1Sál talaði við Jónatan son sinn og við alla þjóna sína um að drepa Davíð. En Jónatan, sonur Sáls, hafði miklar mætur á Davíð.
1Saul spoke to Jonathan his son, and to all his servants, that they should kill David. But Jonathan, Saul’s son, delighted much in David.
2Fyrir því sagði Jónatan Davíð frá þessu og mælti: ,,Sál faðir minn situr um að drepa þig. Ver því var um þig á morgun snemma og fel þig og ver þú kyrr í því leyni.
2Jonathan told David, saying, “Saul my father seeks to kill you. Now therefore, please take care of yourself in the morning, and live in a secret place, and hide yourself.
3En ég ætla sjálfur að fara út og nema staðar við hlið föður míns á mörkinni, þar sem þú ert, og ég ætla að tala um þig við föður minn; og ef ég verð nokkurs vísari, mun ég segja þér það.``
3I will go out and stand beside my father in the field where you are, and I will talk with my father about you; and if I see anything, I will tell you.”
4Jónatan talaði vel um Davíð við Sál föður sinn og sagði við hann: ,,Syndgast þú ekki, konungur, á Davíð þjóni þínum, því að hann hefir ekki syndgað á móti þér og verk hans hafa verið þér mjög gagnleg.
4Jonathan spoke good of David to Saul his father, and said to him, “Don’t let the king sin against his servant, against David; because he has not sinned against you, and because his works have been very good toward you;
5Hann lagði líf sitt í hættu og felldi Filistann, og þannig veitti Drottinn öllum Ísrael mikinn sigur. Þú sást það og gladdist. Hvers vegna vilt þú syndgast á saklausu blóði með því að deyða Davíð án saka?``
5for he put his life in his hand, and struck the Philistine, and Yahweh worked a great victory for all Israel. You saw it, and rejoiced. Why then will you sin against innocent blood, to kill David without a cause?”
6Sál skipaðist við orð Jónatans og sór: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir, þá skal hann ekki verða drepinn.``
6Saul listened to the voice of Jonathan: and Saul swore, “As Yahweh lives, he shall not be put to death.”
7Þá kallaði Jónatan á Davíð og tjáði honum öll þessi orð. Síðan leiddi Jónatan Davíð til Sáls, og hann var hjá honum sem áður.
7Jonathan called David, and Jonathan showed him all those things. Jonathan brought David to Saul, and he was in his presence, as before.
8Er ófriður hófst að nýju, fór Davíð og barðist við Filista og felldi mikinn fjölda af þeim, svo að þeir flýðu fyrir honum.
8There was war again. David went out, and fought with the Philistines, and killed them with a great slaughter; and they fled before him.
9Þá kom illur andi frá Drottni yfir Sál; en hann sat í húsi sínu og hafði spjót í hendi sér, og Davíð lék hörpuna hendi sinni.
9An evil spirit from Yahweh was on Saul, as he sat in his house with his spear in his hand; and David was playing with his hand.
10Þá reyndi Sál að reka Davíð í gegn með spjótinu upp við vegginn, en hann skaut sér undan Sál, svo að hann rak spjótið inn í vegginn. Og Davíð flýði og komst undan.
10Saul sought to pin David even to the wall with the spear; but he slipped away out of Saul’s presence, and he stuck the spear into the wall. David fled, and escaped that night.
11Hina sömu nótt sendi Sál sendimenn í hús Davíðs til þess að hafa gætur á honum, svo að hann fengi drepið hann um morguninn. En Míkal, kona hans, sagði Davíð frá og mælti: ,,Ef þú forðar ekki lífi þínu í nótt, þá verður þú drepinn á morgun.``
11Saul sent messengers to David’s house, to watch him, and to kill him in the morning. Michal, David’s wife, told him, saying, “If you don’t save your life tonight, tomorrow you will be killed.”
12Þá lét Míkal Davíð síga niður út um gluggann, og hann fór og flýði og komst undan.
12So Michal let David down through the window. He went, fled, and escaped.
13Síðan tók Míkal húsgoðið og lagði í rúmið, og hún lagði blæju úr geitarhári yfir höfðalagið og breiddi ábreiðu yfir.
13Michal took the teraphim, and laid it in the bed, and put a pillow of goats’ hair at its head, and covered it with the clothes.
14Og þegar Sál sendi menn til þess að sækja Davíð, þá sagði hún: ,,Hann er sjúkur.``
14When Saul sent messengers to take David, she said, “He is sick.”
15Þá sendi Sál mennina aftur til að vitja um Davíð og sagði: ,,Færið mér hann í rúminu, til þess að ég geti drepið hann.``
15Saul sent the messengers to see David, saying, “Bring him up to me in the bed, that I may kill him.”
16En er sendimennirnir komu, sjá, þá lá húsgoðið í rúminu og geitarhársblæjan yfir höfðalaginu.
16When the messengers came in, behold, the teraphim was in the bed, with the pillow of goats’ hair at its head.
17Þá sagði Sál við Míkal: ,,Hví hefir þú svikið mig svo og látið óvin minn í burt fara, svo að hann hefir komist undan?`` Míkal sagði við Sál: ,,Hann sagði við mig: ,Lát mig komast burt, ella mun ég drepa þig!```
17Saul said to Michal, “Why have you deceived me thus, and let my enemy go, so that he is escaped?” Michal answered Saul, “He said to me, ‘Let me go! Why should I kill you?’”
18Davíð flýði og komst undan og kom til Samúels í Rama og sagði honum frá öllu, sem Sál hafði gjört honum. Og hann fór með Samúel og þeir bjuggu í Najót.
18Now David fled, and escaped, and came to Samuel to Ramah, and told him all that Saul had done to him. He and Samuel went and lived in Naioth.
19Nú var Sál sagt svo frá: ,,Sjá, Davíð er í Najót í Rama!``
19It was told Saul, saying, “Behold, David is at Naioth in Ramah.”
20Sendi Sál þá menn til að sækja Davíð. En er þeir sáu hóp spámanna, sem voru í spámannlegum guðmóði, og Samúel standa þar sem foringja þeirra, þá kom Guðs andi yfir sendimenn Sáls, svo að þeir komust einnig í spámannlegan guðmóð.
20Saul sent messengers to take David: and when they saw the company of the prophets prophesying, and Samuel standing as head over them, the Spirit of God came on the messengers of Saul, and they also prophesied.
21Og menn sögðu Sál frá þessu, og hann sendi aðra menn, en þeir komust einnig í spámannlegan guðmóð. Þá sendi Sál enn menn hið þriðja sinn, en þeir komust einnig í spámannlegan guðmóð.
21When it was told Saul, he sent other messengers, and they also prophesied. Saul sent messengers again the third time, and they also prophesied.
22Þá fór hann sjálfur til Rama. Og er hann kom að vatnsþrónni miklu í Sekó, þá spurði hann og mælti: ,,Hvar eru þeir Samúel og Davíð?`` Og menn sögðu: ,,Þeir eru í Najót í Rama.``
22Then went he also to Ramah, and came to the great well that is in Secu: and he asked, “Where are Samuel and David?” One said, “Behold, they are at Naioth in Ramah.”
23En er hann fór þaðan til Najót í Rama, þá kom og Guðs andi yfir hann, og var hann stöðugt í spámannlegum guðmóði alla leiðina til Najót í Rama.Þá fór hann einnig af klæðum sínum, og hann var líka í spámannlegum guðmóði frammi fyrir Samúel og lá þar nakinn allan þennan dag og alla nóttina. Fyrir því segja menn: ,,Er og Sál meðal spámannanna?``
23He went there to Naioth in Ramah. Then the Spirit of God came on him also, and he went on, and prophesied, until he came to Naioth in Ramah.
24Þá fór hann einnig af klæðum sínum, og hann var líka í spámannlegum guðmóði frammi fyrir Samúel og lá þar nakinn allan þennan dag og alla nóttina. Fyrir því segja menn: ,,Er og Sál meðal spámannanna?``
24He also stripped off his clothes, and he also prophesied before Samuel, and lay down naked all that day and all that night. Therefore they say, “Is Saul also among the prophets?”