valley of Elah, and set the battle in array against the Philistines.
3Og Filistar stóðu á fjalli öðrumegin og Ísraelsmenn stóðu á fjalli hinumegin, svo að dalurinn var á milli þeirra.
3The Philistines stood on the mountain on the one side, and Israel stood on the mountain on the other side: and there was a valley between them.
4Þá gekk hólmgöngumaður fram úr fylkingum Filista. Hét hann Golíat og var frá Gat. Hann var á hæð sex álnir og spönn betur.
4There went out a champion out of the camp of the Philistines, named Goliath, of Gath, whose height was six cubits and a span.
5Hann hafði eirhjálm á höfði og var í spangabrynju, og vó brynjan fimm þúsund sikla eirs.
5He had a helmet of brass on his head, and he was clad with a coat of mail; and the weight of the coat was five thousand shekels of brass.
6Hann hafði legghlífar af eiri á fótum sér og skotspjót af eiri á herðum sér.
6He had brass shin armor on his legs, and a javelin of brass between his shoulders.
7En spjótskaft hans var sem vefjarrifur, og fjöðurin vó sex hundruð sikla járns. Skjaldsveinn hans gekk á undan honum.
7The staff of his spear was like a weaver’s beam; and his spear’s head weighed six hundred shekels of iron: and his shield bearer went before him.
8Golíat gekk fram og kallaði til fylkinga Ísraels og mælti til þeirra: ,,Hví farið þér í leiðangur og búist til bardaga? Er ég ekki Filisti og þér þjónar Sáls? Veljið yður mann, sem komi hingað ofan til mín.
8He stood and cried to the armies of Israel, and said to them, “Why have you come out to set your battle in array? Am I not a Philistine, and you servants to Saul? Choose a man for yourselves, and let him come down to me.
9Sé hann fær um að berjast við mig og felli mig, þá skulum vér vera yðar þrælar, en beri ég hærra hlut og felli hann, þá skuluð þér vera vorir þrælar og þjóna oss.``
9If he be able to fight with me, and kill me, then will we be your servants; but if I prevail against him, and kill him, then you will be our servants, and serve us.”
10Og Filistinn mælti: ,,Ég hefi smánað fylkingar Ísraels í dag. Fáið til mann, að við megum berjast.``
10The Philistine said, “I defy the armies of Israel this day! Give me a man, that we may fight together!”
11Og þegar Sál og allur Ísrael heyrði þessi ummæli Filistans, þá skelfdust þeir og urðu mjög hræddir.
11When Saul and all Israel heard those words of the Philistine, they were dismayed, and greatly afraid.
12Davíð var sonur Ísaí, sem var Efratíti í Betlehem í Júda. Ísaí átti átta sonu. Á Sáls dögum var maðurinn orðinn gamall og hniginn að aldri.
12Now David was the son of that Ephrathite of Bethlehem Judah, whose name was Jesse; and he had eight sons: and the man was an old man in the days of Saul, stricken among men.
13Og þrír elstu synir Ísaí höfðu farið með Sál í stríðið. Og synir hans þrír, sem í stríðið höfðu farið, hétu: hinn elsti Elíab, annar Abínadab og hinn þriðji Samma.
13The three eldest sons of Jesse had gone after Saul to the battle: and the names of his three sons who went to the battle were Eliab the firstborn, and next to him Abinadab, and the third Shammah.
14En Davíð var yngstur. Þrír hinir eldri höfðu farið með Sál.
14David was the youngest; and the three eldest followed Saul.
15Og við og við fór Davíð frá Sál til þess að gæta sauða föður síns í Betlehem.
15Now David went back and forth from Saul to feed his father’s sheep at Bethlehem.
16En Filistinn gekk fram morgna og kveld og bauð sig fram fjörutíu daga.
16The Philistine drew near morning and evening, and presented himself forty days.
17Dag nokkurn sagði Ísaí við Davíð son sinn: ,,Tak þú efu af þessu bakaða korni handa bræðrum þínum og þessi tíu brauð og flýt þér og færðu bræðrum þínum þetta í herbúðirnar.
17Jesse said to David his son, “Now take for your brothers an ephah 1 ephah is about 22 litres or about 2/3 of a bushel of this parched grain, and these ten loaves, and carry them quickly to the camp to your brothers;
18Og þessa tíu mjólkurosta skalt þú færa hersveitarforingjanum, og fáðu að vita, hvernig bræðrum þínum líður, og komdu með jarteikn frá þeim.
18and bring these ten cheeses to the captain of their thousand, and see how your brothers are doing, and bring back news.”
19En Sál og þeir og allir Ísraelsmenn eru í Eikidalnum og eru að berjast við Filista.``
19Now Saul, and they, and all the men of Israel, were in the valley of Elah, fighting with the Philistines.
20Davíð reis árla morguninn eftir og fékk sauðina hirði nokkrum til geymslu og lyfti á sig og hélt af stað, eins og Ísaí hafði boðið honum. Þegar hann kom til herbúðanna, gekk herinn fram í fylkingu, og æptu þeir heróp.
20David rose up early in the morning, and left the sheep with a keeper, and took, and went, as Jesse had commanded him; and he came to the place of the wagons, as the army which was going forth to the fight shouted for the battle.
21Stóðu nú hvorir tveggja búnir til bardaga, Ísrael og Filistar, hvor fylkingin gegnt annarri.
21Israel and the Philistines put the battle in array, army against army.
22Og Davíð skildi við sig það, er hann hafði meðferðis, hjá manni þeim, er gætti farangursins, og hljóp að fylkingunni og kom og spurði bræður sína, hvernig þeim liði.
22David left his baggage in the hand of the keeper of the baggage, and ran to the army, and came and greeted his brothers.
23En meðan hann var að tala við þá, sjá, þá gekk fram hólmgöngumaðurinn _ hann hét Golíat, Filisti frá Gat _ úr fylkingum Filistanna og mælti sömu orðum sem fyrr, og Davíð hlýddi á.
23As he talked with them, behold, there came up the champion, the Philistine of Gath, Goliath by name, out of the ranks of the Philistines, and spoke according to the same words: and David heard them.
24En er Ísraelsmenn sáu manninn, hörfuðu þeir allir undan honum og voru mjög hræddir.
24All the men of Israel, when they saw the man, fled from him, and were terrified.
25Og einn Ísraelsmanna sagði: ,,Hafið þér séð manninn, sem kemur þarna? Hann kemur til þess að smána Ísrael. Hverjum þeim, sem fellir hann, vill konungurinn veita mikil auðæfi og gefa honum dóttur sína og gjöra ætt hans skattfrjálsa í Ísrael.``
25The men of Israel said, “Have you seen this man who has come up? He has surely come up to defy Israel. It shall be, that the man who kills him, the king will enrich him with great riches, and will give him his daughter, and make his father’s house free in Israel.”
26Þá sagði Davíð við þá, sem næstir honum stóðu: ,,Hverju verður þeim manni umbunað, sem fellir Filista þennan og rekur svívirðing af Ísrael? Því að hver er þessi óumskorni Filisti, er dirfist að smána herfylkingar lifanda Guðs?``
26David spoke to the men who stood by him, saying, “What shall be done to the man who kills this Philistine, and takes away the reproach from Israel? For who is this uncircumcised Philistine, that he should defy the armies of the living God?”
27Og fólkið talaði til hans þessum sömu orðum: ,,Þessu verður þeim umbunað, sem fellir hann.``
27The people answered him in this way, saying, “So shall it be done to the man who kills him.”
28En er Elíab, elsti bróðir hans, heyrði, hvað hann talaði við mennina, þá reiddist hann Davíð og mælti: ,,Til hvers ert þú hingað kominn, og hjá hverjum skildir þú eftir þessa fáu sauði í eyðimörkinni? Ég þekki ofdirfsku þína og vonsku hjarta þíns: Þú ert hingað kominn til þess að horfa á bardagann.``
28Eliab his eldest brother heard when he spoke to the men; and Eliab’s anger was kindled against David, and he said, “Why have you come down? With whom have you left those few sheep in the wilderness? I know your pride, and the naughtiness of your heart; for you have come down that you might see the battle.”
29Davíð svaraði: ,,Nú, hvað hefi ég þá gjört? Var mér ekki frjálst að spyrja?``
29David said, “What have I now done? Is there not a cause?”
30Og hann sneri sér frá honum og til annars og mælti á sömu leið, og fólkið svaraði honum hinu sama sem hið fyrra skiptið.
30He turned away from him toward another, and spoke like that again; and the people answered him again the same way.
31En er það spurðist, sem Davíð hafði sagt, þá sögðu menn Sál frá því, og lét hann þá sækja hann.
31When the words were heard which David spoke, they rehearsed them before Saul; and he sent for him.
32Davíð sagði við Sál: ,,Enginn láti hugfallast! Þjónn þinn mun fara og berjast við Filista þennan.``
32David said to Saul, “Let no man’s heart fail because of him. Your servant will go and fight with this Philistine.”
33Sál sagði við Davíð: ,,Þú ert ekki fær um að fara móti Filista þessum og berjast við hann, því að þú ert ungmenni, en hann hefir verið bardagamaður frá barnæsku sinni.``
33Saul said to David, “You are not able to go against this Philistine to fight with him; for you are but a youth, and he a man of war from his youth.”
34Davíð sagði við Sál: ,,Þjónn þinn gætti sauða hjá föður sínum. Ef þá kom ljón eða björn og tók kind úr hjörðinni,
34David said to Saul, “Your servant was keeping his father’s sheep; and when a lion or a bear came, and took a lamb out of the flock,
35þá hljóp ég á eftir honum og felldi hann og reif kindina úr gini hans, en ef hann réðst í móti mér, þreif ég í kampa hans og laust hann til bana.
35I went out after him, and struck him, and rescued it out of his mouth. When he arose against me, I caught him by his beard, and struck him, and killed him.
36Bæði ljón og björn hefir þjónn þinn drepið, og þessum óumskorna Filista skal reiða af eins og þeim, því að hann hefir smánað herfylkingar lifanda Guðs.``
36Your servant struck both the lion and the bear. This uncircumcised Philistine shall be as one of them, since he has defied the armies of the living God.”
37Og Davíð mælti: ,,Drottinn, sem frelsaði mig úr klóm ljónsins og úr klóm bjarnarins, hann mun frelsa mig af hendi þessa Filista.`` Þá mælti Sál við Davíð: ,,Far þú þá, og Drottinn mun vera með þér.``
37David said, “Yahweh who delivered me out of the paw of the lion, and out of the paw of the bear, he will deliver me out of the hand of this Philistine.” Saul said to David, “Go; and Yahweh shall be with you.”
38Og Sál færði Davíð í brynjukufl sinn og setti eirhjálm á höfuð honum og færði hann í brynju.
38Saul dressed David with his clothing. He put a helmet of brass on his head, and he clad him with a coat of mail.
39Og Davíð gyrti sig sverði sínu utan yfir brynjukuflinn og fór að ganga, því að hann hafði aldrei reynt það áður. Þá sagði Davíð við Sál: ,,Ég get ekki gengið í þessu, því að ég hefi aldrei reynt það áður.`` Og þeir færðu Davíð úr þessu,
39David strapped his sword on his clothing, and he tried to move; for he had not tested it. David said to Saul, “I can’t go with these; for I have not tested them.” David took them off.
40en hann tók staf sinn í hönd sér og valdi sér fimm hála steina úr gilinu og lét þá í smalatöskuna, sem hann hafði með sér, í skreppuna, og tók sér slöngvu í hönd og gekk á móti Filistanum.
40He took his staff in his hand, and chose for himself five smooth stones out of the brook, and put them in the shepherd’s bag which he had, even in his wallet. His sling was in his hand; and he drew near to the Philistine.
41Filistinn gekk nær og nær Davíð, og maðurinn, sem bar skjöld hans, gekk á undan honum.
41The Philistine came on and drew near to David; and the man who bore the shield went before him.
42En er Filistinn leit til og sá Davíð, fyrirleit hann hann, af því að hann var ungmenni og rauðleitur og fríður sýnum.
42When the Philistine looked about, and saw David, he disdained him; for he was but a youth, and ruddy, and withal of a fair face.
43Og Filistinn sagði við Davíð: ,,Er ég þá hundur, að þú kemur með staf á móti mér?`` Og Filistinn formælti Davíð við guð sinn.
43The Philistine said to David, “Am I a dog, that you come to me with sticks?” The Philistine cursed David by his gods.
44Og Filistinn mælti við Davíð: ,,Kom þú til mín, svo að ég gefi fuglum loftsins og dýrum merkurinnar hold þitt.``
44The Philistine said to David, “Come to me, and I will give your flesh to the birds of the sky, and to the animals of the field.”
45Davíð sagði við Filistann: ,,Þú kemur á móti mér með sverð og lensu og spjót, en ég kem á móti þér í nafni Drottins allsherjar, Guðs herfylkinga Ísraels, sem þú hefir smánað.
45Then David said to the Philistine, “You come to me with a sword, and with a spear, and with a javelin: but I come to you in the name of Yahweh of Armies, the God of the armies of Israel, whom you have defied.
46Í dag mun Drottinn gefa þig í mínar hendur, og ég mun leggja þig að velli og höggva af þér höfuðið, og hræ þitt og hræin af her Filista mun ég í dag gefa fuglum loftsins og dýrum merkurinnar, svo að öll jörðin viðurkenni, að Guð er í Ísrael,
46Today, Yahweh will deliver you into my hand. I will strike you, and take your head from off you. I will give the dead bodies of the army of the Philistines this day to the birds of the sky, and to the wild animals of the earth; that all the earth may know that there is a God in Israel,
47og til þess að allur þessi mannsafnaður komist að raun um, að Drottinn veitir ekki sigur með sverði og spjóti, því að bardaginn er Drottins, og hann mun gefa yður í vorar hendur.``
47and that all this assembly may know that Yahweh doesn’t save with sword and spear: for the battle is Yahweh’s, and he will give you into our hand.”
48Og er Filistinn fór af stað og gekk fram og fór í móti Davíð, þá flýtti Davíð sér og hljóp að fylkingunni í móti Filistanum.
48It happened, when the Philistine arose, and came and drew near to meet David, that David hurried, and ran toward the army to meet the Philistine.
49Og Davíð stakk hendi sinni ofan í smalatöskuna og tók úr henni stein og slöngvaði og hæfði Filistann í ennið, og steinninn festist í enni hans, og féll hann á grúfu til jarðar.
49David put his hand in his bag, took a stone, and slung it, and struck the Philistine in his forehead; and the stone sank into his forehead, and he fell on his face to the earth.
50Þannig sigraði Davíð Filistann með slöngvu og steini og felldi hann og drap hann, og þó hafði Davíð ekkert sverð í hendi.
50So David prevailed over the Philistine with a sling and with a stone, and struck the Philistine, and killed him; but there was no sword in the hand of David.
51Þá hljóp Davíð að og gekk til Filistans, tók sverð hans og dró það úr slíðrum og drap hann og hjó af honum höfuðið með því. En er Filistar sáu, að kappi þeirra var dauður, lögðu þeir á flótta.
51Then David ran, and stood over the Philistine, and took his sword, and drew it out of its sheath, and killed him, and cut off his head therewith. When the Philistines saw that their champion was dead, they fled.
52En Ísraelsmenn og Júdamenn lögðu af stað og æptu heróp og eltu Filista allt til Gat og að borgarhliði Ekron, svo að Filistar lágu vegnir jafnvel á veginum, sem lá inn um borgarhliðið bæði í Gat og Ekron.
52The men of Israel and of Judah arose, and shouted, and pursued the Philistines, until you come to Gai, and to the gates of Ekron. The wounded of the Philistines fell down by the way to Shaaraim, even to Gath, and to Ekron.
53Og Ísraelsmenn sneru aftur og hættu að elta Filista og rændu herbúðir þeirra.
53The children of Israel returned from chasing after the Philistines, and they plundered their camp.
54En Davíð tók höfuð Filistans og hafði með sér til Jerúsalem, en vopn hans lagði hann í tjald sitt.
54David took the head of the Philistine, and brought it to Jerusalem; but he put his armor in his tent.
55Þegar Sál sá Davíð fara móti Filistanum, mælti hann við Abner hershöfðingja: ,,Abner, hvers son er sveinn þessi?`` Abner svaraði: ,,Svo sannarlega sem þú lifir, konungur, veit ég það ekki.``
55When Saul saw David go forth against the Philistine, he said to Abner, the captain of the army, “Abner, whose son is this youth?” Abner said, “As your soul lives, O king, I can’t tell.”
56Konungurinn mælti: ,,Spyr þú að, hvers sonur þetta ungmenni sé.``
56The king said, “Inquire whose son the young man is!”
57Og er Davíð sneri aftur og hafði lagt Filistann að velli, þá tók Abner hann og leiddi hann fyrir Sál, en hann hélt á höfði Filistans í hendi sér.Og Sál sagði við hann: ,,Hvers son ert þú, sveinn?`` Davíð svaraði: ,,Sonur þjóns þíns Ísaí Betlehemíta.``
57As David returned from the slaughter of the Philistine, Abner took him, and brought him before Saul with the head of the Philistine in his hand.
58Og Sál sagði við hann: ,,Hvers son ert þú, sveinn?`` Davíð svaraði: ,,Sonur þjóns þíns Ísaí Betlehemíta.``
58Saul said to him, “Whose son are you, you young man?” David answered, “I am the son of your servant Jesse the Bethlehemite.”