1Eftir dauða Sáls, þá er Davíð var heim kominn og hafði unnið sigur á Amalekítum og hann hafði verið tvo daga um kyrrt í Siklag,
1It happened after the death of Saul, when David was returned from the slaughter of the Amalekites, and David had stayed two days in Ziklag;
2þá kom skyndilega þriðja daginn maður úr herbúðum Sáls. Var hann í rifnum klæðum og hafði ausið mold yfir höfuð sér. Og er hann kom til Davíðs, féll hann til jarðar og laut honum.
2it happened on the third day, that behold, a man came out of the camp from Saul, with his clothes torn, and earth on his head: and so it was, when he came to David, that he fell to the earth, and showed respect.
3Og Davíð sagði við hann: ,,Hvaðan kemur þú?`` Hann svaraði honum: ,,Ég komst undan úr herbúðum Ísraels.``
3David said to him, “Where do you come from?” He said to him, “I have escaped out of the camp of Israel.”
4Davíð sagði við hann: ,,Hvernig hefir gengið? Seg mér það.`` Hann svaraði: ,,Liðið er flúið úr orustunni, og margir úr liðinu eru líka fallnir og dauðir. Líka eru þeir Sál og Jónatan sonur hans dauðir.``
4David said to him, “How did it go? Please tell me.” He answered, “The people have fled from the battle, and many of the people also have fallen and are dead; and Saul and Jonathan his son are dead also.”
5Þá sagði Davíð við manninn, sem flutti honum tíðindin: ,,Hvernig veistu það, að þeir Sál og Jónatan sonur hans eru dauðir?``
5David said to the young man who told him, “How do you know that Saul and Jonathan his son are dead?”
6Þá svaraði maðurinn, sem flutti honum tíðindin: ,,Alveg af tilviljun kom ég upp á Gilbóafjall. Þar hitti ég Sál. Studdist hann við spjót sitt, en vagnar og riddarar voru á hælum honum.
6The young man who told him said, “As I happened by chance on Mount Gilboa, behold, Saul was leaning on his spear; and behold, the chariots and the horsemen followed hard after him.
7Hann sneri sér þá við, og er hann sá mig, kallaði hann á mig, og ég svaraði: ,Hér er ég.`
7When he looked behind him, he saw me, and called to me. I answered, ‘Here I am.’
8Og hann sagði við mig: ,Hver ert þú?` Ég svaraði: ,Ég er Amalekíti.`
8He said to me, ‘Who are you?’ I answered him, ‘I am an Amalekite.’
9Þá sagði hann við mig: ,Kom þú hingað til mín og deyð þú mig, því að mig sundlar, og þó er ég enn með fullu fjöri.`
9He said to me, ‘Please stand beside me, and kill me; for anguish has taken hold of me, because my life is yet whole in me.’
10Þá gekk ég til hans og vann á honum, því að ég vissi að hann gat ekki lifað eftir ófarir sínar. Tók ég kórónuna af höfði honum og hringinn af armlegg hans og færi ég þér nú, herra minn!``
10So I stood beside him, and killed him, because I was sure that he could not live after that he had fallen. I took the crown that was on his head, and the bracelet that was on his arm, and have brought them here to my lord.”
11Þá þreif Davíð í klæði sín og reif þau sundur. Svo gjörðu og allir menn, þeir er með honum voru.
11Then David took hold on his clothes, and tore them; and likewise all the men who were with him.
12Og þeir syrgðu og grétu og föstuðu til kvelds sakir Sáls og Jónatans sonar hans og sakir lýðs Drottins og húss Ísraels, af því að þeir voru fallnir fyrir sverði.
12They mourned, and wept, and fasted until evening, for Saul, and for Jonathan his son, and for the people of Yahweh, “Yahweh” is God’s proper Name, sometimes rendered “LORD” (all caps) in other translations. and for the house of Israel; because they were fallen by the sword.
13Þá sagði Davíð við manninn, sem flutti honum tíðindin: ,,Hvaðan ert þú?`` Hann svaraði: ,,Ég er sonur hjábýlings nokkurs, sem er Amalekíti.``
13David said to the young man who told him, “Where are you from?” He answered, “I am the son of a foreigner, an Amalekite.”
14Þá sagði Davíð við hann: ,,Hvernig dirfðist þú að hefja hönd til þess að drepa Drottins smurða?``
14David said to him, “How were you not afraid to put forth your hand to destroy Yahweh’s anointed?”
15Og Davíð kallaði á einn af sveinunum og mælti: ,,Kom þú hingað og drep hann.`` Og hann hjó hann banahögg.
15David called one of the young men, and said, “Go near, and fall on him.” He struck him, so that he died.
16En Davíð mælti til hans: ,,Blóð þitt komi yfir höfuð þér! því að þú hefir sjálfur kveðið upp dóm yfir þér, er þú sagðir: ,Ég hefi deytt Drottins smurða.```
16David said to him, “Your blood be on your head; for your mouth has testified against you, saying, ‘I have slain Yahweh’s anointed.’”
17Davíð orti þetta sorgarkvæði eftir þá Sál og Jónatan son hans,
17David lamented with this lamentation over Saul and over Jonathan his son
18og hann bauð að kenna Júda sonum Kvæðið um bogann. Sjá, það er ritað í Bók hinna réttlátu:
18(and he commanded them to teach the children of Judah the song of the bow: behold, it is written in the book of Jashar):
19Prýðin þín, Ísrael, liggur vegin á fjöllum þínum. En að hetjurnar skuli vera fallnar!
19“Your glory, Israel, is slain on your high places! How the mighty have fallen!
20Segið ekki frá því í Gat, kunngjörið það eigi á Askalon-strætum, svo að dætur Filista fagni eigi og dætur óumskorinna hlakki eigi.
20Don’t tell it in Gath. Don’t publish it in the streets of Ashkelon, lest the daughters of the Philistines rejoice, lest the daughters of the uncircumcised triumph.
21Þér Gilbóafjöll, eigi drjúpi dögg né regn á yður, þér svikalönd, því að þar var snarað burt skildi kappanna, skildi Sáls, sem eigi verður framar olíu smurður.
21You mountains of Gilboa, let there be no dew nor rain on you, neither fields of offerings; For there the shield of the mighty was vilely cast away, The shield of Saul was not anointed with oil.
22Frá blóði hinna vegnu, frá feiti kappanna hörfaði bogi Jónatans ekki aftur, og eigi hvarf sverð Sáls heim við svo búið.
22From the blood of the slain, from the fat of the mighty, Jonathan’s bow didn’t turn back. Saul’s sword didn’t return empty.
23Sál og Jónatan, ástúðugir og ljúfir í lífinu, skildu eigi heldur í dauðanum. Þeir voru örnum léttfærari, ljónum sterkari.
23Saul and Jonathan were lovely and pleasant in their lives. In their death, they were not divided. They were swifter than eagles. They were stronger than lions.
24Ísraels dætur, grátið Sál! Hann skrýddi yður skarlati yndislega, hann festi gullskart á klæðnað yðar.
24You daughters of Israel, weep over Saul, who clothed you in scarlet delicately, who put ornaments of gold on your clothing.
25En að hetjurnar skyldu falla í bardaganum og Jónatan liggja veginn á hæðum þínum!
25How are the mighty fallen in the midst of the battle! Jonathan is slain on your high places.
26Sárt trega ég þig, bróðir minn Jónatan, mjög varstu mér hugljúfur! Ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna.En að hetjurnar skuli vera fallnar og hervopnin glötuð!
26I am distressed for you, my brother Jonathan. You have been very pleasant to me. Your love to me was wonderful, passing the love of women.
27En að hetjurnar skuli vera fallnar og hervopnin glötuð!
27How are the mighty fallen, and the weapons of war perished!”