1Þegar Davíð hafði endað tal sitt við Sál, þá lagði Jónatan ást mikla við Davíð og unni honum sem lífi sínu.
1It happened, when he had made an end of speaking to Saul, that the soul of Jonathan was knit with the soul of David, and Jonathan loved him as his own soul.
2Og Sál tók Davíð að sér upp frá þeim degi og leyfði honum ekki að fara heim aftur til föður síns.
2Saul took him that day, and would let him go no more home to his father’s house.
3Og Jónatan gjörði fóstbræðralag við Davíð, af því að hann unni honum sem lífi sínu.
3Then Jonathan and David made a covenant, because he loved him as his own soul.
4Og Jónatan fór úr skikkju sinni, sem hann var í, og gaf Davíð hana, svo og brynjukufl sinn og jafnvel sverð sitt, boga sinn og belti.
4Jonathan stripped himself of the robe that was on him, and gave it to David, and his clothing, even to his sword, and to his bow, and to his sash.
5Og Davíð fór í leiðangra. Var hann giftudrjúgur, hvert sem Sál sendi hann. Setti Sál hann því yfir hermennina. Og hann var vel þokkaður af öllum lýð og einnig þjónum Sáls.
5David went out wherever Saul sent him, and behaved himself wisely: and Saul set him over the men of war, and it was good in the sight of all the people, and also in the sight of Saul’s servants.
6Þegar þeir komu heim, þá er Davíð hafði lagt Filistann að velli, þá gengu konur úr öllum borgum Ísraels syngjandi og dansandi út í móti Sál konungi, með bumbum, strengleik og mikilli gleði.
6It happened as they came, when David returned from the slaughter of the Philistine, that the women came out of all the cities of Israel, singing and dancing, to meet king Saul, with tambourines, with joy, and with instruments of music.
7Og konurnar stigu dansinn, hófu upp söng og mæltu: Sál felldi sín þúsund, en Davíð sín tíu þúsund.
7The women sang one to another as they played, and said, “Saul has slain his thousands, David his ten thousands.”
8Þá varð Sál reiður mjög, og honum mislíkuðu þessi orð og hann sagði: ,,Davíð hafa þær gefið tíu þúsundin, en mér hafa þær gefið þúsundin. Nú vantar hann ekki nema konungdóminn!``
8Saul was very angry, and this saying displeased him; and he said, “They have ascribed to David ten thousands, and to me they have ascribed but thousands. What can he have more but the kingdom?”
9Og Sál leit Davíð öfundarauga ávallt upp frá því.
9Saul eyed David from that day and forward.
10Daginn eftir kom illur andi frá Guði yfir Sál, og æði greip hann inni í húsinu, en Davíð var að leika hörpuna hendi sinni, eins og hann var vanur að gjöra á degi hverjum, og Sál hafði spjót í hendi.
10It happened on the next day, that an evil spirit from God came mightily on Saul, and he prophesied in the midst of the house. David played with his hand, as he did day by day. Saul had his spear in his hand;
11Þá reiddi Sál spjótið og hugsaði með sér: ,,Ég skal reka það gegnum Davíð og inn í vegginn.`` En Davíð skaut sér tvívegis undan.
11and Saul threw the spear; for he said, “I will pin David even to the wall!” David escaped from his presence twice.
12Sál var hræddur við Davíð, því að Drottinn var með honum, en var vikinn frá Sál.
12Saul was afraid of David, because Yahweh was with him, and was departed from Saul.
13Fyrir því lét Sál hann frá sér og gjörði hann að hersveitarforingja. Var hann nú fyrir liðinu bæði þegar það fór og kom.
13Therefore Saul removed him from him, and made him his captain over a thousand; and he went out and came in before the people.
14En Davíð var giftudrjúgur í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, af því að Drottinn var með honum.
14David behaved himself wisely in all his ways; and Yahweh was with him.
15Og er Sál sá, að hann var giftusamur mjög, tók honum að standa uggur af honum.
15When Saul saw that he behaved himself very wisely, he stood in awe of him.
16En allur Ísrael og Júda elskaði Davíð, því að hann gekk jafnan þeirra fremstur.
16But all Israel and Judah loved David; for he went out and came in before them.
17Sál sagði við Davíð: ,,Sjá, ég vil gefa þér Merab, eldri dóttur mína, fyrir konu. En þú verður að reynast mér hraustur maður og þú verður að heyja bardaga Drottins!`` En Sál hugsaði með sér: ,,Ég skal ekki leggja hönd á hann, en Filistar skulu leggja hönd á hann.``
17Saul said to David, “Behold, my elder daughter Merab, I will give her to you as wife. Only be valiant for me, and fight Yahweh’s battles.” For Saul said, “Don’t let my hand be on him, but let the hand of the Philistines be on him.”
18Davíð sagði við Sál: ,,Hver er ég og hvert er kyn mitt, ætt föður míns í Ísrael, að ég skuli verða tengdasonur konungsins?``
18David said to Saul, “Who am I, and what is my life, or my father’s family in Israel, that I should be son-in-law to the king?”
19En er sá tími kom, að gifta skyldi Davíð Merab, dóttur Sáls, þá var hún gefin Adríel frá Mehóla fyrir konu.
19But it happened at the time when Merab, Saul’s daughter, should have been given to David, that she was given to Adriel the Meholathite as wife.
20En Míkal, dóttir Sáls, elskaði Davíð. Og Sál var sagt frá því, og honum líkaði það vel.
20Michal, Saul’s daughter, loved David; and they told Saul, and the thing pleased him.
21Þá hugsaði Sál með sér: ,,Ég vil gefa honum hana, svo að hún verði honum að tálsnöru og Filistar leggi hönd á hann.`` Og Sál sagði í annað sinn við Davíð: ,,Þú skalt verða tengdasonur minn í dag.``
21Saul said, I will give her to him, that she may be a snare to him, and that the hand of the Philistines may be against him. Therefore Saul said to David, “You shall this day be my son-in-law a second time.”
22Og Sál bauð þjónum sínum: ,,Talið leynilega við Davíð og segið: ,Sjá, konungur hefir mætur á þér, og allir þjónar hans elska þig, og því skalt þú mægjast við konung.```
22Saul commanded his servants, “Talk with David secretly, and say, ‘Behold, the king has delight in you, and all his servants love you: now therefore be the king’s son-in-law.’”
23Þjónar Sáls töluðu þessi orð í eyru Davíðs. En Davíð sagði: ,,Sýnist yður það lítils um vert að mægjast við konung, þar sem ég er maður fátækur og lítilsháttar?``
23Saul’s servants spoke those words in the ears of David. David said, “Does it seems to you a light thing to be the king’s son-in-law, since I am a poor man, and lightly esteemed?”
24Þjónar Sáls báru honum þetta og sögðu: ,,Slíkum orðum hefir Davíð mælt.``
24The servants of Saul told him, saying, “David spoke like this.”
25Þá sagði Sál: ,,Mælið svo við Davíð: ,Eigi girnist konungur annan mund en hundrað yfirhúðir Filista til þess að hefna sín á óvinum konungs.``` En Sál hugsaði sér að láta Davíð falla fyrir hendi Filista.
25Saul said, “You shall tell David, ‘The king desires no dowry except one hundred foreskins of the Philistines, to be avenged of the king’s enemies.’” Now Saul thought to make David fall by the hand of the Philistines.
26Og þjónar hans báru Davíð þessi orð, og Davíð líkaði það vel að eiga að mægjast við konung. En tíminn var enn ekki liðinn,
26When his servants told David these words, it pleased David well to be the king’s son-in-law. The days were not expired;
27er Davíð tók sig upp og lagði af stað með menn sína og drap hundrað manns meðal Filista. Og Davíð fór með yfirhúðir þeirra og lagði þær allar með tölu fyrir konung, til þess að hann næði mægðum við konung. Þá gaf Sál honum Míkal dóttur sína fyrir konu.
27and David arose and went, he and his men, and killed of the Philistines two hundred men; and David brought their foreskins, and they gave them in full number to the king, that he might be the king’s son-in-law. Saul gave him Michal his daughter as wife.
28Sál sá það æ betur og betur, að Drottinn var með Davíð og að allur Ísrael elskaði hann.
28Saul saw and knew that Yahweh was with David; and Michal, Saul’s daughter, loved him.
29Þá varð Sál enn miklu hræddari við Davíð. Varð Sál nú óvinur Davíðs alla ævi.Og höfðingjar Filistanna fóru í leiðangur. En í hvert skipti, sem þeir fóru í leiðangur, varð Davíð giftudrýgri en allir þjónar Sáls, svo að nafn hans varð víðfrægt.
29Saul was yet the more afraid of David; and Saul was David’s enemy continually.
30Og höfðingjar Filistanna fóru í leiðangur. En í hvert skipti, sem þeir fóru í leiðangur, varð Davíð giftudrýgri en allir þjónar Sáls, svo að nafn hans varð víðfrægt.
30Then the princes of the Philistines went forth: and it happened, as often as they went forth, that David behaved himself more wisely than all the servants of Saul; so that his name was highly esteemed.