Icelandic

World English Bible

2 Samuel

2

1Eftir þetta spurði Davíð Drottin á þessa leið: ,,Á ég að fara til einhverrar af borgunum í Júda?`` Drottinn svaraði honum: ,,Já.`` Þá sagði Davíð: ,,Hvert á ég að fara?`` Hann svaraði: ,,Til Hebron.``
1It happened after this, that David inquired of Yahweh, saying, “Shall I go up into any of the cities of Judah?” Yahweh said to him, “Go up.” David said, “Where shall I go up?” He said, “To Hebron.”
2Þá fór Davíð þangað, og með honum báðar konur hans, þær Akínóam frá Jesreel og Abígail, er átt hafði Nabal í Karmel.
2So David went up there, and his two wives also, Ahinoam the Jezreelitess, and Abigail the wife of Nabal the Carmelite.
3Davíð lét og mennina, sem hjá honum voru, fara, hvern með sína fjölskyldu, og þeir settust að í borgunum kringum Hebron.
3David brought up his men who were with him, every man with his household. They lived in the cities of Hebron.
4Þá komu Júdamenn til Hebron og smurðu Davíð til konungs yfir Júda hús. Nú var Davíð sagt svo frá: ,,Íbúarnir í Jabes Gíleað hafa jarðað Sál.``
4The men of Judah came, and there they anointed David king over the house of Judah. They told David, saying, “The men of Jabesh Gilead were those who buried Saul.”
5Þá gjörði Davíð menn á fund íbúanna í Jabes í Gíleað og lét segja við þá: ,,Verið blessaðir af Drottni fyrir það, að þér hafið sýnt þetta kærleiksverk á herra yðar Sál, að jarða hann.
5David sent messengers to the men of Jabesh Gilead, and said to them, “Blessed are you by Yahweh, that you have shown this kindness to your lord, even to Saul, and have buried him.
6Drottinn sýni yður nú kærleika og trúfesti. En ég vil og yður góðu launa, sakir þess að þér gjörðuð þetta.
6Now may Yahweh show loving kindness and truth to you. I also will reward you for this kindness, because you have done this thing.
7Og verið nú hughraustir og látið á sjá, að þér séuð vaskir menn. Því að Sál, herra yðar, er dauður, enda hefir Júda hús smurt mig til konungs yfir sig.``
7Now therefore let your hands be strong, and be valiant; for Saul your lord is dead, and also the house of Judah have anointed me king over them.”
8Abner Nersson, hershöfðingi Sáls, tók Ísbóset, son Sáls, og fór með hann yfir til Mahanaím
8Now Abner the son of Ner, captain of Saul’s army, had taken Ishbosheth the son of Saul, and brought him over to Mahanaim;
9og gjörði hann að konungi yfir Gíleað, Asserítum, Jesreel, Efraím, Benjamín og yfir öllum Ísrael.
9and he made him king over Gilead, and over the Ashurites, and over Jezreel, and over Ephraim, and over Benjamin, and over all Israel.
10Ísbóset, sonur Sáls, var fertugur, þá er hann varð konungur yfir Ísrael, og hann ríkti í tvö ár. Júda hús eitt fylgdi Davíð.
10Ishbosheth, Saul’s son, was forty years old when he began to reign over Israel, and he reigned two years. But the house of Judah followed David.
11Og tíminn, sem Davíð var konungur í Hebron, yfir Júda húsi, var sjö ár og sex mánuðir.
11The time that David was king in Hebron over the house of Judah was seven years and six months.
12Abner Nersson fór með þjóna Ísbósets, sonar Sáls, frá Mahanaím til Gíbeon.
12Abner the son of Ner, and the servants of Ishbosheth the son of Saul, went out from Mahanaim to Gibeon.
13Jóab Serújuson fór og með þjóna Davíðs frá Hebron, og varð fundur þeirra við Gíbeontjörn, og settust þeir sínum megin hvorir við tjörnina.
13Joab the son of Zeruiah, and the servants of David, went out, and met them by the pool of Gibeon; and they sat down, the one on the one side of the pool, and the other on the other side of the pool.
14Þá sagði Abner við Jóab: ,,Standi upp sveinar hvorra tveggja og leiki nokkuð til skemmtunar oss.`` Jóab kvað að svo skyldi vera.
14Abner said to Joab, “Please let the young men arise and play before us!” Joab said, “Let them arise!”
15Þá stóðu þeir upp og gengu fram eftir tölu: tólf fyrir Benjamíns ættkvísl, fyrir Ísbóset, son Sáls, og tólf af þjónum Davíðs.
15Then they arose and went over by number: twelve for Benjamin, and for Ishbosheth the son of Saul, and twelve of the servants of David.
16Þeir þrifu hver í annars koll og lögðu sverði hver í annars síðu, svo að þeir féllu hver með öðrum. Var sá staður kallaður Branda-akur, og er hann hjá Gíbeon.
16They each caught his opponent by the head, and thrust his sword in his fellow’s side; so they fell down together: therefore that place was called Helkath Hazzurim, which is in Gibeon.
17Tókst þá mjög hörð orusta á þeim degi, og fór Abner og Ísraelsmenn halloka fyrir mönnum Davíðs.
17The battle was very severe that day: and Abner was beaten, and the men of Israel, before the servants of David.
18Þar voru þrír synir Serúju, þeir Jóab, Abísaí og Asahel, en Asahel var frár á fæti sem skógargeitin í haganum.
18The three sons of Zeruiah were there, Joab, and Abishai, and Asahel: and Asahel was as light of foot as a wild gazelle.
19Og Asahel rann eftir Abner og veik hvorki til hægri né vinstri, heldur elti hann einan.
19Asahel pursued after Abner; and in going he didn’t turn to the right hand nor to the left from following Abner.
20Þá sneri Abner sér við og mælti: ,,Ert það þú, Asahel?`` Hann kvað svo vera.
20Then Abner looked behind him, and said, “Is it you, Asahel?” He answered, “It is I.”
21Þá sagði Abner við hann: ,,Vík þú annaðhvort til hægri eða vinstri, og ráðst þú á einhvern af sveinunum og tak hertygi hans.`` En Asahel vildi ekki láta af að elta hann.
21Abner said to him, “Turn aside to your right hand or to your left, and grab one of the young men, and take his armor.” But Asahel would not turn aside from following him.
22Þá mælti Abner aftur við Asahel: ,,Lát af að elta mig! Hví skyldi ég leggja þig að velli? Hvernig gæti ég þá litið upp á Jóab bróður þinn?``
22Abner said again to Asahel, “Turn aside from following me. Why should I strike you to the ground? How then should I hold up my face to Joab your brother?”
23En hann vildi ekki af láta. Þá lagði Abner spjótinu aftur fyrir sig í kvið honum, svo að út gekk um bakið, og féll hann dauður niður þar sem hann stóð. En allir þeir, er komu þangað sem Asahel hafði fallið niður dauður, námu staðar.
23However he refused to turn aside. Therefore Abner with the back end of the spear struck him in the body, so that the spear came out behind him; and he fell down there, and died in the same place. It happened, that as many as came to the place where Asahel fell down and died stood still.
24Jóab og Abísaí eltu Abner, og er sól gekk undir, voru þeir komnir til Gíbeat Amma, sem liggur fyrir austan Gía, á leiðinni til Gíbeonóbyggða.
24But Joab and Abishai pursued after Abner: and the sun went down when they had come to the hill of Ammah, that lies before Giah by the way of the wilderness of Gibeon.
25Þá söfnuðust Benjamínítar saman til liðs við Abner og urðu einn flokkur, og námu þeir staðar efst uppi á hæð einni.
25The children of Benjamin gathered themselves together after Abner, and became one band, and stood on the top of a hill.
26Þá kallaði Abner til Jóabs og mælti: ,,Á þá sverðið sífellt að eyða? Veistu eigi, að beisk munu verða endalokin? Hversu lengi ætlar þú að draga að segja liðinu að láta af að elta bræður sína?``
26Then Abner called to Joab, and said, “Shall the sword devour forever? Don’t you know that it will be bitterness in the latter end? How long shall it be then, before you ask the people to return from following their brothers?”
27Jóab svaraði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir, hefðir þú ekki talað, þá hefði liðið ekki látið af að elta bræður sína fyrr en á morgun.``
27Joab said, “As God lives, if you had not spoken, surely then in the morning the people would have gone away, and not each followed his brother.”
28Síðan þeytti Jóab lúðurinn, og nam þá allt liðið staðar og lét af að elta Ísrael og hætti að berjast.
28So Joab blew the trumpet; and all the people stood still, and pursued after Israel no more, neither fought they any more.
29En Abner og menn hans fóru yfir Jórdandalinn alla þá nótt, fóru því næst yfir Jórdan og gengu öll þrengslin og komust til Mahanaím.
29Abner and his men went all that night through the Arabah; and they passed over the Jordan, and went through all Bithron, and came to Mahanaim.
30Er Jóab hafði látið af að elta Abner, þá safnaði hann saman öllu liðinu, og vantaði þá aðeins nítján manns af mönnum Davíðs og Asahel,
30Joab returned from following Abner: and when he had gathered all the people together, there lacked of David’s servants nineteen men and Asahel.
31en menn Davíðs höfðu lagt að velli þrjú hundruð og sextíu manns af Benjamínítum, af mönnum Abners.En Asahel tóku þeir og jörðuðu hann hjá föður hans í Betlehem. Því næst hélt Jóab og menn hans áfram ferðinni alla nóttina og komu til Hebron í dögun.
31But the servants of David had struck of Benjamin, and of Abner’s men, so that three hundred sixty men died.
32En Asahel tóku þeir og jörðuðu hann hjá föður hans í Betlehem. Því næst hélt Jóab og menn hans áfram ferðinni alla nóttina og komu til Hebron í dögun.
32They took up Asahel, and buried him in the tomb of his father, which was in Bethlehem. Joab and his men went all night, and the day broke on them at Hebron.